Leita í fréttum mbl.is

Ekki eina ráðningarferlið 2010 sem að var klúður!!!

Það er nú ekki því miður ekki svo að skrifstofustjóraráðningin, hafi verið eina ,,ráðningarklúður" ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2010.

 Ásælni Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, í  að fá sinn mann í stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, eyðinlagði fyrra ráðningarferlið við veitingu stöðunnar og seinkaði ráðningunni um nokkra mánuði.  Var stofnuð einhvers konar ,,valnefnd" eftir þrátefli ráðherrans og stjórnar ÍLS. 

Sú kona sem stjórnin vildi ráða frekar, þann sem ráðherrann telfdi fram, dró þá umsókn sína til baka.  Enda bara eðlilegt.  Varla hægt að ætlast til þess að sæmilega þenkjandi fólk, taki þátt í sirkusi sem þessum.  Nafn hennar var einnig ekki á meðal umsækjenda, er auglýst var aftur í stöðuna.

Það fór því svo að Guðbjartur Hannesson,  sem að varð félagsmálaráðherra (velferðarráðherra) í september að skipa í stöðuna, þremur til fjórum mánuðum á eftir áætlun.

 Einnig beitt Árni Páll sér af fullri hörku við að fá sinn mann í embætti Umboðsmanns skuldara.  Þar tókst honum ætlunarverk sitt, enda engin stjórn þar að þvælast fyrir honum, líkt og var hjá Íbúðalánasjóði. 

Skipun Árna Páls olli hins vegar mikilli ólgu í þjóðfélaginu, eftir að í fjölmiðlum birtust upplýsingar um vafasama fortíð í fjármálum, þess er ráðherrann skipaði í embættið.  Auk þess sem að mörgum þótti eðlilegra að sú sem að veitti Ráðgjafastofnun í fjármálum heimilana, forstöðu í nokkur ár, áður en að stofnunin varð að Umboðsmanni skuldara, með lagabreytingu, fengi starfið.

 Það fór því svo að sá sem skipaður var fyrst í embætti Umboðsmanns skuldara, sagði sig frá embættinu strax á fyrsta degi í embætti.  Meðal annars vegna þess, að ráðherrann hafi tilkynnt honum að hann ætti erfitt með að verja ráðninguna, pólitískt. 

Ráðherrann skipaði því að lokum, fyrrum forstöðukonu Ráðgjafastofu í fjármálum heimilana í embættið.

 Það er hins vegar ekkert ólíklegt, að ef að vilji ráðherrans í þessum málum hefði náð fram að ganga og þær konur sem gengið var framhjá, hefðu kært til Kærunefndar jafnréttismála, að niðurstaða kærunefndarinnar, hefði verið konunum í vil.

 Það má því alveg segja að ,,tæknileg atriði" hafi forðað hinni norrænu velferðarstjórn, er hefur kynjaða hagstjórn að leiðarljósi, frá því að brjóta jafnréttislöggjöfina í þrígang árið 2010.

 


mbl.is Treysta þarf ráðningaferlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1627

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband