Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
30.10.2011 | 17:38
Fyrirsjáanleg ályktun til heimabrúks.
Ályktun Vg. um utanríkismál, er nánast eins og við mátti búast. Má segja að ,,hrós" forsætisráðherra um síðustu helgi, er Vg. var hrósað fyrir það að hafa komið aðildarumsókninni á koppinn, hafi endanlega neglt þessa ályktun.
Hins vegar er það svo og kannski það sem verra er, að ekkert verður gert með þessa ályktun svo heitið geti. Nema þá að menn muni skiptast á skeytum, hér í bloggheimum og á öðrum samskiptavefum netsins.
Hafi þingmönnum Vg. ekki verið það ljóst, er sótt var um aðild, að í umsókninni fælist vilji stjórnvalda til þess að undirgangast regluverk ESB og Lissabonsáttmálann, stjórnarskrá ESB, þá eru þessir þingmenn annað hvort ekki nægilega upplýstir um það er þeir greiddu atkvæði um eða þá að um valkvæða vankunnáttu sé að ræða.
Einu mögulegu undanþágurnar frá regluverki ESB og Lissabonsáttmálanum, eru einungis tiímabundnar og fyrst og fremst æltaðar að gefa nýrri aðildarþjóð, tækifæri til þess að aðlaga sig ESB, en ekki til þess að EBS geti aðlagað sig að þjóðinni. Eins og reyndar ályktun Vg. hljóðar upp á. Það ættu allir þeir að vita er sitja eða sátu landsfund VG.
Það verður samt sem áður að telja að ályktun þessi sé fyrst og fremst til heimabrúks, enda nær ógerningur að búast við því, að þeir þingmenn Vg. er hvað mest eru flæktir í ferlið, snúi af þeirri leið sinni.
En auðvitað gæti það gerst, að þingflokkur Vg. eða stór hluti hans, flytji í þinginu tillögu um að umsoknin verði dregin til baka, eða þjóðin fái að kjósa um hvort áfram skuli haldið, eða þá að þingflokkurinn styðji einhverja þeirra tillögu er fram hefur komið um sama efni og krefjist þess að einhver þeirra verði tekin á dagskrá þingsins. Á því eru hins vegar hverfandi líkur.
Ályktun um utanríkismál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 22:14
Aðdáunnarverð vorkunnsemi Steingríms J.
Frétt á ruv.is þar sem Steingrímur J. Sigfússon, ber af sér allt foringjaræði og brigsl um svik við stefnu Vinstrihreyfingarinnar grænt framboð, endar á þessum orðum Steingríms:
,,Hann sagðist fyrst og fremst finna til með kjósendum sem hefðu lagt mikið á sig við að koma Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttur á þing."
Steingrímur hlýtur þá einnig að finna til með kjósendum Borgarahreyfingarinnar, sem lögðu það á sig að mæta á kjörstað, svo Þráinn nokkur Bertelsson, kæmist á þing.
Svo þegar Steingrímur kafar enn dýpra í sinn ,,mjúka innri mann" hlýtur hann að vorkenna kjósendum Vg. á landsvísu, sem allir lögðu það á sig að mæta á kjörstað og merkja við flokkinn. Flokkinn sem hafði jafnvel ákveðið, áður en loforðin voru gefin, að svíkja þau.
En vorkunnsemi Steingríms, hlýtur einnig að ná til þeirra fjölmörgu heimila í landinu, er hann seldi erlendum vogunarsjóðum veiðileyfi á.
Þarf styrk, trú og úthald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2011 | 21:15
Í kyrrstöðu, doða og niðursveiflu, er raunsæið svart á litinn.
Það skiptir nánast engu máli, hver dirfist að gagnrýna stefnu eða stefnuleysi hinnar norrænu velferðarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þeim sem verður slíkt á, er um leið, brigslað um svartsýni og niðurrif.
ASÍ eins og reyndar allir aðrir landsmenn, hafa í þrígang, árin 2009, 2010 og 2011, hlutað á forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur lofa 7000 störfum og þá helst við eitthvað, sem ríkisstjórn hennar, gerir sitt besta og vel það, í að koma í veg fyrir.
ASÍ var aðili að stöðugleikasáttmálanum, sem undirritaður var árið 2009 og svikinn, nánast áður en blek undirskriftana var orðið þurrt. ASÍ er líka aðili að viljayfirlýsingu er skrifað var undir fyrir rúmlega hálfu ári, vegna kjarasamninga. Þar hefur a.m.k. eitt atrið verið svikið. Hækkun skattþrepa fylgir ekki launavísitölu og af þeim sökum, verða laun að upphæð 217.000 kr.- skilgreind sem milliháartekjur í skattlagningu, frá og með næstu áramótum.
ASÍ sem og aðrir landsmenn, hafa einnig horft upp á vandræðagang ríkisstjórnarinnar, með endurskoðun á lögum um fiskveiðar. Töf á þeirri endurskoðun, strandar fyrst og fremst á sundurlyndi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Töfin kostar það svo að fyrirtæki í sjávarútvegi, halda að sér höndum hvað fjárfestingar varðar og uppbygging er skapað gæti fleiri störf og verðmæti í greininni, sitja á hakanum af þeim sökum.
Hin norræna velferðarstjórn hefur þvælst fyrir hverri einustu hugmynd sem fram hefur komið á Suðurnesjum, varðandi fjölgun starfa og verðmætasköpun. Skiptir það engu hvort það sé á sviði heilbrigðismála, flugrekstrarmála, gagnavera og lengi mætti telja. Þess ber þó að geta, að gagnaver Verne Holding fer í gang von bráðar, en þó varla með þeim krafti og vænst var.
Hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu hefur svo talað tungum tveim eða fleiri, þegar kemur að atvinnuuppbyggingu í orkufrekum iðnaði. Verið með álver í Helguvík og á Bakka á ,,planinu" í sínum kortum, þó efast megi stórlega um að ríkisstjórnin, hafi nokkurn tíman ætlað að gera sitt, til þess að þessi verkefni yrðu að veruleika. Þegar þetta er skrifað, eru efasemdir um hvort það borgi sig að hefja gerð Vaðlaheiðarganga, sem voru eitt af þessum verkefnum, sem stjórnvöld ætluðu að ráðast í, vegna þess að álverið á Bakka var blásið af.
Vel má vera, að stjórnvöld vilji ekki fleiri álver. En þá verða þau bara að tala það skýrt út og koma með eitthvað annað í staðinn. Það verður þá að kallast eitthvað annað en ,,eitthvað annað", sem er eitthvað óskilgreint, sem ekki einu sinni stjórnvöld vita hvað er.
Það hefur hingað til, í það minnsta, hvorki skapað störf eða verðmæti, að bíða eftir ,,einhverju öðru" sem enginn veit hvað er.
Svartsýni hjálpar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2011 | 21:06
Afskiptin sem ekki voru og verða ekki gerð opinber.
Rúmum þremur vikum eftir að stjórn Bankasýslu ríkisins kynnir Pál Magnússon til sögunnar sem nýjan forstjóra Br og Helgi Hjörvar ásamt fleiri þingmönnum úthropar þá ráðningu, ákveður stjórn Br að segja af sér. Degi síðar afþakkar svo Páll starfið.
Fjármálaráðherra, er ber pólitíska ábyrgð á Bankasýslunni, krafði þó í millitíðinni, stjórnina um rökstuðning fyrir ráðningu Páls, sem og hann fékk. Í þeim rökstuðningi, stóð stjórnin við sitt og færði rök fyrir ráðningunni.
Á þeim tímapunkti, var aðeins tvennt í stöðunni boðlegt, að taka rökum stjórnar Bankaskýrslunar og bakka þau upp, kaupi ráðherrann rökin. Að öðrum kosti, var að víkja stjórninni á grundvelli þess, að ekki hafi verið farið rétt að við ráðninguna.
Upphlaupið í þinginu og beiðni fjármálaráðherra um rökstuðninginn, eru fyrir utan einstaka yfirlýsingu stjórnmálamanna í fjölmiðlum, einu opinberu pólitísku afskiptin af ráðningu Páls.
Það er því nær óhugsandi að þau afskipti, ein og sér, hefðu dugað til þess að fæla bæði stjórnina og Pál frá.
Það er því líklegra en ekki, að armslengdin svokallaða, hafi verið lögð til hliðar og bæði ráðherra og einstaka stjórnarþingmenn, beitt þrýstingi, bak við tjöldin til þess að þvinga fram þessa niðurstöðu.
Skylda mín að tjá mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2011 | 19:54
Valkvæð armlengd.
Eitt af því sem átti að ná fram, með stofnun Bankasýslu ríkisins, var að skapa svokallaða ,,armlengd" á milli stjórnmálanna og fjármálakerfisins. Með öðrum orðum átti að klippa á pólitísk afskipti af fjármálakerfinu, að öðru leyti en að setja því lög til þess að fara eftir.
Við ráðningu Páls Magnússonar i embætti forstjóra BR, klofuðu stjórnarflokkarnir yfir þessa armlengd og höfðu uppi alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnarinnar, þ.e. höfðu pólitísk afskipti, með kröfunni um að ráðningin yrði dregin til baka.
Hreinlegra hefði verið að krefjast afsagnar stjórnar BR, enda eru afskipti sem þessi í raun vantraust á stjórnina og því í sjálfu sér eðlilegasti hlutur í heimi, að hún segi af sér, úr því að stjórnvöld höfðu ekki ,,pung" í sér að víkja stjórninni. Heldur beittu hana þrýstingi í gegnum þessi afskipti sín, sem voru opinber og eflaust líka bakvið tjöldin.
Armlengd þessa hefur Steingrímur J. notað sem flóttaleið, frá pólitískri ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum, hvað varðar eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Steingrímur hefur einnig ,,klofað" yfir þessa armlengd og í raun talið sig geta betur en Bankasýslan. Semsagt vantreyst henni, er hann tók þá ákvörðun að halda Bankasýsluni frá eignarhlutum ríkisins í SP-Kef og Byr. Sú ákvörðun fældi fyrri forstjóra úr embætti, enda sætti forstjórinn sig ekki við það vantraust sem fólst í ákvörðun og í raun lögbroti Steingríms, vegna Sp - Kef og Byrs.
Afskipti stjórnvalda af ákvörðunum stjórnarbankasýslunnar, hafa einnig gefið fordæmi að fleiri afskiptum af gjörðum, þeirrar stjórnar er við mun taka, fari svo að sú stjórn taki ákvarðanir sem ekki verða stjórnarliðum að skapi. Hvort sem það verði á sviði mannaráðninga eða annarra hluta.
Harmar afsögn stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2011 | 16:15
Það segir sig auðvitað sjálft......
... að baki umsókn verði að vera fyrir hendi vilji til þess að ganga þangað inn. Aðildarferlið sem slíkt, hefst í rauninni ekki fyrr en sú þjóð er sækir um, hefur ,,skoðað í pakkann" / ,,hvað sé í boði".
Pakkinn er löngu kominn. Hann innihélt skýrslu framkvæmdastjórnar ESB, um svör íslenskra stjórnvalda á spurningum ESB, um íslenskt lagaumhverfi og stjórnsýslu.
Þegar komið er þeim punkti í ferlinu, þá er búið að skoða í pakkann. Þá tekur við aðlögun á lögum og stjórnsýslu umsóknarríkis að ESB. Um þá aðlögun eru stjórnarflokkarnir langt því frá sammála.
Eins bent hefur verið á, alveg frá því að umsóknin var send út, þá býður ESB ekki upp á svokallaðar kynningarviðræður, vegna ESB-aðildar. ESB í rauninni krefst þess að vilji stjórnvalda umsóknarlandi, sé til inngöngu í sambandið. Aðildar/aðlögunnarferlið krefst þess að því stýri skýrt og óyggjandi pólitískt umboð frá báðum stjórnarflokkum, til þeirrar aðlögunnar sem að hér þarf að fara fram.
Slíku er ekki fyrir að fara, heldur svarar annar stjórnarflokkurinn, Vg. í hálfkveðnum vísum og útúrsnúningi, er á talsmenn hans í málaflokknum er gengið, til þess að fá uppgefna afstöðu flokksins til málefnisins.
ESB ætlast ekki til þess að aðildarumsóknir, séu notaðar sem skiptimynt í hrossakaupum, við stjórnarmyndanir. Líkt og varð raunin á hér á landi.
Þarf að byggja á vilja til inngöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2011 | 11:48
Gott og blessað en....
.... en verður þetta nokkuð meira virði, þegar til kemur en feitletruð kosningaloforð Samfylkingarinnar, vorið 2009 um Skjaldborgina víðfrægu? Slær hjarta Jóhönnu kannski með velferðarkerfinu í undanfara næstu kosninga, líkt og það sló með heimilunum í landinu, vorið 2009?
Hvernig á skapa þá tekjuaukningu er til þarf til þess að þetta geti orðið að veruleika, án þess rýra kjör almennings á annan hátt á móti?
Allar skattahækkanir og nýir skattar, rýra á endanum kjör fólks. Neysluskattar og skattar á atvinnulífið, gera ekkert annað en að hækka verðlag og þar með verðbólgu, sem hækkar svo höfuðstól lána hjá fólki með verðtryggð lán og leiguna hjá þeim sem kjósa að leigja.
Þannig að á endanum, þá borgar fólk til baka, auknar bótagreiðslur og jafnvel meira til, þegar allt kemur til alls.
Það eina er gerir raunhæfa úr þessum tillögum, komi þær til framkvæmda, er samhliða þeim eða jafnvel áður, hafi atvinnulífið náð stórum hluta vopna sinna, er það missti við hrunið.
Það er jú öflugt atvinnulíf sem skapar ríkissjóði þær tekjur sem hann þarf til þess að halda uppi öflugu velferðarkerfi.
Það er hins vegar margreynt og í reynd fullreynt, að stefna núverandi ríkisstjórnar, sem Samfylkingin er jú aðili að, mun ekki ná að blása lífi í þær glæður atvinnulífsins er enn loga og því síður ná að kveikja nýja elda.
Fæðingarorlof verði lengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2011 | 19:02
Eintóna blaður forsætisráðherra.
,,Við höfum þurft að glíma við stjórnarandstöðuna bæði á þingi og í fjölmiðlum sem hefur að stórum hluta verið óvenjulega heiftúðug og ómálefnaleg, og óvæntar ákvarðanir Hæstaréttar og forseta Íslands hafa reynt mjög á þanþol stjórnmálanna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar.
Það getur nú varla talist merkilegt, að forsætisráðherra í ríkisstjórn, hvar sem er í hinum vestræna heimi, þurfi að berjast við stjórnarandstöðu á þingi. Eða þá að fjölmiðlum í frjálsu landi dirfist það, að vera á móti stefnu þeirrar ríkisstjórnar, er er við völd hverju sinni.
Hvað forsetann varðar, þá ætti nú Jóhanna að fá hann Hrannar sinn, til þess að skrifa forsetanum þakkarbréf fyrir það, að hafa haft vit fyrir sér og meðhlaupurum sínum í Icesavedeilunni. Staða ríkissjóðs í dag, þó slæm sé, er þó barnaleikur miðað við þá stöðu er uppi væri, hefði annað hvort Svavars eða Indriðasamningurinn orðið að lögum.
Það er valkvæð gleymska Jóhönnu og meðhlaupara hennar, að gleyma þeim hundruðum milljarða sem ríkissjóður hefði þurft að reiða fram vegna þeirra vaxta er samið var um í ofangreindum samningum.
Það er reyndar vonandi rétt, að þrotabú Landsbankans, mun geta greitt þær Icesaveinnistæður er töpuðust við fall Landsbankans. Er því helst að þakka, að í neyðarlögunum var gert ráð fyrir því að innistæðurnar nytu forgangs. Vextina er samið var um hefði hins vegar ríkissjóður þurft að greiða og til þess þurft að auka lántökur ríkissjóðs um hundruðir milljarða. Enda vextir vegna Icesave ekki í kröfuforgangi.
Líklegast þarf líka Jóhanna að þakka stjórnarandstöðuni fyrir framlag sitt við það að stöðva framgang ,,Stóra frumvarpsins um stjórn fiskveiða. Eftir að hafa þvælt málinu vetrarlangt á milli flokka, eftir niðurstöðu sáttanefndarinnar er stjórnarflokkarnir skrifuðu uppá, var á síðustu dögum þingsins lagt fram frumvarp um stjórn fiskveiða.
Nær allir þeirra er komu að gerð þess frumvarps, sem og allir umsagnaraðilar, hafa sagt frumvarp þetta meingallað. Það segir sig því sjálft, að hefði stjórnarandstaðan hleypt málinu í gegn síðast liðið vor. Þá væru í gildi núna nýsamþykkt lög um stjórn fiskveiða, sem ekki einu sinni þeir flokkar er að samþykkt þeirra stóðu, væru ánægðir með.
Hvað Hæstiréttur kann að hafa gert á hlut Jóhönnustjórnarinnar, er ekki gott að segja, nema þó helst að hann úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ógildar. Nema ef að ske kynni að gengislánadómar Hæstaréttar hafi knúið ráðherra ríkisstjórnarinnar til þess að leggja fram frumvarp að lögum, sem ekki einu sinni ráðherranir sjálfir skilja, samanber skilningsleysi Árna Páls Árnasonar viðskiptaráðherra á eigin lögum um endurreikning á uppgjöri ólögmætra gengislána.
Samkvæmt stjórnarskrá, þá á Hæstiréttur að dæma eftir lögum. Finnist forsætisráðherra eitthvað upp á það vanta, þá á ráðherrann að nefna dæmi þess efnis og rökstyðja þau. En ekki grafa undan þessum æðsta dómstóli landsins, með lýðskrumskenndum upphrópunum og hálfkveðnum vísum.
Stolt af því að vera formaður áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2011 | 15:28
Lygar og sögufalsanir Jóhönnu Sigurðardóttur í 32 ár.
"Allt þetta tókst okkur af því að unnið var skipulega eftir plani A strax frá upphafi en ekki B plani Framsóknarflokksins eða D plani Sjálfstæðisflokksins sem fram komu þremur árum eftir hrun." Segir Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar í íþróttahúsi Vals á Hlíðarenda.
Það er að vísu satt hjá henni, að af skiljanlegum ástæðum, hefur enginn verið að vinna samkvæmt nýtilkomnum tillögum, sem efnahags tillögur Sjálfstæðis og Framsóknarflokks eru, áður en þær komu fram.
Lygin og sögufölsunin, sem Jóhönnu er svo töm, er hins vegar að, í orðum Jóhönnu fellst það, að þetta séu fyrstu og einu tillögur þessara flokka í efnahagsmálum frá hruni. Báðir flokkarnir, hafa í það minnsta þrisvar komið með efnahagstillögur frá hruni, vorið 2009 í aðdraganda kosninga og svo í þingbyrjun árin 2010 og 2011.
Reyndar er ekki hægt að segja að þessar lygar og sögufalsanir Jóhönnu, komi á óvart. Hennar stíll, allan sinn þingferil sem spannar heil 32 ár, hefur verið ósannsögli, samvinnutregða, frekjugangur og ódýrar lýðskrumsyfirlýsingar hennar, sem gjarnan hafa þó hljómað er hún hefur setið í stjórnarandstöðu. Nægir þar að nefna blaðagreinar hennar um afnám verðtryggingar og lækkunnar skatta á eldsneyti.
Hvorugt þessara atriða hefur Jóhanna hins vegar viljað snerta á, er hún hefur verið í aðstöðu til þess, sem ráðherra. Ríkisstjórn hennar, svokölluð ,,Norræn velferðarstjórn, hefur ríkisstjórnin hækkað alla neysluskatta og bætt inn nýjum, sem allir valda því að lánskjaravísitalan hefur hækkað og þar með höfuðstóll verðtryggðra lána.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur einnig svikið hvern einasta samning er hún hefur undirritað. Nægir þar að nefna stöðugleikasáttmálann, viljayfirlýsingu vegna síðustu kjarasamninga, auk þess sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur hlaupið sem fætur toga frá þeirri sátt er náðist í sáttanefnd um stjórnfiskveiða, er fulltrúar ríkisstjórninni í nefndinni, settu stafi sína við.
Við þetta má svo bæta framgöngu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave og vilja og/eða getuleysi stjórnarinnar í málefnum heimilana í landinu. Þeirra heimila er hjarta Jóhönnu, sló þó svo fallega með í kosningabaráttunni vorið 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir á alla möguleika á því að brjóta blað í alheimssögu stjórnmálana, þ.e. að vera kosinn lélegasti stjórnmálamaður, tveggja alda í röð.
Jóhanna sjálfkjörin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2011 | 21:09
Hægri - vinstri að deyja út??
Nú til dags, þykir það ,,hipp og kúl", að setja upp spekingslegan svip og tilkynna andlát vinstri og hægri pólitíkur. Sú andlátsfrétt er hins vegar stórlega ýkt og eins fjarri sanni og hugsanst getur.
Hugtökin sem slík, líða ekki undir lok, nema einhver taki sig til og breyti nöfnum þessara hugtaka. Hugtökin verða þó enn til, bara á nyjum ,,kennitölum" eða undir nýju nafni. En efnislega verða þau að mestu óbreytt.
Menn flokkast til hægri, vinstri eða jafnvel á miðjuna í pólitík, vegna viðhorfa sinna og lífsgilda. Fólk mun halda áfram að fæðast, sem temur sér ákveðin viðhorf og lífsgildi, svo mikið er víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar