Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra að þverbrjóta þingsköp?

Eins og allir ættu að vita þá synjaði forsetinn lögum 1/2010 staðfestingar í janúarbyrjun og vísaði þeim til þjóðarinnar.  Nokkrum dögum síðar var Alþingi kallað saman, til þess að setja lög um þá þjóðaratkvæðagreiðslu, sem síðan varð þann 6. mars sl.

 Fólk man sjálfsagt líka að viðsemjendur okkar í Icesavedeilunni, kröfðust þess að, ef að frekari viðræður um samninginn ættu að fara fram, þá yrði stjórnarandstaðan að hafa einnig aðkomu að málinu.  Fóru þá í hönd viðræður, milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem luku með því að þessir aðilar komu sér saman um ákveðin samningsmarkmið.  Samningsmarkmið, sem gengu út á það að fyrst yrðu allar mögulegar kröfur úr þrotabúi Landsbankans nýttar upp í Icesavekröfuna og síðan myndu þjóðirnar þrjar semja um það sem eftir stæði, ef að sú yrði staðan, nýtingu krafnana.

 Með samningsmarkmið þetta hélt svo ný samninganefnd út til fundar við viðsemjendur okkar.  Til að gera langa sögu stutta, höfnuðu viðsemjendur okkar þessu tilboði okkar og komu með gagntilboð, sem að sögur segja að sé svipað, samningnum sem forsetinn synjaði staðfestingar, það eina sem væri öðru vísi var að vextir voru lægri og eitt eða tvö ár samningstímans voru vaxtalaus.

 Með þetta gagntilboð kom svo samninganefndin heim til skrafs og ráðagerða, en staldraði stutt við og hélt aftur til fundar við viðsemjendur okkar.  Þegar hér er komið við sögu þá eru ca. tvær vikur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.  

 Í þessari seinni dvöl samninganefndarinnar, fór að bera á því að samstarfsfýsi stjórnarvalda við stjórnarandstöðuna, fór þverrandi og varð það erfiðara og erfiðara fyrir stjórnarandstöðuna, að fá upplýsingar um gang viðræðnana.  Samt bárust af og til fréttir að utan, að samninganefnd okkar og samninganefnd viðsemjenda okkar hefðu sent hvor annari tölvupósta og hringt nokkur samtöl, annars væri bara ekkert að gerast og í rauninni hefði saminganefnd okkar getað setið hér heima og sent sína tölvupósta þaðan.  En því var samt ekki að skipta, því að nú fór í gang sá "spuni" um að þjóðaratkvæðagreiðslan væri marklaus skrípaleikur, því betra tilboð, lægi á borðinu og var samninganenfdinni haldið úti London við tölvupóstaskrif, til þess að afla "spunanum" stuðnings. Folk man svo það að forsætisráðherra, hvatti landsmenn, undir rós, að sitja bara heima og díssa þjóðaratkvæðagreiðsluna, því að það skipti engu hvernig hún færi, því það væri betra tilboð á borðinu.  Það var reyndar ein af lygum Jóhönnu, þegar hún sagði að atkvæðagreiðslan, skipti engu, því hefði svo ólíklega farið að "jáin" við lög 1/2010, hefðu orðið fleiri en "nei-in", þá hefðu lög 1/2010 öðlast gildi, og sá hörmulegi samningur sem að þeim fylgdi.

 Í fyrstu viku marsmánuðar, sendi Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar í RVK skriflega fyrirspurn til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, þar sem að hún spurði hvað fælist í þessu "betra tilboði". Nú kveða þingsköp svo um að ráðherrum beri að skila svörum við skriflegum fyrirspurnum, ekki síðar en tíu virkum dögum, eftir framlagningu þeirra.  Í dag er 11. júni og ekkert svar við fyrirspurninni borist, þó að það sé nú farið að slá í 100 daga síðan fyrirspurnin var lögð fram.

 það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að slíkt slugs og sleifarlag, við að svara einfaldri fyrirspurn um mál sem skiptir þjóð og þing, svona miklu máli, er hrein og klár móðgun, bæði við Alþingi Íslendinga og íslensku þjóðina og forsætisráðherra til ævarandi skammar, eins og reyndar flest sem úr þeim ranni rennur núorðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvenær hafa lög, reglur og almenn kurteisi skipt þetta lið einhverju máli.

Stjórnin springur vonandi á fjárlagagerðinni og í kjölfarið fáum við skárri ríkisstjórn.  Engin ríkisstjórn gæti mögulega orðið verri.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 22:04

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Reyndar hefur þeim skötuhjúum, sem leiða þessa ríkisstjórn, illa gengið að vinna í hóp eða stunda málamiðlanir.

 Bæði hafa þó stofnað "sérflokk" um sjálft sig.  Fyrst Jóhanna Þjóðvaka, þegar að Jón Baldvin, var svo "vondur" við hana, að hún fékk ekki að ráða neinu.

 Í lok síðustu aldar, voru uppi áform um að stofna einn "stóran" vinstri flokk uppúr Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi og úr varð Samfylkingin. Þar sætti Steingrímur sig ekki við að vera "ekki aðal" stofnaði Vinstri græna, undir rassgatið á sér.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.6.2010 kl. 22:12

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekki fræðilega unnt að mynda betri stjórn án þess að halda fyrst Alþingiskosningar og skipta hressilega út í öllum flokkum. Og nú eru allir flokkar uggandi um sinn hag eftir sigurgöngu Besta flokksins í Reykjavík, svo kannski vilja þeir forðast kosningar.

Baldur Hermannsson, 11.6.2010 kl. 23:10

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég býst ekki við að svipað ævintýri og Besti flokkurinn fengi yfir 30 % fyrlgi á landsvísu, yrði kosið í haust eða næsta vetur.

Aftur á móti hef ég spurnir af því að menn séu í startholunum með borgarlegan hægri flokk.

 Hvort sem það verði sá flokkur eða einhver annar, þá mun að öllum líkindum, eitt nýtt afl fá á bilinu 10-15 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 20-25, Framsókn 8-10 menn og núverandi stjórnarflokkar, samtals 18-20 þingmenn.  Við myndum þá væntanlega fá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og þessa nýja afls, eða Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, ef að fylgi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, verða í hærri tölunni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.6.2010 kl. 23:59

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta hljómar sennilega.

Baldur Hermannsson, 12.6.2010 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband