Leita í fréttum mbl.is

Stjórnlagaþing, örlítið "lýðræðisbætt".

Núna liggur það fyrir að þingflokkarnir á Alþingi hafa náð samkomulagi um framkvæmd Stjórnlagaþings, eftir að gerðar voru, að tillögu Sjálfstæðisflokksins örlitlar "betrumbætur" á frumvarpi Forsætisráðherra um Stjórnlagaþing.

Núna mun, áður en kosið verður til Stjórnlagaþings, haldinn þúsundmanna þjóðfundur, þar sem bæði framkvæmd stjórnlagaþingsins, verður rædd og farið yfir það sem þjóðfundurinn, telur að helst þurfi að breyta í Stjórnarskrá okkar Íslendinga.  Í því frumvarpi forsætisráðherra, var hins vegar gengið´út frá, því að Forsætisnefnd Alþingis, leggði fyrir stjórnlagaþingið, tillögur um það hvað helst þyrfti að breyta í Stjórnarskránni, þó svo að stjórnlagaþinginu, hefði í sjálfu sér verið frjálst að leggja til fleiri breytingar en Forsætisnefnd, hefði bent á.   þessi tillaga, þó lítil sé, gefur stjórnlagaþinginu, mun meira lýðræðislegt vægi og mun gefa stjórnlaga þinginu, mun gleggri sýn á vilja þjóðarinnar, varðandi þessar breytingar á Stjórnarská Íslendinga.

 Þrátt fyrir þessar breytingar, þá gæti samt hugsast, að niðurstaða stjórnlagaþingsins, hafi einn stóran galla og reyndar líka aðra galla sem ég nefni ekki að sinni.  Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að stjórnlagaþingið, skili einni einróma niðurstöðu. Það hljómar í rauninni fáranlega, að málum skuli eiga að vera þannig háttað, þar sem enginn veit, hverjir komi til með að sitja þetta stjórnlagaþing og enginn veit þá heldur hve margsleitur sá hópur manna sem þingið sitja verður.  Í þessu tilfelli, hefði átt að gera ráð fyrir því, að fleiri en ein tillaga að stjórnarskrárbreytingu kæmi fyrir þingið, þar sem í 25- 31 manns hóp, gætu leynst nokkrar, jafn réttháar, mismunandi skoðanir, varðandi breytingar á Stjórnarskrá.  Það væri því mun lýðræðislegra að leyfa fleiri en einni tillögu að koma frá Stjórnlagaþinginu.  Ástæðan fyrir því að það fylgir því stór galli að eingöngu er ætlast þess að stjórnlagaþingið, skili aðeins einni niðurstöðu, er einnig sú, að eina skylda Alþingis gagnvart henni, er að ræða tillöguna, efnislega, breyta henni að hluta, samþykkja hana óbreytta, eða hafna henni alfarið. Það væri því ljósi þess að "nýja" stjórnarskráin, geti fengið margvísleg örlög í meðförum Alþingis, að fleiri en ein tillaga frá stjórnlagaþinginu, fái náð fyrir efnislegri meðferð Alþingis. Sá valkostur þyrfti því með öðrum orðum, að vera fyrir hendi, að stjórnlagaþingið, gæti skilað, bæði meiri og minnihlutaniðurstöðu..

 Það slær því soldið skökku við, að á "facebooksíðunni" minni, eru nokkrir fylgismenn ríkisstjórnarinnar, að fordæma frekju Sjálfstæðisflokksins, að hafa dirfst það að leggja fram sáttarhönd með þessari breytingartillögu, sem þokaði þó frumvarpinu örlítið í lýðræðisátt.


mbl.is Stefnt að þinglokum á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tillaga Sjálfstæðismanna bætti lögin mikið og þjóðfundurinn er mikil lýðræðisbót, því hann mun spegla þjóðina mjög vel.

Hinsvegar er það spurning, að ef stjórnlagaþingið myndi ekki skila einni sameiginlegri niðurstöðu, heldur kannski tveim, þrem eða fleiri, þá væri allt málið komið á byrjunarreit aftur og engin samstaða myndi þá nást á Alþingi um lokaútgáfuna. 

Ein sameiginleg niðurstaða stjórnlagaþingsins neyðir eiginlega Alþigi til að samþykkja tillögu að nýrri stjórnarskrá, nánast án eigin breytinga.

Axel Jóhann Axelsson, 12.6.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1648

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband