Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Óljós stefna - í besta falli breytileg.

Það er ekki ofsögum sagt, að stefna stjórnvalda í sjávarútvegsmálum er óljós.  Í það minnsta er hún í besta falli breytileg.

Fyrir rúmu ári, þá lauk svokölluð sáttanefnd um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, störfum eftir ca. eins árs vinnu.  Vinnu þar sem leitað var álita víða og keyptar skýrslur úr háskólum um málefnið.  

Álitin og skýrslurnar voru svo notuð til þess að komast að þeirri niðurstöðu, sem fulltrúar stjórnvalda í nefndinni, ásamt nær öllum hagsmunasamtökum í greininni, skrifuðu undir.

 Það fór samt ekki svo, að farið væri að skrifa af fullum krafti, nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða.  Nei öðru nær.  Við tók vetrarlangt reipitog og hrossakaup stjórnarflokkana, er skilaði frumvarpi er lítið átti skylt við tillögur sáttanefndarinnar, sem að stjórnvöld höfðu þó, á sínum tíma samþykkt.

Var að lokum, á síðustu dögum vorþingsins síðasta, frumvarpinu hent inn í þingið og í rauninni ætlast til þess að það rynni hratt og vel í gegnum þingið.  Þau áform mistókust, sem betur fer, að mestu vegna málþófs stjórnarandstöðunnar.

 Vart var búið að fresta þingi sl. vor þegar stjórnarþingmenn og í það minnsta einn ráðherra ríkisstjórnarinnar sögðu frumvarpið meingallað.  Siðan hafa fleiri úr stjórnarliðinu bæst við og enginn þeirra er komu að ritun frumvarpsins, vilja kannast við það, nema þá helst sjávarútvegsráðherra. 

Reyndar hljóta stjórnarliðar, er nú sjá frumvarpinu allt til foráttu, alvarlega að íhuga að þakka stjórnarandstöðunni fyrir allt málþófið sl. vor.  Án þess sætu þeir eflaust sveittir við að semja breytingar, á nýsamþykktum lögum um stjórn fiskveiða.


mbl.is Stefna stjórnvalda óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá Icesaveupprifjun.

Margir þeirra er börðust hvað harðast fyrir því að Svavarssamningurinn í Icesaedeilunni, yrði samþykktur og reyndar samningurinn hans Indriða líka, tala nú eins og öll þessi barátta andstæðinga samningana, hafi verið ys og þys út af engu.  Þrotabú Landsbankans dugi líklegast fyrir innistæðunum.

Það er vissulega rétt, að líklega getur þrotabúið borgað þessar innistæður.  En hver hefði þá borgað alla þessa vexti, sem voru á bæði Svavars og Indiðasamningunum?  Eða er fólk búið að gleyma þeim?  Er það kannski valkvæð gleymska?

Vextirnir af áðurnefndum samningum, hefði annar hvor þeirra orðið að lögum, voru upp á hundruðir milljarða og stór hluti þeirra, væri nú þegar greiddur, eða ca 100 milljónir, hvern einasta dag í ca. tvö ár.

Þá upphæð hefði þrotabú bankans aldrei borgað, enda vextir ekki meðal forgangskrafna í búið, líkt og innistæðurnar eru.  Vextirnir hefðu meira að segja, verið það aftarlega í kröfuröðinni, að nær öruggt er að sá kostnaður hefði fallið á skattgreiðendur dagsins í dag og á skattgreiðendur framtíðarinnar. 

Eitthvað hafa já - sinnar viljað láta að því liggja, að óleyst Icesavedeila, hafi valdið hér fjárfestingarfrosti og tafið atvinnuuppbyggingu í nokkur ár.  En það vita það allir sem það vilja vita, að svo er ekki. Fjárfælinguna og atvinnusköðunina, á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og meðhlauparar hennar, alveg skuldlaust.

Líklegast er að hinn einbeitti ásetningur Jóhönnustjórnarinnar og meðhlaupara hennar, að koma Íslandi inn í ESB, hvað sem það kostar, ástæða þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, lagði sig fram með þunga er raun var á, að fá þessa þjóðhættulega samninga samþykkta.  

Og það sem meira er, að ASÍ var beitt fyrir vagninn, reyndar án þess að spyrja félagsmenn, til þess að koma Icesaveklafanum á skattgreiðendur.  Skattgreiðendur, sem margir hverjir, teljast til skjólstæðinga ASÍ, sem gæta á hagsmuna þeirra. 

Fjárfestar hafa ekkert sett Icesavedeiluna fyrir sig og velflestir ekki minnst á hana einu orði.  Það sem stendur helst í þeim, er ríkisstjórn hér á landi sem berst með kjafti og klóm, gegn öllu sem kallast fjárfesting og atvinnusköpun.

Hins vegar hafa ófáir kommisarar ESB og aðrir er hafa eitthvað með það að gera fyrir hönd ESB,  að hleypa Íslandi inn í ESB, fari svo að Alþingi fyrir hönd þjóðarinna, samþykki inngöngu, allir sagt að óleyst Icesavedeila hindri inngöngu Íslands í ESB, þó allt annað væri frágengið.


Ofnotaði frasinn!!

Frasinn ,,klappstýra útrásarinnar" heyrist gjarnan þegar forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafnar Icesave, eða þá skýrir það út fyrir forsætisráðherra, að það sé forsætisráðherra sem framkvæmir vald forseta, en ekki öfugt.

Eflaust má vera vitur eftir á (reyndar mörgum þeim er beita frasanum það ómögulegt að vera vitrir í núinu) og segja forsetann hafa gengið of langt í því að halda veislur og halda ræður fyrir útrásarvíkingana.

Einnig ber að líta til þess að margir þeirra er ,,frasann" básúna og meðhlauparar, voru ekki síðri ,,klappstýrur útrásarinnar" en Ólafur Ragnar.  Þó ekki hafi það kannski verið á jafn áberandi og opinberan hátt.

Össur Skarphéðinsson, hefur sagt í þingræðu, að andstöðu Samfo við fjölmiðlafrumvarpið um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar, megi að stórum hluta rekja til nýákominna tengsla flokksins við ákveðna viðskiptablokk (Baug). Ætti hann nú að vita sitthvað hvað þetta varðar enda var hann formaður Samfylkingarinnar á þessum tíma.

Þegar rannsókn og málaferli í stærsta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar stóðu yfir, þá býsnaðist, stjórnarandstæðingurinn Jóhanna Sigurðardóttir yfir því hvað sú rannsókn og málaferli kostuðu mikið og taldi tíma og pengingum betur varið í eitthvað annað.

Róbert Marshall, núverandi formaður Allsherjarnefndar, þáverandi fréttamaður á Baugsmiðli, sendi tölvupósta um allar koppagrundir og hvatti fólk, hvort sem það væri andvígt, fylgjandi fjölmiðlafrumvarpinu, eða bara yfirhöfuð vissi út á hvað lögin gengu, að skrifa undir áskorun til forsetans um að synja lögunum staðfestingar.

Telur fólk kannski að þetta samfylkingarfólk, hefði beitt sér á þennan hátt í þágu Baugs, hefði það vitað, hvað myndi gerast hér í okt 2008? 

Líklegast telur fólk ekki svo vera.  Er þá einhver ástæða til að halda, að Ólafur Ragnar Grímsson, hafi séð það fyrir er gerðist hér í október 2008?


mbl.is Fordæmalausar bréfaskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetakosningar NATO og tillögur stjórnlagaráðs.

Allir þingmenn Vg. nema þeir Steingrímur J. og Jón Bjarnason, hafa ásamt þeim Atla Gíslasyni og Birgittu Jónsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu, þess efnis að þjóðin skuli fá að kjósa um mitt næsta ár um áframhaldandi aðild að NATO.

 Um mitt næsta ár, er ca. þegar forseta kosningarnar verða og samhliða þeim vill Jóhanna láta kjósa um frumvarpið er verktakarnir 25 er kallaðir eru stjórnlagaráð skrifuðu. Fínt að fá  NATO líka með  í púkkið og auðvitað ætti einnig að kjósa til þings líka, þó svo að nauðsynlegt sé reyndar að þingkosningar verði mun fyrr.  

Hins vegar man ég ekki betur, að ekki hafi verið hægt að kjósa aftur til stjórnlagaþings, eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna til stjórnlagaþings,  samhliða Icesavekosningunum hinum síðari, þar sem Icesave hefði yfirskyggt heilagleika stjórnlagaþingsins.
En eru ekki líkur á því að forsetakosningar og jafnvel kosning um NATO, yfirskyggi ekki algjörlega, heilaga ritningu verktakana 25?


Bankasýsla og trúverðugleiki.

 Í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld, birtist Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,  og talaði um af dramatískum þunga, að trúverðugleiki Banaksýslu ríkisins væri í veði. Það kæmi ekkert annað til greina, til þess að bjarga honum, en að ráðning Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins yrði dregin til baka.

Stöldrum nú aðeins við.  

Hver væri trúverðugleiki Br ef að stjórn hennar ræki þann sem hún mat  hæfastan þeirra er sóttu um starfið?  Og ekki nóg með það, heldur rökstuddi stjórnin  þetta mat sitt á hæfni Páls, er fjármálaráðherra bað um rökstuðning fyrir ráðningunni.  Væru það trúverðug vinnubrögð stjórnar Br?  

Er ekki réttast að hætta að horfa á það, hver var ráðinn og horfa til þess hver réð hann?  Það er öllum frjálst að sækja um störf er losna hér á landi og það er ekki ákvörðun þeirra er sækja um, hvort þeir fái starfið eða ekki. 

Er það þá ekki meint dómgreindarleysi stjórnar Br, sem rýrir trúverðugleika Br? Eru það þá ekki rétt vinnubrögð að krefjast afsagnar, eða setja af stjórn Br og láta nýja stjórn ákveða, hvað verði um Pál?

En hver er trúverðugleiki þeirra stjórnarþingmanna, sem Sigríður Ingibjörg talaði fyrir í fréttum Sjónvarps? Greiddu þeir ekki allir atkvæði með stofnun Bankasýslu ríkisins, sem hefur þann tilgang m.a. að rjúfa pólitísk tengsl við bankakerfið?  Hver er trúverðugleiki þeirra þingmanna, er hafa svo jafn grímulaus pólitísk afskipti að Bankasýslunni vegna þess að þeir eru ósammála ákvörðun stjórnar hennar?


Ráðningahremmingar hinnar gagnsæju tæru vinstristjórnar.

Á tveimur og hálfu ári hefur eftirfarandi gerst:


1. Ráðning seðlabankastjóra. Reynt að lauma inn óupplýstum en umsömdum launakjörum seðlabankastjóra í gengum stjórn bankans.
2. Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Til þess þurfti tvö ráðningarferli, þar sem uppáhald ráðherra málaflokksins, naut ekki stuðnings stjórnar í fyrra ferlinu. Ráðherrauppáhaldið og sá/sú sem meirihluti stjórnar vildi ráða sóttu ekki um í seinna skiptið
3. Umboðsmaður skuldara ráðinn, rekinn og nýr ráðinn, þar sem ráðherra gat ekki varið ,,pólitískt" ráðningu þess fyrri.
4. Ráðinn skrifstofustjóri í Forsætisráðuneytið. Jafnréttislög brotin.
5. Ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Handrit að uppsögn þess er ráðinn var og ráðning á öðrum í embættið í smíðum.


Er þetta ekki bara nokkuð vel að verki staðið, á bara tveimur og hálfu ári?


Kjánaleg krafa. Hvað með stjórn Bankasýslu ríkisins???

Af hverju byrja þessir stjórnarþingmenn ekki á réttum enda?  Afhverju krefjast þeir þess ekki að fjármálaráðherra setji þessa stjórn af? 

Það var jú sú stjórn, með aðstoð Capacent, sem taldi Pál hæfastan í starfið.  Telji þessir stjórnarþingmenn að dómgreind stjórnar Bankasýslu ríkisins sé ábótavant, þá batnar dómgreind stjórnarinanr ekkert, þó starfið verði auglýst að nýju. 

Eins þurfa þessir stjórnarþingmenn að rökstyðja það á hvaða hátt, þeir telja ákvörðun stjórnar Bankasýslu Ríkisins ranga.  Sá rökstuðningur verður að byggja á einhverju öðru, en því að sá sem fékk starfið, heiti Páll Magnússon og sé framsóknarmaður.

Að öðrum kosti er þetta bara fálmkennt lýðskrum þessara stjórnarþingmanna, í von um skjótfengnar, en að öllum íkindum skammvinnar, vinsældir.


mbl.is Þingmenn vilja ekki Pál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingin heldur áfram.- Rannsókn strax !!!

Á meðfylgjandi skjali frá upplýsingarfulltrúa bankans sést, að þær aðgerðir sem bankinn hefur beinlínis farið í ótilneyddur", eru vel innan við helming af heildarupphæðinni, eða ca. 25 milljarðar.  Hæstaréttardómur um gengistryggð lán, dekkar svo ca. 35 milljarða.

Eins og gefur að skilja, þá hafði bankinn ekkert val vegna gengislánadómsins og þær niðurfellingar hans vegna því ekki ákvörðun bankans, heldur Hæstaréttar.

Það er reyndar með lífsins ólíkindum, að stjórnvöld og fjármálafyrirtæki, skuli leyfa sér það að taka gengislánin alltaf með sem niðurfærslur á lánum heimilana.  Samkvæmt þeirri tölu sem stjórnvöld og bankarnir hamra á, þá má eingöngu rekja ca. 20% af heildartölunni til beinna aðgerða bankana til leiðréttingar á lánum heimilana, hitt áttatíu prósentin, eru tilkomin vegna gengislánadóms Hæstaréttar og hefðu alltaf orðið hvort sem er, þó fjármálafyrirtækin hefðu hunsað, með öllu, kröfuna um niðurfellingu á lánum heimilana.

Einnig er það með ólíkindum að sá afsláttur sem bankinn segist hafa fengið er hann keypti þau af þrotabúi Gamla Landsbankans, er 32 milljörðum lægri, en tölur Fjármálaráðuneytisins.  Fjármálaráðuneytið segir rúmlega 78 milljarða, en bankinn aðeins 46 milljarða.

Það verður ljósara með hverri tilkynningu frá fjármálafyrirtækjum og stjórnvöldum, að nauðsynlegt er að fela óháðum aðila, t.d. Ríkisendurskoðun, að rannsaka einkavæðingu bankana, hina síðari. Þó ekki  væri nema til þess að  fá botn í allt þetta talnarugl og talnablekkingar sem tröllríða hér öllu hér, sem aldrei fyrr.


mbl.is Yfir 60 milljarðar í niðurfærslu lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju í veröldinni.....

...stóð þá Steingrímur ekki á því, að skrifað yrði frumvarp upp úr niðurstöðu sáttanefndarinnar?  Í stað þess að hann hefði beitt sér af viti í málinu, þá hefur afgreiðsla nýrra laga um stjórn fiskveiða tafist að minnsta kosti um eitt ár, síðan svokölluð sáttanefnd, komst að niðurstöðu í málinu.

Tafir sem stafa fyrst og fremst af sundurlyndi stjórnarflokkanna.  Flokka sem lágu yfir málinu í átta mánuði og þvældu því fram og til baka, með alls kyns breytingum og öðru bulli.  

Útúr þessu öllu kom frumvarp, sem allir er komu að samningu á, segja meingallað, nema einn Jón Bjarnasón sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Þó að frumvarpið hafi síðastliðið vor verið kallað stjórnarfrumvarp, þá naut það ekki einu sinni nægs stuðnings innan stjórnarflokkana.

Það má í rauninni krefjast þess, að þeir stjórnarþingmenn er komu að ritun frumvarpsins, ættu að þakka stjórnarandstöðunni, fyrir allt málþófið sem varð við framlagningu málsins á síðasta vorþingi.  Án málþófsins, sætum við væntanlega í þeirri súpu, að vera með nýsamþykkt, meingölluð lög um stjórn fiskveiða og uppsiglingu væri að breyta þeim lögum, aðeins nokkrum mánuðum eftir að þau voru samþykkt.

Fólk getur gargað upp í Hádegismóa, á LÍÚ, á stjórnarandstöðuna og á  fleiri og sakað þá aðila um það hversu illa gengur að semja ný lög um stjórn fiskveiða.  Það breytir því hins vegar ekki að töfina á afgreiðslu málsins, eiga ríkisstjórnarflokkarnir skuldlaust.  Fulltrúar þeirra í sáttanefndinni, samþykktu fyrir hönd stjórnvalda tillögu sáttanefndarinnar. 

Það eru því fyrst og fremst almennt sundurlyndi stjórnarflokkana, smákónga og smádrottningarembingur  innan stjórnarflokkana, sem valda þessum flótta stjórnarflokkana frá þeim tillögum er þeir sjálfir samþykktu á sínum tíma.

 

 


mbl.is Lítið mál að klára sjávarútvegsmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur 80% , aðrir 20%

Bæði stjórnvöld og fjármálastofnanir segja að afskriftir þeirra til heimilana í landinu séu nú um stundir 164 milljarðar.

Það eru í rauninni mjög villandi  tala og í rauninni má segja hana ranga og saka þessa aðila um að fara með rangt mál.

 Inn í þessum 164 milljörðum eru þeir 131 milljarður, eða nærri 80 % af heildarupphæðinni,  sem að þær stofnanir er veittu gengistryggð lán voru dæmd til að ,,aðfskrifa", vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán.

Það er því alveg ljóst, að þó ekkert annað hefði skeð, varðandi skuldamál heimilana í landinu, en að Hæstiréttur, hefði dæmt gengistryggð lán ólögmæt, þá væri staða heimilana litlu verri en hún er í dag. 

Ef að skoðað er hvernig þessi lán skiptast milli fjármálastofnana, þá er útkoman ca. þessi: Íbúðalánasjóður 70%, lífeyrissjóðirnir 10 % og bankar 20%.

Eftir því sem ég kemst næst, þá buðu hvorki ÍLS eða lífeyrissjóðirnir upp á gengistryggð lán.  Það eru því bankarnir, sem sitja uppi með þennan 131 milljarð, sem hæstaréttardómur vegna gengistryggra lána, kleip af lánum heimilana. 

 Bankarnir sem eru bara með 20% lánana taka á sig 80% +, því eitthvað hafa þeir afskrifað, af lánum sem ekki voru gengistryggð. 

 Það er því orðið ansi lítið eftir af þessum 33 milljörðum, sem ekki lágu í gengistryggðum lánum, til að eyrnamerkja sem afskriftir ÍLS og lífeyrissjóðana.  

 Það er því alveg með ólíkindum, að Jóhanna Sigurðardóttir, sem notar sömu röngu tölu og fjármálastofnanir um afskriftir þeirra, til heimilana, tali um að bankarnir dragi lappirnar. 

Vissulega væri hægt að gefa stjórnvöldum ,,prik" fyrir að hækka vaxtabætur, ef þau stæðu ekki á sama tíma í massívum skattahækkunum, sem á endanum hækka lánskjaravísitöluna og þar með höfðuðstól þeirra lána sem vaxtabæturnar eru vegna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband