13.6.2010 | 18:55
Stjórnlagaþing og ábyrgð þings, þjóðar og fjölmiðla til framtíðar.
Þegar þetta er skrifað, bendir flest til þess að frumvarp forsætisráðherra um stjórnlagaþing verði að lögum, eftir að sátt náðist um breytingartillögu sjálfstæðismanna. Breytingartillagan kveður á um að stað Forsætisnefndar Alþingis, verði skipuð sjö manna nefnd, sem allir flokkar á Alþingi skipa fulltrúa í, sem útbúi þúsundmanna þjóðfund í aðdraganda stjórnlagaþingsins. Nefnd þessi mun að öllum líkindum, vera skipuð löglærðum mönnum í stjórnsýslurétti og heimspekingi, einum eða fleiri.
Þegar fréttist af tillögu þessari, bar á gagnrýni hér í bloggheimum og annars staðar, vegna þess að með skipun þessarar sjö manna nefndar, þá væri Alþingi að hafa "pólitísk" áhrif á stjórnlagaþingið !!? Það hljómar hins vegar ákaflega fáranlega og ber vott um það, að hér í bloggheimum, finnist fólki, nóg að vita hvaðan tillögur koma til þess að geta gagnrýnt þær, án þess að kynna sér efni þeirra. Þó svo að það verði Alþingi sem skipi þessa sjö manna nefnd, þá verða afskipti Alþingis og stjórnvalda, af stjórnlagaþinginu eins pólitísk, eins og þau hefðu verið, eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu óbreyttu, að Forsætisnefnd Alþingis, tæki að sér hlutverk, þessarar sjö manna nefndar, hvað þá eins og gert var ráð fyrir í fyrstu útgáfu frumvarpsins, þar sem Forsætisráðuneytinu var ætlað það hlutverk, sem að sjö manna nefndinni ber að sinna.
Þrátt fyrir þessar breytingartillögur, sem ég tel vera mjög til bóta, þá vantar í frumvarpið, þá varnagla, sem girða fyrir það, að ýmis hagsmunasamtök, eða t.d. auðmenn, gætu "keypt" sér fulltrúa á Stjórnlagaþinginu, þar sem engin ákvæði um fjármál frambjóðenda til Stjórnlagaþins, er að finna í frumvarpinu. Samt má gera ráð fyrir því að sömu lög og gilda um fjármál frambjóðenda til Alþingis og sveitarstjórnarkosninga gildi, varðandi kosningar til Stjórnlagaþings.
Það hlýtur að vera öllum ljóst mikilvægi þess, að þeir fulltrúar sem stjórnlagaþingið sitja, endurspegli, eins vel og hægt er, þá þjóðfélagsgerð, sem hér er við lýði og starfi allir sem einn aðeins fyrir einn "hagsmunahóp", íslensku þjóðina, svo niðurstaða Stjórnlagaþingsins, gefi sem gleggsta mynd af vilja þjóðarinnar.
Þessar kosningar, til Stjórnlagaþings, verða því einar mikilvægustu kosningar íslensku þjóðarinnar, frá lýðveldisstofnun, ef ekki þær mikilvægustu og því mikilvægt að allir þeir sem í framboði verða, sitji við sama borð, þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Þar mun ábyrgð fjölmiðla verða mikil og sú pólitíska slagsíða, sem greina má í daglegri stjórnmálaumræðu, verður alls ekki liðin, ef að Stjórnlagaþingið á að búa yfir einhverjum trúverðugleika.
Að loknu Stjórnlagaþingi, mun svo á Alþingi liggja þung skylda að taka niðurstöðu Stjórnlagaþingsins til vandaðrar, efnislegrar umræðu og gefi sér til þeirrar umræðu allan þann tíma sem þarf. Eins mun þjóðin vart líða það að þingmenn leggist í pólitískar skotgrafir, þó ekki ríki sátt um niðurstöðu Stjórnlagaþingsins, heldur vinni að því að ná sem breiðastri sátt um þá nýju stjórnarskrá, sem íslenska þjóðin mun eignast um mitt ár 2013
![]() |
Ræða kröfur til nefndarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 23:45
Stjórnlagaþing, örlítið "lýðræðisbætt".
Núna liggur það fyrir að þingflokkarnir á Alþingi hafa náð samkomulagi um framkvæmd Stjórnlagaþings, eftir að gerðar voru, að tillögu Sjálfstæðisflokksins örlitlar "betrumbætur" á frumvarpi Forsætisráðherra um Stjórnlagaþing.
Núna mun, áður en kosið verður til Stjórnlagaþings, haldinn þúsundmanna þjóðfundur, þar sem bæði framkvæmd stjórnlagaþingsins, verður rædd og farið yfir það sem þjóðfundurinn, telur að helst þurfi að breyta í Stjórnarskrá okkar Íslendinga. Í því frumvarpi forsætisráðherra, var hins vegar gengið´út frá, því að Forsætisnefnd Alþingis, leggði fyrir stjórnlagaþingið, tillögur um það hvað helst þyrfti að breyta í Stjórnarskránni, þó svo að stjórnlagaþinginu, hefði í sjálfu sér verið frjálst að leggja til fleiri breytingar en Forsætisnefnd, hefði bent á. þessi tillaga, þó lítil sé, gefur stjórnlagaþinginu, mun meira lýðræðislegt vægi og mun gefa stjórnlaga þinginu, mun gleggri sýn á vilja þjóðarinnar, varðandi þessar breytingar á Stjórnarská Íslendinga.
Þrátt fyrir þessar breytingar, þá gæti samt hugsast, að niðurstaða stjórnlagaþingsins, hafi einn stóran galla og reyndar líka aðra galla sem ég nefni ekki að sinni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að stjórnlagaþingið, skili einni einróma niðurstöðu. Það hljómar í rauninni fáranlega, að málum skuli eiga að vera þannig háttað, þar sem enginn veit, hverjir komi til með að sitja þetta stjórnlagaþing og enginn veit þá heldur hve margsleitur sá hópur manna sem þingið sitja verður. Í þessu tilfelli, hefði átt að gera ráð fyrir því, að fleiri en ein tillaga að stjórnarskrárbreytingu kæmi fyrir þingið, þar sem í 25- 31 manns hóp, gætu leynst nokkrar, jafn réttháar, mismunandi skoðanir, varðandi breytingar á Stjórnarskrá. Það væri því mun lýðræðislegra að leyfa fleiri en einni tillögu að koma frá Stjórnlagaþinginu. Ástæðan fyrir því að það fylgir því stór galli að eingöngu er ætlast þess að stjórnlagaþingið, skili aðeins einni niðurstöðu, er einnig sú, að eina skylda Alþingis gagnvart henni, er að ræða tillöguna, efnislega, breyta henni að hluta, samþykkja hana óbreytta, eða hafna henni alfarið. Það væri því ljósi þess að "nýja" stjórnarskráin, geti fengið margvísleg örlög í meðförum Alþingis, að fleiri en ein tillaga frá stjórnlagaþinginu, fái náð fyrir efnislegri meðferð Alþingis. Sá valkostur þyrfti því með öðrum orðum, að vera fyrir hendi, að stjórnlagaþingið, gæti skilað, bæði meiri og minnihlutaniðurstöðu..
Það slær því soldið skökku við, að á "facebooksíðunni" minni, eru nokkrir fylgismenn ríkisstjórnarinnar, að fordæma frekju Sjálfstæðisflokksins, að hafa dirfst það að leggja fram sáttarhönd með þessari breytingartillögu, sem þokaði þó frumvarpinu örlítið í lýðræðisátt.
![]() |
Stefnt að þinglokum á þriðjudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2010 | 21:54
Forsætisráðherra að þverbrjóta þingsköp?
Eins og allir ættu að vita þá synjaði forsetinn lögum 1/2010 staðfestingar í janúarbyrjun og vísaði þeim til þjóðarinnar. Nokkrum dögum síðar var Alþingi kallað saman, til þess að setja lög um þá þjóðaratkvæðagreiðslu, sem síðan varð þann 6. mars sl.
Fólk man sjálfsagt líka að viðsemjendur okkar í Icesavedeilunni, kröfðust þess að, ef að frekari viðræður um samninginn ættu að fara fram, þá yrði stjórnarandstaðan að hafa einnig aðkomu að málinu. Fóru þá í hönd viðræður, milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem luku með því að þessir aðilar komu sér saman um ákveðin samningsmarkmið. Samningsmarkmið, sem gengu út á það að fyrst yrðu allar mögulegar kröfur úr þrotabúi Landsbankans nýttar upp í Icesavekröfuna og síðan myndu þjóðirnar þrjar semja um það sem eftir stæði, ef að sú yrði staðan, nýtingu krafnana.
Með samningsmarkmið þetta hélt svo ný samninganefnd út til fundar við viðsemjendur okkar. Til að gera langa sögu stutta, höfnuðu viðsemjendur okkar þessu tilboði okkar og komu með gagntilboð, sem að sögur segja að sé svipað, samningnum sem forsetinn synjaði staðfestingar, það eina sem væri öðru vísi var að vextir voru lægri og eitt eða tvö ár samningstímans voru vaxtalaus.
Með þetta gagntilboð kom svo samninganefndin heim til skrafs og ráðagerða, en staldraði stutt við og hélt aftur til fundar við viðsemjendur okkar. Þegar hér er komið við sögu þá eru ca. tvær vikur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Í þessari seinni dvöl samninganefndarinnar, fór að bera á því að samstarfsfýsi stjórnarvalda við stjórnarandstöðuna, fór þverrandi og varð það erfiðara og erfiðara fyrir stjórnarandstöðuna, að fá upplýsingar um gang viðræðnana. Samt bárust af og til fréttir að utan, að samninganefnd okkar og samninganefnd viðsemjenda okkar hefðu sent hvor annari tölvupósta og hringt nokkur samtöl, annars væri bara ekkert að gerast og í rauninni hefði saminganefnd okkar getað setið hér heima og sent sína tölvupósta þaðan. En því var samt ekki að skipta, því að nú fór í gang sá "spuni" um að þjóðaratkvæðagreiðslan væri marklaus skrípaleikur, því betra tilboð, lægi á borðinu og var samninganenfdinni haldið úti London við tölvupóstaskrif, til þess að afla "spunanum" stuðnings. Folk man svo það að forsætisráðherra, hvatti landsmenn, undir rós, að sitja bara heima og díssa þjóðaratkvæðagreiðsluna, því að það skipti engu hvernig hún færi, því það væri betra tilboð á borðinu. Það var reyndar ein af lygum Jóhönnu, þegar hún sagði að atkvæðagreiðslan, skipti engu, því hefði svo ólíklega farið að "jáin" við lög 1/2010, hefðu orðið fleiri en "nei-in", þá hefðu lög 1/2010 öðlast gildi, og sá hörmulegi samningur sem að þeim fylgdi.
Í fyrstu viku marsmánuðar, sendi Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar í RVK skriflega fyrirspurn til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, þar sem að hún spurði hvað fælist í þessu "betra tilboði". Nú kveða þingsköp svo um að ráðherrum beri að skila svörum við skriflegum fyrirspurnum, ekki síðar en tíu virkum dögum, eftir framlagningu þeirra. Í dag er 11. júni og ekkert svar við fyrirspurninni borist, þó að það sé nú farið að slá í 100 daga síðan fyrirspurnin var lögð fram.
það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að slíkt slugs og sleifarlag, við að svara einfaldri fyrirspurn um mál sem skiptir þjóð og þing, svona miklu máli, er hrein og klár móðgun, bæði við Alþingi Íslendinga og íslensku þjóðina og forsætisráðherra til ævarandi skammar, eins og reyndar flest sem úr þeim ranni rennur núorðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2010 | 13:00
Síðustu andartök Alþingis fyrir sumarleyfi.
Hér á árum áður, þótti það ljóður á störfum þingsins, hversu seint mál frá ríkisstjórn kæmu inn í þingið.
Til þess að bregðast við því, var þingsköpum breytt árið 2007 og vorþing lengt um tvær vikur. Núna þremur árum eftir þessa breytingu er eins og þessi breyting hafi ekki orðið, því að varla líður sá dagur, sem að frumvörp frá ríkisstjórninni, er troðið inn með svokölluðum "afbrigðum".
Það vekur líka athygli mína að flest þessara mála koma frá forsætisráðherra eða fjármálaráðherra. Það hljómar kannski furðulega í ljósi þess að þessir tveir ráðherrar eru þeir einu af þeim tólf sem sitja í ríkisstjórn, sem reynt er að spinna upp sögur um að þeir sitji dag hvern við vinnu sína 16-18 tíma á dag. Þessir ráðherrar eru líka þeir einu í stjórninni, ýjað að því að það sé "of mikið " á þeirra herðum. Á blaðamannafundi með erlendum blaðamönnum í undanfara þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave, talaði fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, eins að öll heimsins verkefni hvíldu á hans herðum og kæmi vart auga á þann Íslending, sem sinnt gætu þessu starfi betur en hann. Gekk hann meira að segja svo langt að láta það hafa eftir sér, að ef að þessir erlendu blaðamenn gætu bent á einhvern "hæfari" í djobbið, þá væri það vel þegið.
Nú er það svo að flest þau mála ríkisstjórnarinnar, sem "svindlað" er inn á þingið með "afbrigðum", eru veigamikil mál, sem þurfa góða og málefnalega umræðu og gagnrýna umfjöllun í nefndum þingsins. Þessi mál flest hafa lengi legið á borðum ríkisstjónarinnar og mörg hver mætt andstöðu í stjórnarflokkunum, þá helst í þingflokki Vinstri grænna. Nægir þar að nefna frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta, sem að mætir það mikilli andstöðu í þingflokki Vg að sé gengið út frá því að stjórnarandstaðan sé öll andvíg málinu, þá eru eingöngu 29 þingmenn af 63 fylgjandi og 34 á móti. það er því ótrúlegt að forsætisráðherra, skuli velja sér þennan tíma, til þess að "smygla" frumvarpinu inn í þingið og þar með tefja afgreiðslu annara og brýnni mála.
Nú er það svo að hér situr meirihlutastjórn að völdum, stjórn sem ætti með góðu móti að geta afgreitt sín mál í gegnum þingið, væri um það samstaða innan stjórnarflokkana. Svo virðist reyndar ekki vera og til þess að hylja þá staðreynd, þá er það spunnið ofan í þjóðina að stjórnarandstaðan, þ.e. minnihluti þingmanna, sé að tefja framgang mála á Alþingi.
Nýlegar fréttir, benda til að mæting á nefndarfundi í þinginu, sé mun betri hjá þingmönnum stjórnarandstöðu, heldur en hjá stjórnarþingmönnum. Það segir okkur það, að það séu í raun stjórnarandstöðuþingmenn sem hafi hvað mesta yfirlegu yfir þeim þingmálum sem nefndunum berast. Einnig má ganga út frá því, samkvæmt fréttinni um mætingar þingmanna á nefndarfundi þingsins að fjarvera stjórnarþingmanna á nefndarfundum, valdi því að ekki sé hægt að afgreiða mál úr nefndum þingsins, þar sem ekki nógu margir stjórnarþingmenn eru mættir á fundinn, til þess að afgreiðsla nefndarinnar, verði stjórnarflokkunum að skapi.
Það hlýtur að teljast eindæmi að í lýðræðisríki, þar sem ríkir meirihlutastjórn að hún leiti ásjár stjórnarandstöðunnar, til þess að fá mál sín í gegnum þingið. Það er einnig fáranlegt, að þegar stjórnarflokkarnir, geta ekki náð samstöðu innan sinna raða, að það sé leitað til annarra flokka, sem hafa allt aðra hugmyndafræði, en stjórnarflokkarnir, til þess að leysa stjórnarflokka úr "snöru málefnaágreinings", annars sé þeim legið á hálsi að"tefja" störf þingsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2010 | 15:56
Enn kastar "SteingrímsKonninn" grjóti.
Það er alkunna að Björn Valur Gíslason, er málsvari Steingríms J. ef að kasta þarf skít í menn og málefni, á þann hátt sem Hæstvirtum Fjármálaráðherra, er ekki sæmandi. Er talað um í því sambandi, að þegar Steingrímur, fái sér Pepsi, þá ropi Björn Valur. Þykir oft á tíðum sem Steingrímur, stundi "búktal" í gegnum Björn Val og er þannig tilkomið heitið "SteingrímsKonninn" þegar Björn Valur, er annars vegar og er þá vísað til þeirra félaga Baldurs og Konna.
Í upphafi þingfundar, þá kvað Björn Valur, sér hljóðs um störf þingsins. Eins og háttur er og í raun drengskaparsamkomulag, um að vara menn við, ætli þeir að beina til þeirra spurningar. Eftir því fór Björn Valur, þegar hann spurði í annað sinn á þremur dögum, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins um margumrædda styrki, frá FL-Group og Landsbankanum. Mál sem Björn Valur, veit alveg, hvernig í liggur og veit hverjar lyktir þess voru og gerði engar athugasemdir við þær, svo vitað sé, þegar þær lyktir voru ákveðnar. Engu að síður, taldi Björn Valur, tíma þingsins, best varið í það að fara enn og aftur í þennan leiðangur, heldur en að stefna að því, sem að ætti að vera takmark allra þeirra 63ja þingmanna sem á Alþingi sitja, að ljúka störfum Alþingis, nú fyrir sumarfrí, svo einhver sómi sé af.
Bjarni Benediktsson svaraði þingmanninum á þann hátt, að enn væru þingmenn Vinstri grænna að naga gamalt bein í von um að finndist á því kjöt, málið væri löngu upplýst, og færi í þeim farvegi sem ákveðinn var. Bjarni spurði ennfremur þingmanninn, hvort honum þætti samstarfið við Samfylkinguna, þar sem sá flokkur, hafi einnig þegið styrki frá útrásarfyrirtækjum, án þess að hafa endurgreitt þá, þó þeir hafi ekki verið jafn háir og styrkir til Sjálfstæðisflokksins. Er samt rétt að geta þess, að þegar málið með Fl-Gróup og Landsbankastyrkina, kom upp þá var Sjalfstæðisflokknum, legið það á hálsi að hafa verið að nýta sér það, að brátt tækju gildi lög um fjármál stjórnmálaflokka, sem bönnuðu slíka styrki, þótti fáum að gera við það athugasemdir, að síðasta árið sem gömlu lögin voru í gildi, þá fimmfaldaði Samfylkingin styrkjasöfun sína. Árið 2005, þáði Samfylkingin ca. 9 milljónir í styrki en árið, áður en ný lög tóku gildi 2006, þáði Samfylkingin ca. 45 milljónir í styrki.
Vissulega ber þó að geta þess að undirrituðum finnst allir þessir styrkir of háir, en vil ég þó benda á að þeir þá þáðu, voru bara að nýta sér þær lagalegu heimildir, sem þá giltu, hvað sem "siðferðisviðmið" ársins 2010, segja um þá. Þetta var einfaldlega sá herkostnaður sem fylgdi "geðveikinni" sem hér var í gangi fyrir hrun.
Þegar hér var komið við sögu, kvað sér hljóðs, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar og talaði líkt og hún væri "haldin reiði þess sakbitna". Kastaði fram ásökunum um að haldið væri fram að Samfylkingin, hefði eitthvað að fela, þó að ekki einu sinni hafi verið ýjað að slíku. Engu líkara, er því að, það hafi nægt að segja orðin "Samfylking" og "styrkir" í sömu setningu, til þess að "kveikja" augnabliks æði, Þórunnar.
Björn Valur kvaddi sér þá aftur hljóðs, en tók þó fram, að hann hafi ekki fylgt því drengskaparsamkomulagi að vara menn við, hyggðust þeir, beina spurningum til þingmanna, undir liðnum "störf þingsins. Tók Björn ennfremur fram að hann ætlaðist ekki til að þingmaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, svaraði sér strax. Enda mun það varla hafa verið ætlunin hjá Birni að fá skýr svör við því sem hann spurði svo í þannig ásakandi tóni að hann óskaði sér að hann hefði rétt fyrir sér.
Spurningin snerist um kröfu stjórnarandstöðunnar um að fá álit ensku lögfræðiskrifstofunnar Mischon de Reya í Icesavedeilunni í desember 2009. Álit sem að sér (Birni) hafi þótt, engu máli skipta í afgreiðslu á malinu í des sl. Þótti Birni reikningurinn fyrir þetta einskis nýta "álit" stofunnar, vera fulhár og dylgjaði hann Sigurði um einhver tengsl og fjárhagslega hagsmuni, af þessari vinnu stofunnar fyrir Alþingi. Þetta gerði Björn, þrátt fyrir að hafi mátt vita, að alþingismenn hafa ekkert með samninga, við þá álitsgjafa sem nefndir þingsins leita til heldur er það á hendi Skrifstofu Alþingis. Björn Valur skautaði hins vegar yfir þá staðreynd, að hluta fyrra álits frá þessari lögfræðistofu, var af stjórnvöldum, stungið undir stól, þar sem efni þess hluta, var ekki í anda málstað stjórnvalda, þó svo að þau hefðu varið málstað þjóðarinnar.
Flestum þingmönnum, sem að hlýddu á dylgjur Björns og tjáðu sig um málið, þóttu þær að sjálfsögðu ekki Alþingi Íslendinga bjóðandi og kröfðust þess að Forseti Alþingis, veitti honum vítur, fyrir ummæli sín. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Björns, sem sat á forsetastóli, þegar drullukast Björns stóð yfir, hafði hins vegar ekki "pung" í sér að sýna röggsemi og áminna þingmanninn, fyrir þessar fordæmislausu dylgjur.
Það vekur athygli, þegar litið er til þess, hvenær Björn Valur, bar í fyrra skipti fram þessa fyrirspurn til Bjarna, þá höfðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, krafist þess enn og aftur að fá svör frá forsætisráðherra, hver í Forsætisráðuneytinu, gaf Má Guðmundsyni loforð um önnur laun, en lögum samkvæmt gilda, eða eiga að gilda um laun hans og hver í ráðuneytinu, beitti sér fyrir því að lögunum var breytt. Forsætisráðherra hefur hins vegar alla tíð þrætt fyrir sinn þátt í málinu og í rauninni sagt, að hún geti ekkert haft með það að segja hverju sé lofað í ráðuneyti sínu, eða framkvæmt þar almennt. Forsætisráðherra, tók svo til þeirra ráða, þegar rök hennar voru engin og hún í raun komin upp við vegg í vörn vegna málsins, að taka sér það "dómaravald" að dæma til um hverjir, væru þess verðugir að spyrja hana í fyrirspurnartíma þingsins. (er hægt nálgast þá sögu alla í fyrri bloggum mínum hér)
Það vekur hins vegar athygli að til varnar forsætisráðherra í máli Seðlabankastjóra, spretti ekki fram þingmaður flokks Forsætisráðherra, heldur sá þingmaður samstarfsflokksins, sem að seint mun þykja, heiðarleg vinnubrögð í starfi og leik, einhverju máli skipta.
Þorir virkilega enginn þingmaður í flokki Forsætisráðherra að koma honum til varnar í máli sem er tapað, eða telja þeir þingmenn ekki þörf að verja formann sinn, sem löngu er fallinn á tíma í sínu starfi?
![]() |
Þurfti að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2010 | 18:46
"Skrumskælt" Stjórnlagaþing eða björgun heimila og atvinnulífs?
Ég hef aðeins fylgst með umræðum á þinginu um Stjórnlagaþingið. Vissulega er þörf á því að breyta Stjórnarskránni og vissulega var það ein af kröfum "búsáhaldabyltingarinnar".
Segja má að krafan um Stjórnlagaþing hafi sprottið upp, vegna vantrausts á þingið, til þess að semja þjóðinni nýja Stjórnarskrá, þó svo að það stjórnarskrárbundið hlutverk þess.
Frumvarpið um Stjórnlagaþing, er einnig hjartans og reyndar algert forgangsmál, Forsætisráðherra. Mér finnst það samt frekar ólíklegt, að útgáfa Jóhönnu af frumvarpi til Stjórnlagaþings, sé eitthvað í ætt við meiningar þeirra, sem kröfðust Stjónlagaþings og lýðræðisumbóta í "búsáhaldabyltingunni.
Í ljósi þess að frumvarpið er "óskafrumvarp" Forsætisráðherra, er fjarvera ráðherra ríkisstjóranrinnar og stjórnarþingmann æpandi og þátttökuleysi þeirra í umræðum um frumvarpið, nær algjört. Og í raun vanvirðing við svona veigamikið mál, hversu fáir stjórnarþingmenn sjá sér fært um að taka þátt í umræðu um málið. Kannski er það nú bara svo að "kattasmölun" vegna frumvarpsins, sé lokið og afgreiðsla þess sé mikilvægari, en efni frumvarpsins og stjórnarþingmönnum finnist óþarfi að sýna málinu áhuga, hvað þá að tjá þingi og þjóð sína persónulegu skoðun og sýn á málið.
Í frumvarpi Forsætisráðherra um Stjórnlagaþing, er kveðið á um að kosnir verði 25-31 fulltrúi á "ráðgefandi" Stjórnlagaþing. Þar munu í raun allir kjörgengir menn, sem á því hafa áhuga vera í kjöri. Ráðgefandi Stjórnlagaþing, verður með öðrum orðum, nokkurs konar "málstofa" 25-31 fulltrúa, kjörna af þjóðinni. Ástæðan fyrir því að Stjórnlagaþingið verður ekki "bindandi" er sú að þá þyrfti til Stjórnarskrárbreytingu, eins og reyndar var gert í því frumvarpi sem lagt var fram fyrir kosningarnar vorið 2009, enda hefði þá verið hægt að kjósa um breytingarnar á tveimur þingum, með kosningum á milli. Sjálfstæðisflokkurinn, var þá andsnúinn frumvarpinu, enda fannst honum ekki nægjanlega, vel til vandað, enda Stjórnarskrárbreytingar, ekkert sem að menn "leysa með vinstri, með bundið fyrir augun". Sjálfstæðisflokkurinn bauð þá, til sáttar breytingu á grein 79, sem hefði gert alla stjórnarskrárbreytingar einfaldari og í raun gert kleift að núverandi frumvarp gæti verið um "bindandi", en ekki "ráðgefandi" Stjórnlagaþing. En það allt fór eins og það fór.
Á fyrsta starfstímabili Stjórnlagaþingsins er gert ráðfyrir einhvers konar þjóðfundum, víðsvegar um landið, líkt og var í Laugardagshöll síðast liðin vetur. Að þeim fundum loknum er svo gert ráð fyrir því að Stjórnlagaþingið setjist niður yfir niðurstöðu þessara "þjóðfunda" allra og sjóði saman drög að nýrri Stjórnarskrá, eða breytingum á þeirri "gömlu". Gert er ráð fyrir því í frumvarpi Forsætisráðherra, að allir þessir 25-31 fulltrúar Stjórnlagaþingsins, skili inn einróma niðurstöðu af vinnu sinni (hversu auðvelt sem að það kann nú að verða). Það er semsagt ekki gert ráð fyrir því að mismunandi sjónarmið og áherslur, rúmist í vinnu Stjórnlagaþingsins, sem að myndi leiða af sér, fleiri en eina mögulega útgáfu af nýrri Stjórnarskrá, sem Alþingi, tæki til efnislegrar meðferðar, heldur verður, bara ein niðurstaða, samþykkt einróma á Stjórnlagaþinginu í boði.
Í frumvarpi Forsætisráðherra um Stjórnlagaþing, er ekki gert ráð fyrir neinum reglum, um það hvernig frambjóðendur, til Stjórnlagaþingsins fjármagna sína kosningabaráttu og gætu því þess vegna, fjársterkir aðilar eða hagsmunasamtök, stutt(keypt) fulltrúa á Stjórnlagaþinginu, með fjármögnun auglýsinga.
Í frumvarpinu er eingöngu gert ráð fyrir því að Alþingi, falli efnislega um niðurstöðu Stjórnlagaþings, en gæti ef því sýndist svo, hafnað flestu eða öllu í niðurstöðu þess að breytt henni, þannig að hún yrði vart þekkjanleg.
Samkvæmt núgildandi Stjórnarskrá, er Alþingi, eini aðillinn sem sett getur þjóðinni og segja má því að Stjórnlagaþingið, sem talið er að kostað geti allt að 700 milljónum, verði nokkurs konar "málstofa" Alþingis og þingmönnum í rauninni fjölgað úr 63 í 88 til 94, tímabundið, þó þeir 63 sem á þingi sitja, hafi einir með lokaútgáfu af niðurstöðu Stjórnlagaþings að gera, eða taka ákvörðun varðandi niðurstöðu þess.
Á þessari upptalningu má sjá að frumvarp Forsætisráðherra, er líkast til nokkuð fjarri hugmyndum "búsáhaldabyltingarinnar" um lýðræðisúrbætur. Það er því varla ósanngjörn krafa, að málefnum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, verði fundin farsæl lausn, áður en dýrmætur tími þingsins, verður notaður til umræðu um "Málstofu Alþingis vegna Stjórnarskrárbreytinga".
Eins og Steingrímur J. Sigfússon segir, þa er engin eftirspurn eftir "málþófi og upplausn". En hitt er samt alveg klárt að það er meiri eftirspurn eftir aðgerðum þings og ríkisstjórnar, til lausnar á vanda heimilana og fyrirtækjana í landinu, sem í raun kæmu í veg fyrir upplausn í þjóðfélaginu.
Eftirspurnin eftir aðgerðum er slík, að ef að ekki verður farið í raunhæfar aðgerðir sem virka, þá mun verða rík eftirspurn, eftir nýjum stjórnvöldum, hjá þjóðinni.
![]() |
Málþóf á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2010 | 09:25
Már morgunfúll, eða ekki hefð í "hinum alþjóðlega seðlabankastjóraheimi, að veita viðtöl fyrir kl 9 á morgnana?
Ég heyrði fyrst af þessum samningum í Morgunútvarpi Rásar2 áðan. Þar kom fram reynt hafi verið að fá Má Seðlabankastjóra í viðtal, vegna samningsins. Hann neitaði því, á þeim forsendum, að hann mætti ekki í fjölmiðlaviðtöl fyrir klukkan níu á morgnana.
Það minnti mig á önnur samskipti Más við blaðamann, sem reyndi að hringja í hann útaf einhverju, sem var þá í gangi. Blaðamaðurinn fékk þau svör, að það þekktist ekki í hinum "alþjóðlega seðlabankastjóraheimi", að menn gætu bara hringt sisvona í Seðlabankastjóra og spurt hann út í eitthvað sem væri í umræðunni.
Það minnti mig líka á, að í tölvupósti sínum, til Jóhönnu í ráðningarferlinu, þar sem hann talaði um, að gæti litið ílla út fyrir hann "alþjóðlega seðlabankastjóraheiminum, ef hann væri á"of lágum" launum, það liti ekki traustvekjandi út.
![]() |
Gjaldeyrissamningur við Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2010 | 14:00
Skildi "botn" Steingríms, vera norður í Þistilfirði?
Hvaða "botn" vantar Steingrím J. Sigfússon? Er maðurinn það "tregur" að hann áttar sig ekki á því, að miðað við þær upplýsingar, sem liggja fyrir, um störf þessara manna, efni Skýrslunnar, andmælum þessra manna við þeim "sökum" sem á þá eru bornar í Skýrslunni og með vísun í íslensk lög, að þá er ekki ástæða, til að rannsaka, eða reka gegn þessum mönnum sakamál?
Eða er steingrímur að ýja að því að skoðun setts saksóknara, á málum þessara manna, sé ekki nógu vel unnin? Eða ýjar hann að einhverju, sem valdið gæti "vanhæfi" setts saksóknara, til þess að rannsaka málið?
Séu skoðuð nokkur atriði í störfum Björns L. Bergssonar, setts saksóknara, þá væri hugsanlegt, mat á "vanhæfi" hans, frekar í þá áttina að hann væri "of" tengdur núverandi stjórnarflokkum.
Björn er meðeigandi á Mandat lögmannsstöfu, en þekktasti lögmaður þeirrar stofu er Ástráður Haraldsson sem gegnt hefur ótal trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græna. Björn og Ástráður hafa verið samferða mestallan sinn starfsferil.
Björn var líka formaður þeirra kærunefndar jafnréttismála sem komast að þeirri niðurstöðu að nafni hans Bjarnason hefði brotið jafnréttislög þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson var skipaður dómari við Hæstarétt.
Árið 2005 vann Björn ásamt Sif Konráðsdóttur lögfræðiálit fyrir þáverandi stjórnarandstöðu, núverandi ríkisstjórnarflokka, um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins.
Verði svona "hálfkveðnar vísur", meginstef í umræðu leiðtoga stjórnarflokkana, ef að "sekir" menn að þeirra mati, sæta ekki rannsókn eða ákærum. Þá má spyrja á hvaða hátt ummæli þeirra verða, þegar sérstakur saksóknari, með sitt áttatíu manna rannsóknarteymi, fer að beita sér af hörku, ætli þá verði, reynt að "klína" tengslum rannsóknarmanna, á einhvern, sem fær "of væga" meðferð að mati stjórnvalda?
Svo má að sjálfsögðu spyrja sig, hvað Fjármálaráðherra, sem fulltrúi Framkvæmdavaldsins, hafi með það að tjá sig með þessum hætti, um störf Dómsvaldsins? Honum ætti að vera ljós aðskilnaður, Framkvæmda og Dómsvalds, samkvæmt Stjórnarskrá, eða hvað?
![]() |
Ekki rannsókn að svo stöddu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2010 | 13:19
113 Vælubíllinn
Forsætisráðherra og Forsætisráðuneytið, hafa haft rúman mánuð, til þess að gefa fullnægjandi svör, um það, hver gaf margumrætt loforð, um launakjör Seðlabankastjóra. Tímanum er hins vegar sóað í þrætur Forsætisráðherra, sem að hvaða sprúttsali sem er, gæti verið stoltur af.
Þrátt fyrir auknar og nýjar upplýsingar, sem benda til þess að einhver í Forsætisráðuneytinu, hafi "kippt" í einhverja spotta þegar kjör Seðlabankastjóra, voru ákveðin. Fram hefur komið að þegar Efnahags og skattanefnd, vann að nýjum Seðlabankalögum, að Kjararáð hafi talið það "réttast" að bankaráð Seðlabankans, tæki ákvörðun um önnur kjör, eins og t.d. eftirlaun og önnur atriði, sem falla ekki beint undir "eiginleg" mánaðarlaun Seðlabankastjóra. Fram kom í viðtali Helga Hjörvar,formanns Efnahags og skattanefndar, að frá Forsætisráðuneytinu hafi komið krafa eða "beiðni" um að við tillögu Kjararáðs, yrði bætt; "sem og önnur kjör". Á þeirri viðbót við tillögu Kjararáðs, byggði Lára V. Júlíusdóttir, tillögu sína um hækkun á launum Seðlabankastjóra, um 400 þús kr. Blygðunnarlaus afneitun Forsætisráðherra, á þætti eigin ráðuneytis á staðreyndum máls, sem reyndar hafa snúist upp í það, að Forsætisráðherra talar nú eins og ráðherra, hafi ekki hugmynd um hvað sínir undirmenn aðhafast eða hafa aðhafst í málinu. Engu líkara er, að tillaga þessi hafi dottið af himnum ofan í fang Láru V., eða þá að "the butler did it", hver sem þessi "butler" er nú.
Forsætisráðherra, tekur sér það "dómsvald" að ákveða, hverjir séu þess "verðir" að krefjast svara frá ráðherra og bendir í því sambandi að "fyrirspyrjandi", ætti nú bara að hafa sig hægan, vegna eigin styrkjamála, sem að "nota bene", eru upplýst að því leiti sem að lög í þessu landi krefjast og samþykkt af Ríkisendurskoðun.
Forsætisráðherra hefur einnig sáð illgresisfræjum á akur "Davíðshatara", með yfirlýsingum, um að birting Morgunblaðsins á gögnum, málinu tengdu, séu hluti af "einkaherferð" Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins að sér.
Björn Valur Gíslason, "Konninn" hans Steingríms J. (samanber Baldur og Konni), ryðst svo fram á umræðuvöllinn, og krefst svara í löngu upplýstu styrkjamáli Sjálfstæðisflokks gagnvart FL-group og Landsbankanum, til þess að slá enn frekar ryki í augu almennings, þ.e. að drepa málum á dreif, með óviðkomandi málflutningi.
Eftir situr, sama hversu milku ryki menn þyrla upp og hversu mörgum "drullukökum" og bendingum í allar áttir er beint, að ekki hefur enn borist skýrara svar, hver lofaði Má þessum launum, nema ef að vera skildi að "the butler did it" skildi vera "lokasvar Forsætisráðherra.
![]() |
Eilífar sakbendingar á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2010 | 00:20
Þegar smjörklípa, verður að smjörfjalli.
Á fundi bankaráðs Seðlabankans, fyrir rúmum mánuði, ber Lára V. Júíusdóttir, samstarfs og vinkona Jóhönnu, til margra ára, fram tillögu um launahækkun til handa Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra og tilkynnir um leið að þetta sé til þess að uppfylla loforð sem gefið var í Forsætisráðuneytinu.
Í framhaldinu, birtir Mogginn fréttir af fundinum og tillögu Láru. Málið kemst að sjálfsögðu í frétttir, enda bar ráðningu Más upp á þann tíma, sem ný lög um það að laun embættismanna hjá ríkinu, skildu ekki vera hærri en laun forsætisraðherra.
Már Guðmundsson, er sóttur heim í Seðlabankann, þar sem fréttamaður Rúv ræðir við hann og er viðtalið sýnt í Kastljosi, sama kvöld. Þar talar Már um misskilning, enda myndu laun hans lækka, ef þessi 4oo þús kr., hækkun yrði ekki samþykkt, enda væri hann með ca 1570 þús kr. plús bílapeninga og lífeyrisréttindi. Már talaði reyndar eins og hann vissi ekki hvað hann hefði í laun, ( kannski borgað í evrum og kallinn ekki fylgst með genginu). Már tók einnig fram að hann hafi fært þá "miklu fórn" með því að yfirgefa gott djobb í Basel, til þess að taka að sér djobbið hér.
Svo bættist í umræðuna í Bloggheimum, bón Marðar Árnasonar, núverandi þingmann, eftir afsögn Steinunnar Valdísar, þar sem hann bað Má í lengstu lög að gera ekki Samfylkingunni það að þurfa að reka Láru V. og Björn Herbert, sem situr ásamt Láru fyrir Samfylkingu í bankaráðinu. Loka orð í "bloggi" Marðar má sjá hér að neðan:
"Svo máttu heldur ekki gera okkur í Samfylkingunni það að þurfa að fleygja fulltrúum okkar út úr stjórn Seðlabankans, þeim Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi og hinum kunna athafnamanni Birni Herberti Guðbjörnssyni. Nóg er nú samt með ýmislegt forystufé þessa dagana."
Jóhann var þráspurð í þinginu um málið, en þrætti fyrir allt eins og "sprúttsali". Í umræðu um fundarstjórn forseta, sem beðið var um í kjölfarið, þar sem að "þrætur" Jóhönnu voru gagnrýndar og endaði það með því, að Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar, segir Láru V. skulda Samfylkingunni, skýringu á þessu bulli sínu, að einhverju hafi verið lofað í Forsætisráðuneytinu. Var svo tillaga Láru dregin til baka, sjálfsagt í von um að málið gleymdist.
Líður svo og bíður og eftir tvo árangurslausa fundi í Efnahagsnefnd Alþingis, þar sem aðilar máls voru kallaðir fyrir og krafðir svara, bárust Mogganum tölvupóstar úr Forsætisráðuneytinu Þar sem launamál Más voru rædd og "fabúleringar" embættismanna á milli um, hvernig hægt væri að smeygja sér framhjá þessum nýju lögum um laun embættismanna ríkisins. Helgi Hjörvar formaður Efnahagsnefndar segir aðspurður, blaðamanni Moggans, að í störfum nefndarinnar þegar ný lög um Seðlabankann, hafi borist beiðni frá Forsætisneytinu, um lagabreytingu, sem gæti hækkað laun Más.
Í fyrirspurnartíma Alþingis þann 7. júni 2010, er Jóhanna spurð aftur um málið á grundvelli nýkominna upplýsinga. Þar tekur sig upp "sprúttsalasyndromið" á ný (þræturnar) og gekk Jóhanna það langt að frábiðja sér það að menn sem væru á gráu svæði, væru eitthvað að gagnrýna sín störf og síns ráðuneytis. Auk þess sem að ritstjóri Moggans var sakaður um "einkastríðsrekstur" gegn forsætisráðherra.
Jóhanna birtist svo í sínu þriðja Kastljósviðtali, síðan hún tók við forsæti í meirihlutastjorn vinstri manna. Þar talaði hún enn um það að menn á "gráu svæði" ættu bara ekkert með það að gagnrýna sín störf eða sitt ráðuneyti og yfirlýsingin um "einkastriðsrekstur" Moggaritstjórans var endurtekin. Jóhanna sagði svo að hún vissi bara ekkert hvað var rætt um í ráðningarferlinu í eigin ráðuneyti og þá varla hefur hún haft hugmynd um þau launakjör sem Má voru boðin þar.
Víða í "bloggheimum", reyna stuðningsmenn Samfylkingar og þimgmenn reyndar að kalla allt þetta mál bara "smjörklípu", sem að eflaust hefði verið rétt, ef að ráðningarferlið hefði bara verið útskýrt í upphafi og Jóhanna og hennar undirmenn, viðurkennt sína yfirsjón og eflaust verið fyrirgefið. En eilífar þrætur, yfirhylmingar og yfirklór forsætisráðherra, hafa breytt smjörklípunni í smjörfjall.
![]() |
Pólitískt áhlaup á mig" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar