Leita í fréttum mbl.is

113 Vælubíllinn

Forsætisráðherra og Forsætisráðuneytið, hafa haft rúman mánuð, til þess að gefa fullnægjandi svör, um það, hver gaf margumrætt loforð, um launakjör Seðlabankastjóra.  Tímanum  er hins vegar sóað í þrætur Forsætisráðherra, sem að hvaða sprúttsali sem er, gæti verið stoltur af.

 Þrátt fyrir auknar og nýjar upplýsingar, sem benda til þess að einhver í Forsætisráðuneytinu, hafi "kippt" í einhverja spotta þegar kjör Seðlabankastjóra, voru ákveðin. Fram hefur komið að þegar Efnahags og skattanefnd, vann að nýjum Seðlabankalögum, að Kjararáð hafi talið það "réttast" að bankaráð Seðlabankans, tæki ákvörðun um önnur kjör, eins og t.d. eftirlaun og önnur atriði, sem falla ekki beint undir "eiginleg" mánaðarlaun Seðlabankastjóra.  Fram kom í viðtali Helga Hjörvar,formanns Efnahags og skattanefndar, að frá Forsætisráðuneytinu hafi komið krafa eða "beiðni" um að við tillögu Kjararáðs, yrði bætt; "sem og önnur kjör".  Á þeirri viðbót við tillögu Kjararáðs, byggði Lára V. Júlíusdóttir, tillögu sína um hækkun á launum Seðlabankastjóra, um 400 þús kr.  Blygðunnarlaus afneitun Forsætisráðherra, á þætti eigin ráðuneytis á staðreyndum máls, sem reyndar hafa snúist upp í það, að Forsætisráðherra talar nú eins og ráðherra, hafi ekki hugmynd um hvað sínir undirmenn aðhafast eða hafa aðhafst í málinu.  Engu líkara er, að tillaga þessi hafi dottið af himnum ofan í fang Láru V., eða þá að "the butler did it", hver sem þessi "butler" er nú.

 Forsætisráðherra, tekur sér það "dómsvald" að ákveða, hverjir séu þess "verðir" að krefjast svara frá ráðherra og bendir í því sambandi að "fyrirspyrjandi", ætti nú bara að hafa sig hægan, vegna eigin styrkjamála, sem að "nota bene", eru upplýst að því leiti sem að lög í þessu landi krefjast og samþykkt af Ríkisendurskoðun.

Forsætisráðherra hefur einnig sáð illgresisfræjum á akur "Davíðshatara", með yfirlýsingum, um að birting Morgunblaðsins á gögnum, málinu tengdu, séu hluti af "einkaherferð" Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins að sér.

 Björn Valur Gíslason, "Konninn" hans Steingríms J. (samanber Baldur og Konni), ryðst svo fram á umræðuvöllinn, og krefst svara í löngu upplýstu styrkjamáli Sjálfstæðisflokks gagnvart FL-group og Landsbankanum, til þess að slá enn frekar ryki í augu almennings, þ.e. að drepa málum á dreif, með óviðkomandi málflutningi.

 Eftir situr, sama hversu milku ryki menn þyrla upp og hversu mörgum "drullukökum" og bendingum í allar áttir er beint, að ekki hefur enn borist skýrara svar, hver lofaði Má þessum launum, nema ef að vera skildi að "the butler did it" skildi vera "lokasvar Forsætisráðherra.


mbl.is „Eilífar sakbendingar“ á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Flott færsla, sannleikur málsins í hnotskurn

Hreinn Sigurðsson, 8.6.2010 kl. 13:44

2 identicon

Þetta er vandamál þjóðarinnar í hnotskurn. Sannleikurinn verður að koma í ljós. Ef ekki má búast við að þessi "ógreidda en lofaða" launahækkun setji landið á hausinn og að trúverðuleiki Sjálfstæðismanna hrynji endandanlega ef þeir moka þessum skít ekki upp á yfirborðið. Þetta er að verða mest fjársvikahneyksli sögunnar. Fáum Sigurð Kára og Birgi ásamt Guðlaugi Þór til að komast til botns í þessu máli því þar fara jú einhverjir heiðarlegust sjálfstæðismenn síðan Árni Johnsen var upp á sitt besta og svo skemmir ekki hvað þeir eru allir gríðarlega málefnalegir! Áfram verður ekki haldið fyrr en málið er til lykta leitt.

Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband