Leita í fréttum mbl.is

Gekkst Steingrímur þá í persónulega ábyrgð vegna Icesave?

Í fyrirspurnatíma  í þinginu í dag, sagði Jóhanna að það hefði bara verið fyrir það, hversu öflugur Steingrímur var í viðræðum við Ags, að ekki hefði allt farið hér á hliðina, eins og hún og Steingrímur spáðu hér svo eftirminnilega, þegar forsetinn synjaði Icesave.

Nú var það svo, að synjun forseta og þjóðar á Icesave átti að hafa þær afleiðingar að öll ,,aðstoð" AGS til handa Íslendingum yrði fryst, uns Íslendingar fallist á kröfur Breta og Hollendinga í málinu.

Á Þeim tíma sem að Steingrímur, var að argast í þeim AGS-liðum, þá var þjóðaratkvæðið um garð gengið.  Þjóðaratkvæði, sem hafnaði með öllu að fallast kröfur Breta og Hollendinga, um greiðsluskyldu íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum einkabanka.  

Þá hlýtur það að liggja í augum uppi, að úr því að Steingrímur gat ,,grenjað" út fyrirgreiðslu hjá AGS, þá hafa Hollendingar og Bretar fallið frá þessum skilyrðislausu kröfu sinni um ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum, íslensks einkabanka, eða þá að Steingrímur hafi gengist í persónulega ábyrgð fyrir öllu gumsinum.  

 Varla verður alla vega ekki trúað upp á hinn lýðræðiselskandi Steingrím Jóhann Sigfússon, að hann hafi lofað ábyrgð skattgreiðenda á skuldum einkabanka, aðeins örfáum vikum, eftir að 98% þeirra sem ekki hlýddu heimsetukvaðningu forsætisráðherra, höfnuðu slíkri ábyrgð með öllu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur, ásamt sérvöldum vinum, á sér bara einn draum. Hann er kominn langleiðina með að hrinda þeim draumi í framkvæmd. Því hærri Icesave birði sem hann kemur á þjóðin því auðveldara er fyrir hann fullnusta framkvæmdina.

Björn (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband