Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Icesave og dómstólaleiðir.

Allt frá því að Félagi Svavar birtist hér í júnibyrjun 2009, hróðugur yfir því að hafa sparkað Versalasamningunum úr efsta sæti yfir verstu samninga allra tíma með Icesave I, hafa borgunarsinnar tifað stöðugt að því að ef við borgum ekki þá muni EFTA-dómstóllinn dæma okkur til þess að borga, þar sem að neyðarlögin mismuni innistæðueigendum eftir þjóðerni. (Jafnræðisreglan)  Reyndar hefur ESA, jafnvel gefið það í skyn að þó svo Icesave III verði samþykktur í þjóðaratkvæði, þá gæti fallið frá þeim úrskurður um að áðurnefnd mismunun hafi verið ólögmæt.

 Neyðarlögin kveða einnig á um aðra mismunun, sem eins og sú gagnvart innistæðueigendunum, var og er byggð á einhvers konar neyðarrétti þjóðarinnar til þess að verja fjármálakerfi þjóðarinnar, eða það sem eftir var af því, við hrun bankana.  Sú mismunun felur í sér að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta, sem fékk forgang í kröfur þrotabúsins, vegna þeirra Icesaveinnistæða er honum var ætlað að ábyrgjast.

 Ef við gefum okkur það að ESA haldi áfram með málið og úrskurði að stjórnvöld hafi brotið lög með meintri mismunun gagnvart innistæðueigendum, þá hlýtur það vera þeim kröfuhöfum hvatning, er reyna vilja á sinn rétt gagnvart neyðarlögunum.  Ásamt þeim Bresku og Hollensku innistæðueigendum er áttu meira fé á Icesavereikningum sínum, en innistæðutrygginartilskipunin kvað á um að skildi ábyrgjast.

 Láti ESA kjurrt liggja, við samþykkt á Icesave III, þá eyðir það ekki efanum um ólögmæti meints mismunar er sagður felast í neyðarlögunum.   Telji aðrir kröfuhafar í þrotabú Landsbankans og/ eða þeir innistæðueigendur er ég nefni hér að ofan að á sér hafi verið brotið með setningu neyðarlaganna, fari af þeim sökum í dómsmál og vinni það, sem þarf ekkert að vera ólíklegt, þá hverfur við þann dómsúrskurð forgangur tryggingarsjóðins.  Þegar slíkt gerist þá fellur sú upphæð sem ríkið ábyrgist ábyrgist samkvæmt Icesavesamningunum að fáist greidd úr þrotabúi bankans af kröfum Breta og Hollendinga vegna Icesave á Ríkissjóð (skattgreiðendur).


mbl.is Gæti beitt sér í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarleg vinnubrögð Byggðastofnunar.

Þó svo að eflaust megi kaupa rök stjórnar Byggðastofnunar, þá er ekki hægt að líta framhjá því að Byggðastofnun var ekki að koma að málinu í gær eða fyrradag.  Það er meira að segja líklegra en ekki, að fulltrúi (lögfræðingur) Byggðastofnunar hafi komið að samningaviðræðunum um kaup Lotnu ehf. á eignum úr þrotabúi Eyrarodda.

 Lögfræðingur Byggðastofnunar skrifar undir samninginn í umboði Byggðastofnunar, annað væri umboðssvik og skjalafals. Við undirskrift samnings, þá hófu eigendur Lotnu, undirbúning að því að starta aftur fiskvinnslu á Flateyri, ráða fólk og allt það sem til þurfti, til að hefja þar aftur vinnslu. Það undirbúningsferli getur ekki hafa farið framhjá Byggðastofnun, því oftar en einu sinni var greint frá gangi máli þar vestra í fréttum.

Það hlýtur því að teljast hæpið að Byggðastofnun geti sagt sig frá þeim skuldbindingum stofnunarinnar, sem kunna að vera í samningnum. 

Skiptir gjaldþrotasaga eigenda Lotnu í rauninni engu máli hvað það varðar.  Nema auðvitað að í einhverju þessa gjaldþrota, hafi verið framið lögbrot.  Þar dugir þó ekki orðrómur eða ásökun um lögbrot, heldur þarf þá lögbrotið að vera staðfest með dómi.  Hafi Byggðastofnun, starfsfólki hennar eða stjórn ekki verið kunn viðskiptasaga eigenda Lotnu, þegar gengið var til samninga, þá er því einu um að kenna að Byggðastofnun hafi ekki unnið heimavinnuna sína og framkvæmt áreiðanleikakönnun á eigendum Lotnu.

 Einnig verður að telja ummæli stjórnarformanns Byggðastofnunar, að loknum stjórnarfundinum, í besta falli vafasöm.  Þar sagði stjórnarformaðurinn að stjórnarfundurinn hafi í raun verið óþarfur, þar sem að stofnunin hafi í raun verið búin að taka þessa ákvörðun, áður en að stjórnarfundurinn sem taka átti og tók þessa ákvörðun var haldinn. 


mbl.is Áfram fiskvinnsla á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skildi endirinn skoða.

3. gr. Viðfangsefni.
Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
   1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
   2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
   3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
   4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
   5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
   6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
   7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
   8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

 Textinn hér að ofan er úr lögum um stjórnlagaþing.  Stjórnarskrárnefnd með Björgu Thoroddsen í forsæti hefur síðan í sumar, verið að vinna nokkurs konar beinagrind að stjórnarskrá út frá þessum viðfangsefnum.  Siðan er Stjórnlagaþinginu/nefndinn/ráðinu ætlað setja kjöt á beinin.

 Úr því sem að komið er, treysti stjórnvöld sér ekki til þess að framkvæma kosningarnar aftur, þá er í raun lang einfaldast að Alþingi fái bara í hendurnar það sem kemur út úr vinnu nefndar Bjargar og setji sjálft kjöt á beinin.  Eða treystir meirihluti þingmanna  sér kannski ekki til að uppfylla skyldur sínar sem þingmaður?  

 Á endanum verður það alltaf svo, að það verður undir þeim 63 þingmönnum sem sitja á Alþingi vikurnar fyrir kosningar vorið 2013 og þeir sem ná kjöri í kosningum vorið 2013, sem samþykkja munu nýja stjórnarskrá.   Að baki þeim atkvæðum býr sannfæring og samviska 63ja einstaklinga í hvort skipti.  Munu þessir þingmenn frekar hafa sannfæringu fyrir frumvarpi, sem 25 einstaklingar, sem náðu kjöri , í ólöglegum kosningum semja, eða frumvarpi sem þingmennirnir semja sjálfir?

 Þingið mun fá frumvarpið til efnislegrar meðferðar í þremur umræðum, með nefndarstarfi á milli umræða.  Það eru meiri líkur en minni, að í öllu því ferli, þá taki frumvarpið einhverjum breytingum, litlum eða stórum burtséð frá því hvort að ráðgefandi þjóðaratkvæði verði um frumvarpið áður en það fer í þingið til afgreiðslu.  Þingmenn eru bundnir eigin sannfæringu og engu öðru er þeir greiða atkvæði í þinginu.  Þeir eru aldrei bundnir niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðis, sem er í raun bara risastór skoðanakönnun.  Hvað má þá Alþingi breyta frumvarpinu mikið, svo það hætti að teljast frumvarp stjórnlagaþingsnefndarráðsins og teljist frumvarp Alþingis?


mbl.is Farið á svig við dóm Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af tveimur réttum kostum tókst stjórnvöldum að velja þann þriðja og rangan.

Það var bara í rauninni, tvennt mögulegt í stöðunni og hvorugt lét ríkisstjórnin nefndina ákveða. Annað hvort var að kjósa aftur, eða hætta við. Stjórnlaganefndin sem vinnur að eða vann að ,,beinagrind, nýrrar stjórnarskrár gæti svo skilað Alþingi niðurstöðu vinnu sinnar þegar henni líkur og þingið skellt einhverju kjöti utan á þá beinagrind, þar til fyrir lægi ný stjórnarskrá eða breyting á þeirri gömlu.


 Ef að satt reynist að Alþingi geti ekki komið sér saman um nýja stjórnarskrá, þá breytir stjórnlagaþing/ráð engu þar um, því það verða á endanum 63 Alþingismenn, sem fjalla munu um tillögu að nýrri stjórnarskrá, efnislega í þremur umræðum, með nefndarfundum á milli. Siðan greiða þingmenn atkvæði um nýja stjórnarskrá, samkvæmt eigin samvisku, fari þingmenn eftir núgildandi stjórnarskrá.

 Aumur væri  sá þingmaður, sem greiddi einhverri stjórnarskrá atkvæði sitt, gegn samvisku sinni, bara af því að eitthvað stjórnlagaþing/ráð, lagði hana fram.


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er krónan best í heimi?

 Þeir sem undanfarin misseri hafa hrópað á torgum, eða bara þar sem einhver hefur nennt að ljá eyra, að krónan sé ónýtur gjaldmiðill á pari við Matadorpeninga, troða sér nú hvern fjölmiðilinn af fætur öðrum og krefjast þess að þjóðin setji exxið sitt við ,,já" í þjóðaratkvæðinu um Icesave.

 Rök þeirra allra fyrir samþykkt samningsins, eru á þann hátt að þetta sé í sjálfu sér ekkert mál, enda þurfi ríkissjóður bara að taka á sig ca. 50.000.000.000.-kr. skuldbindingu.  

Hafa ber þó í huga, að eigi slíkt að ganga upp, þá hefur krónan breyst úr gjaldmiðli á pari við ,,Matador-penginga" að mati þeirra er samþykkja vilja samninginn,  í heimsins sterkasta gjaldmiðil.  

Skásta sviðsmyndin sem sett hefur verið upp vegna Icesave, er nefnilega byggð á þeim forsendum, að gengi hér haldist algjörlega stöðugt og möglunarlaust gangi að fá greitt úr þrotabúi Landsbankans.

 Versta sviðmynd varðandi samþykkt á Icesave gerir hins vegar ráð fyrir því, að krónan sveiflist ekkert ósvipað því og hún hefur gert um áraraði, ásamt því að einhverjar tafir verði á útgreiðslum úr þrotabúi Landsbankans.   Er í þeirri sviðsmynd reiknað með að ca. 250.000.000.000.-kr falli á Ríkissjóð (skattgreiðendur).

Nú um stundir er það svo að nánast hafa myndast biðraðir fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur, skipaðar fulltrúum þeirra er stefnt hafi skilanefnd Landsbankans vegna þrotabúsins.  Líklegt er því að eitthvert þessara dómsmála sem bíða meðferðar Héraðsdóms og líklegast svo Hæstaréttar í framtíðinni, komi til með tefja eitthvað útgreiðslur úr þrotabúinu.

 Hins vegar er það nú svo, að það er ekki einu sinni öruggt að áframhaldandi gjaldeyrishöft, megni það að halda stöðunni innan verstu sviðsmyndarinnar, hvað þá þeirrar skástu.  Þannig að vel er hægt út frá því að reikna líkurnar á afnámi gjaldeyrishafta næstu áratugina, frekar litlar og í rauninni engar. Auk þess sem að reikna má við gríðarkostnaði Seðlabankans við halda genginu ,,stöðugu", svo staðan verði ekki verri en versta sviðsmyndin.

 En auðvitað gætum við fagnað því, færi svo að skásta sviðsmyndin gengi upp, því þá væru ,,Matador-peningarnir" orðnir gulls ígildi og ætla mætti þá að þjóðir heims biðu í biðröðum eftir því, að fá að taka upp hina íslenska krónu sem sinn eigin gjaldmiðil.

 En að lokum má líka benda á það, að flestir þeirra er trúa á skástu sviðsmyndina, töldu einnig að þjóðinni væri ekki stætt á öðru en að samþykkja bæði Icesave I og II, því annars færi hér allt á hliðina og notuðu þeirri kenningu sinni til stuðnings, frasa á borð við ,,Kúbu norðursins" og fleiri í sama dúr.

 Höfum við frekari ástæðu til þess að trúa þessu fólki núna, fremur en áður?


mbl.is Icesave hefur áhrif á samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdur ,,punktur" í rökstuðningi forsetans.!

  Það er löngu vitað að heift, slævir dómgreind manna og athygli.

 Ég hef ekki séð neinn þann, sem gagnrýnir rök forsetans, um að synja Icesavelögunum staðfestingar, gagnrýna ,,öll" rökin, heldur bara hluta þeirra og sleppa þess vegna því sem líklega hefur ráðið þar úrslitum í ákvörðun forsetans.

 Í yfirlýsingu sinni á sunnudaginn, sagði Ólafur sem að var og er óumdeilt að nýi samningurinn er betri þeim fyrri.  Enda illmögulegt, að gera verri samning en þann sem sparkaði Versalasamningunum úr efsta sæti yfir, verstu samninga allra tíma.  Svo benti hann á að vissulega væri aukinn meirihluti á þingi fyrir samningnum og allt það.  Og enn héldu allir þræðinum.

 En þegar forsetinn fór að tala um þjóðaratkvæðið í fyrra og úrslit þess, ásamt þar sem hann talaði um að þegar forsetinn synjar lögum staðfestingar, þá sé þjóðin í rauninni virkjað sem annað og endanlegt löggjafarvald, þá er eins og menn almennt hafi hætt að hlusta eða tapað athyglinni.

Svo benti forsetinn á hið augljósa, að þingið hefði ekki endurnýjað umboð sitt, síðan síðast samningur var felldur.   

 Síðan kom forsetinn að lyklinum að niðurstöðu sinni: Að að vegna aukins meirihluta í þinginu  fyrir málinu, hefði mátt láta kjurrt liggja og staðfesta lögin, hefði hluti þeirrar þjóðar er hafði þetta svokallaða annað löggjafarvald ekki andæft nýju samningunum og krafist þjóðaratkvæðis.

  Án þessa síðast talda, hefði að öllum líkindum, forsetinn staðfest lögin.


Gleymdi Þráinn að hugsa eða reikna?

Annað hvort hefur Þráinn ekki hugsað málið til enda, eða þá að hann kann ekki að reikna.  Til þess að 11. gr stjórnarskrárinnar virki, þá þarf fyrir það fyrsta 48 þingmenn að greiða atkvæði með því að kjósa forsetann frá.  Þó svo að 44 þingmenn hafi sagt ,,já" við Icesave, þá má ekki gleyma því, að 11 þeirra voru fylgjandi tveimur tillögum um þjóðaratkvæði, er bornar voru upp örfáum mínútum áður en kosið var um samninginn sjálfan.

 Þráinn þyrfti því ekki bara að fá þessa 11 þingmenn á band tillögunnar um að kjósa forsetann frá, sé miðað við það, að þeir 33 sem kusu gegn þjóðaratkvæði vilji kjósa forsetann frá, heldur þyrfti hann fá fjóra þingmenn að auki af þeim sem annað hvort sátu hjá eða höfnuðu Icesavesamningunum.

 Það má því eiginlega slá því föstu, að framlagning slíkrar tillögu í alvöru, er í rauninni, dulbúin og þó ekki, ósk um kosningar hið fyrsta.   

 Einhvers staðar í stjórnarskrá stendur að forseti og Alþingi fari saman löggjafarvaldið.  32 atkvæði eða fleiri með tillögunni myndu því staðfesta vantraust á milli þeirra aðila er með löggjafarvaldið fara og því kosningar óumflýjanlegar. Einnig væri alveg hægt að líta svo á að framlagning slíkrar tillögu, staðfestu þetta vantraust einnig.

 Reyndar telur Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, verðandi stjórnlagaþingmaður/stjórnarskrárnefndarmaður og innanbúðarmaður í Samfylkingu sig hafa heimildir fyrir því að 11. grein stjórnarskrárinnar, hafi komið í alvöru til umræðu við ríkisstjórnarborðið, þannig að kannski er það Þráni til vorkunnar, að hann hafði þó  orð ,,fræðimanns" að baki bullinu í sér.


mbl.is Þráinn: Þingmenn lesi 11. grein stjórnarskrárinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þeim treystandi til að tjá sig á faglegan og hlutlausan hátt um Icesave III?

 Ég vil byrja á því, áður en lengra er haldið, að geta þess að ég er ekki að ráðast á persónur þeirra Lee Buccheit og Lárusar Blöndal, þó ég skrifi eftirfarandi orð.

Flestir þeirra er tjáð sig hafa um, á hvaða hátt umræðunni um Icesave III fram að þjóðaratkvæði skuli háttað, eru sammála um að sú umræða eigi að vera heiðarleg, sanngjörn og án upphrópana.

Það hlýtur líka að vera spurning, á hversu faglegan hátt, þeir Lee Buccheit og Lárus Blöndal tjá sig um samninginn.   Þeir voru eingöngu ráðnir til þess að ná sem ,,bestum" samningum í deilunni. 

Samningaviðræðum  lauk á þennan hátt, því íslensk stjórnvöld gáfu grænt ljós á að ljúka viðræðum á þessum tímapunkti.   Annars sætu þeir eflaust enn að karpi við Breta og Hollendinga.

Það væri því varla við hæfi að þeir myndu segja að það hefði verið hægt að ná betri samningum en þessum, því annars hefðu þeir ekki komið heim þessa samninga.

Eins væri það engan vegin við hæfi, að þeir sögðu, nýkomnir heim með samninginn, að yfirgnæfandi líkur væru á góðri útkomu í dómsmáli, enda væru þeir þá að segja, að teldu að betur hefði verið heima setið og beðið stefnunar, en að fara í þessar samningaviðræður.

 Þeir tveir eru engu að síður mjög góðir lögmenn og eflaust með þeim bestu á sínu sviði.  En það verður samt sem áður að taka tillit til þess, að þeir voru ráðnir  til að skila samningi í hús.   Þeir gætu því aldrei tjáð sig um samninginn á þann hátt , þó þeir vildu, að þeim finndist hann ekki nógu góður, eða þá að meiri líkur en minni á því að málið ynnist fyrir dómstólum, þá væru þeir ekki að sinna því starfi sem þeir voru ráðnir til.

 


mbl.is Erindi Buchheits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgefandi dómstóll er engin endalok.

EFTA-dómstóllinn er enginn lokapunktur, langt því frá. Hann er bara ráðgefandi og óbindandi og endurspeglar túlkun þeirra er í honum sitja á EES-samningnum.


,,Dæmi" EFTA-dómstóllinn eða öllu heldur veitir þá ráðgjöf að Íslendingar eigi borga, þá getur í rauninni bara tvennt gerst. Menn setjast aftur að samningaborði, eða Bretar og Hollendingar fara í bótamál, hérlendis. Hérlendir dómstólar dæma samkvæmt íslenskum lögum, en ekki úrskurðum EFTA-dómstólsins eða annarra, nema að slíkt sé að finna í íslenskum lögum, þegar málinu er stefnt fyrir íslenskum dómstólum.

 Þangað til að sú staða kæmi upp, þá væri lokaniðurstaðan um heimtur úr þrotabúi Landsbankans mun nær, en hún er í dag og varla um neinar getgátur að ræða, varðandi heimtur.  Í neyðarlögunum, sem að nota bene, ESA og EFTA hafa fyrir sitt leiti gefið grænt ljós á, er TIF, Tryggingarsjóði innistæðueigenda og fjárfesta gefinn forgangur í kröfur í þrotabúið. 

Verði heimtur úr búinu eitthvað lægri en sú upphæð, sem að Bretar og Hollendingar ákváðu óumbeðnir að greiða þarlendum innistæðueigendum, til að forða eigin bankakerfi frá áhlaupi, þá er það bara þeirra eigin tap og enginn ábyrgur fyrir því, nema þáverandi stjórnvöld þeirra landa.

 Varðandi hótanir um að slíta eða tefja ESB-aðlögunnarferlið, þá grætur það ekki stór hluti þjóðarinnar, þó svo að blogglúðrasveit Samfó, þyrfti eflaust ríflegar ársbirgðir af tissue.  Einnig má alveg slá því föstu að því ferli yrði hvort eð er sjálfhætt, taki EFTA-dómstóllinn málið fyrir. 

 Hingað til er þessi svokallaða vantrú alþjóðasamfélagsins, miðuð við pólitískt skipaða ,,vantrú" rúmlega 25 ESB-þjóða.

 Stærsta tjónið við dómstólaleiðina væri því eflaust hægt að skrifa upp á slælega og ESB-miðaða baráttu íslenskra stjórnvalda fyrir málstað Íslendinga í deilunni, ekkert annað.


mbl.is Býst ekki við bótamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga takk!!! Eða gleyma ESB.

  Svona hljóma nýjustu skilaboð Hollendinga í Icesavedeilunni.  Það staðfestir enn einu sinni lýgi stjórnvalda um að Icesave og ESB-aðildarumsóknin, hefðu ekkert með hvort annað að gera.

 Þessi ,,hlýlegu" skilaboð Hollendinga, hljóta að vekja ugg meðal aðildarsinna, enda sé eitthvað að merkja skilaboð Hollendinga, þá verði umsóknarferlinu sjálfhætt, felli þjóðin samninginn í þjóðaratkvæðinu.  

 Hins vegar hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnvöld og aðra aðildarsinna, að beita þeim rökum fyrir samþykkt Icesave, að aðildarferlið verði í hættu, segi þjóðin nei.   Enda væru þeir aðilar þá sjálfir að gangast við því að hafa logið að þjóðinni um það, að Icesave og ESB-aðildarferlið væru með öllu ótengd.

 En hins vegar ber þó að geta, að núverandi stjórnvöld setja það ekkert fyrir sig að ljúga að og blekkja fólk, hvað þá að brjóta lög, enda eru þau í pólitík og er þeirra pólitík sannleikanum og  lögum æðri.


mbl.is Ekki stórvægileg áföll heldur kyrrstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband