Leita í fréttum mbl.is

Leiðari Financial Times

Í frétt á visir.is segir af leiðara er birtist í Financial Times. Þar stendur meðal annars:

,,Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Westminster og Hague krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans."

 Samkvæmt reglum ESB sem bæði ESB þjóðirnar England og Holland hafa samþykkt og ættu að þekkja, þá er ríkisábyrgð á innistæðutryggingum bönnuð, samkvæmt lögum.

Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd.

 Að mörgu leyti er áhættan sú sama og áður vegna fyrri samkomulaga í Icesavedeilunni. Það eina sem hægt er að festa fingur á eru lægri vextir.  Heimtur úr búi Landsbankans, gætu dregist og jafnvel orðið mun minni, vegna málareksturs við þrotabúið.  Þá hækkar framlag íslenskra skattgreiðenda í Icesavehítina.  Ef gengi krónunnar fellur, þá auðvitað hækkar líka framlag íslenskra skattgreiðenda. Eina breytingin frá fyrri samningi, varðandi greiðslutímann, er sú að fari allt á versta veg með heimtur úr búinu, þá gætu íslenskir skattgreiðendur verið til ársins 2046, að borga í Icesavehítina.  En þá verður undirritaður áttræður.

Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota.

 Hverjir aðrir en örvæntingarfullir Samfylkingarmenn og meðhlauparar þeirra í ESB-aðildarmálinu, myndu leggja slíkar byrðar á þjóð sína, til þess eins að tryggja sér aðgöngumiða í Brusselklúbbinn?

Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið.

„Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri.

 Pólitíska valið var svo fyrir valinu, vegna ESBásækni Samfylkingar. Hin tvö atriðin myndu hins vegar, væri dómstólaleiðin farin, valda það miklum usla meðal aðildarþjóða ESB, að líklegast væri hægt að ná sátt í málinu á þann hátt að Bretar og Hollendingar, létu það nægja, að fá það sem þeim stendur til boða úr þrotabúi Landsbankans, án nokkurrar ábyrgðar íslenskra skattgreiðenda.

„Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hvernig líst þér á tillögur SUS í dag?

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 21:27

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Féll svosem ekkert í stafi yfir þeim, ef ég á að segja eins og er.  En margar þessara tillagna, segja okkur þó, hvað hitt og þetta sem kostað er af ríkinu, kostar.  Ekki víst að fólk nenni að leita í Fjárlagafrumvarpinu, eða álíka heimildum, til þess að komast því.

 En þetta er sjálfsagt á pari við það sem ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkana álykta.  Manni finnst nú oft ekki vitið þvælast fyrir höfundum ályktana.  En svo þroskast fólk........... eða ekki.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.12.2010 kl. 21:42

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það var sterkur leikur að bjóða ritstjóra FT í veiði á Íslandi í sumar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1648

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband