Leita í fréttum mbl.is

Lögbrot í faglegu skálkaskjóli???

  Eitt af því sem fram kom í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að hér hafi verið skortur á faglegum vinnubrögðum, á flestum ef ekki öllum sviðum stjórnsýslunnar.  Það er því vel að stefnt sé að faglegum vinnubrögðum innan stjórnsýslunnar.

 En í máli sem þessu, er fréttin við þetta blogg er um, þurfa þau faglegu vinnubrögð og verkferlar að taka mið af þeim lögum sem eru í gildi í landinu. 

Það sem liggur nú þegar fyrir er, að farið var í þetta ráðningarferli og það gert eða sagt faglegt. Gott og vel. Þegar ráðningarferlið er komið á það stig, að skipa eigi í stöðuna, þá liggur fyrir huglægt mat á hæfni umsækjenda. Huglægt mat er aðferðafræði og hefur í rauninni ekkert lögformlegt gildi.
Hið faglega ferli er byggt á fræðum, sem stunduð eru við ráðningar á fólki, þar sem jafnvel ekki þarf að taka sérstakt tillit til jafnréttislaga.

Úrskurðurinn um jafnréttisbrotið, er hins vegar fenginn á þann hátt, að með tilliti til jafnréttislaga, þá hafi hið huglæga mat brotið þau lög.

 Fullyrðingar um að úrskurðurinn vegi að faglegum vinnubröðgum við ráðninguna, eru í raun tilburðir til þess að gera lítið úr honum.   Ætla má að úrskurðurinn hefði verið sá sami, þó svo að tilteknir fagaðilar hefðu ekki komið að ráðningarferlinu.  Fagleg vinnubrögð, breyta ekki lögum. Fagleg vinnubrögð geta hins vegar leitt til betri árangurs.  En auðvitað þarf sá bætti árangur að vera á grundvelli þeirra laga sem eru í gildi. 

 En það eru hins vegar engan vegin, fagleg vinnubrögð að fela ábyrgð sína og hreinsa samvisku sína, með vísan í ,,fagleg vinnubrögð", ef að þau vinnubrögð leiða svo til þess að framið er lögbrot. 

 Fagleg vinnubrögð við þessar aðstæður, eru að meta hvaða leiðir eru mögulegar innan lagarammans.  Í þessu tilfelli er það, að taka ákvörðun, um það semja um bætur við þann sem brotið var á, eða að reyna að fá úrskurðinum hnekkt fyrir dómi. 

  Þegar sú ákvörðun liggur fyrir, þá fyrst er tímabært að ræða, hvaða breytingar þarf að gera á faglegum ráðningarferlum svo þau standist landslög og ráðast svo í þær breytingar. 

 

 


mbl.is Gat ekki sniðgengið matið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Augljóst er, þótt Jóhanna lögbrjótur segi ekki frá því, að hún lét það leka niður allan ráðningarferilinn að hún vildi ekki þessa konu heldur strákinn. Svo bara pantaði hún álit sem hún vildi fá sem setti konuna númer 5 en strákinn no 1 og bingó, strákurinn var ráðinn. Þetta er svo augljóst og heilög Jóhanna getur ekki logið sig frá þessu ferli. Svo einfalt er þetta mál og hún á að segja af sér, svona skell getur hún bara ekki setið uppi með.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1627

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband