Leita í fréttum mbl.is

"Skrumskælt" Stjórnlagaþing eða björgun heimila og atvinnulífs?

 Ég hef aðeins fylgst með umræðum á þinginu um Stjórnlagaþingið.  Vissulega er þörf á því að breyta Stjórnarskránni og vissulega var það ein af kröfum "búsáhaldabyltingarinnar".

 Segja má að krafan um Stjórnlagaþing hafi sprottið upp, vegna vantrausts á þingið, til þess að semja þjóðinni nýja Stjórnarskrá, þó svo að það stjórnarskrárbundið hlutverk þess.

Frumvarpið um Stjórnlagaþing, er einnig hjartans og reyndar algert forgangsmál, Forsætisráðherra.  Mér finnst það samt frekar ólíklegt, að útgáfa Jóhönnu af frumvarpi til Stjórnlagaþings, sé eitthvað í ætt við meiningar þeirra, sem kröfðust Stjónlagaþings og lýðræðisumbóta í "búsáhaldabyltingunni.

 Í ljósi þess að frumvarpið er "óskafrumvarp" Forsætisráðherra, er fjarvera ráðherra ríkisstjóranrinnar og stjórnarþingmann æpandi og þátttökuleysi þeirra í umræðum um frumvarpið, nær algjört.  Og í raun vanvirðing við svona veigamikið mál, hversu fáir stjórnarþingmenn sjá sér fært um að taka þátt í umræðu um málið.  Kannski er það nú bara svo að "kattasmölun" vegna frumvarpsins, sé lokið og afgreiðsla þess sé mikilvægari, en efni frumvarpsins og stjórnarþingmönnum finnist óþarfi að sýna málinu áhuga, hvað þá að tjá þingi og þjóð sína persónulegu skoðun og sýn á málið.

Í frumvarpi Forsætisráðherra um Stjórnlagaþing, er kveðið á um að kosnir verði 25-31 fulltrúi á "ráðgefandi" Stjórnlagaþing.  Þar munu í raun allir kjörgengir menn, sem á því hafa áhuga vera í kjöri. Ráðgefandi Stjórnlagaþing, verður með öðrum orðum, nokkurs konar "málstofa" 25-31 fulltrúa, kjörna af þjóðinni.  Ástæðan fyrir því að Stjórnlagaþingið verður ekki "bindandi" er sú að þá þyrfti til Stjórnarskrárbreytingu, eins og reyndar var gert í því frumvarpi sem lagt var fram fyrir kosningarnar vorið 2009, enda hefði þá verið hægt að kjósa um breytingarnar á tveimur þingum, með kosningum á milli. Sjálfstæðisflokkurinn, var þá andsnúinn frumvarpinu, enda fannst honum ekki nægjanlega, vel til vandað, enda Stjórnarskrárbreytingar, ekkert sem að menn "leysa með vinstri, með bundið fyrir augun". Sjálfstæðisflokkurinn bauð þá, til sáttar breytingu á grein 79, sem hefði gert alla stjórnarskrárbreytingar einfaldari og í raun gert kleift að núverandi frumvarp gæti verið um "bindandi", en ekki "ráðgefandi" Stjórnlagaþing.  En það allt fór eins og það fór.

 Á fyrsta starfstímabili Stjórnlagaþingsins er gert ráðfyrir einhvers konar þjóðfundum, víðsvegar um landið, líkt og var í Laugardagshöll síðast liðin vetur.  Að þeim fundum loknum er svo gert ráð fyrir því að Stjórnlagaþingið setjist niður yfir niðurstöðu þessara "þjóðfunda" allra og sjóði saman drög að nýrri Stjórnarskrá, eða breytingum á þeirri "gömlu".  Gert er ráð fyrir því í frumvarpi Forsætisráðherra, að allir þessir 25-31 fulltrúar Stjórnlagaþingsins, skili inn einróma niðurstöðu af vinnu sinni (hversu auðvelt sem að það kann nú að verða). Það er semsagt ekki gert ráð fyrir því að mismunandi sjónarmið og áherslur, rúmist í vinnu Stjórnlagaþingsins, sem að myndi leiða af sér, fleiri en eina mögulega útgáfu af nýrri Stjórnarskrá, sem Alþingi, tæki til efnislegrar meðferðar, heldur verður, bara ein niðurstaða, samþykkt einróma á Stjórnlagaþinginu í boði.

Í frumvarpi Forsætisráðherra um Stjórnlagaþing, er ekki gert ráð fyrir neinum reglum, um það hvernig frambjóðendur, til Stjórnlagaþingsins fjármagna sína kosningabaráttu og gætu því þess vegna, fjársterkir aðilar eða hagsmunasamtök, stutt(keypt) fulltrúa á Stjórnlagaþinginu, með fjármögnun auglýsinga.

 Í frumvarpinu er eingöngu gert ráð fyrir því að Alþingi, falli efnislega um niðurstöðu Stjórnlagaþings, en gæti ef því sýndist svo, hafnað flestu eða öllu í niðurstöðu þess að breytt henni, þannig að hún yrði vart þekkjanleg.

Samkvæmt núgildandi Stjórnarskrá, er Alþingi, eini aðillinn sem sett getur þjóðinni og segja má því að Stjórnlagaþingið, sem talið er að kostað geti allt að 700 milljónum, verði nokkurs konar "málstofa" Alþingis og þingmönnum í rauninni fjölgað úr 63 í 88 til 94, tímabundið, þó þeir 63 sem á þingi sitja, hafi einir með lokaútgáfu af niðurstöðu Stjórnlagaþings að gera, eða taka ákvörðun varðandi niðurstöðu þess.

 Á þessari upptalningu má sjá að frumvarp Forsætisráðherra, er líkast til nokkuð fjarri hugmyndum "búsáhaldabyltingarinnar" um lýðræðisúrbætur. Það er því varla ósanngjörn krafa, að málefnum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, verði fundin farsæl lausn, áður en dýrmætur tími þingsins, verður notaður til umræðu um "Málstofu Alþingis vegna Stjórnarskrárbreytinga".

 Eins og Steingrímur J. Sigfússon segir, þa er engin eftirspurn eftir "málþófi og upplausn".  En hitt er samt alveg klárt að það er meiri eftirspurn eftir aðgerðum þings og ríkisstjórnar, til lausnar á vanda heimilana og fyrirtækjana í landinu, sem í raun kæmu í veg fyrir upplausn í þjóðfélaginu.

Eftirspurnin eftir aðgerðum er slík, að ef að ekki verður farið í raunhæfar aðgerðir sem virka, þá mun verða rík eftirspurn, eftir nýjum stjórnvöldum, hjá þjóðinni.


mbl.is Málþóf á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sætt

 Ég veit ekki um aðra en ég treisti eingum til að figta í stórnaskránni. Ég veit að það þarf að breita nokkrum atriðum þar en ÉG TREISTI EINGUM til þess, ESB liðar væru vísir til að henda okkur "kicking and screaming" og myndu ESB liðar teista Fullveldissinnum aða þer sem villja afnema kvótakerfið VS þeim sem vilja halda í það? held ekk, ég held að það skapist stórkoslegt vandræðioo við breytingarnar, svo ekki sé talað um tíman sem fer í þetta. Verður eithvað land efftir þegar stjórnlagaþingið lýkur sér af. Það verður allt í tómu tjóni í haust, vegna aðgerðaleisir, hvernig verður þetta ef allt verður stjórnlaust í tvö ár? 

Brynjar (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1680

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband