Leita í fréttum mbl.is

Kafbáturinn Össur.

Því verður ekki logið upp á Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, að hann sé ekki duglegur maður.  Hins vegar má örugglega deila um, hvort allur þessi dugnaður sé tilkominn af góðu einu.

Líklegast má rekja tvö af umdeildustu viðskiptamálum síðustu ára til baktjaldamakks Össurar og hans ráðuneyta.

Þáttur Össurar í Magmamálinu er hann var iðnaðarráðherra, er mun meiri en af er látið.  Í Iðnaðarráðuneyti Össurar, á síðustu dögum eða vikum Össurar í því ráðuneyti,  funduðu menn oftar en einu sinni um málefni sem ekki einu sinni áttu eða eiga heima í ráðuneytinu.  Fjárfesting eins og kaup Magma á HS -Orku á heima í Efnahags og viðskiptráðuneytinu.

Á einum þessara funda í Iðnaðarráðuneytinu, var fallið frá því að stofna íslenskt félag um kaup Magma á HS -Orku.  Starfsmenn Össurar í Iðnaðarráðuneytinu (eða jafnvel hann sjálfur), ráðlögðu Magmamönnum að stofna frekar félag (skúffufyrirtæki) á EES svæðinu, til þess að þeir gætu nýtt aflandskrónur, sem voru stór hluti kaupverðsins á HS -Orku. 

Hefði hins vegar verið stofnað íslenskt félag um fjárfestinguna, eins og til stóð í upphafi, þá hefði vegna gjaldeyrishaftana, þurft að breyta lögum.  Það hefði þá þýtt umræður í ríkisstjórn og á Alþingi.  Í þeim umræðum, hefði andstaða Vg. orðið það mikil að líklegast hefði málið dagað upp í þinginu, eða bara einfaldlega ekki verið afgreitt.

Eins eru meiri líkur en minni að brölt Kínverjans hér á landi, eigi sér töluvert lengri aðdraganda og meiri vinnu bakvið tjöldin í Utanríkisráðuneyti Össurar.  Ráðuneyti sem í raun hefur ekkert með viðskipti eins og Kínverjinn hyggst stunda hér, að gera.  Má alveg leiða að því líkum, að þegar Össur lánaði mági sínum, sem fyrir eintóma tilviljun (eða þannig) er gamall skólafélagi Kínverjans, bílaleigubíl er Utanríkisráðuneytið hafði á sínum snærum, yfir eina helgi, á kostnað skattborgarana, hafi boltinn verið farinn að rúlla. Eins og sjá má, er linkurinn hér að neðan er skoðaður.

http://www.dv.is/frettir/2010/10/4/Ok_um_a_bil_raduneytis/

 Það líka ekki hægt að kenna fákunnáttu Kínverjans frekar en Magmamanna á sínum tíma, að Kínverjinn hafi fundað um viðskipti sín í ,,röngu" ráðuneyti.  Til þess hefur Kínverjinn of marga íslenska starfsmenn á sínum snærum, er hafa kunnáttu á íslenskri stjórnsýlsu, sem að sjálfsögðu hefðu bent honum á ,,rétt" ráðuneyti, ef ekki hefði átt að gera tilraun til þess að ná markmiðum sínum, eftir óhefðbundnum og vafasömum leiðum.

 


mbl.is Forsetinn fundar með Kínverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband