Leita í fréttum mbl.is

Varamenn og órólega deildin.

Í þingflokki Vg. er flokkur manna og kvenna, er kallast órólega deildin.  Hafa menn sagt að hópur sá sé nokkurs konar samviska grasrótar flokksins.  Í mörgum veigamiklum málum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, er órólega deildin á öndverðum meiði við ríkisstjórnina, þó svo að Vg. sé annar stjórnarflokkurinn.

Hins vegar er það þó svo, að þó að atkvæði þeirra órólegu, nægi til að fella þau stjórnarfrumvörp, sem hún leggst gegn, þá hefur slíkt ekki gerst, ennþá í það minnsta.  Vanalega eru stjórnarfrumvörpum tryggð næg atkvæði, með hótunum um stjórnarslit, eða eitthvað þaðan af verra.

Önnur nokkuð algeng aðferð til þess að framgöngu stjórnarfrumvarpa, er að einhver meðlimur órólegu deildarinnar, tekur sér tveggja vikna frí frá þingstörfum, í það minnsta og sendir varamann sinn á vettvang.  Varamann sem kýs á annan hátt, en sá þingmaður sem fór í frí.

Afbrigði af þessari aðferð, var notuð á fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi.  Í ljósi andstöðu Ásmundar Daða Einarssonar órólegs þingmanns Vg., var ljóst að sæti hann fundinn, þá myndi ekki nást að afgreiða frumvarpið úr fjárlaganefnd.  Það varð líka svo að Ásmundur sat ekki fundinn, heldur sat hann í fjarveru Ásmundar, Árni Sigurðsson meðgeltandi Steingríms J. til þess að tryggja afgreiðslu frumvarpsins úr nefndinni.  Alla er það ljóst, að ekki hefði þýtt að senda ,,hæfustu" manneskjuna, Lilju Mósesdóttur,  á fundinn í stað Ásmundar, því eflaust hefði hún í ljósi þess að hún er enn ósátt við fjárlagafrumvarpið, greitt atkvæði gegn afgreiðslu þess úr nefndinni og málið sæti þá eflaust fast þar inni ennþá.

Hver sem ástæða forfalla Ásmundar kann að vera, þá hlýtur það nú að vera svo, að fund sem þennan reyna menn allt sem þeir geta til að mæta á, sér í lagi ef að til stendur að afgreiða mál úr nefnd á þann hátt, sem að menn telja sig ekki geta sætt sig við.

 En svona er þetta bara.  Órólegu deildinni leyfist að gelta á meðan mál eru í umræðunni, svona rétt til þess að friða grasrótina.  Órólegu deildinni ber hins vegar að haga atkvæðum sínum á ,,réttan" hátt, eða senda inn varamann sinn, svo stjórnarfrumvörp nái fram að ganga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er brot á Lögum um Ráðherraábyrgð grein 10.

Það eru hótanir og aftur hótanir þangað til að við komum skötuhjúunum undir lás og slá. Það hafa brotið 14 greinar lagabálksins. Sjá grein mína í morgun.

Valdimar Samúelsson, 16.12.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1647

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband