Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Sinnaskipti Össurar.- Hvað veldur?

Fyrir u.þ.b. viku er það út spurðist á fundi utanríkismálanefndar Alþingis að ESB hyggðist nýta sér rétt sinn til meðalgöngu í Icesavemálinu fyrir EFTA dómstólnum, þá réðu var Össur og ESB-armur utanríkismálanefndar, sér vart fyrir kæti.

 Meðalgangan hefði fært Íslendingu í té, hvílík tækifæri að nánast þýddi slíkt sigur Íslendinga í deilunni.  Enda sýndi meðalganga ESB það, að ESA talaði fyrir slæmum og vonlausum málstað. 

Undruðust aðildarsinnar og meðhlauparar þeirra það mjög, að andstæðingar ESBaðildar, höfðu upp stór orð um það hversu óforskömmuð þessi meðalganga væri. Enda væri Ísland umsókarþjóð að ESB og ESB væri í rauninni að ráðast á Ísland.

Á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi, spurðist það hins vegar út að íslensk stjórnvöld hefðu meðalgöngu ESB í málinu og þótt hún afar óviðeigandi. 

Nú er það svo að þessi sinnaskipti Össurar eru með hvílíkum ólíkindum, að maður gæti vel ímyndað sér það að Össur ætti sér enga ósk heitari en að tapa málinu fyrir EFTAdómstólnum.  Enda eru þessi mótmæli íslenskra stjórnvalda, gersamlega út úr kú. Sé tillit tekið til fyrri ummæla Össurar, aðildarsinna og meðhlaupara þeirra.

Einn möguleikin gæti líka verið sá að andstæðingum aðildar innan Vg. hafi verið nóg boðið af öllu því bulli og þvælu, sem þessi erindisleysa Samfylkingarhluta ríkistjórnarinnar til Brussel er.

Þeim hafi loks vaxið nægar hreðjar til þess að standa með því þeir lofuðu kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar og hótað því að hætta stuðningi við fyrstu tæru vinstri stjórn lýðveldisins og vonandi þá síðustu, þessa öld hið minnsta, sýndi Össur fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, ekki hinn minnsta manndóm í deilunni. 


mbl.is Hafa mótmælt afskiptum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun þá fjármálaráðherra hafa eftirlit með sjálfum sér ? Og rannsaka eigin brot, ef svo ber undir?

Ég las yfir, lauslega, þessa tillögu um breytingar á stjórnarráðinu. Ég sá ekki betur en að fjármálaráðherra verði  ætlað að vera æðsti yfirmaður FME og Samkeppnisstofnunar, verði tillagan samþykkt.   Í það minnsta er ekki að sjá að gert sé ráð fyrir því að þessar stofnanir, sem nú heyra undir Efnahags og viðskiptaráðuneyti, fylgi með yfir í nýtt Fjármála og efnahagsráðuneyti.

Hvernig má svo vera, þegar sami ráðherra er handhafi hlutabréfs í ríkisfyrirtækjum sem einhver eflaust eru í samkeppni, við einkareikin fyrirtæki.

 Þessi sami ráðherra er svo handhafi hlutabréfa ríkisins í bönkunum. Þar af á ríkið nær öll hlutabréfin í Landsbankanum. Hvernig getur þá fjármálaráðherra verið æðsti yfirmaður stofnunar sem rannsaka á og fylgjast starfsemi bankana í landinu?


mbl.is Fór hörðum orðum um tillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túlkunarkúnstir.

Töluvert ber á getgátum þess efnis að samkvæmt þessari könnun séu 46% kjósenda óplægður akur, sem bíði sáningar og uppskeru stjórnmálaflokkana.

 En er það virkilega svo?

Samkvæmt því sem fram kemur eru bara 10% kjósenda óákveðnir.

 Hin 36 prósentin skiptast þannig að 16% hafa tekið skýra afstöðu með því að ætla að sitja heima á kjördag, eða skila auðu. Það er vissulega afstaða, að sitja heima á kjördag eða skila auðu.

Þau 20% sem upp á vantar, hafa hins vegar tekið afstöðu, en vilja ekki gefa hana upp.  Því annars hefðu þessir kjósendur væntanlega verið í öðrum hvorum af hinum hópunum tveimur sem ekki nefna einhverja flokka.  Það er því líklegra en ekki að þau 20% skiptist á milli flokkana í sama hlutfalli og svör þeirra eru sem nefna einhverja flokka í könnuninni.  

Segja má því að stærsta óvissan séu þessi tíu prósent, sem óákveðin eru.  Hins vegar er allt eins líklegt að þau skiptist í réttu hlutfalli á milli þess að þetta fólk, kjósi einhvern flokk, sitji heima á kjördag, eða skili auðu.  

Þó auðvitað sé það allt eins líklegt að einhverjir þeirra sem gefa sig upp í þessari könnun, kjósi á endanum á annan hátt, en svör þeirra í könnuninni benda til.  Þá er það líka allt eins líklegt að úrslit kosninga eftir rúmt ár, verði í takt við þessa niðurstöðu. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæði leysir ekki vandann- Leysi Alþingi ekki málið, þarf að kjósa til þings að nýju.

Þór Saari segir ríkisstjórnarflokkana ekki hafa umboð til þess að leggja þau fram þar sem þau séu í engu samræmi við það sem flokkarnir hafi lofað fyrir síðustu þingkosningar.

Veit maðurinn það ekki að sú leið sem stjórnarflokkarnir ,,lofuðu" í aðdraganda síðustu kosninga, er nánast óframkvæmanleg? Í besta falli möguleg með greiðslu bóta úr ríkissjóði, upp á tugi eða hundruðir milljarða. 

Eins og kom fram í áliti sem ,,Sáttanefndin“ lét vinna fyrir sig,  þá myndi fyrningarleið sú er stjórnarflokkarnir lofuðu í aðdraganda síðustu kosninga,  setja mörg útgerðarfyrirtæki á hausinn og mörg önnur í slæma stöðu.  Slíkt myndi bitna á bönkunum, enda skulda þessar útgerðir  háar upphæðir þar.  Samkvæmt samningi stjórnvalda og kröfuhafa bankanna, þá bætir Ríkissjóður  þann skaða sem kann að verða á efnahag bankanna vegna stjórnvaldsaðgerða stjórnvalda.

Hins vegar væri það ekki ósanngjörn krafa að leiðtogar stjórnarflokkanna, upplýsi þjóðina, af hverju í ósköpunum þeir hafi lagt til fyrningarleiðina, í undanfara síðustu kosninga, án þess að láta kanna afleiðingar hennar, svo einhverju nemi.

Það er Alþingis á hverjum tíma að ákvarða hvaða stefna skuli vera í gangi varðandi lög um stjórn fiskveiða, sem og önnur lög. En ekki einhverra annarra að ákveða, hvað Alþingi skuli ákveða, varðandi málið, eða önnur mál.  Geti Alþingi eða öllu heldur stjórnarmeirihlutinn á Alþingi, ekki ákveðið hver stefnan skuli vera í jafn mikilvægu máli og stjórn fiskveiða er,  þá ber vissulega að kalla til þjóðina.  En það verður þá ekki til þess að þjóðin geti sagt þinginu, eða stjórnarmeirihlutanum til, hvaða stefna skuli vera uppi.  Heldur til þess að þjóðin geti kosið að nýju til Alþingis.

Það er ekki fyrr en að Alþingi kveður svo á um að ,,lög þessi" öðlist ekki gildi, fyrr en eftir samþykkt þjóðarinnar í kosningum, eða þá að forsetinn synji lögunum staðfestingar, sem að lög um stjórn fiskveiða, eru tæk í þjóðaratkvæði.
Það ætti maður með þriggja ára þingsetu að baki að vita.


mbl.is Þjóðaratkvæði eða synjun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....talandi um að taka bara kvótann.....

Þegar hitnað hefur verulega í umræðunni um kvótann, þá verða jafnan þær raddir háværari að það ætti bara að taka kvótann af þessu ,,glæpahyski" sem í daglegu tali kallast útgerðarmenn.  Hafa þær raddir jafnvel orðið enn háværari, eftir að Seðlabankinn ákvað húsleitina hjá Samherja.  Enda hljóta allir útgerðarmenn að haga sér líkt og þeir hjá Samherja. 

 Hvort sem þeir hjá Samherja séu sekir um einhver brot eða ekki, skal ósagt látið.  Enda er þessum pistli ekki ætlað að fjalla um það mál efnislega.

 Nú er það svo að þeir sem vilja að stjórnvöld með stjórnvaldsaðgerð, taki bara kvótann sísvona af útgerðunum, segja gjarnan að það komi bara maður í manns stað.  Með öðrum orðum, það taki bara einhver annar við bát þess útgerðarmanns er kvótinn var tekinn af, fái kvóta og byrji að veiða.

En er þetta svona einfalt? 

Nei svo einfalt er þetta ekki.  Fyrir það fyrsta, þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Ríkissjóður yrði að greiða þeim útgerðum, er stjórnvöld taka kvótann af, háar skaðabætur. Einhverjir mótmæla þeirri fullyrðingu eflaust og ætla ég því að láta  hana liggja á milli hluta.

 Við skulum þá bara gefa okkur það að kvótinn yrði bara tekinn og ríkið þyrfti engar bætur að greiða til útgerðanna.  

Væri það eitthvað einfaldara? 

Nei það yrði það ekki.  væri kvóti tekinn af útgerð, þá yrði hún ekki bara nánast eignalaus á einu augabragði, heldur yrði hún svipt möguleikanum að afla sér tekna, til þess að borga af skuldum, laun og önnur þau gjöld sem þessum rekstri fylgir.  Við slíkar aðstæður færi útgerðin á hausinn og yrði gjaldþrota.

 Þá yrði staðan væntanlega sú að bankinn sæti uppi með eign útgerðarinnar sem væri bátur án kvóta og jafnvel einhver húsakostur, sem vart næðu upp í nema lítinn hluta skuldarinnar, yrðu þeir seldir.  Enda væri búið að taka meginverðmætin, kvótann úr eignunum.  

Varla er við því að búast, að svo fjársterkur aðili finndist, sem keypt gæti eignir gjaldþrota útgerðarinnar ásamt því að yfirtaka skuldir hennar og hefja í kjölfarið arðbærar veiðar.  Bankinn yrði því að afskrifa langstærstan hluta skuldar útgerðarinnar. 

Eins og fram hefur komið, þá er ákvæði í samningum stjórnvalda við kröfuhafa bankana, að kostnaður við það tjón sem bankarnir kunni að verða fyrir, vegna stjórnvaldsaðgerða stjórnvalda,  fellur á Ríkissjóð.  

Með öðrum orðum færi sú vegferð á þann hátt, að sjávarauðlindin sem átti að verða einn af hornsteinum velferðarsamfélagsins, væri orðinn þungur baggi  á eigendum sínum, þjóðinni.


mbl.is Ekki gert ráð fyrir afskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðing sundurlyndis og verkefna sem aldrei voru unnin.

 

Hann segir þetta vissulega afleiðingu þeirra erfiðu verkefna sem ríkisstjórnin glímir við. „Að sjálfsögðu er það svoleiðis, og það gerði enginn ráð fyrir því að þau verkefni yrðu auðveld eða vinsæl. En menn verða kannski að tala máli sínu engu að síður, betur en gert hefur verið.“

Erfiðasta verkefni ríkisstjórnarinnar undanfarin þrjú ár hefur verið að skapa samstöðu innan eigin raða um eigin mál.

 Það er t.d. varla boðlegt, að þegar annar stjórnarflokkurinn talar nánast hástöfum fyrir ESB-aðild og upptöku evru, þá leggist formaður hins stjórnarflokksins, Steingrímur J. Sigfússon ,,multi-minister“ í ferðalög til Kanada, til þess að kanna möguleika á upptöku  kanadadollars.

Það er vart boðlegt að eftir að stjórnarfrumvarp um stjórn fiskveiða er lagt fram, að þá telji sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, það óþarfa að velta því um of fyrir sér hvort meirihluti sé fyrir frumvarpinu.  Þó svo að hér eigi að vera meirihlutastjórn við völd.........

En  líklegast er þetta afleiðing allra þeirra verkefna sem aldrei var farið í og verður ekkert farið í á meðan þetta fólk er við völd.

 Já kannski er það réttast að þingmenn stjórnarmeirihlutans, fari að bíta í skjaldarrendur í stað þess að bíta í hálsinn á hvor öðrum.


mbl.is Verða að bíta í skjaldarrendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband