Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
26.3.2011 | 11:15
Ekki eina ráðningarferlið 2010 sem að var klúður!!!
Það er nú ekki því miður ekki svo að skrifstofustjóraráðningin, hafi verið eina ,,ráðningarklúður" ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2010.
Ásælni Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, í að fá sinn mann í stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, eyðinlagði fyrra ráðningarferlið við veitingu stöðunnar og seinkaði ráðningunni um nokkra mánuði. Var stofnuð einhvers konar ,,valnefnd" eftir þrátefli ráðherrans og stjórnar ÍLS.
Sú kona sem stjórnin vildi ráða frekar, þann sem ráðherrann telfdi fram, dró þá umsókn sína til baka. Enda bara eðlilegt. Varla hægt að ætlast til þess að sæmilega þenkjandi fólk, taki þátt í sirkusi sem þessum. Nafn hennar var einnig ekki á meðal umsækjenda, er auglýst var aftur í stöðuna.
Það fór því svo að Guðbjartur Hannesson, sem að varð félagsmálaráðherra (velferðarráðherra) í september að skipa í stöðuna, þremur til fjórum mánuðum á eftir áætlun.
Einnig beitt Árni Páll sér af fullri hörku við að fá sinn mann í embætti Umboðsmanns skuldara. Þar tókst honum ætlunarverk sitt, enda engin stjórn þar að þvælast fyrir honum, líkt og var hjá Íbúðalánasjóði.
Skipun Árna Páls olli hins vegar mikilli ólgu í þjóðfélaginu, eftir að í fjölmiðlum birtust upplýsingar um vafasama fortíð í fjármálum, þess er ráðherrann skipaði í embættið. Auk þess sem að mörgum þótti eðlilegra að sú sem að veitti Ráðgjafastofnun í fjármálum heimilana, forstöðu í nokkur ár, áður en að stofnunin varð að Umboðsmanni skuldara, með lagabreytingu, fengi starfið.
Það fór því svo að sá sem skipaður var fyrst í embætti Umboðsmanns skuldara, sagði sig frá embættinu strax á fyrsta degi í embætti. Meðal annars vegna þess, að ráðherrann hafi tilkynnt honum að hann ætti erfitt með að verja ráðninguna, pólitískt.
Ráðherrann skipaði því að lokum, fyrrum forstöðukonu Ráðgjafastofu í fjármálum heimilana í embættið.
Það er hins vegar ekkert ólíklegt, að ef að vilji ráðherrans í þessum málum hefði náð fram að ganga og þær konur sem gengið var framhjá, hefðu kært til Kærunefndar jafnréttismála, að niðurstaða kærunefndarinnar, hefði verið konunum í vil.
Það má því alveg segja að ,,tæknileg atriði" hafi forðað hinni norrænu velferðarstjórn, er hefur kynjaða hagstjórn að leiðarljósi, frá því að brjóta jafnréttislöggjöfina í þrígang árið 2010.
Treysta þarf ráðningaferlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2011 | 19:04
Endurskoðun ,,faglegra" ráðningarferla nærri lagi.
Úrskurður kærunefndar er fallinn. Úrskurðurinn er bindandi, en ekki bara álit, eins og hann var hér áður. Líklegra er því að ofar sé á forgangslistanum að ákveða, þau viðbrögð sem ætlast er til að gripið sé til. Þau eru ekki gagnrýni á úrskurðinn, heldur hvort sá/sú sem braut af sér, uni honum og semji við kærandann. Að öðrum kosti verði reynt að fá úrskurðinum hnekkt fyrir dómi.
Hvernig í ósköpunum gat stigakerfið, sem notað var, verið þannig, að það er hægt að komast af hálfu kærunefndarinnar að allt annarri niðurstöðu," sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna.
Það er eflaust enginn leyndardómur, fólginn í því að stigakerfið hafi komist að annarri niðurstöðu, en kærunefndin. Stigakerfið er byggt upp, t.d. með stöðluðum spurningum sem allir sem í viðtöl mættu svöruðu. Þetta er kerfi sem notað er víða við ráðningar á starfsfólki, þar sem ekki þarf að taka tillit til jafnréttislaga. Það er því bara mælikvarði á hæfni umsækjenda, miðað við fyrirfram gefnar forsendur, óháð kynferði þeirra. Það kemur hvergi fram að kynferði kærandans hafi hækkað hann í matinu, vegna þess að í gildi eru lög jafnrétti.
Það er því tómt mál að fara að flækja málið eitthvað með pælingum og útúrsnúningum. Ráðningarferlið var faglegt, enginn ágreiningur þar. En hins vegar rúmaðist það ekki innan þess lagaramma í því umhverfi sem það var notað.
Það er því ekkert annað í boði, en að una úrskurðinum og semja við kærandann, eða þá fá honum hnekkt fyrir dómi. Síðan ef enn er vilji er fyrir því að nota þessa aðferð sem beitt var við ráðninguna, áfram, þarf að sníða hana að löggjöfinni. En ekki löggjöfina að aðferðinni.
Leggja þarf allar upplýsingar á borðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2011 | 16:29
Lögbrot í faglegu skálkaskjóli???
Eitt af því sem fram kom í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að hér hafi verið skortur á faglegum vinnubrögðum, á flestum ef ekki öllum sviðum stjórnsýslunnar. Það er því vel að stefnt sé að faglegum vinnubrögðum innan stjórnsýslunnar.
En í máli sem þessu, er fréttin við þetta blogg er um, þurfa þau faglegu vinnubrögð og verkferlar að taka mið af þeim lögum sem eru í gildi í landinu.
Það sem liggur nú þegar fyrir er, að farið var í þetta ráðningarferli og það gert eða sagt faglegt. Gott og vel. Þegar ráðningarferlið er komið á það stig, að skipa eigi í stöðuna, þá liggur fyrir huglægt mat á hæfni umsækjenda. Huglægt mat er aðferðafræði og hefur í rauninni ekkert lögformlegt gildi.
Hið faglega ferli er byggt á fræðum, sem stunduð eru við ráðningar á fólki, þar sem jafnvel ekki þarf að taka sérstakt tillit til jafnréttislaga.
Úrskurðurinn um jafnréttisbrotið, er hins vegar fenginn á þann hátt, að með tilliti til jafnréttislaga, þá hafi hið huglæga mat brotið þau lög.
Fullyrðingar um að úrskurðurinn vegi að faglegum vinnubröðgum við ráðninguna, eru í raun tilburðir til þess að gera lítið úr honum. Ætla má að úrskurðurinn hefði verið sá sami, þó svo að tilteknir fagaðilar hefðu ekki komið að ráðningarferlinu. Fagleg vinnubrögð, breyta ekki lögum. Fagleg vinnubrögð geta hins vegar leitt til betri árangurs. En auðvitað þarf sá bætti árangur að vera á grundvelli þeirra laga sem eru í gildi.
En það eru hins vegar engan vegin, fagleg vinnubrögð að fela ábyrgð sína og hreinsa samvisku sína, með vísan í ,,fagleg vinnubrögð", ef að þau vinnubrögð leiða svo til þess að framið er lögbrot.
Fagleg vinnubrögð við þessar aðstæður, eru að meta hvaða leiðir eru mögulegar innan lagarammans. Í þessu tilfelli er það, að taka ákvörðun, um það semja um bætur við þann sem brotið var á, eða að reyna að fá úrskurðinum hnekkt fyrir dómi.
Þegar sú ákvörðun liggur fyrir, þá fyrst er tímabært að ræða, hvaða breytingar þarf að gera á faglegum ráðningarferlum svo þau standist landslög og ráðast svo í þær breytingar.
Gat ekki sniðgengið matið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2011 | 11:55
Ísland í gær, 22/3 2011.
Heimildir innan úr stjórnarráðinu segja ennfremur, að aukinn kraftur hafi verið settur í að ljúka endurskipulagningu ráðuneyta í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Unnið sé að því hörðum höndum, flýta sem unnt er, stofnun Atvinnuráðneytis. Sömu heimildir segja einnig að nýr atvinnumálaráðherra, muni verða Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðrráðherra. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, mun svo taka við embætti mennta og menningarmálaráðherra, þegar Katrín Jakobsdóttir fer í barnseignarleyfi með vorinu.
Aðspurður kvaðst heimildarmaður fréttastofu, ekki óttast væringar innan Samfylkingarinnar, vegna málsins. Slík átök myndu aðeins skerpa á ástinni og styrkja ríkisstjórnina í komandi afrekum hennar.
Var það mál manna að enginn annar ráðherra, fyrr né síðar, væri betur til þess fallinn, að vita móttöku slíkum úrskurði, nema einmitt Jóhanna Sigurðardóttir.
Jafnréttismálin hafa lengi verið Jóhönnu hugleikin og hafa verið hennar helsta baráttumál á áratuga löngum stjórnmálaferli hennar. Er ástfóstur Jóhönnu við jafnréttismálin hvílíkt, að hún gat á sínum tíma ekki hugsað sér að hverfa úr stóli félagsmálaráðherra, yfir í Forsætisráðuneytið, nema hún fengi að taka með sér jafnréttismálin. Enda ætti hún óformlegan eignarrétt á málaflokknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2011 | 16:26
ASÍ-Gylfi og Icesave.
Oft er vitnað í Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, vegna Icesave. Það er í sjálfu sér ekkert skrítið, enda Gylfi krafist þess í öll þau skipti sem að Icesavesamingur hefur legið fyrir, að hann verði samþykktur, með það sama. Auk þess að vera forseti ASÍ er Gylfi samfylkingarmaður, af lífi og sál og styður því stefnu Samfylkingarinnar. Það er því engin trygging fyrir því að hann sé að tala fyrir hagsmunum umbjóðenda sinna, þeirra launþega í landinu sem eru í aðildarfélögum ASÍ.
Reyndar eru flestir þeir launþegar sem ég hef heyrt í andvígir Icesave og hafa verið það, frá dögum Svavarssamningsins. Hins vegar hafa allir þeir samfylkingarmenn og konur sem ég hef heyrt í, krafist þess að sá Icesavesamningur, sem liggur fyrir hverju sinni, verði samþykktur með hraði.
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, þann 22. mars 2011, sagði Gylfi meðal annars:
Það er ljóst að uppbygging í atvinnulífinu er mjög tengd því að fyrirtækin fái aðgang að erlendum lánamörkuðum og það er ekki að gerast, meðal annars út af Icesave. Sú niðurstaða mun því hafa áhrif inn í framtíðina enda held ég að þetta séu mikilvægustu kosningar sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir.
Þessi orð Gylfa, hefðu allt eins geta hafa fallið í útvarpsviðtali, síðari hluta árs 2009 eða í byrjun árs 2010, enda Gylfi lengi verið ötull áhugamaður um samþykkt Icesavesamninga.
Þrátt fyrir áróður Gylfa og fleiri aðila handgengna stjórnvöldum, fyrir ári síðan, þá hafa þó einhver fyrirtæki, eins og t.d. Marel og fleiri leitað fjármögnunar á erlendum lánamörkuðum. Forsvarsmenn Marels sneru sér til Hollands, af öllum löndum og náðu sér þar í fjármögnunnar samning við Hollenskan banka að upphæð rúmlega 50 milljarðar, á kjörum sem þóttu mjög svo ásættanleg. Og enginn Icesavesamningur í höfn, ótrúlegt ekki satt?
Forsvarsmenn Marels sögðu reyndar, að Icesave hafi bara akkurat ekkert komið til tals, þó þar færi íslenskt fyrirtæki í samningaviðræður við hollenskan banka.
Reyndar er það nú svo að erlendar lánastofnanir flestar, líta fyrst og fremst á arðsemi þeirrar fjárfestingar sem lána fé til. Í þeirra huga skiptir engu máli, hvort Icesave sé leyst eða ekki.
Á þessu eru þó tvær undantekningar, Evrópski fjárfestingarbankinn og Norræni fjárfestingarbankinn. Enda eru þeir tveir bankar, undir pólitísku eignarhaldi og stjórn ESB-ríkja, sem staðið hafa þétt að baki ólögvarinna krafna Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Reyndar er það svo að þau fyrirtæki sem barma sér undan erfiðleikum við erlenda fjármögnun, hafa flest einmitt leitað fyrst og frems til fjárfestingabankanna, þess evrópska og norræna.
Kannski þurfa bara forsvarsmenn þeirra fyrirtækja, eins og reyndar ASÍ-Gylfi og aðrir úr já-liðinu að átta sig á því að það eru til margfalt fleiri erlendar lánastofnanir en þessir tveir ofnangreindu fjárfestingarbankar.
Einnig hefur nýtt áróðursstef bæst í safn já-liðsins. Það er eitthvað á þann veg, að krónan geti ekki annað en lækkað, verði sagt nei við Icesave.
Það stef hljómar reyndar mótsagnakennt, eins og megnið af þeim áróðri sem sem já- liðið ber á borð þjóðarinnar. Enda hafna já-liðar því að já-ið geti veikt krónuna, með þeim rökum að krónan sé í sögulegu lágmarki!!
Það skildi þó ekki vera að krónan ætti tvenn lágmörk? Svokallað ,, já-lágmark" og svokallað ,,nei-lágmark". En er það ekki bara svo, eins og oftast nær áður, að það er tilgangurinn sem helgar meðalið, í málflutningi já-liða, frekar en hagur íslensku þjóðarinnar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2011 | 12:21
Hver á ,,umboðið"?
Núna, eins og reyndar alltaf, þegar þingmenn yfirgefa þingflokk sinn og ákveða að ganga til liðs við annan þingflokk eða þá að starfa sem óháður þingmaður, er frasinn um umboð kjósenda óspart notaður. Eða í besta falli, í þeim mæli sem vonbrigðin með úrsögnina verða hverju sinni.
Þó svo að kosið sé inn á Alþingi eftir listum, flokkum, Þá er í rauninni ekki einn einasti þingmaður bundinn flokki sínum, hafi hann sannfæringu fyrir öðru.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.
Hins vegar stendur hvergi í stjórnarskránni að stjórnmálaflokkar skuli undirrita drengskaparheit að stefnuskrá sinni.
Þegar svona flokkaflutningar verða, þá detta menn oft í þann gírinn, að tala um siðfræði og umboðssvik við kjósendur.
Það er rökrétt að ganga út frá því að kjósendur Vg hafi kosið flokkinn, vegna stefnuskrár hans í undanfara kosninga. Þannig hlýtur það reyndar að vera um aðra flokka einnig. Ég held að í þessu tilfelli, að það sé óumdeilt að þingflokkur Vg., sé ekki beint að vinna eftir því umboði sem hann fékk frá kjósendum sínum. Þó svo að kannski hafi, eftir kosningar og stjórnarmyndun, stofnanir flokksins, eitthvað sveigt til stefnuskrá flokksins.
Það er því í rauninni, alveg jafnrétt ,,fullyrðing" að halda því fram að þingflokkur Vg. sitji ekki í umboði kjósenda sinna, líkt og því er haldið fram að Atli G. og Lilja Mós geri það ekki.
Svo má alveg setja spurningarmerki við þá siðfræði, að rjúfa drengskaparheit sitt við stjórnarskrána, til þess að uppfylla einhverja, pólitískt miðaða siðferðisstandarda.
Hvetja Atla til að stíga til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2011 | 00:41
Hverjum er sætt hvar og hverjum ekki?
Stjón kjördæmisráð VG á suðurlandi, harmar afsögn Atla G. og segir hann ekki sitja á þingi í umboði VG á suðurlandi. Ok gott og vel. En.....................
Hvað með Þráinn Bertelsson? Situr hann ekki í þingflokki í VG í umboði kjósenda Borgarahreyfingarinnar, eftir nokkurra mánuða munaðarleysi, í kjölfar þess að þingflokkurinn Borgarahreyfingarinnar ,,sprakk" og hin þrjú sem sátu með honum í þingflokknum mynduðu Hreyfinguna og vildu ekki vera memm?
Harma úrsögn Atla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2011 | 20:52
Gagnsleysi ráðgefandi þjóðaratkvæðis.
Ég nenni ekki að rita í ritspor margra hér á blogginu og skrifa eitthvað um leikrit þeirra Lilju Mós og Atla G., en að stærsta fréttin er að þau gengu úr þingflokki Vg. yfir í Vinstri hreyfinguna grænt framboð.
En að öðru.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.
Nú er talað um að þegar og ef að stjórnlagaþingshringavitleysan endi með stjórnlagaráði, þá eigi það jafnvel að geta sent niðurstöðu vinnu sinnu sinnar í dóm þjóðarinnar. Tilganginn segja menn meðal annars vera, að stjórnlagaráðið sæki þar með umboð til þjóðarinnar. Stjórnarskrárgreinarnar hér að ofan auk þeirrar 79., gera þetta svokallaða umboð að engu.
Einnig er það sagt í sambandi við aðildarumsóknina að ESB, að þegar samningur liggi á borðinu, þá fari hann í ,,dóm" þjóðarinnar í ráðgefandi þjóðaratkvæði, áður en hann kemur til umræðu á Alþingi.
En hvað svo? Verður ,,dómur" þjóðarinnar hunsaður, eða stjórnarskráin brotin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2011 | 19:22
,,Ofur-innistæðueigendur" í dauðafæri..............
Í þrígang hefur sama ríkisstjórnin samþykkt sömu ríkisábyrgðina, vegna sama málsins, Icesave. Í hvert einasta skipti hefur það þó verið látið fylgja með að ríkisstjórnin telji samt að íslenska ríkinu beri ekki að ábyrgjast þetta.
Einhvers staðar í ferlinu kemur svo á borð ríkisstjórnarinnar, áminningarbréf ESA. Þar er íslenska ríkið borið þungum sökum. Því er borið við í bréfinu að Ísland hafi brotið ákvæði EES samningsins.
Það eina sem að stjórnvöld hafa gert, vegna bréfsins, er að biðja um frest á því að svara bréfinu, í hvert skipti sem að fyrri frestur er að renna út. Það sé verið að vinna að lausn málsins.
Stjórnvöld hafa þó látið í það skína, í það minnsta til heimabrúks, að þau séu ekki sammála þessum ásökunum. En það þurfi að semja til að fá lán, einangrast ekki frá samfélagi þjóðanna og allar þær klisjur.
Engu að síður, þrátt fyrir samningaviðræður og allt það, þá er það í eðli sínu órökrétt að biðjast stöðugt undan því að svara bréfinu. Enda ljóst að engir þeir samningar sem gerðir hafa verið hingað til, bæta fyrir brotið að fullu. Innistæðueigendur umfram tryggingu, fá ekki sitt tjón bætt að fullu. Á meðan meint ,,brot" er ekki bætt að fullu, þá er vart við því að búast að málinu ljúki.
Enda hefur ESA látið í það skína, að samningurinn ljúki ekki endilega málinu. Fari svo að ESA vilji halda áfram með málið, þá er annað svar, en að fallast á málatilbúnað ESA, varla sannfærandi. Enda nýbúið að semja um ríkisábyrgð krafna vegna Icesave. Stjórnvöld hafa samið um bætur og í raun játað sig sök, með samningi. Þó að ,,skaðinn" sé ekki að fullu bættur.
Já við Icesave og andmælalaust áminningarbréf ESA, setur því ,,ofur-innistæðueigendur", þ.e. þá innistæðueigendur er áttu hærri innistæður á Icesavereikningum, er nema tryggingarupphæð TIF, í dauðafæri fyrir dómstólum með að fá sinn skaða bættan að fullu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 18:29
Um hvað stendur Lilja Mós vörð?
Lilja Mós er í órólegudeild Vg. Lilja Mós notar Facebooksíðu sína í þeim tilgangi að koma á framfæri skoðunum sínum, sem að er bara gott eitt um að segja. En skoðanir Lilju Mós, eru þó oftar en ekki á skjön við stefnu og gjörðir ríkisstjórnarinnar.
Lilja Mós greiddi atkvæði á móti bæði Icesave II og Icesave III. Lilja Mós greiddi atkvæði gegn þjóðaratkvæði um Icesave II, því að ,,andstöðukvóti" órólegu deildar Vg var uppurinn þegar kom að hennar atkvæði. Lilja Mós sagði já við þjóðaratkvæði um Icesave II, því það var innan ,,kvóta".
Lilja Mós studdi ekki fjárlagafrumvarpið, sat hjá við afgreiðslu þess. Lilja Mós, styður þar af leiðandi ekki efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Lilja Mós myndi samt, þrátt fyrir allt, verja ríkisstjórnina falli.
Er þá nokkuð furða að maður spyrji: ,,Um hvað stendur Lilja Mós vörð"?
Vilja standa vörð um háu launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar