Leita í fréttum mbl.is

Enn kastar "SteingrímsKonninn" grjóti.

Það er alkunna að Björn Valur Gíslason, er málsvari Steingríms J. ef að kasta þarf skít í menn og málefni, á þann hátt sem Hæstvirtum Fjármálaráðherra, er ekki sæmandi.  Er talað um í því sambandi, að þegar Steingrímur, fái sér Pepsi, þá ropi Björn Valur.  Þykir oft á tíðum sem Steingrímur, stundi "búktal" í gegnum Björn Val og er þannig tilkomið heitið "SteingrímsKonninn" þegar Björn Valur, er annars vegar og er þá vísað til þeirra félaga Baldurs og Konna.

Í upphafi þingfundar, þá kvað Björn Valur, sér hljóðs um störf þingsins.  Eins og háttur er og í raun drengskaparsamkomulag, um að vara menn við, ætli þeir að beina til þeirra spurningar.  Eftir því fór Björn Valur, þegar hann spurði í annað sinn á þremur dögum, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins um margumrædda styrki, frá FL-Group og Landsbankanum.  Mál sem Björn Valur, veit alveg, hvernig í liggur og veit hverjar lyktir þess voru og gerði engar athugasemdir við þær, svo vitað sé, þegar þær lyktir voru ákveðnar.  Engu að síður, taldi Björn Valur, tíma þingsins, best varið í það að fara enn og aftur í þennan leiðangur, heldur en að stefna að því, sem að ætti að vera takmark allra þeirra 63ja þingmanna sem á Alþingi sitja, að ljúka störfum Alþingis, nú fyrir sumarfrí, svo einhver sómi sé af.

 Bjarni Benediktsson svaraði þingmanninum á þann hátt, að enn væru þingmenn Vinstri grænna að naga gamalt bein í von um að finndist á því kjöt,  málið væri löngu upplýst, og færi í þeim farvegi sem ákveðinn var.  Bjarni spurði ennfremur þingmanninn, hvort honum þætti samstarfið við Samfylkinguna, þar sem sá flokkur, hafi einnig þegið styrki frá útrásarfyrirtækjum, án þess að hafa endurgreitt þá, þó þeir hafi ekki verið jafn háir og styrkir til Sjálfstæðisflokksins.  Er samt rétt að geta þess, að þegar málið með Fl-Gróup og Landsbankastyrkina, kom upp þá var Sjalfstæðisflokknum, legið það á hálsi að hafa verið að nýta sér það, að brátt tækju gildi lög um fjármál stjórnmálaflokka, sem bönnuðu slíka styrki, þótti fáum að gera við það athugasemdir, að síðasta árið sem gömlu lögin voru í gildi, þá fimmfaldaði Samfylkingin styrkjasöfun sína. Árið 2005, þáði Samfylkingin ca. 9 milljónir í styrki en árið, áður en ný lög tóku gildi 2006, þáði Samfylkingin ca. 45 milljónir í styrki.

 Vissulega ber þó að geta þess að undirrituðum finnst allir þessir styrkir of háir, en vil ég þó benda á að þeir þá þáðu, voru bara að nýta sér þær lagalegu heimildir, sem þá giltu, hvað sem "siðferðisviðmið" ársins 2010, segja um þá.  Þetta var einfaldlega sá herkostnaður sem fylgdi "geðveikinni" sem hér var í gangi fyrir hrun.

 Þegar hér var komið við sögu, kvað sér hljóðs, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar og talaði líkt og hún væri "haldin reiði þess sakbitna". Kastaði fram ásökunum um að haldið væri fram að Samfylkingin, hefði eitthvað að fela, þó að ekki einu sinni hafi verið ýjað að slíku. Engu líkara, er því að, það hafi nægt að segja orðin "Samfylking" og "styrkir" í sömu setningu, til þess að "kveikja" augnabliks æði, Þórunnar.

 Björn Valur kvaddi sér þá aftur hljóðs, en tók þó fram, að  hann hafi ekki fylgt því drengskaparsamkomulagi að vara menn við, hyggðust þeir, beina spurningum til þingmanna, undir liðnum "störf þingsins. Tók Björn ennfremur fram að hann ætlaðist ekki til að þingmaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, svaraði sér strax.  Enda mun það varla hafa verið ætlunin hjá Birni að fá skýr svör við því sem hann spurði svo í þannig ásakandi tóni að hann óskaði sér að hann hefði rétt fyrir sér.

 Spurningin snerist um kröfu stjórnarandstöðunnar um að fá álit ensku lögfræðiskrifstofunnar Mischon de Reya í Icesavedeilunni í desember 2009.  Álit sem að sér (Birni) hafi þótt, engu máli skipta í afgreiðslu á malinu í des sl. Þótti Birni reikningurinn fyrir þetta einskis nýta "álit" stofunnar, vera fulhár og dylgjaði hann Sigurði um einhver tengsl og fjárhagslega hagsmuni, af þessari vinnu stofunnar fyrir Alþingi.  Þetta gerði Björn, þrátt fyrir að hafi mátt vita, að alþingismenn hafa ekkert með samninga, við þá álitsgjafa sem nefndir þingsins leita til heldur er það á hendi Skrifstofu Alþingis. Björn Valur skautaði hins vegar yfir þá staðreynd, að hluta fyrra álits frá þessari lögfræðistofu, var af stjórnvöldum, stungið undir stól, þar sem efni þess hluta, var ekki í anda málstað stjórnvalda, þó svo að þau hefðu varið málstað þjóðarinnar. 

 Flestum þingmönnum, sem að hlýddu á dylgjur Björns og tjáðu sig um málið, þóttu þær að sjálfsögðu ekki Alþingi Íslendinga bjóðandi og kröfðust þess að Forseti Alþingis, veitti honum vítur, fyrir ummæli sín.  Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Björns, sem sat á forsetastóli, þegar drullukast Björns stóð yfir, hafði hins vegar ekki "pung" í sér að sýna röggsemi og áminna þingmanninn, fyrir þessar fordæmislausu dylgjur.

 Það vekur athygli, þegar litið er til þess, hvenær Björn Valur, bar í fyrra skipti fram þessa fyrirspurn til Bjarna, þá höfðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins,  krafist þess enn og aftur að fá svör frá forsætisráðherra, hver í Forsætisráðuneytinu, gaf Má Guðmundsyni loforð um önnur laun, en lögum samkvæmt gilda, eða eiga að gilda um laun hans og hver í ráðuneytinu, beitti sér fyrir því að lögunum var breytt.  Forsætisráðherra hefur hins vegar alla tíð þrætt fyrir sinn þátt í málinu og í rauninni sagt, að hún geti ekkert haft með það að segja hverju sé lofað í ráðuneyti sínu, eða framkvæmt þar almennt. Forsætisráðherra, tók svo til þeirra ráða, þegar rök hennar voru engin og hún í raun komin upp við vegg í vörn vegna málsins, að taka sér það "dómaravald" að dæma til um hverjir, væru þess verðugir að spyrja hana í fyrirspurnartíma þingsins. (er hægt nálgast þá sögu alla í fyrri bloggum mínum hér)

 Það vekur hins vegar athygli að til varnar forsætisráðherra í máli Seðlabankastjóra, spretti ekki fram þingmaður flokks Forsætisráðherra, heldur sá þingmaður samstarfsflokksins, sem að seint mun þykja, heiðarleg vinnubrögð í starfi og leik, einhverju máli skipta.  

 Þorir virkilega enginn þingmaður í flokki Forsætisráðherra að koma honum til varnar í máli sem er tapað, eða telja þeir þingmenn ekki þörf að verja formann sinn, sem löngu er fallinn á tíma í sínu starfi?


mbl.is Þurfti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þakka góða grein,hef ekki orðið var við að VG og áður alþýðubandalags fólk gerðu minni kröfur til eigin hagsmuna en annað fólk.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.6.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1654

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband