Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
19.3.2011 | 21:47
Hverju breytir það svosem........
... þó þessir menn rétti ekki lengur upp hendi á stjórnarfundum bankanna. Þeir hljóta að hafa verið að vinna innan þeirra starfsreglna sem Bankasýsla Ríkisins setur þeim. Ef ekki þá hlýtur stjórn Bankasýslunnar að vera búin að skipta þeim út fyrir aðra.
Ætli það þurfi ekki miklu frekar að athuga hvort að Bankasýsla ríkisins og stjórnvöld séu á sömu blaðsíðunni?
Já og vel á minnst..................... Af hverju eru laun skilanefndarmanna í Landsbankanum ekkert í umræðunni? Eru þeir virkilega á öðrum kjörum en starfsmenn annarra skilanefnda? Fæst kannski ,,hagfeldara" mat á eignum þrotabúsins, ef að þessum báti er ekki ruggað?
Fulltrúar ríkisins víki úr bankaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2011 | 20:34
Pólitískt hórerí HÍ heldur áfram sem aldrei fyrr!!
Það eru því miður ekki ný tíðindi að fræðimaður innan vébanda HÍ, stundi pólitískt hórerí með þau fræði er hann stundar. Slíkt hórerí virðist nánast vera orðið landlægt í HÍ. Nægir þar að nefna nokkra spretti Þórólfs Matthíassonar, í áróðursstarfi Bretavinnunnar, vegna fyrri Icesavesamninga.
Ef að ég man rétt, þá var Helgi Áss í Indefencehópnum, þegar baráttan gegn Svavars-samningnum stóð yfir. Það þarf væntanlega ekki að segja fólki, hvaða sýn hann hefur haft á þeim tíma, þess hlutar er hann kallar nú skuldbindandi. Það kom mér því á óvart, þegar hann birtist í liði stjórnvalda, þegar Icesave II, Indriða-samningurinn var kynntur.
Það kemur mér því lítið á óvart að Helgi stundi þetta hórerí sitt, jafnvel þó hann þurfi í ,,lögfræðilegri" túlkun sinni að ,,gleyma" nokkrum greinum stjórnarskrárinnar. Enda er hórast með fræðin í nafni ríkisstjórnar, sem fer ekki dult með þann ásetning sinn, að fara á svig við úrskurð Hæstaréttar og að loka augunum fyrir nokkrum greinum stjórnarskrárinnar, eða í besta falli fara á svig við þær, með stjórnlagaráðstillögunni.
Dulbúningur þeirrar tillögu sem ,,þingmannamál", dregur þó engan dul á ásetning ríkisstjórnarinnar að afgreiða það mál, þó dómsmálaráðherrann (innanríkisráðherra), lýsi sig andvígan því, enda eflaust enginn sómi af því að æðsti yfirmaður dómsmála í landinu, styðji sniðgöngu við úrskurð Hæstaréttar. En þess ber þó að geta að ráðherrann hefur þó ekki beitt sér af sérstakri hörku gegn tillögunni, heldur aðeins lýst sig andvígan henni.
Þetta nýjasta hórerí sérfræðings Lagstofnunar H.Í. gerir stofnunina gersamlega vanhæfa til þess að vinna hlutlaust efni varðandi varðandi Icesavesamninginn, er dreifa á hvert heimili í landinu, fallist stofnunin á annað borð að vinna verkið.
Þarf heimild í fjárlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2011 | 14:47
Allt að gerast hjá hæstvirtum forsætisráðherra........ eða þannig.
Það er ekki öfsögum sagt að hæstvirtur forsætisráðherra hafi haft í mörg horn að líta, í þeirri viku sem nú er að líða. Ofan á gengdarlaust álag á konugarminn, við endurreisnina, þá dettur mönnum það í hug að angra konugarminn með spurningum um , hvað þessari endurreisn líði og hvaða stefnu eigi að taka?
Já og svo dettur þessu fólki sem að situr með henni á Alþingi að þreyta konugarminn með spurningum um hvaða efnahagsstefnu sú ríkisstjórn er hún hefur í tvö ár rúm verið í forsæti fyrir hafi í efnahagsmálum?
Stefna stjórnarflokkanna, hvors um sig, er að vísu nokkuð ljós í veigamiklum málum. En hugsanlega er sá galli á gjöf Njarðar að stefnur flokkanna ríma engan vegin, við hvor aðra.
Annar flokkurinn stefnir að hraðbyri að ESB-aðild, hinn flokkurinn ekki. Annar flokkurinn, sá sem vill í ESB, vill ekki sjá þessa krónu og tilkynnir andlát hennar, hvar og hvenær sem hægt er að koma því við og einhver nennir að hlusta. Hinn flokkurinn vill hins vegar halda krónunni um ókomna framtíð.
Annar flokkurinn vill, í það minnsta í orði kveðnu, byggja upp atvinnulífið með nýtingu orkuauðlinda og fleiri kosta, þar sem einkaframtakið fær að njóta sín að einhverju marki. Hinn flokkurinn vill hins vegar ,,eitthvað annað og sér rautt er hann heyrir minnst á eitthvað með ,,einka fyrir framan. Svo fátt eitt sé nefnt.
Svo til þess að bíta hausinn af skömminni, þá eru allir orðnir frekir, óþolinmóðir og svartsýnir í biðinni eftir því að eitthvað hér fari upp á við og stjórnarandstaðan eins og hún er, rífandi kjaft og ekki einu sinni með efnahagsstefnu upp á vasann.
Já mann skal ekki undra að stöðugt þyngist undir fæti hjá hæstvirtum forsætisráðherra.................
En kannski er bara best að bíða af sér, næstu daga, eða jafnvel bara fram yfir næstu helgi, þarnæstu eða...................... Það er sko allt að gerast, en gerist samt ekkert fyrr en seinna................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2011 | 22:37
Dómstólahugleiðingar.
Fari svo að í kjölfar synjunar íslensku þjóðarinnar á Icesave III, að málið endi fyrir EFTAdómstólnum, þá mun dómstóllinn væntanlega kveða upp dóm um það, hvort að íslensk stjórnvöld hafi brotið á innistæðueigendum Icesavereikninga. Hvergi hefur komið fram í umræðu um Icesavedeiluna að breski eða hollenski ríkissjóðurinn hafi átt innistæðu á Icesavereikningum. Meint brot sem að EFTAdómstóllinn mun taka afstöðu til, er því ekki gagnvart breskum eða hollenskum stjórnvöldum.
Það hljóta því að vera yfirgnæfandi líkur á því að kröfum breta og hollendinga um skaðabætur vegna Icesave, verði hafnað fyrir íslenskum dómstólum. Enda bresk og hollensk stjórnvöld ekki þolendur í broti því sem EFTAdómstóllinn, tekur afstöðu til. Það er því langsótt fyrir bresk og hollensk stjórnvöld að sækja bætur fyrir íslenskum dómstólum, með kröfum byggðum á lyktum dómsmáls, sem þau voru ekki aðilar að.
Sá skaði sem bresk og hollensk stjórnvöld væru að sækja sér bætur fyrir með dómsmáli, er því vegna ákvörðunnar þeirra sjálfra, hvort sem að hún hafi verið tekin eftir ráðleggingum ESB eða ekki, til þess eins að bjarga eigin bönkum og eflaust einnig bönkum í ESBríkjum, frá áhlaupi. Það er því fráleitt að íslenskir dómstólar dæmi íslenska ríkið til greiðslu skaðbóta, vegna skaða sem að bresk og hollensk stjórnvöld ollu sér sjálf.
Eins er erfitt fyrir þá innistæðueigendur, aðra en þá sem áttu innistæður yfir hámarki innistæðutrygginarinnar, að krefjast bóta, þar sem þeir geta ekki sýnt fram á skaða, nema þá með því að sanna fyrir dómi, að bresk og hollensk stjórnvöld, hafi ekki greitt þeim innistæður sínar, óumbeðin reyndar og án nokkurs tilefnis sem finna má í lögum.
Þeir innistæðueigendur sem áttu innistæður hærri en tryggingarhámark innistæðutryggingarinnar ættu engu að síður rétt til skaðabóta, enda fengu þeir ekki innistæður sínar greiddar að fullu.
En þann rétt munu innistæðueigendurnir líklegast einnig sækja, þó svo að ríkisábyrgðin verði samþykkt. Sá málarekstur mun tefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans, hvort sem ríkisábyrðin verði samþykkt eða ekki. Samþykkt ríkisábyrgðarinnar, mun hins vegar þýða það að íslenskir skattgreiðendur greiða hærri vexti af Icesavekröfunni, vegna tafa á heimtum úr búinu, verði ríkisábyrgðin samþykkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2011 | 14:50
Ég ætla að segja NEI! Hvað með þig?
Ert þú lesandi góður, einn af þeim sem hunsaði heimsetukvaðningu stjórnvalda þann 6. mars 2010 og mættir á kjörstað og sagðir hátt og snjallt nei við Icesave II? Ætlarðu kannski að endurtaka ,,leikinn þann 9. apríl nk. Og segja enn og aftur hátt og snjallt nei? Eða ætlarðu að koðna undan tannlausum Icesavegrýlum og segja já ? Má kannski vera að nei-ið þitt hafi breyst í já, því Icesave III er svo miklu betri en Icesave I og II? Eru Icesave III að einhverju leiti eitthvað betri samningar en hinir fyrri?
Eflaust má tína ýmislegt til í nýju samningunum, sem lítur betur út en í þeim fyrri. En þess ber þó að geta að flest það, sem telja má þróun til betri vegar milli samninga, miðast við bestu hugsanlegar aðstæður.
Að heimtur úr þrotabúi Landsbankans, verði í takt við spá skilanefndar bankans og samninganefndar. Sú spá sýndi að heimtuhorfurnar höfðu batnað um heila 3 milljarða, síðan spá um heimtuhorfur var birt í undanfara þjóðaratkvæðisins, þann 6. mars 2010. Spáin sýnir hins vegar 15 milljarða betri heimtur en talið var er Icesave III var kynnt í lok síðasta árs. Hins vegar höfðu heimtuhorfur í þrotabúið versnað um 12 milljarða, frá þjóðaratkvæðinu fyrir rúmlega einu ári, til kynningar á Icesave III. Þetta sýnir að sveiflur á heimtuhorfum í búið geta verið töluverðar á ekki lengri tíma og jafnvel hæpið að sveiflan verði upp á við, þegar losa þarf um eignir búsins til þess að greiða af Icesavekröfunni.
Ekki verður í boði, fari svo að markaðurinn hagi sér þannig að lægra verð fáist fyrir eignir búsins, að hægt verði að fresta sölu þeirra og bíða eftir því að markaðurinn jafni sig, því þá tefjast greiðslur úr búinu og vaxtagreiðslur Ríkissjóðs af þessari ólögvörðu kröfu snarhækka. Þannig að það myndi kosta meira að bíða af sér niðursveiflu á markaði og selja á hærra verði, en það myndi kosta að selja, jafnvel á undirverði til þess að forðast vaxtakostnaðinn.
Einnig getur það vart talist traustvekjandi að ekki liggi fyrir óháð mat á heimtum úr búinu. Samt má leiða að því líkum að Bretar og Hollendingar hafi framkvæmt mat á eignum búsins og horfum á heimtum úr því. Það kemur ekki annað til greina en að þeir hafi framkvæmt sitt mat á búinu þegar þeir fengu tilboð frá íslensku samninganefndinni um 47 milljarða eingreiðslu (jafnmikið og samningurinn var sagður kosta þjóðarbúið í fyrstu kynningu) auk þess að fá þær heimtur úr þrotabúinu sem neyðarlögin í raun skömmtuðu Icesavekröfunum, gegn afnámi ríkisábyrgðar á kröfunum. Því tilboði höfnuðu hins vegar Bretar og Hollendingar, þar sem þeir treystu sér ekki til þess að taka þá áhættu sem í því fellst að falla frá ríkisábyrgðinni.
Telji Bretar og Hollendingar það stóra áhættu að falla frá kröfu um ríkisábyrgð, á þessum ólögvörðu kröfum, þá þarf ekki mikið hugmyndaflug, til þess að átta sig á því að það er stór áhætta að fallast á hana.
Í hverju fellst þessi áhætta sem Bretar og Hollendingar veigra sér við að taka, en krefjast þess að við tökum? Er mat skilanefndar og samninganefndarinnar byggt á óraunhæfum væntingum, eða tilhnikruðum forsendum, sem henta þeim áróðri sem uppi er fyrir samþykkt samningsins? Eða meta Bretar og Hollendingar stöðuna svo, að enn er uppi réttaróvissa, varðandi lögmæti neyðarlaganna?
Kostnaðurinn við öll þau frávik sem kunna að verða við framkvæmd þá, er Icesave III kveður á um fellur allur á íslenska skattgreiðendur. Hvort sem það verða tafir á heimtum úr búinu, heimturnar minni en spáð er eða þá að það ákvæði neyðarlaganna um forgang Icesavekrafnanna í þrotabú Landsbankans standist ekki lög og neyðarlögunum, verði af þeim sökum hnekkt fyrir dómi. Sá kostnaður getur numið, eftir atvikum allt að 1200 milljarðar.
Vissulega er Icesave III að einhverju leiti betri en Icesave I og II, enda hefur varla þurft mikla fyrirhöfn til þess að ná betri samningum en þeim tveimur fyrri er spörkuðu Versalasamningnum niður í þriðja sætið yfir verstu samninga allra tíma. En við lestur textans hér að ofan, sést glöggt að sú bæting milli samninga fellst þó ekki í því að staða okkar sé það miklu betri, þrátt fyrir skárri samninga að atkvæði þeirra er sögðu nei þann 6. mars 2010, hafi einhverjar vitrænar forsendur til þess að breytast í ,,já. Staðan er því enn sú sama og hún var þann 6. Mars 2010 og svarið enn það sama: ,,Hátt og snallt nei við Icesave þann 9. apríl nk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.3.2011 | 16:06
The show must go on, bring on the clowns!!
Stjórnlagarþingið og nú stjórnlagráðið, er í rauninni ekkert nema óþarfur milliliður, við gerð nýrrar stjórnarskrár, eða breytingar á þeirri gömlu. Ekki er fyrirbærið bara óþarft, heldur er verið að spreða hundruðum milljóna í þennan óþarfa.
Það eina sem talist getur rétt í þessu ferli er, þjóðfundurinn og svo stjórnlaganefndin, sem vinnur úr tillögum þjóðfundarins og býr til beinagrind að nýrri stjórnarskrá, sem að stjórnlagafyrirbærinu er svo ætlað að vinna út úr.
Sú staðreynd að meirihluti þingsins, treystir ekki Alþingi til þess að taka við afrakstri þjóðfundar og stjórnlaganefndar og setja kjöt á beinagrindinna, leiðir bara til einnar niðurstöðu. Þessir þingmenn hljóta að vera þeirrar að þeir sjálfir treysti sér ekki í þessa vinnu. Þessir þingmenn ættu þeir því að athuga alvarlega, hvort eitthvað annað starf henti sér ekki betur, en starf alþingismanns.
Þjóðaratkvæði, einhvers staðar í ferlinu, breytir engu og er í rauninni ekkert nema enn frekari fjáraustur út í loftið. Úrslit þess þjóðaratkvæðis, hvorki eykur né dregur úr umboði, stjórnlagaráðs til þessarar vinnu eða eykur á vægi hennar.
Þjóðaratkvæði á ekki að nota til þess að móta afstöðu Alþingis til tiltekinna mála. Þjóðaratkvæði á eingöngu að beita í þeim tilgangi, að leyfa þjóðinni til þess að taka afstöðu, með eða á móti þeim lögum sem Alþingi samþykkir og eru það umdeild að tiltekið hlutfall þjóðarinnar, eða þingmanna, krefst þjóðaratkvæðis.
Sé engin samstaða á Alþingi með það að vinna að þeim breytingum, eða vega og meta þær breytingar sem að þjóðfundur og stjórnlaganefnin leggja til, er varla þess að vænta að samstaða verði um þær breytingar, eða,,ekki" breytingar sem stjónlagaráðið leggur til. Skiptir þar þjóðaratkvæðið engu, ef gengið er út frá því að alþingismenn haldi drengskaparheit sitt, sem þeir skrifa undir, við upphaf þingmennsku.
Ítreka andstöðu við tillögu um stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2011 | 12:54
Ábyrgð ríkisbankans í meintu samráði.
Landsbankinn fékk Húsasmiðjuna í fangið haustið 2008, eða fljótlega upp úr því, eftir að Húsasmiðjan varð gjaldþrota. Þegar það gerðist og reyndar einhver ár þar á undan var Landsbankinn viðskiptabanki BYKO. Reyndar mótmælti BYKO eignarhaldi viðskiptabanka síns á eignarhaldi samkeppnisaðila. Engu að síður má segja að eignarhald Landsbankans, þó að í gegnum dótturfyrirtæki væri, hafi allt eins fær meinta sakborninga nær hvor öðrum. Reyndar hlýtur það einnig að vera spurning, hvort að viðskiptabanki Úlfsins, nú Byggingarverslunar Dúdda, hafi ekki einnig verið og sé enn Landsbankinn.
Þó svo að eignarhaldi Landsbankans á Húsasmiðjunni, hafi verið komið í dótturfélag bankans, Vestia, meðal annars til þess að ,,hindra" bein afskipti bankans, þá er ekki þar með sagt að engin afskipti hafi átt sér stað. Forsvarsmenn Vestia, voru jú einnig starfsmenn Landsbankans.
Þó svo að eflaust megi á lagatækniflækjustigi, firra stjórnendur bankans og jafnvel stjórnendur Vestia einnig, saknæmri ábyrgð, þá er það hins vegar ekki svo að hægt sé að fullyrða að ábyrgð þeirra sé engin. Þessir aðilar ráku jú Húsasmiðjuna er samráðið hófst og gera það reyndar enn í gegnum eignarhlut sinn í Framkvæmdasjóði Íslands. Enda eignaðist Landsbankinn hlut í framkvæmdasjóðnum sem hluta af kaupverðinu á Vestia.
Því fer því víðs fjarri að stjórnendur Landbankans og/eða Vestia geti firrt sig allri ábyrgð og vísað á starfsmenn fyrirtækjana í þessu máli. Bankinn eða stjórnendur hans, verða í besta falli þá að axla ábyrgð af því að hafa ekki getað annast rekstur Húsasmiðjunnar betur en svo, að þar hafi, eins og flest bendir til verið stunduð brot á samkeppnislögum.
Öllum sleppt eftir yfirheyrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 21:38
Launamál skilanefnda aftur og enn í boði FME.
Laun skilanefndamanna detta inn í umræðuna af og til og alltaf í rauninni sama fréttin , nema hvað hlutirnir virðast hafa þróast til aðeins verri vegar en síðast.
Fyrst þegar launamálin komu upp, þá varð forsætisráðherra ,,forviða" og sagði í Kastljósviðtali að hún sæti jafn agndofa yfir fréttum innan úr föllnu bönkunum og aðrir landsmenn. En bætti svo síðar við, að það væri nú kannski huggun harmi gegn að kröfuhafar bankanna greiddu þessi ofurlaun.
Síðan þá hafa launamál skilanefnda af og til komið í umræðuna, en þá aðallega skilanefndar Glitnis og þá oftar en ekki, þegar einnig eru í umræðunni, mál tengd þeim aðilum er áttu og stjórnuðu Glitni síðustu mánuðina fyrir hrun. Svo einkennileg sem að sú tilviljun kann að vera, þá á höfuðpaurinn í því gengi eitt stk fjölmiðlaveldi.
Svo má líka alveg gera ráð fyrir því að kjör skilanefndarmanna í öðrum skilanefndum, séu ekkert lakari en þeirra í Glitnisnefndinni. Þá er það nú engin huggun harmi gegn að kröfuhafar gamla Landsbankans borgi kostnað við skilanefnd bankans, þar sem íslenska ríkið er langstærsti kröfuhafinn. Auk þess sem að ríkið á töluverðar kröfur í hinum bönkunum og greiðir því drjúgan hluta kostnaðar við skilanefndir hinna bankanna líka, eins og þessar verktaka (launa) greiðslur.
Eins og fram kemur hér að ofan, þá var það stjórn FME sem skipaði í allar þessar skilanefndir í umboði stjórnvalda. Þegar ráðið var í þessar skilanefndir, má alveg slá því föstu að launakjör skilanefndarmanna, eða form þeirra hafi verið ákveðið, af þeim sem réð mannskapinn í skilanefndirnar, FME.
Á þeim tíma var það alveg ljóst að þetta yrði ekkert áhlaupaverkerfni sem að tæki fáa mánuði, heldur einhver ár. Eins er varla hægt að líta á starf í skilanefnd sem hlutastarf, miðað við hversu margir tímar í útseldri vinnu eru skrifaðir á þessa vinnu.
Á milli kröfuhafanna og skilanefndanna, starfa svo félög (fyrirtæki) á ábyrgð stjórnvalda (FME), sem hefur nokkurs konar yfirumsjón með störfum skilanefndanna. Þessum félögum er einnig ætlað að vera einhvers konar veggur á milli kröfuhafa og skilanefnda, til að kom aí veg fyrir óæskileg afskipti kröfuhafanna af skilanefndinni.
Það er því spurning hvort að menn hefðu ekki frekar átt að huga að því, að ráða í skilanefndina launþega, sem væru á launaskrá, hjá félaginu sem er á milli skilanefndarinnar og kröfuhafanna, þá væntanlega á geðfelldari launum, en verktakagreiðslur þær sem skilanefndarmenn þiggja nú fyrir störf sín. ,,Félagið gæti svo sent kröfuhöfunum reikninginn fyrir útlögðum launakostnaði, líkt og það reyndar gerir nú, vegna verktakagreiðslanna.
Svo má nú alveg hugleiða það hvort að almennt hafi verið athugað hvort að skilanefndarmenn, hafi hæfi til setu í nefndunum. Ég nefni hér dæmi að neðan, reyndar úr annarri skilanefnd, en Glitnis, en það er ekkert sem segir mér að þetta geti ekki verðið svona annars staðar líka.
Knútur Þórhallsson, endurskoðandi, starfaði hjá Kaupþingi og situr í skilanefnd bankans nú. Hann var endurskoðandi Exista og vann að samruna Kaupþings og Búnaðarbankans á sínum tíma. Hann er einn helsti eigandi Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á Íslandi, hefur setið í stjórn þess. Knútur var endurskoðandi Ólafs Ólafssonar og Bakkavararbræðra. Gott að hafa góða að!
Með 21 milljón í árslaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2011 | 14:48
Hugleiðing vegna orða ,,Kúbu Gylfa".
Í Silfur Egils þann 13 mars, mætti Gylfi Magnússon, fyrrv. viðskiptaráðherra í spjall um samanburð á stöðu Íslands og Írlands. Ekki ætla ég að kryfja þá umræðu neitt í öreindir, en ég hjó þó eftir einni setningu Gylfa sem vert er að taka til íhugunnar.
Gylfi sagði eitthvað á þá leið, að líklegast félli ekki meiri kostnaður á Ríkissjóð vegna bankahrunsins, svo fremi sem að neyðarlögin haldi.
Ég reikna nú með því, að varla hefði Gylfi haft þennan fyrirvara á orðum sínum, væri lögmæti neyðarlaganna haft yfir allan vafa og ekki væri möguleiki á því að t.d. almennir kröfuhafar í þrotabú Landsbankans, muni leita réttar síns vegna þess forgangs, sem Icesavekröfurnar hafa í þrotabúið.
Nú er um það deilt, hvort að ákvæði neyðarlaganna um tryggingu innistæðna í útibúum staðsettum á Íslandi, hafi brotið jafnræðisregluna á innistæðueigendum Icesavereikninganna.
Á sama hátt hlýtur þá að vera spurning um jafnræði almennra kröfuhafa í þrotabú Landsbankans, gagnvart forgangi Icesavekrafnanna í þrotabúið. Leiki vafi á lögmætinu vegna innistæðueigendanna, þá hlýtur einnig að leika vafi, vegna kröfuforgangsins.
Sé það svo að vafi leiki á lögmæti kröfuforgangsins í þrotabúið, þá má allt eins reikna með því, að þeir kröfuhafar er jafnvel íhuga málsókn vegna þess, telji sig hafa enn sterkari rök fyrir því að sér hafi verið mismunað á grundvelli jafnræðisreglunnar, verði ríkisábyrgð á Icesavekröfuna samþykkt í þjóðaratkvæðinu þann 9. apríl nk.
Fjárhagslegir hagsmunir almennra kröfuhafa í þrotabúið eru það gríðarlega miklir að varla er hægt að útiloka dómsmál af þessu tagi. Jafnvel þó að slíkt dómsmál, fari á ,,besta veg", þá þarf sá vegur alls ekki að vera svo góður, því málarekstur mun tefja greiðslur úr þrotabúi bankans og munu þær tafir snarhækka vaxtagreiðslur Ríkissjóðs vegna Icesave.
Fari dómsmál hins vegar á versta veg, þá er við því að búast, að þær heimtur sem skilanefnd og samninganefndin, telja að dekki að mestu Icesavekröfurnar, fari ekki í greiðslu Icesavekrafnanna, heldur í aðrar kröfur í þrotabúið. Íslenska ríkisábyrgðin tryggir hins vegar Bretum og Hollendingum greiðslu krafnanna, úr ríkissjóði en ekki þrotabúinu eins og gert er ráð fyrir, fari dómsmál á versta veg.
Talað er um að traust erlendra fjárfesta á Íslandi fari niður fyrir frostmark, hafni íslenska þjóðin ríkisábyrgð á Icesavekröfur Breta og Hollendinga. Hins vegar nefnir enginn það, að í hópi þeirra kröfuhafa sem gætu talið á sér brotið, vegna forgangs Icesavekrafnanna í þrotabú Landsbankans, eru fjárfestar. Er einhver ástæða til þess að búast við því að fjárfestar öðlist eitthvað traust á landi, sem setur ekki bara lög um forgang eins aðila í þrotabú einkabanka, heldur bætir svo um betur með því samþykkja ríkisábyrgð á kröfuforganginn?
Krafa Breta og Hollendinga um ríkisábyrgð á Icesavekröfunum, grundvallast ekki eingöngu á því að þeir efast um að uppgjörið á þrotabúi Landsbankans, skili því sem skilanefnd bankans og samninganefndin íslenska telja að verði raunin. Krafan byggist einnig og ekki síst á því, að uppi er óvissa um lögmæti þess uppgjörs á þrotabúinu er Icesavesamningurinn, kveður á um.
Pælið í því, þið sem ætlið að segja ,,já" því þið nennið ekki að hafa þetta mál yfir ykkur lengur, líkt og Félagi Svavar, hér forðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2011 | 12:55
Fiskveiðiráðgjöf, kvótakerfi og atvinna.
Þegar kvótakerfinu var komið á um miðjan 9. áratuginn, í kjölfar aflasamdráttar, þá var eitt af markmiðunum og í raun það stærsta, að stjórna fiskveiðum hér við land á þann hátt að hægt væri að veiða ca. 500 þús tonn af þorski hér á Íslandsmiðum árlega. Síðustu þrjú ár fyrir gildistöku laganna um stjórn fiskveiða, voru notuð í það að leyfa útgerðum að öðlast veiðireynslu. Við gildistöku laganna fengu svo útgerðir úthlutað aflamarki í hlutfalli við það þær veiddu af heildarafla undangenginna ára.
Næstu árin eftir gildistöku laganna, fór hins vegar svo að fiskveiðráðgjöf sú er ákvörðun um heildarafla grundvallast á, lagði til minni og minni heildarafla frá ári til árs. Það fór svo því á endanum, að sú hlutdeild af heildaraflanum, sem sumum útgerðum var úthlutað, dugði þeim ekki til þess að geta haldið úti sinni starfsemi, án viðvarandi tapreksturs, skuldasöfnunnar og fjárausturs úr Byggðastofnun og fleiri sjóðum.
Í lok níunda áratugarins voru því sett lög um framsal aflaheimilda. Útgerðum sem ekki gátu rekið sig á þeim aflaheimildum sem þær höfðu, gátu selt sínar heimildir og hætt útgerð, eða þá keypt aflaheimildir af útgerðum, sem voru að hætta útgerð og þar aukið þar með aflahlutdeild sína og skotið þannig stoðum undir reksturinn. Einnig gátu útgerðir skipst á aflaheimildum í tegundum, sem hentuðu rekstri útgerðanna betur, m.ö.o. ef útgerð var með aflahlutdeild í tegund, sem hentaði illa rekstri hennar, þá gat hún skipt við aðra útgerð á þeirri tegund og fengið í staðinn tegund sem hentaði útgerðinni betur.
Þegar eitthvað er orðið framseljanlegt, hvort sem það er kvóti, eða eitthvað annað sem gefur af sér tekjur, þá skapar það verðmæti. Enda er í rauninni verið að framselja atvinnutækifæri. Eflaust er hægt að segja nú í dag, að menn hefðu mátt gera hitt og þetta til að koma í veg fyrir veðsetningu aflaheimilda og allt það og eflaust hefði mátt koma í veg fyrir það, að hægt var og er í rauninni ennþá hægt að veðsetja nánast hvaða fley sem er til andskotans, bara ef því fylgir kvóti. Kannski hefði mátt, varðandi veðsetninguna, bara leyfa veðsetningar upp í ákveðið hlutfall af verðmati skipsins sjálfs óháð þeim framtíðartekjum sem kvótanum fylgdu.
En það breytir því ekki, að í dag nærri þrjátíu árum frá gildistöku laganna um stjórn fiskveiða, erum ekki að veiða nema einn þriðja af þeim þorskafla, sem lögunum var ætlað skapa aðstæður fyrir. Það hlýtur því að vera alveg ljóst að sá tilgangur laganna hefur mistekist hrapalega.
Breyting á kvótakerfinu sem slíku án aukins heildarafla, bæta ekki þeim sveitarfélögum er misst hafa kvóta frá sér í gegnum framsalið og fólkinu sem þar býr, ekki skaðann af því, nema þá að það aflamagn sem þessi sveitarfélög fengju, væri tekið frá öðrum sem það hafa nú þegar. Það væri því í rauninni ekkert annað en hreppaflutningur á vandræðum. Bætir líka ekkert stöðu þessa fólks sem illa hefur orðið fyrir barðinu á kvótakerfi og framsali, að tala sínkt og heilagt um, kvótagreifa, sægreifa, gjafakvóta, glæpamenn, eða eitthvað þaðan af verra.
Þeim sveitarfélögum sem verst hafa orðið úti, vegna kvótans, er því varla komið til hjálpar með öðrum ráðum en auka aflaheimildir og leyfa þeim sveitarfélögum að njóta meirihluta aukningarinnar eða þá með annars konar atvinnuubyggingu á þeim stöðum er um ræðir.
Varla er við stóraukinni aflaráðgjöf frá að búast Hafró á komandi árum, þannig að þá er fljótu bragði ekkert annað í boði, en að skapa aðstæður fyrir annars konar atvinnuuppbyggingu á þessum stöðum, sem blæða vegna kvótamissis, nema auðvitað að fólkið flytji þaðan, hingað á mölina og geri þau hús sem það yfirgefur, að sumardvalarstöðum sínum, því ekki verða þau seljanleg á viðunnandi verði.
Besta leiðin væri þó eflaust sú að menn settust niður og færu yfir það á opinn og heiðarlegan hátt, hvað því valdi að megintilgangur laga um stjórn fiskveiða, hefur gersamlega farið forgörðum og af hverju erum við að veiða bara einn þriðja af þeim þorski sem við ættum að vera að veiða, hefði tilgangurinn náð fram að ganga.
Er Hafró að reikna vitlaust? Er Hafró of íhaldssöm stofnun og of fastheldin á sínar aðferðir? Hefur möguleg reikningsskekkja Hafró, kannski eitthvað með það að gera, að undanfarna áratugi hefur aðstoðarmaður og í raun lærisveinn fráfarandi forstjóra, verið ráðinn nýr forstjóri, þegar sá fyrri hættir? Þarf kannski ekki að fá nýja sópa, frekar en að ráða nýja menn á kústsköftin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar