Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
16.12.2010 | 23:39
Flokksræðið falið, með ,,samráðsleiktjöldunum".
Í Kastljósinu vísaði Steingrímur því á bug, að hann hefði haft upp einhverja flokksræðis eða foringjaræðistilburði í fjárlagavinnunni. Líklegast hefðu aldrei jafnmargir ,,samráðshópar" verið myndaðir og málin sjaldnast rædd eins mikið í þaula og nú við þessi fjárlög og fjárlögin í fyrra.
Það má vel vera, að meira hafi verið talað og fundað, en áður í undirbúningi þess að fjárlögin voru lögð fram. En í þessu máli líkt öllum þeim sem stjórnarflokkarnir hafa kallað eftir og/eða sagst vera í samráði við einhverja vegna, þá fer nú oftast nær svo, að fyrirfram ákveðin stefna stjórnvalda, verður ofan á.
Enda eru ,,samráðstilburðir" Norrænu velferðarstjórnarinnar, meira til þess gerðir að drepa málum á dreif, frekar en að ná sátt í málum. ,,Samráðtilburðirnir eiga í rauninni frekar heima í íslenskum leikbókmenntum, fremur en í íslenskri stjórnmálasögu. Þvílíkir vilja oft leikrænir tilburðir Skjaldborgarflokksins verða.
Nú um stundir er samráðið þvílíkt innan raða Vinstri grænna, að senda verður Steingrímssnatann Árna Sigurðsson á fundi í fjárlaganefnd Alþingis, i stað Ásmundar Daða Einarssonar, svo svokallaður ,,stjórnarmeirihluti" í nefndinni, skili af sér í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar.
En svo er það líka spurningin, hvort Steingrímur sýti þetta uppþot þremenningana? Það er jú þannig, að flokkur sem gengur jafn gróflega, gegn sínum stefnumálum og loforðum og Vg. þarf virkilega á því að halda að einhverjir taki það að sér að vera með uppþot innan flokksins, þegar líklegt þykir að grasrót flokksins, sé ósátt við kúvendingu forystunnar í einhverju af stefnumálum flokksins.
Visst áfall segir Steingrímur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2010 | 19:10
Samþykkt á Icesave....
gæti verið hægt að túlka, samþykkt Íslendinga á þann hátt að þeir viðurkenni að hafa, brotið svokallaða jafnræðisreglu á EES svæðinu.
Þegar dómstólaleiðin hefur verið rædd, þá hafa menn í sjálfu sér, ekki mikið deilt um það, að óheimilt sé að vera með ríkisábyrgð á innistæðutrygginasjóðum. Menn hafa hins vegar talið, að með setningu neyðarlagana, sem tryggðu allar íslenskar innistæður í íslenskum upp í topp, við hrun bankana. Brotið er sagt felast í því að fólk sem átti fé á Icesavereikningum, hefði átt að njóta sömu ábyrgðar og íslensk stjórnvöld einnig átt að tryggja þær innistæður upp í topp.
Sú upphæð sem að Bretar og Hollendingar ákváðu án samráðs við einn eða neinn að borga vegna Icesave, tryggði bara innistæður upp að ákveðnu marki. Þeir sem áttu hærri innistæður en sú upphæð nam, tapaði því sem umfram var þá upphæð er Bretar og Hollendingar tryggðu.
Það hlýtur því að vera nokkið borðleggjandi, þegar stjórnvöld (Íslendingar) samþykkja ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga, vegna Icesave, þá viðurkenni þau í raun að hafa brotið jafnræðisregluna. Það gæti þá kallað á málsóknir frá þeim aðilum, er ekki fengu Icesaveinnistæður sínar upp í topp. Líkur með sigri þeirra hljóta að aukast, með þeirri viðurkenningu á ,,meintu" lögbroti er ég minnist á hér að ofan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2010 | 18:22
Icesave var afgreitt í sátt 6. mars sl........
og var afgreitt á þann hátt að yfir 90% þeirra sem ekki hlýddu heimsetukvaðningu Jóhönnu og mættu á kjörstað, höfnuðu því að íslenskir skattgreiðendur, ábyrgðust skuldir einkabanka. Sú staða hefur ekkert breyst, jafnvel þó nýr samningur á gamla grunninum liggi fyrir. Nýji samningurinn er nefnilega að stórum hluta, eins efnislega og sá gamli. Þetta er í raun gamli samningurinn, með breyttum vaxtakjörum.
Líklegast fer það nú svo að stjórnarandstaðan og líklegast einhverjir þeirra órólegu í Vg. greiði atkvæði gegn samningnum, þó vissulega verði ,,passað" upp á það, að of margir órólegir greiði atkvæði gegn samningunum, því þá er einboðið að Alþingi felli þá.
Það er því spurning, hvort að það verði komin óregla á skrifborð Atla Gíslasonar og hann fari í leyfi frá þinginu, til þess eins að taka til á skrifborðinu, fljótlega upp úr áramótum. Nokkuð ljóst verður þó að telja, að verði þingflokkur Vg. ekki búinn að kjósa einhvern í staðinn í fjárlaganefnd, fyrir Ásmund Daða sem þar situr nú, þá gæti Ásmundur ,, þurft" að skrópa á fundi nefndarinnar og senda í sinn stað, einhvern Steingrímshollan á fundinn, sem Icesave verður afgreitt úr nefndinni. Að öðrum kosti, verður ekki mögulegt að afgreiða málið út úr nefndinni á þann hátt, sem er þeim Steingrími og Jóhönnu þóknanlegur.
Það er samt alveg borðleggjandi, að fái þjóðin ekki að segja síðasta orðið, varðandi þennan samning, þá mun aldrei nást um hann sátt. Hvorki á Alþingi, eða meðal þjóðarinnar.
Icesave verði afgreitt í sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2010 | 19:53
Varamenn og órólega deildin.
Í þingflokki Vg. er flokkur manna og kvenna, er kallast órólega deildin. Hafa menn sagt að hópur sá sé nokkurs konar samviska grasrótar flokksins. Í mörgum veigamiklum málum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, er órólega deildin á öndverðum meiði við ríkisstjórnina, þó svo að Vg. sé annar stjórnarflokkurinn.
Hins vegar er það þó svo, að þó að atkvæði þeirra órólegu, nægi til að fella þau stjórnarfrumvörp, sem hún leggst gegn, þá hefur slíkt ekki gerst, ennþá í það minnsta. Vanalega eru stjórnarfrumvörpum tryggð næg atkvæði, með hótunum um stjórnarslit, eða eitthvað þaðan af verra.
Önnur nokkuð algeng aðferð til þess að framgöngu stjórnarfrumvarpa, er að einhver meðlimur órólegu deildarinnar, tekur sér tveggja vikna frí frá þingstörfum, í það minnsta og sendir varamann sinn á vettvang. Varamann sem kýs á annan hátt, en sá þingmaður sem fór í frí.
Afbrigði af þessari aðferð, var notuð á fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi. Í ljósi andstöðu Ásmundar Daða Einarssonar órólegs þingmanns Vg., var ljóst að sæti hann fundinn, þá myndi ekki nást að afgreiða frumvarpið úr fjárlaganefnd. Það varð líka svo að Ásmundur sat ekki fundinn, heldur sat hann í fjarveru Ásmundar, Árni Sigurðsson meðgeltandi Steingríms J. til þess að tryggja afgreiðslu frumvarpsins úr nefndinni. Alla er það ljóst, að ekki hefði þýtt að senda ,,hæfustu" manneskjuna, Lilju Mósesdóttur, á fundinn í stað Ásmundar, því eflaust hefði hún í ljósi þess að hún er enn ósátt við fjárlagafrumvarpið, greitt atkvæði gegn afgreiðslu þess úr nefndinni og málið sæti þá eflaust fast þar inni ennþá.
Hver sem ástæða forfalla Ásmundar kann að vera, þá hlýtur það nú að vera svo, að fund sem þennan reyna menn allt sem þeir geta til að mæta á, sér í lagi ef að til stendur að afgreiða mál úr nefnd á þann hátt, sem að menn telja sig ekki geta sætt sig við.
En svona er þetta bara. Órólegu deildinni leyfist að gelta á meðan mál eru í umræðunni, svona rétt til þess að friða grasrótina. Órólegu deildinni ber hins vegar að haga atkvæðum sínum á ,,réttan" hátt, eða senda inn varamann sinn, svo stjórnarfrumvörp nái fram að ganga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2010 | 18:56
Gekkst Steingrímur þá í persónulega ábyrgð vegna Icesave?
Í fyrirspurnatíma í þinginu í dag, sagði Jóhanna að það hefði bara verið fyrir það, hversu öflugur Steingrímur var í viðræðum við Ags, að ekki hefði allt farið hér á hliðina, eins og hún og Steingrímur spáðu hér svo eftirminnilega, þegar forsetinn synjaði Icesave.
Nú var það svo, að synjun forseta og þjóðar á Icesave átti að hafa þær afleiðingar að öll ,,aðstoð" AGS til handa Íslendingum yrði fryst, uns Íslendingar fallist á kröfur Breta og Hollendinga í málinu.
Á Þeim tíma sem að Steingrímur, var að argast í þeim AGS-liðum, þá var þjóðaratkvæðið um garð gengið. Þjóðaratkvæði, sem hafnaði með öllu að fallast kröfur Breta og Hollendinga, um greiðsluskyldu íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum einkabanka.
Þá hlýtur það að liggja í augum uppi, að úr því að Steingrímur gat ,,grenjað" út fyrirgreiðslu hjá AGS, þá hafa Hollendingar og Bretar fallið frá þessum skilyrðislausu kröfu sinni um ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum, íslensks einkabanka, eða þá að Steingrímur hafi gengist í persónulega ábyrgð fyrir öllu gumsinum.
Varla verður alla vega ekki trúað upp á hinn lýðræðiselskandi Steingrím Jóhann Sigfússon, að hann hafi lofað ábyrgð skattgreiðenda á skuldum einkabanka, aðeins örfáum vikum, eftir að 98% þeirra sem ekki hlýddu heimsetukvaðningu forsætisráðherra, höfnuðu slíkri ábyrgð með öllu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2010 | 18:15
Hvað skýrir þá níu mánaðatöf á frágangi, nærri kláraðs samnings?
Jóhanna sagð á þinginu í morgun, að þetta svokallaða ,,betra tilboð" sem lá á borðinu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars, hafi verið nánast eins og nýgerður Icesavesamningur. Þetta leyfir hún sér að segja, þrátt fyrir að ekki sé búið að reikna út þetta ,,betra tilboð".
Reyndar var þetta ,,betra tilboð", það æðislegt, að fólk þyrfti ekkert að ómaka sig við það að mæta á kjörstað og taka þátt í þeim marklausa skrípaleik, sem þjóðaratkvæðið væri að hennar mati. ,,Betra tilboðið stæði, hvort sem lög nr. 1/2010 yrðu felld eða ekki í þjóðaratkvæðinu.
En gott og vel. Það hefur legið fyrir síðan Svavar Gestsson, nennti ekki að hanga erlendis á einhverjum samningafundum, um jafn ,,ómerkilegt" og Icesave, að ríkisstjórnin hefur viljað leysa deiluna, helst í gær.
Það lítur í því samhengi fáranlega út, að tekið hafi heila níu mánuði, til þess að ganga frá nærri kláruðum samningi. Reyndar voru kosningar í vor bæði í Bretlandi og Hollandi, en þær hefðu samt ekki átt að tefja málið nema um örfáar vikur, ekki níu mánuði.
Reyndar lét Lárus Blöndal, samningamaður hafa það eftir sér, á blaðamannafundinum er nýju samningarnir voru kynntir, að þessi samningur hefði í rauninni verið klár í september. Hins vegar þótti það vart þorandi að bera hann á borð þjóðarinnar, vegna þeirrar ólgu sem þá var í þjóðfélaginu.
Það mál í september, sem olli ólgu í þjóðfélaginu, var landsdómsmálið. Hasarinn vegna skuldavanda heimilana hófst ekki fyrr en í október.
Þá hlýtur að vera sanngjarnt að spyrja: Var þá allt í einu mikilvægara að ákæra Geir H. Haarde fyrir landsdómi og hugsanlega Árna Matt, heldur en að leysa Icesavemálið? Mál sem stjórnarliðar, hafa nánast ekki getað sofið vegna síðastliðið eitt og hálft ár. Eða er það kannski svo að samanburðurinn á nýja samningnum og þeim gamla, sem Steingrímur J. lagði pólitíska æru sína að veði fyrir, hefði gert ákæruatriðin á hendur þeim Geir og Árna, hlægileg?
Áttum kost á Icesave-samningi í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2010 | 21:14
Rúv með puttann á púlsinum, eins og ávallt. :-)
Klukkan níu í morgun, átti að hefjast fundur í fjárlaganefnd Alþingis, þar sem til stóð að afgreiða fjárlagafrumvarpið til þriðju og síðustu umræðu. Vegna deilna innan þingflokks Vinstri grænna, þá frestaðist fundurinn til hálf 8 í kvöld. Tíminn í dag var hins vegar notaður í kattasmölun og eflaust ,,dash" af hótunum um stjórnarslit, ef að þeir órólegu í Vg. styddu ekki frumvarpið.
Í hádegisfréttum RÚV ræddi fréttamaðurinn Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir við formann fjárlaganefndar sem sagði að seinkun umræðna um frumvarpið stafaði af því að ráðuneyti ætti að sameina og útreikninga skorti. Fréttamaðurinn lét sér þennan kattarþvott nægja.
Í ljósi þess að allt þetta ár, ef ekki lengur hefur staðið til að sameina ráðuneyti og því meiri líkur en minni að flest það sem þeim æfingum viðkemur, sé búið að reikna eins og hægt er, fyrir löngu. Enda vart við því að búast að tillaga um sameiningar komi án undangengina útreikninga á hagkvæmni sameingingar.
Í kvöldfréttunum var svo talað um að einhverjar deilur væru um frumvarpið og helst lagt út frá þeim óþægindum er þær sköpuðu. Ekki hafði þingfréttaritarinn Jóhanna Vigdís, rænu á því að kalla til sín í spjall, fulltrúa þeirra hópa er deila innan ríkisstjórnarflokkana vegna fjárlagafrumvarpsins, til þess að leyfa þeim að skýra þjóðinni frá sjónarmiðum sínum og um hvað í rauninni deilan snýst.
Þrátt fyrir það að fjárlagafrumvarpið er það stærsta frumvarp, sem fyrir hvert þing kemur og að nú hafi í rauninni gerst sá fátíði atburður, að erfiðleikum er bundið að ganga frá málinu í nefnd til þriðju umræðu, vegna innbyrðisdeilna stjórnarliða, þá var þingfréttamat fréttastofu sjónvarps eftir daginn í fáranlegt.
Aðalþingfrétt RÚV og þingumræðuefni í Kastljósi snerist um tillögu til þingsályktunar um breytingu á klukkunni. Var næsta óskiljanlegt rifrildi um málið í Kastljósi milli Vilhjálms Egilssonar, forstjóra Samtaka atvinnulífsins, og Roberts Marshalls, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið.
Af þessu má sjá að fréttastofa allra landsmanna, Fréttastofa Rúv er með puttann á púlsinum, nú sem endra nær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2010 | 18:43
Steingrímur, lýðræðið og þjóðin.
Það hlýtur að vera svo að Steingrímur J. hefur skipt um skoðun, vegna þjóðaratkvæðagreiðslna. Því að:
,,Þrátt fyrir þingræðisskipulag okkar og þrátt fyrir mikilvægi þessarar stofnunar hér sem mér þykir vænt um og hef eytt miklum tíma á hennar vegum, stórum hluta ævi minnar, á ég í engum vandræðum með að þjóðin taki til sín og ákveði með lýðræðislegum hætti í almennum atkvæðagreiðslum mikilvæg mál eða að þjóðin taki í sínar eigin hendur að semja sér stjórnarskrá. Það er ekki í neinni mótsögn við þingræðis- og fulltrúalýðræðisfyrirkomulagið sem við búum við. Það er ekki þannig að lýðræðið megi bara vera virkt á fjögurra ára fresti, að það sé eitthvað að því að það sé virkt alla daga. Það er ósk fólksins í dag.
- Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra 8. apríl 2009 um þjóðaratkvæðagreiðslur
Steingrímur vill hins vegar forðast það eins og heitan eldinn að þjóðin fái aftur að eiga síðasta orðið varðandi Icesavesamning. Í fyrra skiptið, þá taldi hann meðal annars að samningurinn væri of flókinn, til þess að þjóðin fattaði hann.
Steingrímur reyndi hins vegar ekkert til þess þá að skýra samninginn fyrir þjóðinni, heldur þuldi upp einhverja bölbænaþulu með Jóhönnu og fleirum úr Bretavinnunni, um það er gerast myndi ef þjóðin segði ,,nei" við samningnum.
Kannski að Steingrímur hafi bara ekki sjálfur skilið samninginn? Hver veit?
Hvað núverandi samning, hvort hann sé flókinn eður ei, þá á slíkt ekki að koma í veg fyrir að þjóðin kjósi um hann.
Steingrímur og hans fólk, verða þá bara að sannfæra þjóðina um ágæti hans ef að eitthvað er. Andstæðingar samningsins, gera svo sitt til að sannfæra þjóðina um að hafna samningnum.
Þetta er víst gangur lýðræðisins, ef málum er vísað til þjóðarinnar, hvort sem það sé gert af þinginu eða forseta.
Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2010 | 18:07
Grasrótin verður að beygja sig, þegar Steingrímur blæs.
Alveg frá því að Steingrímur J. meldaði Vinstri grænt framboð til samstarfs í ríkisstjórn með Samfylkingunni, hafa verið ýmsar væringar innan Vinstri grænna. Sá hópur manna er hvað mest hefur sig frammi í þessum væringum, er kallaður órólega deildin. Sagt er að órólega deildin, sé nokkurs konar samviska grasrótar flokksins. Það er því alveg fastur passi, að þegar forysta Vg., að undirlagi Samfylkingar þarf að troða einhverju í gegnum þingið, er stendur gegn stefnu Vinstri grænna, þá rís órólega deildin upp á afturlappirnar.
Mesta og kannski eftirminnilegasta andóf órólegu deildarinnar, hefur líklegast verið vegna Icesave. Órólega deildin, líkt og þorri landsmanna þótt það ótækt með öllu að samþykkja síðasta Icesavesamning. Enda var það í besta falli galið, að samþykkja þann samning, sem hefði án efa kallað yfir okkur þjóðargjaldþrot. Aðeins synjun forsetans forðaði þjóðinni frá gjaldþroti.
Hins vegar kom babb í bátinn hjá órólegu deildinni, er greiða átti atkvæði um Icesave. Ekki gátu allir þeir órlegu greitt atkvæði gegn samningnum, því þá hefði ríkisstjórnin tapað í atkvæðagreiðslunni í þinginu. Hefði ríkisstjórnin tapað, þá hefði hún líklegast fallið einnig.En það lýsir kannski væntumþykju þeirra órólegu í Vg., gagnvart þjóð sinni, að hún mátt sko alveg verða gjaldþrota, svo lengi sem Vg. fengi að vera í stjórn.
Tókust þá samningar í þingflokki Vg. milli órólegu deildarinnar og forystunnar, tveir órólegir máttu greiða atkvæði gegn samningnum, gegn því að þeir segðu nei við tillögu um þjóðaratkvæði, sem einnig var borin upp. Hinum tveimur órólegu voru hins vegar nauðbeygðir til að samþykkja samninginn og mátti í þakklætisskyni fyrir það, segja já í atkvæðagreiðslunni um þjóðaratkvæðið. Það er einnig nokkuð ljóst, að hefði tillagan um þjóðaratkvæðið verið samþykkt, þá hefði stjórnin líka fallið, eða í það minnsta veikst verulega.
Nýjustu væringarar milli forystu Vg og órólegu deildarinnar, eru svo vegna fjárlagana. Reyndar svosem skiljanlegt að þeim órólegu lítist lítt á blikuna þar, enda niðurskurðaráformin þvílík í velferðarkerfinu að líkja má þeim við hryðjuverk. Það sem er kannski allra verst við þessi niðuráform er það, að sá sparnaður sem áætlaður er með þessu tilræði við velferðarkerfið, er bara brot af því sem áætlað var. Þar sem megnið af áætluðum sparnaði í heilbrigðiskerfinu, er ætlað var að ná með því að lama/loka heilbrigðistofnunum á landsbyggðinni fer í það að greiða fyrir sjúkraflutninga, frá þeim byggðalögum, er eftir standa með veika heilbrigðisþjónustu, til staða sem halda upp heilbrigðisþjónustu í viðunnarndi mynd. Það verður því miður aldrei svo, að fólk hætti að slasast og veikjast, við það að spítali eða heilbrigðistofun loki í byggðalaginu sem það býr í.
Hvort sem miklar breytingar verði á fjárlagafrumvarpinu milli annarar og þriðju umræðu í þinginu og hvort sem óámægja þeirra órólegu verður megn eða ekki, þá er það morgunljóst, að frumvarpið verður samþykkt endanum. Kannski fá einhverjir þeirra órólegu, að stunda ,,sýndarandóf" með hjásetu eða atkvæði gegn frumvarpinu, til þess að friða samvisku grasrótarinnar.
En það er hins vegar einnig morgunljóst, að hvað sem þeir órólegu segja, þá fella þeir aldrei frumvarpið, því að þá fella þeir einnig stjórnina. Því stjórn sem er í þeirra það mikilvæg að, tryggja verði henni völd, þó það kosti þjóðargjaldþrot vegna milliríkjasamning, lifir alveg arfaslakt fjárlagafrumvarp af.
Einhvern tíman var ritað í bók að: ,,Grasið verður að beyja sig, þegar vindurinn blæs". Eftir að það orðatiltæki, hefur verið fært til nútímans og staðfært, þá hljómar það svona: ,, Grasrótin verður að beygja sig, þegar Steingrímur blæs".
Mikil átök hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2010 | 20:04
Leiðari Financial Times
Í frétt á visir.is segir af leiðara er birtist í Financial Times. Þar stendur meðal annars:
,,Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Westminster og Hague krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans."
Samkvæmt reglum ESB sem bæði ESB þjóðirnar England og Holland hafa samþykkt og ættu að þekkja, þá er ríkisábyrgð á innistæðutryggingum bönnuð, samkvæmt lögum.
Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd.
Að mörgu leyti er áhættan sú sama og áður vegna fyrri samkomulaga í Icesavedeilunni. Það eina sem hægt er að festa fingur á eru lægri vextir. Heimtur úr búi Landsbankans, gætu dregist og jafnvel orðið mun minni, vegna málareksturs við þrotabúið. Þá hækkar framlag íslenskra skattgreiðenda í Icesavehítina. Ef gengi krónunnar fellur, þá auðvitað hækkar líka framlag íslenskra skattgreiðenda. Eina breytingin frá fyrri samningi, varðandi greiðslutímann, er sú að fari allt á versta veg með heimtur úr búinu, þá gætu íslenskir skattgreiðendur verið til ársins 2046, að borga í Icesavehítina. En þá verður undirritaður áttræður.
Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota.
Hverjir aðrir en örvæntingarfullir Samfylkingarmenn og meðhlauparar þeirra í ESB-aðildarmálinu, myndu leggja slíkar byrðar á þjóð sína, til þess eins að tryggja sér aðgöngumiða í Brusselklúbbinn?
Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið.
Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri.
Pólitíska valið var svo fyrir valinu, vegna ESBásækni Samfylkingar. Hin tvö atriðin myndu hins vegar, væri dómstólaleiðin farin, valda það miklum usla meðal aðildarþjóða ESB, að líklegast væri hægt að ná sátt í málinu á þann hátt að Bretar og Hollendingar, létu það nægja, að fá það sem þeim stendur til boða úr þrotabúi Landsbankans, án nokkurrar ábyrgðar íslenskra skattgreiðenda.
Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar