Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Björn Valur á biðilsbuxum - Þjóðarvá!!!

Það verður nú að segja Birni Vali til hróss að hann getur nú bara verið ansi fyndinn þegar hann lætur af þeim ósið að vera óforskammaður og dónalegur.

Enda ekki hægt að segja annað en að svokallaðir félagshyggjuflokkar hafi sýnt tillögum Framsóknar í skuldamálum heimilanna einhvern áhuga á síðasta kjörtímabili.  Enda voru "almennar aðgerðir" líkt og tillögur Framsóknar ganga út á eitur í þeirra beinum á síðasta kjörtímabili.

Þess í stað var farið í nokkra leiðangra með sértækar aðgerðir með óteljandi flækjustigum.  Aðgerðir sem að mestu voru fjármagnaðar með skattahækkunum sem flestar ef ekki allar runnu beint út í verðlagið og hækkaði jafnóðum höfuðstól þeirra lána sem aðgerðir stjórnvalda átti að ná til.

Á endanum varð það svo niðurstaðan sú að þrátt fyrir það að aðgerðir stjórnvalda hefðu átt að hafa lækkað höfuðstól verðtryggðra  um 50 milljarða, þá hækkaði höfuðstóllinn um 70 milljarða.  Vegna aðgerða stjórnvalda í skattamálum á kjörtímabilinu.

Eina raunverulega lækkun á lánum  heimilanna kom í kjölfar gengislánadómsins.  Sem hafði ekkert með aðgerðir stjórnvalda að gera.  Enda hunsuðu þau þrenn lögfræðiálit um ólögmæti þeirra um það leyti sem þau afhentu kröfuhöfunum bankanna.  

Stjórnvöld gerðu þó sitt til þess að eyðinleggja þann ávinning heimilanna með setningu Árna Páls-laganna.  Sem þau urðu svo gerð afturreka með að hluta til með Hæstaréttardómi.

Að auki ætti það að vera hverjum manni ljóst að áframhaldandi vinstri stjórn, þó Framsóknarflokkurinn leiddi þá stjórn, yrði ekkert annað en ríkisstjórn hærri ríkisútgjalda, hærri skatta, lakara velferðarkerfis, áframhaldandi stöðnunar atvinnulífs og almennrar vansældar meðal þjóðarinnar. 

Það væri hreinn og beinn skepnuskapur og stríðsyfirlýsingin á hendur heimilinum í landinu ef að fyrrum stjórnarflokkar sem hafnað var það afgerandi hætti í þingkosningunum þann 27. apríl sl. að um var að ræða Evrópumet í fylgishruni,  tækju sæti að nýju í ríkisstjórn.


mbl.is Björn Valur biðlar til Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggir samtal við "verri" kosti betri samningsstöðu?

Kannski fer bara svo að Sigmundur "neyðist" til að mynda vinstri stjórn. Eða skila umboðinu. Takist honum það ekki. Án umboðs er hann með neikvæða samningsstöðu......

Áframhaldandi vinstri stjórn gengur að velferðarkerfinu dauðu, veikir enn frekar stöðu Íbúðalánasjóðs, eykur ríkisútgjöld Staða lántakenda óbreytt eða verri o.s.f.v.

ESB-málin sönsuð með þjóðaratkvæði um umsóknina í haust.  Óvíst væri þó að samningsferlini lyki á kjörtímabilinu.

 Þar sem  venjan er ekki sú  að ESB ljúki við aðildarsamninga nema nokkuð ljóst sé að aðldin verði samþykkt í þjóðaratkvæði í umsóknarlandinu.

Sú staða gæti þá komið upp að menn neyddust til þess að verja "gróðanum" af samningum við kröfuhafanna til annarra nota.

Spurning hvort að slík stjórn myndi ekki slá met fráfarandi stjórnar, í fylgistapi,  í lok nýbyrjaðs kjörtímabils?

Líklegast er bara best að anda með nefinu og bíða átekta. Óþarfi að eyða tíma í maddömmu sem daðrar í allar áttir....

Í það minnsta er það ekki gáfulegt að hefja stjórnarmyndunarviðræður við einhvern sem er með alla glugga og dyr opnar.  Við slíkar aðstæður getur aldrei ríkt sá trúnaður og traust sem slíkar viðræður útheimta.


mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband