Leita í fréttum mbl.is

Af gefnu tilefni.

 

Vissulega er ekkert að því að frumvarp þetta sé kynnt á þennan hátt og fólk skiptist á skoðunum um efni þess.  Slíkt er bæði eðlilegt og fræðandi og eflaust þroskandi, eins og skoðanaskipti eru jú oftast.

Hvað  kröfugerð um einhverja ,,æskilega málsmeðferð" á frumvarpi þessu í þinginu, þá er vissulega rétt að halda því til haga, að í gildi er stjórnarskrá, sem kveður á um hvernig staðið skuli að breytingum á henni.  Í þeim texta er hvergi að finna orðin eða fyrirbærin, ,,stjórnlagaráð(þing)" eða ,,þjóðaratkvæðagreiðsla". 

Um það hvernig breytingar á stjórnarskrá verða til má sjá í eftirfarandi texta úr stjórnarskránni:

,,

97/1995, 16. gr. 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki ... 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. 1)L. 56/1991, 27. gr."

Gott og vel, kann einhver að segja.  Alþingi má mín vegna afgreiða þetta, eftir að því hefur verið gerður ljós, vilji þjóðarinnar (þjóðaratkvæði).  Eflaust brilliant hugmynd, ef ekki væri til stjórnarskrá fyrir, er hefur eftirfarandi greinar innanborðs:

,,47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr."

ERGO: Þjóðaratkvæðið yrði í raun ekkert annað en fokdýr skoðannakönnum, sem engum bæri að taka mark á og væri það í raun bannað, ef sannfæring er fyrir öðru.

 Að endingu má benda á að, það skiptir engu máli hverjar aðstæður eru í dag, hversu vel eða illa hefur gengið að breyta stjórnarskránni hingað til, né sá rómantíski ljómi sem sumir sjá yfir þessari aðferð að ráða 25 verktaka til þess að skrifa frumvarp að nýrri stjórnarskrá.  Plaggið, frumvarpið, er eins og gefur að skilja, frumvarp til laga er lagt verður fyrir Alþingi.

Frumvörp er lögð eru fyrir Alþingi, fara í ákveðið ferli sem verið hefur verið við lýði í fjölda ára. Þrjár umræður með nefndarstörfum milli umræða.  Á öllum umræðustigum og á nefndarfundum gætu komið fram breytingartillögur á frumvarpinu. Auk þess sem viðkomandi nefnd, kallar til sín sá ,,sérfræðinga" er hún telur besta til þess fallna, að koma með nýtanlega vinkla á frumvarpið.

Vonandi fer svo þannig á endanum, að þingheimur hafi 48. gr. núgildandi stjórnarskrá, í huga.  En ekki upphrópanir manna og kvenna á torgum úti, er tekin verður afstaða til frumvarps um nýja stjórnarskrá í þinginu.

 


mbl.is Borgarafundur um nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

79 gr. fjallar um breytingar á núverandi stjórnarskrá. En hvað ef við tökum upp nýja? Núverandi stjórnaskrá segir ekkert um það hvernig hún sjálf skuli lögð af. Núverandi stjórnarskrá frá 1944 var ný stjórnarskrá, ekki breyting á þeirri frá 1920. Allavega fór Alþingi þá ekki eftir 76 gr. stjórnarskrárinnar frá 1920 sem er nokkurnvegin samhljóma grein 79 í núverandi stjórnskrá. Er það fordæmi? Er kannski núverandi stjórnaskrá ólögleg?

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 00:35

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.9.2011 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1680

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband