Leita í fréttum mbl.is

Rúv með puttann á púlsinum, eins og ávallt. :-)

Klukkan níu í morgun, átti að hefjast fundur í fjárlaganefnd Alþingis, þar sem til stóð að afgreiða fjárlagafrumvarpið til þriðju og síðustu umræðu.  Vegna deilna innan þingflokks Vinstri grænna, þá frestaðist  fundurinn til hálf 8 í kvöld.  Tíminn í dag var hins vegar notaður í kattasmölun og eflaust ,,dash" af hótunum um stjórnarslit, ef að þeir órólegu í Vg. styddu ekki frumvarpið.

Í hádegisfréttum RÚV ræddi fréttamaðurinn Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir við formann fjárlaganefndar sem sagði að seinkun umræðna um frumvarpið stafaði af því að ráðuneyti ætti að sameina og útreikninga skorti. Fréttamaðurinn lét sér þennan kattarþvott nægja.

Í ljósi þess að allt þetta ár, ef ekki lengur hefur staðið til að sameina ráðuneyti og því meiri líkur en minni að flest það sem þeim æfingum viðkemur, sé búið að reikna eins og hægt er, fyrir löngu.  Enda vart við því að búast að tillaga um sameiningar komi án undangengina útreikninga á hagkvæmni sameingingar.

 Í kvöldfréttunum var svo talað um að einhverjar deilur væru um frumvarpið og helst lagt út frá þeim óþægindum er þær sköpuðu.  Ekki hafði þingfréttaritarinn Jóhanna Vigdís, rænu á því að kalla til sín í spjall, fulltrúa þeirra hópa er deila innan ríkisstjórnarflokkana vegna fjárlagafrumvarpsins, til þess að leyfa þeim að skýra þjóðinni frá sjónarmiðum sínum og um hvað í rauninni deilan snýst.

 Þrátt fyrir það að fjárlagafrumvarpið er það stærsta frumvarp, sem fyrir hvert þing kemur og að nú hafi í rauninni gerst sá fátíði atburður, að erfiðleikum er bundið að ganga frá málinu í nefnd til þriðju umræðu, vegna innbyrðisdeilna stjórnarliða, þá var þingfréttamat fréttastofu sjónvarps eftir daginn í fáranlegt.

Aðalþingfrétt RÚV og þingumræðuefni í Kastljósi snerist um tillögu til þingsályktunar um breytingu á klukkunni. Var næsta óskiljanlegt rifrildi um málið í Kastljósi milli Vilhjálms Egilssonar, forstjóra Samtaka atvinnulífsins, og Roberts Marshalls, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið.

Af þessu má sjá að fréttastofa allra landsmanna, Fréttastofa Rúv er með puttann á púlsinum, nú sem endra nær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já dásamlegt fréttamat RÚV.

Jóhanna Vigdís er langt því frá að vera okkur boðleg sem þingfréttaritari!

Páll veit að hann verður rekinn um leið og stjórnin fellur því gerir hann allt sem hann getur til að hjálpa til við að halda lífi í henni.

Björn (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband