Leita í fréttum mbl.is

Septemberstubbur og óbilgirni Jóhönnu.

Þegar þingstörfunum var breytt á sínum tíma og septemberstubbnum komið á, þá var slíkt fyrst og fremst hugsað til þess að klára mál frá vorinu áður, er ekki hafði náðst að klára vegna tímaskorts í öllu málakraðakinu er undantekningalaust er á hverju vorþingi.  Var breyting þessi mjög til bóta, þó svo að erfitt sé kannski að sjá slíkt á meðan þingstörfum er stjórnað með stífni, frekju og óbilgirni forsætisráðherra.

Eflaust brunnu þeirra mála inn í vor,  ákefðar Jóhönnu sl. vor við að ræða kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra út í hið óendanlega.  Frumvörp sem að ekki einu sinni var sátt um innan stjórnarflokkana eða ríkisstjórnar. 

Frumvörpin voru því, eðli máls samkvæmt, ekki stjórnarfrumvörp þó svo þau hafi verið send sem slík inn þingið sl. vor.

Mörg þeirra mála, er brunnu inn í vor, varða hag heimilana og fyrirtækjana í landinu. Þegar þingi lauk sl. vor var þessum aðilum ,,lofað" því að mál þeirra yrðu kláruð á septemberþinginu.  

Í stað þess að klára þau mál sem brenna á þjóðinni, þá frekjast Jóhanna áfram í óbilgirni sinni, til með það, að halda stjórnarráðsfrumvarpinu á dagskrá út í hið endanlega.  Enn eitt frumvarpið, sem sent er inn í þingið, sem ,,stjórnarfrumvarp", þó svo það njóti ekki fulls stuðnings innan ríkisstjórnar, eins og venjan er með stjórnarfrumvörp. 

Það að svokallað ,,stjórnarfrumvarp" njóti ekki fulls stuðnings innan ríkisstjórnar, þýðir í rauninni að frumvarpið, hafi ekki meirhluta í þinginu, án aðstoðar stjórnarandstöðuþingmanna.

Á meðan málum sem brenna á þjóðinni og sátt er um í þinginu og gætu komið heimilunum og fyrirtækjunum í landinu til góða og komið einhveri endurreisn í gang, sem ekki eingöngu er sjáanleg í exelskjölu og landriskúrvum fjármálaráðherra, er gælumáli forsætisráðherra, haldið á dagskrá þingsins út í óendanlega, vegna stífni og zero samningsvilja forsætisráðherra.

 Það er því fyrst og fremst óbilgirni og takmarkalaus frekja forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem heldur heimilunum og fyrirtækjunum í landinu í gíslingu.  

Stjórnarráðið og stjórnsýslan lifa það alveg af að umræður um stjórnarráðfrumvarpið verði hætt eða þær hvíldar um sinn.  

 Híns vegar er án efa ekki hægt að segja það sama um fyrirtækin og heimilin í landinu, ef þrái og frekja forsætisráðherra nær fram að ganga.

 


mbl.is Óbilgirni og ofbeldi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband