Leita í fréttum mbl.is

EFTAdómstóllinn hæfur til að dæma í Icesavemálinu?

Eins og fram kemur í fréttinni, er blogið hangir við, að Björg taki við af Páli Hreinssyni, er skipður hefur verið dómari við EFTAdómstólinn.

Páll Hreinsson var formaður Rannsóknarnefndar Alþingis.  Í skýrslu þeirrar nefndar vegna efnahagshrunsins koma fram skoðanir Páls og annarra nefndarmanna á vinnubrögðum stjórnvalda vegna Icesave í undanfara hrunsins og í hruninu.  Margar þeirra skoðana benda til þess að nefndarmönnum kann að hafa þótt svo að stjórnvöld, hafi skapað sér ákveðna ábyrgð og jafnvel sekt í Icesavemálinu.

Þó líklega eigi Páll ekki eftir að dæma i málinu, þá má fastlega reikna með því að þeir dómarar er dæma muni í málinu, komi það til kasta dómstólsins, lesi yfir Rannsókarskýrslu Alþingis, í það minnsta það sem þar stendur um Icesave.

Er það alveg öruggt að skoðanir og ályktanir Páls hafi engin áhrif á þá samdómara hans hjá EFTAdómstólnum, er málið taka fyrir og dæma í því?


mbl.is Björg formaður Persónuverndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atriði til upprifjunar!!!

Væri allt þetta ferli bara einfalt samningaferli, líkt reynt hefur verið að halda að þjóðinni, þá væri bara gerður samningur um aðild sem innihéldi þær breytingar sem gera þyrfti á íslenskri stjórnsýslu.

Þó svo það standi í stefnuyfirlýsigu ríkisstjórnarinnar að sótt skuli um aðild að ESB, þá þýðir það ekki endilega að einhverju sé breytt, bara því umsóknin krefjist þess......... Hafi það verið svo, þá hefur Alþingi svo sannarlega skotið sig í báða fætur og það ekki í fyrsta sinn

§               Í umræðum um aðildarumsóknina kom fram oftar einu sinni, að yrði umsóknin samþykkt, þá færi í gang aðlögunnarferli. Því neitaði Össur og fleiri samherjar hans, töluðu eingöngu um að kíkja í einhvern pakka eða poka. Reyndar hafa sömu aðilar r haldið því sama fram eftir að aðlögunnarferlið hófst.
Hvort að það sé vegna þess hversu óupplýstur sá ráðherra hefur málið á sinni könnu er, valkvæð heimska eða blekking verður fólk bara að gera upp við sig.
Á einföldu máli má segja að heimild Alþingis hafi ekki náð lengra en að Össuri hafi verið falið að panta ,,pakkann" frá Brussel og svo yrði sá pakki skoðaður, áður en lengra yrði haldið.
Pakkinn er löngu kominn og í honum eru öll þau tilmæli um aðlögun sem að haldið öðru fram eftir að aðlögunnarferlið var byrjað.  Hvort um sé að kenna að sá ráðherra er um málið vélar sé svona illa upplýstur,  að þarna sé á ferð valkvæð heimska aðildarsinna eða þá einfaldlega að aðildarsinnar séu að blekkja þjóðina í umræðunni.

§   

§         Sé málið einfaldað, má orða þetta þannig, að Alþingi hafi veitt Össuri heimild til að panta ,,pakkann“ frá Brussel. Og svo yrði kíkt í pakkann og staðan tekin að nýju.  Pakkinn er löngu kominn og það er búið að kíkja í hann.  Í pakkanum eru kröfur ESB um þær breytingar sem gera þarf á íslenskri stjórnsýslu og lögum svo aðild  að ESB yrði möguleg.

§   

§  Vv   Við græðum í sjálfu sér ekkert á því að kjósa um einhvern samning, þar sem kosningin er ráðgefandi, ekki bindandi.
Ef við gefum okkur það að úrslit þessara kosninga ráðist með litlum mun, eiga þá þeir þingmenn er hafa aðra skoðun er úrslitin kveða á um að kjósa gegn eigin sannfæringu?  Eins mætti einnig spyrja, ef úrslitin yrðu afgerandi á hvorn veginn sem færi.

Hins vegar var í boði breytingartillaga, við þingsályktunartillöguna um umsóknina, er gert hefði aðlögunarferlið, bæði eðlilegt  og lýðræðslegt.

Sú tillaga gekk út á það, kosið yrði um það í þjóðaratkvæði, hvort sækja ætti um ESB-aðild. Hefði umsóknin verið samþykkt í þjóðaratkvæðinu, þá hefði verið farið í þær laga og stjórnarskrárbreytingar er til þyrfti svo hægt yrði að kjósa bindandi kosningu, um þann aðildarsamning, sem lægi fyrir í lok þessa ferils. 

 Aðildarsinnar með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, töldu hins vegar að slíkt lýðræðisferli væri bara tímaeyðla, enda lá einhver lifandis ósköp á því að senda Guðmund Árna Stefánsson með umsóknina á milli húsa í Stokkhólmi. 

Auk þess komu fram þau rök aðildarsinna að varla væri þorandi að leyfa þjóðinni að hafa síðasta orðið, ef það færi nú svo að samningurinn yrði þjóðinni óhagsstæður.  Það eru í rauninni í besta falli hlægileg rök, því hvort sem núverandi leið yrði farin eða sú  sem breytingartillagan gekk út á þá hefði væntanlega sama fólkið verið í samninganefndinni og sömu stjórnvöld kynnt þann samning er kæmi og væntanlega mælt með honum.

 Varla færu stjórnvöld að kynna þjóðinni slæman samning og hvetja hana til þess að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef að til stæði að fella hann svo í þinginu.


Pakkinn er löngu kominn og í honum eru öll þau tilmæli um aðlögun sem aðild að ESB krefst.


mbl.is „Einfaldlega til að stöðva viðræðurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Jóhanna!!!!!

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar greinar í dagblöð um nauðsyn þess að afnema verðtrygginguna.  Birtist þa´ekki einhver nefnd sem hún sjálf skipaði um verðtrygginguna og segir að það sé bara ekki nokkur vegur að afnema verðtrygginguna.

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar greinar í blöð um skattpíningu stjórnvalda á eldsneytisverði.  Kemur þá ekki einhver fjármálaráðherra, í hennar eigin ríkisstjórn og skattleggur eldsneytisverð upp í rjáfur.

Hjarta Jóhönnu Sigurðardóttur slær með heimilunum í landinu.  Kemur þá ekki þessi sami fjármálaráðherra, í hennar eigin ríkisstjórn og selur kröfuhöfum bankana, skjaldborgina sem hún ætlaði að slá um heimilin í landinu.

Jóhanna Sigurðardóttir réð seðlabankastjóra í opnu ráðningarferli þar sem allt, þar á meðal laun voru upp á borðinu.  Birtist þá ekki  formaður stjórnar Seðlabankans, er Jóhanna sjálf skipaði, og vill hækka laun seðlabankastjóra um heilar 400 þús. Krónur.

Jóhanna Sigurðardóttir berst í áraraðir fyrir nýjum og bættum jafnréttislögum og fær þau loks í gegn. Birtist þá ekki einhver mannauðsfræðingur og valnefnd er  Jóhanna sjálf skipaði og brjóta þessi jafnréttislög.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur um árabil barist gegn kynbundnum launamismun í landinu.  Birtast þá ekki einhverjir forstjórar ríkisstofnana og auka launamismunin, loksins þegar Jóhanna Sigurðardóttir er orðin forsætisráðherra!!!!

Undirritaður fær vart orða bundist yfir því hvað allir eru nú vondir við hana Jóhönnu!!!


mbl.is Aukinn launamunur kynjanna skelfileg þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef við hefðum nú verið í......

... ESB og með evru, hefði ekkert bankahrun orðið hér, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í miðju fári bankahrunsins hér á landi í okt 2008.

Vel má vera að ekkert bankahrun, eins og það blasti við íslensku þjóðinni og umheimnum hefði orðið hér, hefðum við verið í ESB og með evru.  

Það breytir því hins vegar ekki að til þess að halda bönkunum gangandi á sömu kennitölum áfram, hefði þýtt það, að aðstoða hefði þá eða íslenska ríkið um 12000 til 15000 milljarða.

Grikkir eru hins vegar í ESB og með evru. 

Ef að þjóð er ,,bjargað úr vanda, þá hlýtur sú björgun að eiga að snúast um það fyrst og fremst að þjóðin geti funkerað, eftir svokallaða ,,björgun".

 Björgunin gekk hins vegar út á það, að fjármunir voru millifærðir í nafni Grikkja inn í þær stofnanir er þeir skulduðu.

Sama hefði í rauninni gerst hér, hefðum við verið í ESB og með Evru í okt 2008 þegar hrunið hérna var.  Íslenska ríkinu hefði verið ,,bjargað" með því að því hefði verið lánað 12.000 til 15.000 milljarðar til þess að borga kröfuhöfum bankana upp í topp.

Nægur er nú niðurskurðinn hér og skattabrjálæðið.  En staðan í dag, hefði samt sem áður bara verið líkt og í paradís, hefði ESB ,,bjargað" líkt og Grikkjum og fleiri þjóðum.

 


mbl.is Afhendir ekki lyf vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld sem ekki..............

...gera hina minnstu tilraun til þess að kanna bótaréttinn í máli þessu, eiga að bóka fund á Bessastöðum með forsetanum og segja þar af sér.

Fyrir ekki svo löngu, þá ályktaði eitthvað breskt laga/dómsapparat, svo að beiting hryðjuverkalagana á íslensku þjóðinni hafi ekki verið samkvæmt þeim lagaheimildum, er voru við lýði er þeim var beitt.

Það skiptir kannski öllu að fá einhverjar háar upphæðir í bætur vegna beitingu laganna, þó svo að bætur gætu eflaust hjálpað illa stöddum ríkissjóði.

  Stærsti sigurinn yrði að fá viðurkenningu á því að íslenska þjóðin hafi verið beitt órétti og aflsmunum, þegar hryðjuverkalögin voru sett á hana.


mbl.is Vill kanna bótarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri líkur á því..........

......... að núverandi stjórnvöld, þakki Bretum fyrir hryðjuverkalögin, fremur en að sækja til þeirra bætur vegna beitingar þeirra.

Líkt og í Icesavedeilunni mun ESB standa þétt að baki Breta.  Lögsókn gegn Bretum væri því litin mjög alvarlegum augum í Brussel og myndi setja aðlögunnarferlið að ESB í algjört uppnám.

Stjórnvöld, sér í lagi Samfylkingararmur þeirra, hikar ekki við að fórna þjóðarhagsmunum og heiðri þjóðarinnar til þess að komast hjá slíku uppnámi.


mbl.is Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varaskeifur Jóhönnustjórnarinnar.

Eins og staðan er í dag, þá tórir ríkisstjórnin á eins manns meirihluta, þ.e. að þingmenn stjórnarflokkana eru nú um stundir 32.  Í þessum þrjátíu og tveggja manna hópi eru nærri því jafnmargar sérþarfir og skilyrði fyrir því að ,,stærstu mál“ ríkisstjórnarinar nái í gegnum þingið.  Þarf ríkisstjórnin því, oftar en ekki að leita á náðir stjórnarandstöðuþingmanna, til þess að fá frumvörp sín samþykkt í þinginu.

  Enda óþarfi að mati forsætisráðherra, að stjórnarfrumvörp, njóti stuðnings allra ráðherra ríkisstjórnarinnar.  Eingöngu sé nóg að forsætisráðherra vilji að ákveðin frumvörp verði að lögum, til þess að kalla megi, frumörpin stjórnarfrumvörp.

Flest þessara stóru mála eru þess eðlis, að felldi þingið þau, þá væri líklegast stjórnin sprungin og kosningar, vafalaust það eina í kortunum.

Þingkosningar þýða undatekningalaust að einhverjir þingmenn missa vinnuna  sína  (þingsæti sitt), til annnarra einstaklinga.

Þeir einstaklingar sem skipa varamannabekk Jóhönnustjórnarinnar, þingmenn Hreyfingarinnar ásamt þeim Siv Friðleifsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni, réttlæta stuðning sinn við ríkisstjórn er vinnur markvisst að því að þvælast fyrir atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, ásamt því að hafa veitt kröfuhöfum bankana veiðileyfi á heimilin í landinu, með því að nauðsyn sé á nýrri stjórnarskrá eða þá að nauðsynlegt sé að halda aðlögunnarferlinu að ESB áfram.

Jafnvel gæti samkomulag um ,,feitan bita" einhvers staðar í stjórnsýslunni, skýrt afstöðu þessara þingmanna.  En þess ber þó að geta, að Jóhanna Sigurðardóttir gerir alla jafna ekki samkomulag við fólk, nema hún geti mögulega svikið það.

Það má alveg taka ofan fyrir fólki sem reynir að vinna hugðarefnum sínum brautargengi  í þinginu.  En hvað varðar fimmmenningana er ég nefni hér að ofan, þá er ég snöggur að setja hattinn aftur á hausinn.

Þessi fimm láta sér í stuttu máli, léttu rúmi liggja, þó heimilin og fyrirtækin í landinu brenni út og sogist beint ofan í gjaldþrotaspíralinn. 

Í þeim mótmælum sem efnt hefur verið til, gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa þingmenn Hreyfingarinnar getað skroppið út á Austurvöll og öðlast kortersfrægð og klapp á bakið fyrir svokölluð  ,,verk“ sín til umbóta í landinu. 

Hins vegar hljóta þeir mótmælendur er mæta á Austurvöll þann 1. okt. nk. að sjá í gegnum skrumið hjá þingmönnum Hreyfingarinnar.  Enda er ekki  bæði hægt að styðja stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og vinna að umbreytingum á þjóðfelaginu af heilum hug á sama tíma.


Spuninn um hinn samningsfúsa forsætisráðherra.

 Það er nánast undantekningalaust þannig að öll þau mál sem Jóhanna Sigurðardóttir, leggur fram í þinginu eða leggur hart að samráðherrum sínum að gera, eru lögð fram í miklum ágreiningi í þinginu.  Ágreiningi sem ekki eingöngu á við stjórnarandstöðuna, heldur einnig oftar en ekki ráðherra í ríkisstjórninni og aðra stjórnarþingmenn. Ágreiningur þessi verður oftast nær til vegna þess að ekki hefur leitað sátt um málið áður en það er lagt fram. Heldur er vaðið áfram af frekju og óbilgirni frá hendi forsætisráðherra. 

Eins eru mál þessi og eða framlagning þeirra það ósvífin, að venjulegum manni með snefil af skynsemi dytti ekki í hug að ljá þeim atkvæði sitt.

 Svo gerist það að málið kemst í þá stöðu að vera ,,óleysanlegt" með öllu, nema einhver höggvi á hnútinn. Oftar en ekki hafa það verið þingmenn stjórnarandstöðunnar, er lagt hafa fram tillögu, er sjattla þessi mál öll.

En þá kemur í ljós hvað frekjan í óbilgirnin í Jóhönnu, færir henni mikið svigrúm, til þess að berja sér á brjóst og þakka sjálfri sér, fyrir hina ,,víðtæku samstöðu á Alþingi.

Trixið er semsagt, leggja fram nógu andskoti ónýtt mál og þakka svo sjalfri sér, fyrir að hafa fallist á nauðsynlegar  úrbætur á málinu.  Þegar að málið ,óbreytt, hefði aldrei náð í gegn, enda oftar en ekki, ekki einu sinni samstaða um málið í stjórnarflokkum eða ríkisstjórn.


mbl.is Stjórnarráðsfrumvarp til 3. umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað í áttina en...

... hvernig var það annars?  Var ekki Árni Páll búinn að básúna það um heimsbyggð gervalla, að höftin yrðu að vera á, þangað til Ísland gengi í ESB?  Hefur eitthvað breyst eða gerir Árni ráð fyrir því að Ísland verði komið í ESB, fyrir árslok 2013?

Líklegast er það skárra að hafa þessi höft skemur en upphaflega var ætlast til í frumvarpi Árna.  Það eykur þá líkurnar á því að þau hverfi fyrr.  Nema auðvitað að þessi tillaga sé bara til þess að kaupa sér tíma og áður en heimildin  rennur út, þá verði  lagt fram frumvarp framlengingu.

Hins vegar ef heimildin er til ársloka 2015, er hætt við því, að vandanum verði ýtt á undan sér út í hið óendanlega og jafnvel ekki tekið á málinu fyrr en um seinan, sem kosta mun þá enn eina framlenginguna.  

En það gæti svo sem líka skeð, þó höftin verði bara til ársloka 2013.  

Þó dagsetningar skipti vissulega máli, þá skiptir mestu máli, að markvisst sé unnið að lausn málsins.  En lesandi góður, þú verður að fyrirgefa, að ég get bara ekki séð eitthvað ,,markvisst" og Árna Pál Árnason fara saman..... Nema þá ,,markvisst aðgerðaleysi og aulaháttur". 

Í það minnsta er ekki hægt að merkja markvissa stefnumótun á nokkrum sköpuðum hlut hjá Árna eða nokkrum öðrum ráðherra, hinnar norrænu velferðarstjórnar. Nema þá að stefna markvisst að því að gera helst ekkert annað en að þvælast fyrir allri atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun.


mbl.is Gjaldeyrishöft til loka 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þá ekkert rætt um málið og það kannað......

....þegar það kemur sem frumvarp inn í þingið?

Það að fela velferðarráðherra að stofna starfshóp er ætlað er að vinna að frumvarpi að staðgöngumæðrun, er nánast það sama og að vísa málinu til ríkisstjórnar. 

 Þegar frumvarpið verður svo komið fram, þá verða þrjár umræður um málið, með nefndarstörfum á milli umræða.  Líklegt má telja að í það minnsta þrjár nefndir þingsins myndu fjalla um málið á milli umræða og kalla til sín sérfræðinga í þeim málaflokkum er þær taka til.  Heilbrigðisnefnd, Allsherjarnefnd og Félags og trygginganefnd munu líklegast fjalla um málið, þar sem það fellur undir málaflokka er allar þessar nefndir fjalla um.

Þó svo að staðgöngumæðrun sé vissulega umdeilt mál, með mörgum siðferðislegum álitaefnum, þá er það fjarstæða og í raun fíflagangur að krefjast frávísunar tillögu þessarar.  Umræðan um málið, hefst hvort sem er ekki af viti, fyrr en fyrir liggur frumvarp um málið, sem að fær svo efnislega malsmeðferð í þinginu.


mbl.is Vilja vísa staðgöngumæðrun frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband