Leita í fréttum mbl.is

Gagnsleysi ráðgefandi þjóðaratkvæðis.

Ég nenni ekki að rita í ritspor margra hér á blogginu og skrifa eitthvað um leikrit þeirra Lilju Mós og Atla G., en að stærsta fréttin er að þau gengu úr þingflokki Vg. yfir í Vinstri hreyfinguna grænt framboð.

 En að öðru.

47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.

Nú er talað um að þegar og ef að stjórnlagaþingshringavitleysan endi með stjórnlagaráði, þá eigi það jafnvel að geta sent niðurstöðu vinnu sinnu sinnar í dóm þjóðarinnar.  Tilganginn segja menn meðal annars vera, að stjórnlagaráðið sæki þar með umboð til þjóðarinnar. Stjórnarskrárgreinarnar hér að ofan auk þeirrar 79., gera þetta svokallaða umboð að engu.

Einnig er það sagt í sambandi við aðildarumsóknina að ESB, að þegar samningur liggi á borðinu, þá fari hann í ,,dóm" þjóðarinnar í ráðgefandi þjóðaratkvæði, áður en hann kemur til umræðu á Alþingi.

 En hvað svo?  Verður ,,dómur" þjóðarinnar hunsaður, eða stjórnarskráin brotin?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að samningur fari í"dóm þjóðarinnar í ráðgefandi Þjóðaratkvæði"Hvaða rugl,hver segir þetta? samkvæmt reglum ESB verður að samþykkja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.Norðmenn hafa minnir mig allaveganna einu sinni eða í tvígang hafnað samningi og standa þessvegna fyrir utan.

josef ásmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 21:08

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta er nú bara það sem þingsályktunnartillagan um aðildarumsóknina sagði.  Reyndar var af stjórnarflokkunum felld tillaga um bindandi þjóðaratkvæði um hvort að það ætti yfirhöfuð að sækja um. Ásamt tillögu um að samningurinn færi í bindandi þjóðaratkvæði.............

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.3.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1626

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband