15.9.2011 | 23:08
Sjálfsagt þá er þetta....
....rétt hjá Jóni. Enda er það nú svo, að það er ekki framkvæmdavaldsins að setja Alþingi leikreglurnar. Heldur er það Alþingis að setja framkvæmdavaldinu leikreglurnar og hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt eftir.
En auðvitað tókst þeim þingmanni sem lengst hefur setið á þingi, af þeim sem þar sitja núna. Þingmanni sem einnig er forsætisráðherra, að snúa þessu á hvolf. Eins og reyndar öllum þeim málum sem hæstvirtur forsætisráðherra kemur nálægt.
![]() |
Alþingis að semja frumvarpið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2011 | 22:17
Auðvitað stjórnar Jógrímur dagskrá þingsins.
Það skiptir engu hversu oft þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. þræta líkt og sprúttsalar fyrir það að taka fram fyrir hendurnar á forsetum þingsins, varðandi dagskrá funda í þinginu. Handbragð óbilgirni og frekju þeirra beggja skín í gegn í dagskrárstjórn þingsins.
Svo má auðvitað spyrja af því, hvað þau tvö eru þá að gera á fundi með forseta Alþingis og fulltrúum stjórarandstöðu, um dagskrá þingsins, ef þau eru svona ,,áhrifalaus" varðandi dagskrá þingsins? Ætti ekki Forsætisnefnd Alþingis frekar að funda um dagskrána með formönnum þingflokka, fremur en að framkvæmdavaldinu sé blandað í málið??
![]() |
Segja Steingrím og Jóhönnu stjórna þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2011 | 20:35
Septemberstubbur og óbilgirni Jóhönnu.
Þegar þingstörfunum var breytt á sínum tíma og septemberstubbnum komið á, þá var slíkt fyrst og fremst hugsað til þess að klára mál frá vorinu áður, er ekki hafði náðst að klára vegna tímaskorts í öllu málakraðakinu er undantekningalaust er á hverju vorþingi. Var breyting þessi mjög til bóta, þó svo að erfitt sé kannski að sjá slíkt á meðan þingstörfum er stjórnað með stífni, frekju og óbilgirni forsætisráðherra.
Eflaust brunnu þeirra mála inn í vor, ákefðar Jóhönnu sl. vor við að ræða kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra út í hið óendanlega. Frumvörp sem að ekki einu sinni var sátt um innan stjórnarflokkana eða ríkisstjórnar.
Frumvörpin voru því, eðli máls samkvæmt, ekki stjórnarfrumvörp þó svo þau hafi verið send sem slík inn þingið sl. vor.
Mörg þeirra mála, er brunnu inn í vor, varða hag heimilana og fyrirtækjana í landinu. Þegar þingi lauk sl. vor var þessum aðilum ,,lofað" því að mál þeirra yrðu kláruð á septemberþinginu.
Í stað þess að klára þau mál sem brenna á þjóðinni, þá frekjast Jóhanna áfram í óbilgirni sinni, til með það, að halda stjórnarráðsfrumvarpinu á dagskrá út í hið endanlega. Enn eitt frumvarpið, sem sent er inn í þingið, sem ,,stjórnarfrumvarp", þó svo það njóti ekki fulls stuðnings innan ríkisstjórnar, eins og venjan er með stjórnarfrumvörp.
Það að svokallað ,,stjórnarfrumvarp" njóti ekki fulls stuðnings innan ríkisstjórnar, þýðir í rauninni að frumvarpið, hafi ekki meirhluta í þinginu, án aðstoðar stjórnarandstöðuþingmanna.
Á meðan málum sem brenna á þjóðinni og sátt er um í þinginu og gætu komið heimilunum og fyrirtækjunum í landinu til góða og komið einhveri endurreisn í gang, sem ekki eingöngu er sjáanleg í exelskjölu og landriskúrvum fjármálaráðherra, er gælumáli forsætisráðherra, haldið á dagskrá þingsins út í óendanlega, vegna stífni og zero samningsvilja forsætisráðherra.
Það er því fyrst og fremst óbilgirni og takmarkalaus frekja forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem heldur heimilunum og fyrirtækjunum í landinu í gíslingu.
Stjórnarráðið og stjórnsýslan lifa það alveg af að umræður um stjórnarráðfrumvarpið verði hætt eða þær hvíldar um sinn.
Híns vegar er án efa ekki hægt að segja það sama um fyrirtækin og heimilin í landinu, ef þrái og frekja forsætisráðherra nær fram að ganga.
![]() |
Óbilgirni og ofbeldi á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2011 | 20:37
Meintur samstarfs/samningsvilji Jóhönnu.
Því verður ekki neitað að Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið dugleg að tala um samstarf og samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu.
Í ófá skipti, eins og þegar skuldavandi heimila hefur verið ræddur, eða þá í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar varðanda stjórnlagaþingskosningar, hefurJóhanna kallað á sinn fund forystu stjórnarandstöðunnar.
Allir þessir fundir hafa þó haft það eitt sameiginlegt, að allt samráðið og samvinnan, átti að snúast um það, að samþykkja það sem stjórnarflokakrnir eða ríkisstjórn lagði fram. Á þeim fundum, hafa tillögur stjórnarandstöðunnar, er semja átti við og/eða vinna með, nánast ekkert fengist ræddar.
Þar sem stífni Jóhönnu og einstrengisháttur, er löngu orðinn þjóðkunnur, er engin ástæða til annars en að álykta, að þessir samningafundir um þinglok, snúist fyrst og fremst um að fylgja línu jóhönnustjórnarinnar.
Varðandi svokallaða ,,málamiðlun" í Stjórnarráðsmálinu, þá sýnist mér hún í rauninni litlu breyta í praxis, þegar og ef lögin öðlast gildi. Efni hennar snýst fyrst og fremst um það, að flytja þurfi um það þingsályktunartillögu, ef færa á völd frá þinginu til forsætisráðherra.
Jóhönnu með sína hótunarpólitík, myndi nú ekki muna um það, að berja eins og eina þingsályktun í gegnum þingið, með hótunum um stjórnarslit.
![]() |
Enginn vilji til að semja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2011 | 17:47
Ráðherraræfill á plani...............
Það er nánast öruggt að þegar Össur grípur til frasans ,, Ég er nú bara ráðherraræfill á plani", að þá sé hægt að álykta, að eitthvað liggi undir, sem ekki þolir dagsljósið.
Fyrir ekki svo mörgum dögum síðan, var frasanum beitt í umræðum um kínverska fjárfestinn og gott ef ekki þessum frasa hafi verið flaggað í umræðunni um Magma á sínum tíma.
Í báðum tilfellum hefur Össur lagt töluverða vinnu í baktjaldamakk, sem ekki þolir umræðu, til þess að vinna þessum málum framgöngu.
![]() |
Stórskotaliðsárásir forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2011 | 16:51
Kafbáturinn Össur.
Því verður ekki logið upp á Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, að hann sé ekki duglegur maður. Hins vegar má örugglega deila um, hvort allur þessi dugnaður sé tilkominn af góðu einu.
Líklegast má rekja tvö af umdeildustu viðskiptamálum síðustu ára til baktjaldamakks Össurar og hans ráðuneyta.
Þáttur Össurar í Magmamálinu er hann var iðnaðarráðherra, er mun meiri en af er látið. Í Iðnaðarráðuneyti Össurar, á síðustu dögum eða vikum Össurar í því ráðuneyti, funduðu menn oftar en einu sinni um málefni sem ekki einu sinni áttu eða eiga heima í ráðuneytinu. Fjárfesting eins og kaup Magma á HS -Orku á heima í Efnahags og viðskiptráðuneytinu.
Á einum þessara funda í Iðnaðarráðuneytinu, var fallið frá því að stofna íslenskt félag um kaup Magma á HS -Orku. Starfsmenn Össurar í Iðnaðarráðuneytinu (eða jafnvel hann sjálfur), ráðlögðu Magmamönnum að stofna frekar félag (skúffufyrirtæki) á EES svæðinu, til þess að þeir gætu nýtt aflandskrónur, sem voru stór hluti kaupverðsins á HS -Orku.
Hefði hins vegar verið stofnað íslenskt félag um fjárfestinguna, eins og til stóð í upphafi, þá hefði vegna gjaldeyrishaftana, þurft að breyta lögum. Það hefði þá þýtt umræður í ríkisstjórn og á Alþingi. Í þeim umræðum, hefði andstaða Vg. orðið það mikil að líklegast hefði málið dagað upp í þinginu, eða bara einfaldlega ekki verið afgreitt.
Eins eru meiri líkur en minni að brölt Kínverjans hér á landi, eigi sér töluvert lengri aðdraganda og meiri vinnu bakvið tjöldin í Utanríkisráðuneyti Össurar. Ráðuneyti sem í raun hefur ekkert með viðskipti eins og Kínverjinn hyggst stunda hér, að gera. Má alveg leiða að því líkum, að þegar Össur lánaði mági sínum, sem fyrir eintóma tilviljun (eða þannig) er gamall skólafélagi Kínverjans, bílaleigubíl er Utanríkisráðuneytið hafði á sínum snærum, yfir eina helgi, á kostnað skattborgarana, hafi boltinn verið farinn að rúlla. Eins og sjá má, er linkurinn hér að neðan er skoðaður.
http://www.dv.is/frettir/2010/10/4/Ok_um_a_bil_raduneytis/
Það líka ekki hægt að kenna fákunnáttu Kínverjans frekar en Magmamanna á sínum tíma, að Kínverjinn hafi fundað um viðskipti sín í ,,röngu" ráðuneyti. Til þess hefur Kínverjinn of marga íslenska starfsmenn á sínum snærum, er hafa kunnáttu á íslenskri stjórnsýlsu, sem að sjálfsögðu hefðu bent honum á ,,rétt" ráðuneyti, ef ekki hefði átt að gera tilraun til þess að ná markmiðum sínum, eftir óhefðbundnum og vafasömum leiðum.
![]() |
Forsetinn fundar með Kínverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2011 | 22:50
Af gefnu tilefni.
Vissulega er ekkert að því að frumvarp þetta sé kynnt á þennan hátt og fólk skiptist á skoðunum um efni þess. Slíkt er bæði eðlilegt og fræðandi og eflaust þroskandi, eins og skoðanaskipti eru jú oftast.
Hvað kröfugerð um einhverja ,,æskilega málsmeðferð" á frumvarpi þessu í þinginu, þá er vissulega rétt að halda því til haga, að í gildi er stjórnarskrá, sem kveður á um hvernig staðið skuli að breytingum á henni. Í þeim texta er hvergi að finna orðin eða fyrirbærin, ,,stjórnlagaráð(þing)" eða ,,þjóðaratkvæðagreiðsla".
Um það hvernig breytingar á stjórnarskrá verða til má sjá í eftirfarandi texta úr stjórnarskránni:
,,
97/1995, 16. gr. 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki ... 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. 1)L. 56/1991, 27. gr."
Gott og vel, kann einhver að segja. Alþingi má mín vegna afgreiða þetta, eftir að því hefur verið gerður ljós, vilji þjóðarinnar (þjóðaratkvæði). Eflaust brilliant hugmynd, ef ekki væri til stjórnarskrá fyrir, er hefur eftirfarandi greinar innanborðs:
,,47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr."
ERGO: Þjóðaratkvæðið yrði í raun ekkert annað en fokdýr skoðannakönnum, sem engum bæri að taka mark á og væri það í raun bannað, ef sannfæring er fyrir öðru.
Að endingu má benda á að, það skiptir engu máli hverjar aðstæður eru í dag, hversu vel eða illa hefur gengið að breyta stjórnarskránni hingað til, né sá rómantíski ljómi sem sumir sjá yfir þessari aðferð að ráða 25 verktaka til þess að skrifa frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Plaggið, frumvarpið, er eins og gefur að skilja, frumvarp til laga er lagt verður fyrir Alþingi.
Frumvörp er lögð eru fyrir Alþingi, fara í ákveðið ferli sem verið hefur verið við lýði í fjölda ára. Þrjár umræður með nefndarstörfum milli umræða. Á öllum umræðustigum og á nefndarfundum gætu komið fram breytingartillögur á frumvarpinu. Auk þess sem viðkomandi nefnd, kallar til sín sá ,,sérfræðinga" er hún telur besta til þess fallna, að koma með nýtanlega vinkla á frumvarpið.
Vonandi fer svo þannig á endanum, að þingheimur hafi 48. gr. núgildandi stjórnarskrá, í huga. En ekki upphrópanir manna og kvenna á torgum úti, er tekin verður afstaða til frumvarps um nýja stjórnarskrá í þinginu.
![]() |
Borgarafundur um nýja stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2011 | 17:46
Hversu oft.............
...hafa ekki heyrst þær raddir, bæði hér heima meðal aðildarsinna og svo í ESB, að núna sjái loksins fyrir endann á vandræðum evrusvæðisins og bjartari tímar séu í vændum?
Vel má vera að einhven tíman í náinni framtíð, sjái fyrir endann á þessari krísu. En það verður þó eingöngu bara stund á milli stríða. Því einhvern tímann þarf jú að borga til baka það sem fengið er að láni.
Hvað mun þá gerast, þegar kemur að skuldadögum? Geta bankar endalaust fjármagnað sig, til þess að framlengja í lánum og/eða endurlána þessum ríkjum fyrir greiðslum á eldri skuldum? Eða er von til þess að þessi ríki geti aukið landsframleiðslu sína og verðmætasköpun, í það miklum mæli að aukningin standi bæði undir afborgunum af þessum himinháu lánum og hækkandi meðalaldri íbúa þessara ríkja og annarra Evrópuríkja, sem kalla mun á stóraukin kostnað í velferðarkerfinu?
Svarið við þessum spurningum öllum er nær örugglega nei.
Hvað tekur þá við? Annað bankahrun? Eða stóraukin framlög aðildarríkja ESB til sambandsins og seðlabanka þess, til þess að forða bankahruninu og halda uppi lágmarksstandard á velferðarkerfinu? Eða þá botnlaus og skaðlegur niðurskurður í velferðar og menntakerfum þessara ríkja?
Er það virkilega svo að framtíðartekjum íslenska ríkisins sé betur borgið í þessa botnlausu hít skuldakreppu ESB-ríkjana, fremur en í uppbyggingu hér á íslensku atvinnulífi og íslensku velferðarkerfi?
![]() |
Ítalir þurfa 37.400 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2011 | 14:06
Valkvíði hjá XD, forystukreppa hjá Samfó.
Það verður ekki hjá því vikist að taka eftir því, að þessi könnun varðandi fylgi Hönnu Birnu til formanns í Sjálfsstæðisflokknum, komi á góðum tíma fyrir Samfylkinguna og nái að einhverju eða að mestu leiti að breiða yfir forystuleysið í þeim flokki. Í það minnsta hlakkar í mörgum Samfylkingarmanninum, hér í bloggheimum og annars staðar. Enda bægja fréttir um Sjálfstæðisflokkinn ætíð ljósinu frá heimatilbúnum hremmingum Samfylkingarinar.
Mín persónulega skoðun er sú, að bæði Bjarni og Hanna Birna, gætu hvert á sinn hátt leitt Sjálfsstæðisflokkinn á ný, til forystu landsmálunum. Ég treysti því alveg þeim er sitja munu landsfund Sjálfstæðisflokksins í nóvember til þess að kjósa þann leiðtoga, er þeir treysta mest til forystu í flokknum. Það gæti bæði haft sína kosti og galla að skipta núna um formann.
Það er því réttara að segja að það sé miklu frekar valkvíði sem mætir Sjálfstæðismönnum, fremur en forystukreppa.
Hvað Samfylkinguna varðar, lítur málið allt öðruvísi út. Þar sér sitjandi formaður, sem er þar að auki forsætisráðherra þjóðarinnar, ástæðu til þess að árétta að hann gefi kost á sér áfram, aðeins tveimur og hálfu ári eftir að hafa gefið loforð um að leiða þjóðina út úr þeirri kreppu sem hún var í og er reyndar enn.
Munurinn á formanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Samfylkingarinnar er hins vegar sá, að formanni Sjálfstæðisflokksins hefur tekist að hífa flokkinn upp í fylgi, að einhverju leiti, þó svo að eflaust megi skrifa aukningu fylgisins, að einhverju leiti á frjálst fall vinstri flokkana í fylgi. Samfylkingin breyttist jú úr þeim hægri flokki sem hún var í kosningum 2007 í vinstri flokk í kosningum 2009.
Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í ríkisstjórn, síðustu 17 árin fyrir hrun og Samfylkingin, undir tveimur mismunandi kennitölum, aðeins 5 og hálft ár, af þeim tíma, þá er Samfylkingin, mun ónýtara vörumerki en Sjálfstæðisflokkurinn.
Þar er mest um að kenna, stefnu núverandi ríkisstjórnar undir forystu formanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin er seldi kröfuhöfum bankana Skjaldborgina, þrátt fyrir að báðir stjórnarflokkarnir og þá sér í lagi Samfylkingin hafi lofað, fögrum rómi, að heimilum í landinu yrði komið til hjálpar.
Við þetta má svo bæta kolrangri stefnu í efnahags og skattamálum og almennum fyrirþvælingi og tafapólitík við endurreisn landsins.
Það er því alveg ljóst, að þrátt fyrir að undirliggjandi sé í Samfylkingunni óánægja um störf Jóhönnu Sigurðardóttur, þá mun flokkurinn ekki skipta um formann núna í haust. Þeir aðilar sem hug hafa á formennsku í Samfylkingunni og stuðningsmenn þeirra, gera sér nefnilega grein fyrir því, sitji þeir sem formaður í flokknum, fram að næstu kosningum, verða þeir jafnónýtt vörumerki og Jóhanna Sigurðardóttir.
Hins vegar mun fara svo, verði kosið eins margt bendir til í dag, vorið 2013 ( þó nauðsynlegt væri að kjósa mun fyrr), að á landsfundi fyrir þær kosningar, mun enn ein vonarstjarna Samfylkingarinnar birtast og verða kjörinn formaður Samfylkingarinnar. Þá eru einnig miklar líkur á því flokkurinn muni gera (ó)heiðarlega tilraun til þess að hvítþvo feril sinn í norrænu velferðarstjórninni, með því að bjóða á ný upp á hægri sinnað prógram.
![]() |
Tel að staða mín sé sterk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2011 | 21:45
Hjartsláttur Jóhönnu og sala Skjaldborgarinnar.
Það er engu líkara en þessir flokkar sem standa að hinni norrænu velferðarstjórn, hafi verið í meira sjokki, en vesalings þjóðin sem slysaðist til að kjósa þá til valda. Slíkar eru gjörðir þeirra heimilunum í landinu til handa.
Þrátt fyrir að hjarta Jóhönnu slægi með heimilunum í landinu og landsfundur Vg. ályktaði á þann hátt að heimilunum hlyti að verða bjargað, varð raunin allt önnur.
Þrátt fyrir að hafa haft öll lánasöfn bankana í sinnu umsjá, þá er engu líkara að ekki hafi hvarflað að þeim að færa t.d. láninn inn í Íbúðalánasjóð, ákveðið hlutfall af hverju einasta láni, eða þá lánin í heild. Eins einhverjir höfðu þó á þessum tímapunkti talað um.
Þess í stað lá liðið kylliflatt fyrir kröfuhöfum bankanna og barði sér síðan á brjóst fyrir glæsilega niðurstöðu í samningum við þá. Samningum sem gerðu kröfuhöfunum kleift að kaupa lánasöfnin með miklum afföllum, en rukka heimilin í landinu fyrir á fullu verði.
Í miðri samningalotunni við kröfuhafa bankana fengu svo stjórnvöld í hendur lögfræðiálit er benti á ólögmæti gengistryggðra lána. Því áliti var stungið ofan í skúffu, en þó ekki fyrr en stjórnvöld sannfærðu kröfuhafana um að yrðu þeir fyrir einhverju tjóni vegna ólöglegra gengistryggðra lána, þá myndu íslenskir skattgreiðendur standa undir tapi kröfuhafana.
Eftir að hafa selt kröfuhöfum bankana skjaldborgina frægu, er Jóhanna ætlaði að slá um heimilin og fyrirtækin í landinu, settu stjórnvöld gegn betri vitund, upp hvern leikþáttinn á fætur öðrum, um stórfelldar aðgerðir er bjarga áttu heimilunum í landinu.
Í þeim leikþáttum öllum átti ,,happy ending" að eiga sér stað á næstu dögum eða eftir helgi.
Í stóra leikritinu, þar sem öllu var til tjaldað, Hagsmunasamtökum heimilina, fjármálastofnunum, lífeyrissjóðum og stjórnvöldum, er höfðu hóp reiknimeistara í sinu vopnabúri, var þó aldrei ætlunin að leiðrétta lánin, svo heitið gæti.
Eftir söluna á Skjaldborginni voru húsnæðislán í öðrum stofnunum en Íbúðalánasjóði og Landsbankanum ekki á hendi stjórnvalda. Af þeirri ástæðu, var ekki hægt að fara dýpra en svo í vandann, að einungis var um almennar aðgerðir að ræða.
Almennar aðgerðir þýddu í stuttu máli, að ekki yrði gengið lengra til móts við heimilin en verst stadda stofnunin, nærri gjaldþrota Íbúðalánasjóður gæti.
Það er því nokkuð ljóst, að þó svo að reynt sé að láta nýeinkavæddu bankana líta út sem vondu kallana, varðandi slæma stöðu heimilana í landinu, þá er sú staða, þegar betur er að gáð, að stórum hluta á ábyrgð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þeirrar Jóhönnu er sagði hjartslátt sinn, vera með heimilunum í landinu.
Eins hlýtur að koma til álita að kanna hvaða stjórnmálaflokki í landinu þingflokkur Vg. tilheyrir. Enda enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi ályktað í námunda við þær hörmungaraðgerðir sem stjórnvöld, með Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í broddi fylkingar, hafa staðið fyrir.
![]() |
Vogunarsjóðir fá heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar