7.6.2010 | 19:58
7. júní 2010 varla gleðidagur í sögu Samfylkingar.
Þegar í undanfara þingkosninga 2003, er Baugur og Samfylkingin, bundust tryggðarböndum (eins og Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður flokksins, viðurkennt að voru fyrir hendi), má segja að Davíðshatrið, hafi breyst úr því að vera "verulegt" yfir í "takmarkalaust". Eftir "staðfestingu tryggðarbandana, var ákveðið, að nú skildi forsætisráðherrastóllinn, tekinn af honum Davíð, svo hann hætti að ofsækja, þessa öndvegisfeðga, sem ráku þá Baug.
Eigi þóttu mannkostir, þáverandi formanns Samfylkingar slíkir (Össurar), að hann ætti eitthvað erindi eða samjöfnuð við Davíð. Var þá brugðið á það ráð, að sækja inn í Borgarstjórn þáverandi Borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu og var hún sett, til höfuðs Davíð, sem forsætisráðherraefni flokksins. Ekki varð þó Samfylkingunni, kápan úr því klæðinu, að fella Davíð, þrátt fyrir þungan og óvægin áróður gegn honum. En sú staðreynd breytti því samt ekki, að Baugur, fékk þó þá "aðstoð", sem ætlast var til með áðurnefndum tryggðarböndum, frá Samfylkingunni. Skýrasta dæmið því til stuðnings, er "Fjölmiðlafrumvarpið", sem Samfylkingin, barðist gegn með kjafti og klóm, alla leið til Bessastaða og linnti ekki látum, fyrr en forsetinn synjaði, nýsamþykktum Fjölmiðlalögum og vísaði þeim til þjóðarinnar. Samfylkingunni til mikillar gremju, fóru Fjölmiðlalögin, samt aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þau voru dregin til baka. Sé hugsað til þeirra orða Samfylkingarmanna, þegar það að draga lögin til baka, væri geræðisleg árás á lýðræðið, er athyglisvert að minnast áhuga Samfylkingarinnar eða öllu heldur áhugaleysi flokksins, gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave. Eins þótti Samfylkingunni, helst til miklu kostað við rannsókn og málarekstur Baugsmálsins.
Í aðdraganda bankahrunsins, þegar vitað var að þjóðin, var á leið til andskotans, þá gat ekki einu sinni þáverandi formaður Samfylkingarinnar, brotið odd af oflæti sínu, og látið af margra ári hatri og tekið orð, þáverandi Seðlabankastjóra, Davíðs Oddsonar af alvarleika og festu.
Síðast í morgun þann 7. júní 2010, þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þrætti eins og sprúttsali, fyrir þætti Forsætisráðuneytisins í launamálum núverandi Seðlabankastjóra, þrátt fyrir að samflokksmaður hennar Helgi Hjörvar, formaður Efnahagsnefndar Alþingis, hafi sagt að skipun um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, sem varða laun Seðlabankastjóra, gat hún ekki stillt sig um að hrauna yfir núverandi ritstjóra Moggans, Davíð Oddsson, fyrir það eitt að hafa flutt fréttir af "illalyktandi" ráðningarferli núverandi Seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar.
Sjöundi júní 2010, verður því seint talinn, gleðidagur í sögu Samfylkingarinnar.
![]() |
Ekki tilefni til rannsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2010 | 09:58
Fórnarlamb femínískra skoðanna, eða?
Eflaust hafa einhver meiðandi ummæli fallið um Sóleyju Tómasdóttir í kosningabaráttunni, manna á milli , hvort sem það hafi verið í fjölmiðlum, eða bloggheimum og finnist henni að sínu mannorði vegið, þá er ekkert nema sjálfsagt að hún leiti réttar síns, eins og hún gaf í skyn að hún ætlaði að gera í viðtali við Morgunútvarp, Rásar 2.Enda algjör óþarfi að fólk leyfi því að líðast að á því sé brotið.
Það er og var vitað löngu áður en kosningabaráttan hófst að Soley væri umdeild fyrir "femínískar skoðanir" sínar, þó frekar megi búast við því að hún væri frekar umdeild, utan VG, en innan.
Í sama viðtali og ég vísaði í, hér að ofan, þá voru þær útstrikanir, sem hún fékk í borgarstjórnarkosningunum þann 29. maí sl. til umræðu og gaf Sóley þá helstu ástæðu fyrir þeim, eða öllu heldur, taldi þær vera vegna "femínískra" skoðanna sinna. Ekki ætla ég að "velta" mér upp úr því, hvort uppi sé innan raða VG, ágreiningur, um hversu "harða" stefnu, skuli reka, þar sem femínismi er annars vegar. En það er hins vegar óumdeilt, að kjör hennar í oddvitasætið, þótti mjög umdeilt innan raða VG, eða öllu heldur, þær aðferðir sem viðhafðar voru af stuðningsmönnum, hennar í kosningabaráttunni, fyrir kjörið og svo í "prófkjörinu", eða forvalinu, þar sem röð frambjóðenda var valin.
Þar var meðal annars talað um að Silja Bára Ómarsdóttir, kennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi hvatt nemendur sína til að kjósa Sóleyju í fyrsta sætið, hvort sem það hafi ráðið úrslitum, eða ekki. Einnig var talað um að Silja Bára, hafi á kjördag í forvalinu, keyrt um borgina með kjörgögn til þess að fólk, sem ekki mætti á kjörstað, gæti greitt Sóleyju atkvæði sitt. Þetta háttalag Silju Báru, þótti orka mjög tvimælis, þó svo að í ljós hafi komið að þau atkvæði sem aflað var með þessum hætti, hefðu ekki riðið baggamuninn. Það varð þó til þess að upp komu deilur um framkvæmd kosningarinnar, sem endaði með því að formaður kjörstjórnar Stefán Pálsson sagði af sér, auk þess sem einhverjar væringar voru á milli fylgismanna Sóleyjar og Þorleifs Gunnlaugssonar, sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu, en Þorleifur hafði verið oddviti flokksins í Borgarstjórn, eftir að Svandís Svararsdóttir, hvarf úr því sæti og settist í stól umhverfisráðherra.
Þó svo að sættir virðist hafa náðst, í það minnsta á yfirborðinu, milli Þorleifs og Sóleyjar, þá er ekki þar með sagt, að þær sættir, hafi eitthvað snert hjörtu allmennra flokksmanna, eða kjósenda flokksins. Enda þóttu vinnubrögð stuðningsmanna Sóleyjar í forvalinu vart lýðræðislegar, eða til fyrirmyndar. Einnig kann einhver áhrif að hafa haft á afstöðu kjósenda VG til Sóleyjar, að á Borgarstjórnarfundi, skömmu eftir "forvalshasarinn", sem að varaborgarfulltrúi Þorleifs sat, þá reyndi Sóley að "stjórna", því hvernig sá einstaklingur, greiddi atkvæði í Borgarstjórn.
Af þessari upptalningu, má alveg leiða að því líkum, að sá málflutningur, að Sóley hafi verið "fórnarlamb" femínískrar stefnu sinnar, sé kannski ekki nægur til að skýra þessar útstrikanir sem hún fékk í borgarstjórnarkosningunum. En hver dæmir bara fyrir sig.
p.s Ég vil biðja fólk, ef það sér sig knúið að tjá sig hér í ummælum, að halda sig við umræðuefnið og sleppa því, að kalla hlutaðeigandi ljótum nöfnum.
![]() |
Kannar réttarstöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2010 | 12:23
Núna eða seinna?
Alveg óháð kostum og göllum, Hönnu Birnu og Bjarna, þá er hægt að setja stór spurningarmerki hvort að núna, sé tíminn fyrir formannsskipti.
Lög gera ekki ráð fyrir þingkosningum fyrr en eftir þrjú ár, hver sem svo raunin kann að verða. Spurning hvort það sé "hollt" fyrir flokkinn að hafa formanninn, utan þings allan þennan tíma. Formaðurinn yrði jú í Borgarstjórn, en líklegast í minnihluta.
Yrði kosið í haust eða næsta vor, þá gæti það verið viss áhætta fyrir flokkinn að vera nýbúinn að halda landsfund og skipta ekki um formann. Það má hins vegar líka, líta til þess, ef að fer sem allt lítur út fyrir að það fari, þ.e. að í uppsiglingu sé holskefla uppboða á heimilum fólks og gjaldþrot þúsundna fjölskylna í kjölfarið, ásamt ESB aðlögun og fleiri atriða, að stjórnarflokkarnir og formenn þeirra verði það "laskaðir", að formenn flokkana "ráði" vart úrslitum, heldur ástandið í þjóðfélaginu, fyrst og fremst. Auk þess er enginn "nýr" formaður í spilum stjórnarflokkana, sem gæti skipt þar sköpum.
Sé hins vegar kosið eftir 2-3 ár, þá gæti það verið sterkur leikur að "bíða" með formanninn, fram að landsfundi fyrir þær kosningar og vera þá með "nýjan og ferskan" formann í fararbroddi, verði staða Bjarna þess eðlis að flokkurinn skaðist á því að hann leiði kosningabaráttuna, sem formaður.
Þetta liti hins vegar allt öðruvísi út, væri flokkurinn í stjórn, þar sem þá væri möguleiki að "hórkera" þannig að formaðurinn yrði ráðherra og þar með með bein áhrif í landsmálunum.
![]() |
Íhugar varaformannsframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2010 | 23:35
Bjarnfreðarson og starfsmaður á plani.
Eftir að hafa séð fréttir á RÚV og Kastljós í kjölfarið þar sem nýr meirihluti í Reykjavík, var áberandi á báðum stöðum, þá hafa ýmsar "pælingar" skotið rótum, í minn annars "ágæta" heila.
Í Kastljósinu sagð Jón Gnarr að hann hafi verið hræddur um að Samfylkingin hefði fengið paranojukast, hefði hann rætt við fulltrúa annara flokka, þrátt fyrir loforð í kosningabaráttunni um að gera slíkt. Með öðrum orðum, þá óttaðist Jón það, að ef hann myndi dirfast til að tala við aðra, þá sæi hann undir iljarnar á Samfylkingunni.
Líklegt er að Jón hafi einnig metið stöðuna sem svo, að hlypi Samfylkingin frá viðræðunum, þá hefði það skert mjög möguleika Besta flokksins að stjórna myndun meirihluta í borginni, þar sem honum finnst Sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa nógu líka stefnuskrá og markmið. Jón Gnarr er enginn asni og veit, að líklegra er ná saman við flokk, sem hefur innanborðs örvæntingarfullan oddvita, á "skilorði.
Vegna orða Jóns, má einnig leiða að því líkum, að samstarf allra borgarfulltrúana fimmtán, verði lítið sem ekkert við stjórn borgarinnar. Slíkt myndi ala á óöryggi innan Samfylkingarinnar, að vita til þess að Besti flokkurinn, gæti leitað þá stuðnings borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, með sín mál, væri andstaða við þau innan Samfylkingar. Einnig ætti Samfylkingin erfitt með að standa í skugga Sjálfstæðisflokksins í slíku samstarfi.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Þórhalls, sem var spyrill í Kastljósinu, um að fá svör við því hvað flokkarnir hyggðust gera á kjörtímabilinu, var fátt um svör. Reyndar var engu líkara að viðtalið við þá hefði verið tekið, daginn sem þeir byrjuðu að ræða saman, en ekki eftir 4-5 daga viðræður þeirra á milli. Eina sem að virtist vera á hreinu eftir allar þessar viðræður, var hver yrði Borgarstjóri og hver yrði Formaður Borgarráðs. Önnur mál voru "túlkuð", með orðunum "skoða" og "kanna" með einskis nýtum "bjánalegum" orðskrúð, umhverfis þessi tvö orð, ásamt "venjulegri" froðu úr munni Dags. Þar var ekki að finna eitt einasta orð um hvað þeir ætluðu að gera, vildu gera eða þyrftu að gera.
Ég hef svo þessa klukkutíma verið að fylgjast með viðbrögðum fólks við þessu Kastljós viðtali og tekið eftir því, að meðal Samfylkingarfólks, fær "spyrillinn" Þórhallur Gunnarsson, falleinkunn. Fyrir hvað get ég ekki skilið, enda reyndi Þórhallur að sækja svör, en ekki froðu, við sínum spurningum. Þórhalli var meira að segja, legið það á hálsi, að hafa gerst svo "djarfur" að þráspyrja þá kumpána, alvöru spurninga og enga þeirra um bandarísku seríuna "Wire" eða um ísbirni og tollahlið.
Reyndar fannst mér þetta viðtal ólíkt þeim "drottningarviðtölum" sem að fulltrúar stjórnarflokkanna hafa fengið í trekk í trekk í Kastljósinu. Einu alvöru viðtölin núorðið, eru þegar Helgi Seljan reynir að "hakka" í sig einhvern fulltrúa stjórnarandstöðunnar. Flest önnur pólitísk viðtöl Kastljósins, hafa meira líkst, vinaspjalli, heldur en heldur en viðtölum í fjölmiðli, sem að ber lagaleg skilda, til að sýna hlutleysi í fréttafluttningi og umfjöllun. Spyrja má hvort Þórhallur, hafi frekar viljað sjá sóma sinn í því að hætta sem ritstjóri Kastljósins, frekar en að mæta "kröfunni" um "roluleg og innihaldslaus" viðtöl?
![]() |
Ætlar að vera skemmtilegur borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2010 | 18:49
Orkuveitan og Hellisheiðarvirkjun.
Ég las fyrr í dag, pistil eftir, Jónas Kristjánsson, fyrrv. ritstjóra DV. Þar hraunar hann yfir síðasta borgarstjórnarmeirihluta og þá sér í lagi Hönnu Birnu, fráfarandi borgarstjóra.
Helstu atriðin í skítkasti Jónasar, eru Hellisheiðarvirkjun og það sem hann kallar "Vesturlandsruglið", eða eitthvað í þá áttina.
Þessi "pistill" Jónasar, hljómar eins og hann hafi ekki verið með meðvitund, síðastliðin 10 -15 ár.
Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun, fyrsti áfangi, var boðin út 2003 eða 2004 og hófust framkvæmdir við hann, snemma árs 2005 eða síðla árs 2004. Ég vann sjálfur við fyrsta áfanga, frá sumri 2005 fram í nóv- des, sama ár, er þeim áfanga lauk.
Um það leyti sem að fyrsta áfanga var að ljúka, haustið eða snemmvetrar 2005, var annar áfangi boðinn út og svo skömmu síðar sá þriðji, ef ég man rétt. Allt þetta var ákveðið og skipulagt á meðan R-Listinn, fór með meirihlutann í stjórn Orkuveitunnar með Alfreð Þorsteinsson í formanns sætinu.
Framkvæmdum við 3. áfanga Hellisheiðarvirkjunnar lauk svo haustið 2009. Með öðrum orðum, þeir meirihlutar sem í borginni störfuðu kjörtímabilið 2006-2010, voru að klára þá verksamninga sem komnir voru í ferli, áður en kjörtímabilið hófst.
Hvað Vestulandsþáttinn varðar, get ég bara tjáð mig um þær framkvæmdir, sem voru á Kjalarnesi, Akranesi og í Borgarnesi. Þær framkvæmdir voru boðnar út árið 2007, ef ég man rétt, að loknum undirbúiningi, sem staðið hafði frá tíð fyrri minnihluta.
Hófust framkvæmdir á þessum þremur stöðum vorið 2008 og voru samkvæmt áætlun, fram að hruni. Eftir að hrunið dundi yfir var hins vegar hægt mjög á framkvæmdum og umfang verkefnana minnkað og verkkaupa, skömmtuð ákveðin upphæð, sem vinna mátti fyrir hvern mánuð. Ef ég man rétt, þá lýkur þessum framkvæmdum á þessu ári, eftir breytingar á kostnaðaráætlun og umfangi verkefnis.
Áður en Orkuveitan fór í áðurnefndar framkvæmdir, þá dundaði meirihluti stjórnar OR, undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar í skjóli R-listans, meðal annars við Línu-net verkefnið, risarækjueldi og byggingu "geimskipsins", í Hálsahverfinu í RVK, sem alla jafna gegnur undir heitinu "Höfuðstöðar OR og fór sú framkvæmd langt fram úr áætlun.
Á þessari upptalningu, má leiða að því líkum að OR hafi verið vel skuldsett í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða og ekki hefur það sem gerðist hér, bæði varðandi gengið og vextina, árið 2008 lækkað þær skuldbindingar, svo mikið er víst.
Þó að Hanna Birna og hinir sem skipuðu Borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins,séu dugnaðarforkar allir sem einn, þá leyfi ég mér að fullyrða, að þau hefðu aldrei afrekað að koma á öllum þeim hryllingi á OR, sem á fyrirtækinu dynur, á því kjörtímabili, sem nú er að líða.
![]() |
Ekkert ákveðið varðandi hækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2010 | 14:32
Hjálmar Sveinsson, fórnar sér í varaborgarfulltrúann.
Hjálmar Sveinsson, korteri fyrir kosningar, stuggar við Steinunni Valdísi, þegar kannanir benda til að hann verði 1.-2. varaborgarfulltrúi. Steinunn Valdís, víkur. Væringar milli manna hjá Samfó RVK hefjast. Oddviti Samfó hendir flokksfélögum sínum, sem ændæfa þessum árásum á Steinunni, af vinalista á Facebook.
Opinber skýring Hjálmars fyrir afsagnarkröfunni var, að það sé ótækt að frambjóðandi safni rúmlega 12 milljónum vegna tveggja prófkjara. Í þeim útreikningum Hjálmars, virtist það vera innan marka að safna tæplega 6 milljónum, vegna eins prófkjörs.
Svo er kosið og Hjálmar endar sem 1. varaborgarfulltrúi. Fréttamaður RÚV eltir Hjálmar heim til sín, að lokinni kosningavöku, eða mælir sér þar mót við hann, því hann hafi þá yfirlýsingu fram að færa, að það hafi runnið á hann tvær grímur, með að vinna fyrir borgina sína, þar sem hann yrði ekki aðal og að hann hefði bara ekki hugmynd um, í hverju það fælist að vera varaborgarfulltrúi, eða hvað kaupið væri.
Mörður Árnason, sem datt inn á þing, við brotthvarf Steinunnar, sendir Degi skýr skilaboð, um að jákvæðasta túlkun á úrslitum kosningana, væri sú að Samfylkingin hefði haldið, 2/3 af sínu meðalfylgi í borginni. Þrátt fyrir það sem Samfylkingarfólk, hið minnsta, kallaði "skýra og uppbyggjandi" stefnuskrá. Þarna er Mörður vissulega að benda á að Degi hefði mistekist, aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð, að leiða Samfylkinguna til valda. Í fyrra skiptið, eftir það Samfylkingarfólki fannst, "glimrandi" árangur Samfylkingarinnar, innan R-listans, skila borgarbúum, "glæsilegri" borg og í seinna skiptið, eftir að hafa setið í minnihluta (utan 100 daga) í skugga "frjálshyggjuhryðjuverka" Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Karl Th. Birgisson, fyrrv. framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og "æðsti" spunarokkur flokksins, tekur í sama streng og Mörður: "Dagur Berþóruson Eggertsson, er ekki verðugur leiðtogi flokksins í borginni og telst hann því vart verðugur varaformaður og framtíðarleiðtogi. Karl Th. tekur reyndar "sterkara" til orða og segir að Dagur eigi að víkja, sem oddviti Borgarstjórnarflokks Samfylkingar og þá væntanlega úr Borgarstjórn líka.
Í öllum þessum "væringum" og "skeytasendingum", manna á milli í Samfylkingunni, fattar Hjálmar loks, að hann bauð sig fram fyrir fólkið í borginni (kjósendur sína og stuðningsmenn), en ekki vegna launanna og ákveður að taka sæti. Svo verður bara hver og ein/n að meta það fyrir sjálfa/n sig, hvort að þetta sé þroskuð og meðvituð ákvörðun manns, sem um árabil hefur starfað í útvarpi, sem þáttarstjórnandi og samfélagsrýnir.
![]() |
Hjálmar tekur sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 23:24
Réttmæt eða ekki?
Hvað öll þessi styrkjamál varðar, þá skulum við láta það liggja á milli hluta, hvað styrkirnir voru háir og hverjir fengu þá. Við skulum heldur skoða eftirfarandi atriði:
1. Fyrir kosningar vorið 2009, lágu þessar upplýsingar fyrir og þjóðin tók ákvörðun um að "treysta" nokkrum þessara styrkþega, með því að kjósa þá, eða flokkana þeirra. Kjósendur hafa reyndar þann kost að strika yfir þá frambjóðendur, sem þeir vilja ekki á listanum, en sá sem fékk flestar útstrikanir, var að mig minnir, Björgvin G. og ekki var það vegna styrkja.
2. Styrkir þessir voru allir, eftir því sem best er vitað, aflað samkvæmt lögum og í takt við þau vinnubrögð sem tíðkast höfðu í áraraðir og í takt við þann tíðaranda sem að þá ríkti. Fólk getur svo stundað eilífar hártoganir um það, hvort þessi tíðarandi, lög eða vinnubrögð, hafi verið á siðferðilegum grunni, eða ekki.
3. Þrátt fyrir það að allar upplýsingar varðandi styrkina hafi legið fram í eitt ár, hið minnsta, fram að birtingu skýrslunnar, þá voru ekki uppi kröfur um afsagnir, fyrr en skýrslan birtist. Mig grunar að þeir fjölmiðlar, sem hæst hrópuðu á afsögn, einstakra manna eða kvenna, eða þeir sem skrifa pistla á pistla á þessa miðla, stundi á einn eða annan hátt hagsmunagæslu fyrir einhvern þeirra útrásarvíkinga, sem bornir eru hvað þyngstum sökum í hruninu. Birting á áður birtum upplýsingum um þessa styrki, í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, voru því vopn í höndum þeirra manna og sem barist hafa á hæl og hnakka fyrir hagsmunum, þeirra sem hruninu ollu og reynt hafa að gera hlut þeirra minni með því að benda á aðra.
4. Eins vissu allir vorið 2009 að þessi fyrirtæki sem veittu þessa styrki, komu mjög við sögu í atburðarásinni fyrir hrun og var því niðurstaða skýrsluhöfunda, eingöngu staðfesting á því löngu var vitað.
Ég hef lengi haft lítið álit á Steinunni Valdísi sem stjórnmálamanni, en býst samt alveg við því að hún hafi oftast nær verið á "pari" við þau viðhorf og skoðanir sem að hún hefur og hún hefur verið kosin út á. Flokkurinn hennar, Samfylkingin, skipaði hana formann Alsherjarnefndar, einn af forsetum Alþingis og varaformann þingflokksins, þrátt fyrir alla þessa vitneskju og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn VG, féllst á þessa skipun í tvö fyrrgreindu embættin. Það gerðu þessir tveir flokkar væntanlega vegna þess, að þeir töldu Steinunni hafa umboð kjósenda Samfylkingar, fyrst nógu margir strikuðu hana ekki út.
Ég hef ekki ástæðu til að ætla en að aðrir þingmenn, sem á þessum styrkjalista eru, hafi eftir fremsta megni reynt að fylgja lífviðhorfum sínum og skoðunum í starfi. Lífsviðhorfum og skoðunum, sem þeir voru kosnir útá og gegna því embætti þingmanna fyrir sína flokka.
Þegar Steinunn Valdís hverfur á braut, sest í hennar sæti á þinginu Mörður Árnason.
Er Mörður Árnason, þess verðugur að taka sæti hennar við þessar aðstæður?
Ég spyr eftir stutta heimsókn á bloggsíðu Marðar á Eyjunni, þar sem hann meðal annars viðurkennir eða ætlast til þess að sæta ákæru fyrir að ráðast á Alþingishúsið og tekur þátt í því að hilma yfir með þætti forsætisráðherra í máli tengdu launum Seðlabankastjóra.
Hér viðurkennir Mörður, eða krefst þess að sæta ákæru fyrir þátt sinn í árásinni á Alþingishúsið:
Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna, þótt þarmeð sé ekki tekið undir hvert stóryrði í textanum. Þeir sem skrifa undir telja sig jafnseka í árásinni" og hina níu sem nú koma fyrir rétt.
Kærðu mig líka, Ásta!
Og hér kemur blogg hans í heild, þar sem að hann biður Má, Seðlabankastjóra um að setja ekki fulltrúa Samfylkingarnar í þá stöðu að þurfa að uppfylla loforð Forsætisráðherra um launakjör sín. Fyrir þá sem ekki muna, var tillaga um launahækkun Má til handa, flutt í bankaráði Seðlabankans, vegna loforða frá Forsætisráðuneytinu.
Þú hefur staðið þig frábærlega hingað til, góði seðlabankastjóri, og átt örugglega eftir að gera enn betur. Þegar þú tókst við starfinu voru hinsvegar tiltekin launakjör í boði - í meginatriðum taxti forsætisráðherra - á þeim kjörum réðstu þig til starfa á Íslandi og hjá Íslandi.
Við höfum því miður ekki efni á að hækka launin þín. Enda engin stórkostleg ástæða til.
Stundum verður bara að hlusta á Kennedy: Ekki spurja hvað landið þitt geti gert fyrir þig heldur hvað þú getir gert fyrir landið þitt. Maður með milljón á mánuði hefur að minnsta kosti alveg efni á því.
Svo máttu heldur ekki gera okkur í Samfylkingunni það að þurfa að fleygja fulltrúum okkar út úr stjórn Seðlabankans, þeim Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi og hinum kunna athafnamanni Birni Herberti Guðbjörnssyni. Nóg er nú samt með ýmislegt forystufé þessa dagana.
Ég að þessu öllu sögðu ofansögðu, satt best að segja, veit ekki hvort að þessi þjónkunn við "órökstuddar" upphrópanir um afsagnir þingmanna, séu þegar allt kemur til alls, nokkuð til þess að auka veg og virðingu Alþingis. Auk þess sem að í þessum mánuði, hafa forystu menn stjórnarflokkana, báðir orðið uppvísir af lygum. Jóhanna vegna Seðlabankans og Steingrímur vegna Magma Energy.
Væri þessum áhugamönnum og konum ekki nær að "hrópa" á afsagnir þeirra, sem á svo áberandi hátt brjóta af sér í starfi, frekar en þeim sem safnað hafa styrkjum á löglegan hátt? Ég bara spyr
![]() |
Steinunn Valdís segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2010 | 16:41
Varla fyrir dómstóla á "ESB-vakt" Samfylkingar.
Samfylkingin mun leita allra leiða til þess að spilla ekki fyrir "bjölluatinu" í Brussel. Réttlát og sanngjörn lausn deilunnar, er heldur ekki ofarlega á vinsældalista ESB, vegna hagsmuna sambandsins og hættu á málsóknum.
Eftir að forsetinn synjaði lögum nr.1/2010 staðfestingar, þá gáfu Bretar og Hollendingar út, að þeir væu ekki til viðræðna um lausn Icesavedeilunnar, nema það yrði skapað þverpólitískt samstarf hér um áframhald samningaviðræðnanna. Það markaði í raun það samráð stjórnar og stjórnarandstöðu, sem stofnað var til nokkrum vikum eftir að forsetinn synjaði lögunum staðfestingar.
Til þess að tryggja sér þetta samráð og í raun áframhaldandi samningaviðræður vegna Icesave og koma þar með í veg fyrir hatrama kosningabaráttu, sem að stjórnvöld hefðu vafalaust tapað og ríkisstjórnin fallið, fyrir þeim lögum sem forsetinn synjaði staðfestingar, þá féllust leiðtogar stjórnarflokkana á samningsmarkmið, sem í raun vinnur gegn ásetningi þeirra um áframhald á umsóknarferlinu í ESB og inngöngu í framhaldinu.
Samningsviðmiðið gekk fyrst og fremst út á það að Íslendingar, Bretar og Hollendingar, axli sameiginlega ábyrgð á tjóni innistæðueigenda Icesavereikningana og á göllum í regluverki ESB, eftir að eignir þrotabúi Landsbankans hefðu gengið upp í þá upphæð sem um væri að ræða.
Slíkur samningur myndi svo ekki yrði um villst , vera viðurkenning Hollendinga og Breta á því að regluverk ESB hefði brugðist og auk þess að klár ábyrgð ESB í málinu hefði komið skýrt fram, þá hefði slík opinberun skaðað ímynd ESB, meira en orðið er og skapað fordæmi fyrir aðra til þess að sækja rétt sinn á þeim grunni að regluverk ESB hefði brugðist
.
Stjórnvöld vissu í raun sem var, að viðsemjendur okkar myndu ekki fallast á þessar kröfur okkar Íslendinga og voru því fljót, þegar gersamlega óásættanlegt gagntilboð barst, sem var í raun sami samningur og þjóðaratkvæðagreiðslan snerist um, að því breyttu að vaxtaprósentan var lægri ásamt því að tilboðið hvað á um vaxtalaust tímabil að byrja að tala þjóðaratkvæðagreiðsluna niður, með markmið um hún væri marklaus skrípaleikur og í raun væri þjóðaratkvæðagreiðslan óþörf.
Þau ummæli formanna stjórnarflokkana voru í raun þeim til ævarandi skammar og sýndu lýðræðislegu stjórnskipulagi niðrandi lítilsvirðingu, ummælin gætu í besta falli lýst vaneþkkingu formannana, en það verður samt að teljast ólíkleg skýring, þar sem áðurnefdir formenn hafa 60 ára þigreynslu samtals.
Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist aldrei um þetta "betra tilboð" (sem var í rauninni ekki svo mikið betra, þegar tillit er tekið til þess að ábyrgð og sök var ennþá öll Íslendinga.) heldur um lög nr.1/2010, sem þjóðin felldi með yfir 90% greiddra atkvæða.
Það styður líka þessa fullyrðingu sem í fyrirsögninni er að enn er í raun óvissa hvenær frekari viðræður fara fram, því að þetta samráð stjórnar og stjórnarandstöðu, er í raun og veru í sjálfheldu, þar sem stjórnvöld vilja ganga hratt og örugglega til viðræðna, um "betra tilboðið", sem felur í sér alla ábyrgð Íslendinga á gölluðu regluverki ESB, með vaxtaafslætti.
Stjórnarandstaðan vill hins vegar taka upp viðræður á grundvelli þeirra samningsmarkmiða, sem mynduð var sátt um milli stjórnar og stjórnarandstöðu (reyndar með hálfum hug stórnvalda, en af neyð til að fá frekari viðræður).
Það má líka spyrja sig að því, afhverju Bretarog Hollendingar lögðu ekki í dómstólaleiðina, strax eftir synjun forsetans, þar sem að meira að segja það var ljóst fyrir synjunina að það ríkti ekki sátt um samninginn sem kosið var um, hjá þjóðinni og lausn deilunnar því ekki í sjónmáli yrði kosið um samninginn?
Svarið gæti jafnvel hjómað eitthvað á þann veg að; þó að Bretar og Hollendingar, teldu sig eiga sigurinn vísan fyrir dómstólum, þá myndi dómstólaleiðin opna á þá hluti í fjármálakerfi landana beggja sem að þau vilja ekki að komi fram í dagsljósið, grundvöllur hryðjuverkalaga Breta yrði rifinn niður með dómi auk þess sem að skattaparadísir Breta á Ermasundseyjunum og í Karabíska hafinu yrðu opnaðar upp á gátt.
Auk þess yrði gallað regluverk ESB opinberað með dómsúrskurði, sem myndi hafa í för með séð ótal málsóknir á ESB og og ESB ríki á grundvelli þessara galla í regluverkinu.
![]() |
Góð tíðindi ef málið fer fyrir EFTA-dómstólinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2010 | 20:18
Baklandið farið ?
Ríkisstjórnin hóf sína vegferð á endastöð og lagðist fljótlega í bæli sitt. Hún bærði samt aðeins á sér í tvígang til að berja í gegn ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni og einu sinni til þess að troða í gegnum þingið aðildarumsókn að ESB í andstöðu 70% þjóðarinnar.
Svo hefur heyrst á milli hrota úr bæli stjórnvalda, ramakvein um það hversu erfið tiltektin á þjóðarbúinu sé á þessum síðustu og verstu. Einnig hafa stjórnvöld staðið í dreifingu plástra og smáskammtalækningum, til handa lántakendum í greiðsluvanda.
Stjórnvöld risu svo upp við dogg, til þess að undirrita stöðugleikasáttmála, sem að hafði reyndar þann ágalla að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, telja sig ekki bundna honum.
Hvað varðar erlendar fjárfestingar, sem að lofað var, er frá því að segja að frumvarp um ívilnanir til handa erlendum fjárfestum, liggur í skúffum Steingríms og Indriða, þar sem sagan segir að menn séu að fara yfir skattamálin, tengd þeim lögum. Með öðrum orðum, setning lagana tafin með fyrirslætti sem stenst ekki skoðun.
Þessi töf á setningu lagana, setti í uppnám áætlun einkavina Samfylkingarinnar um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ. Það var því farið í það að semja "sérlög" um þetta eina gagnaver, byggð á þeim lögum sem liggja í skúffum Fjármálaráðuneytis og safna þar ryki.
Þegar þessi "sérlög" voru sem mest í umræðunni, þá var látið í það skína að það eina sem gerði málið vafasamt, væri aðkoma Björgólfs Thors að málinu, en fyrir aumingja fólkið á Reykjanesinu, þá yrði að gefa Björgólfi "séns", með ströngum skilyrðum.
Það var reyndar nefnt einnig í umræðunni um málið, að viðskiptafélagi Björgólfs væri Vilhjálmur Þorsteinsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar í RVK og formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkunýtingu. Öllum dylgjum um "einkavinavæðingu" byggðum á þessum tengslum, var hins vegar, vísað á bug, með mikilli fyrirlitningu á þeim sem þær fram lagði. Þetta væru bara viðskipti og Samfylkingin gæti bara ekkert að þvi gert að hann Vilhjálmur, væri viðskiptafélagi Björgólfs og þessi framkvæmd varðandi gagnaverið, kæmi bara ekkert við störfum hans í stýrihópnum um orkunýtingu.
samfylkingin hefur svo staðið í vegi fyrir þeirri kröfu Vinstri grænna, að lög verði sett um eignarhald orkufyrirtækja og /eða aðkomu ríkis eða lífeyrissjóða að kaupum orkufyrirtækja sem annars lentu í höndum erlendra aðila.
Þar komum við að þeim misskilningi að þetta sé "hrein vinstri stjórn". Það er einhver mesta firra Íslandssögunnar, enda er Samfylkingin bara jafnaðar og/eða vinstriflokkur á tylliögum. Milli þess, sem að þingmenn og ráðherrar Samfylkingar syngja baráttusöngva eins og "Internationallann" á ASÍ þingum, stuðla þeir að "brútal" einkavinavæðingu, útrásarbrjálæði og afsali þjóðarauðlinda. Samfylkingunni finnst það líklega ekki taka því að berjast fyrir þvi að halda auðlindunum í eigu Íslendinga, enda hverfa þau yfirráð, þegar eða ef að ESBdraumur þeirra (martröð þjóðarinnar) verður að veruleika.
Vinstri grænir eða í það minnsta "rakkar" fjármálaráðherra, láta þennan yfirgang Samfylkingarinnar yfir sig ganga, gegn því að fá að "smjatta" á kræsingunum við kjötkatlana.
Samfylkingin undirgengst hinsvegar hverja helskattatillögu Steingríms og Indriða, gegn því að fá að halda áfram einkavinavæðingu sinni og afsali auðlinda ásamt því sem að hún fær að halda "bjölluatinu" í Brussel til streitu.
Skildi nokkurn undra að meira að segja "bakland" stjórnarflokkana, sé búið að fá nóg af þessum "sirkus", sem kallar sig annað hvort "skjaldborg" eða norræna velferðarstjórn?
![]() |
Gefa veiðileyfi á stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2010 | 15:13
Skýrslan að "þvælast" fyrir? Já að vissu leyti.
Ég hef eins og einhverjir lesið "skýrsluna" eða stóran hluta hennar og las það úr henni, að það hafi fyrst og fremst verið glæpsamlegt hátterni eigenda og stjórnenda bankana sem stuðlaði að efnahagshruninu hér.
Vissulega má segja, að það hefði verið hægt að setja bönkunum þrengri skorður með lagasetningum, en það var ekki gert. Virðist það reyndar vera svo að núverandi stjórnvöld ætli sér ekki að draga neinn lærdóm af "skýrslunni" varðandi lög um fjármálamarkaði, sé litið til þess stjórnarfrumvarps, sem núna er til umföllunnar í þinginu, um starfssemi fjármálafyrirtækja. En það er önnur saga og ekki beint það sem ég ætlaði að skrifa um.
Það sem að mig langaði, í það minnsta, að skrifa um eru komandi Borgarstjórnarkosningar. Í þeim kosningum, virðist sem að Sjálfstæðisflokknum verði refsað fyrir þátt sinn við stjórnun landsins, frá 1991 til 2009.
Sé saga síðasta kjörtímabils skoðuð, frá 2006 til dagsins í dag, þá má segja að, aðeins hafi komið upp eitt deilumál, sem tengja má við þessa svokölluðu útrás. Það er REI-málið.
Ekki ætla ég að þreyta mig né aðra með umfjöllun um forsögu þess máls, enda skiptir hún minna máli, heldur en lyktir þess máls og þeir eftirmálar sem að málið hafði t.d. í fjölmiðlum.
Sagan segir að Davíð Oddson, hafi bent borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins á röngu braut, sem þáverandi leiðtogar borgarstjórnarmeirihlutans, þeir Vilhjálmur Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson, voru á með OR, REI og sameininguna við GGE.
Þessi viðvörun Davíðs varð til þess að þeir sex aðrir fulltrúar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, aðrir en VIlhjálmur, lögðust gegn sameiningar og útrásaráformum REI og GGE. Olli þessi andstaða því að þáverandi meirihluti féll og við tók Tjarnarkvartetinn, sem svigrúm myndaðist til stofnunar, vegna veikinda borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháða, Ólafs F. Magnússonar.
Varaborgarfulltrúi Ólafs, Margrét Sverrisdóttir (verðandi varaborgarfulltrúi Samfylkingar) lagði þessum nýja meirihluta til áttunda manninn í óþökk Ólafs.
Þessi endalok REI-málsins kölluðu, vægast sagt, á hörð viðbrögð fulltrúa Samfylkingar í Borgarstjórn og annara Samfylkingarmanna, enda Samfylkingin flokkur útrásar og útsölu auðlynda.
Hér að neðan birtast nokkur umæli Samfylkingarfólks, um það hversu "brilliant" þetta REI-dæmi, væri fyrir borgarbúa og í raun landsmenn alla:
Hér gefur t.d að líta upptöku úr Kastljósþætti, þar sem Steinunn Valdí, dásamar REI-GGE sameininguna:
http://www.amx.is/fuglahvisl/14912/
Í enda upptökunnar birtist mynd af grein Dags B. Eggertssonar, "Óorði komið á útrásina", þar sem hann skammast í þeim sexmenningum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, fyrir að hafa hætt við sameiningu REI og GGE. Þar standa kannski helst uppúr þessi orð:
"Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf svo allir geti verið stoltir af."
Við þetta mætti svo bæta orðum Össurar Skarphéðinssonar um sama mál:
Sem Reykvíkingur og íbúi í Reykjavík að þá auðvitað horfi ég á þá staðreynd að þarna er Orkuveitan hugsanlega að fara í ákveðinn áhætturekstur en ég sé það líka að hún er að leggja þarna inn sex, sjö milljarða en eignin sem hún fær út úr þessu eru, ja, næstum því þrefalt meiri þannig að það er nú góður samningur fyrir okkur í Reykjavík. Og svo gleðst ég yfir því að það er yfirlýsing um það að þetta fyrirtæki að það fari á markað innan tíðar og þar með verður væntanlega undið ofan af þessu sem að menn kannski eru að gagnrýna sem er ákveðin áhætta sem að tekin er."
Tjarnarkvartetinn söng svo sinn "svanasöng" ca. 100 dögum eftir stofnun sína, er Ólafur F. sneri til baka úr sínu veikindaleyfi og tók aftur sæti sitt í Borgarstjórn og lét það verða sitt fyrsta verk að slíta samstarfi Frjálslyndra og óháðra við Tjarnarkvartetinn.
Sá verknaður Ólafs, fór eitthvað illa í Dag B. sem sýndi sitt rétta innræti, valdagræðgi sinnar með því að, Ólaf F. um geðheilbrigðisvottorð, áður en að hann yrði hæfur til setu í Borgarstjórn.
Tók þá við meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra, með Ólaf F. sem borgarstjóra. Það má alveg deila um þann gjörning endalaust, en líklegast voru ekki margir aðrir leikir í stöðunni, þar sem borgina vantaði nýjan meirihluta. Ekki hefði skiptingin 7+7+1 virkað við stjórn borgarinnar.
Eftir að uppúr samstarfi Ólafs og Sjálfstæðisflokksins slitnaði, hófu sjálfstæðismenn samvinnu við Framsóknarflokkinn að nýju, með Hönnu Birnu sem borgarstjóra.
Upp frá þeim tíma hófust ný og betri vinnubrögð í borgarstjórn, þvert á allar pólitískar línur þar sem samstarf allra var tekið fram yfir allar flokkslínur. Er það mál Sjálfstæðismanna og fulltrúa annara flokka í borgarstjórn að þessi vinnubrögð, sem Hanna Birna kom á hafi verið mjög til bóta og í raun styrkt borgina í þeim ólgusjó sem blasti við í kjölfar efnahagshrunsins í okt 2008.
Undir styrkri verkstjórn Hönnu Birnu, hefur borgarstjórn Reykjavíkur tekist að verja velferðarkerfið og haldið sjó á öðrum sviðum í miðri kreppu, án þess að hækka skatta, eða þjónustugjöld.
Borgarstjórn hefur talið það ótækt að hækka skatta og önnur álög á borgarbúa, enda ríkisstjórn Samfylkingar og VG, gengið það vasklega fram í þeim geira, að heimilunum og fyrirtækjunum í landinu er að blæða út.
Undir styrkri verkstjórn Hönnu Birnu, hefur Reykjavíkurborg, lagt mun meira fjármagn í framkvæmdir en ríkisstjórnin hefur gert, fyrir landið allt og svo eflaust vera, um ókomna framtíð, fái Hanna Birna áframhaldandi umboð, sem borgarstjóri Reykvíkinga.
Hvað sem Árósa-draumförum Dags B. líður, þá leyfi ég mér að efast að hann og hans flokkur ráði við slíkt, sé litið til starfa ríkisstjórnar þeirrar, sem sá flokkur sem hann er varaformaður í, er í forsæti fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar