Leita í fréttum mbl.is

Valkvíði hjá XD, forystukreppa hjá Samfó.

Það verður ekki hjá því vikist að taka eftir því, að þessi könnun varðandi fylgi Hönnu Birnu til formanns í Sjálfsstæðisflokknum, komi á góðum tíma fyrir Samfylkinguna og nái að einhverju eða að mestu leiti að breiða  yfir forystuleysið í þeim flokki.  Í það minnsta hlakkar í mörgum Samfylkingarmanninum, hér í bloggheimum og annars staðar. Enda bægja fréttir um Sjálfstæðisflokkinn ætíð ljósinu frá heimatilbúnum hremmingum Samfylkingarinar.

 Mín persónulega skoðun er sú, að bæði Bjarni og Hanna Birna, gætu hvert á sinn hátt leitt Sjálfsstæðisflokkinn á ný, til forystu landsmálunum.  Ég treysti því alveg þeim er sitja munu landsfund Sjálfstæðisflokksins í nóvember til þess að kjósa þann leiðtoga, er þeir treysta mest til forystu í flokknum. Það gæti bæði haft sína kosti og galla að skipta núna um formann.  

Það er því réttara að segja að það sé miklu frekar valkvíði sem mætir Sjálfstæðismönnum, fremur en forystukreppa.

Hvað Samfylkinguna varðar, lítur málið allt öðruvísi út.  Þar sér sitjandi formaður, sem er þar að auki forsætisráðherra þjóðarinnar, ástæðu til þess að árétta að hann gefi kost á sér áfram, aðeins tveimur og hálfu ári eftir að hafa gefið loforð um að leiða þjóðina út úr þeirri kreppu sem hún var í og er reyndar enn.

Munurinn á formanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Samfylkingarinnar er hins vegar sá, að formanni Sjálfstæðisflokksins hefur tekist að hífa flokkinn upp í fylgi, að einhverju leiti, þó svo að eflaust megi skrifa aukningu fylgisins, að einhverju leiti á frjálst fall vinstri flokkana í fylgi.  Samfylkingin breyttist jú úr þeim hægri flokki sem hún var í kosningum 2007 í vinstri flokk í kosningum 2009.

Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í ríkisstjórn, síðustu 17 árin fyrir hrun og Samfylkingin, undir tveimur mismunandi kennitölum, aðeins 5 og hálft ár, af þeim tíma, þá er Samfylkingin, mun ónýtara vörumerki en Sjálfstæðisflokkurinn.

 Þar er mest um að kenna, stefnu núverandi ríkisstjórnar undir forystu formanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin  er seldi kröfuhöfum bankana Skjaldborgina, þrátt fyrir að báðir stjórnarflokkarnir og þá sér í lagi Samfylkingin hafi lofað, fögrum rómi, að heimilum í landinu yrði komið til hjálpar.

Við þetta má svo bæta kolrangri stefnu í efnahags og skattamálum og almennum fyrirþvælingi og tafapólitík við endurreisn landsins.

 Það er því alveg ljóst, að þrátt fyrir að undirliggjandi sé í Samfylkingunni óánægja um störf Jóhönnu Sigurðardóttur, þá mun flokkurinn ekki skipta um formann núna í haust.  Þeir aðilar sem hug hafa á formennsku í Samfylkingunni og stuðningsmenn þeirra, gera sér nefnilega grein fyrir því, sitji þeir sem formaður í flokknum, fram að næstu kosningum, verða þeir jafnónýtt vörumerki og Jóhanna Sigurðardóttir.

Hins vegar mun fara svo, verði kosið eins margt bendir til í dag, vorið 2013 ( þó nauðsynlegt væri að kjósa mun fyrr), að á landsfundi fyrir þær kosningar, mun enn ein vonarstjarna Samfylkingarinnar birtast og verða kjörinn formaður Samfylkingarinnar.  Þá eru einnig miklar líkur á því flokkurinn muni gera (ó)heiðarlega tilraun til þess að hvítþvo feril sinn í norrænu velferðarstjórninni, með því að bjóða á ný upp á hægri sinnað prógram.

 


mbl.is „Tel að staða mín sé sterk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki málið að átakalínurnar núna verða ekki menn heldur málefni?

Kristjan B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband