Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
11.10.2011 | 19:58
Loksins marklaust þjóðaratkvæði. !!!
Eitt af því sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lofað þjóðinni, er að þjóðin fái að ráða því, hvernig ný stjórnarskrá kemur til með að líta út. Það loforð Jóhönnu er reyndar á pari við önnur loforð hennar, þ.e. að ekki standi til að standa við þau, eða það sé ekki mögulegt að standa við þau.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið á þingi síðan 1978. Á þeim tíma hefur hún undirritað drengskaparheit sitt að Stjórnarskrá Íslands, alls tíu sinnum.
Það væri freistandi að álykta að Jóhanna hafi aldrei í þessi tíu skipti lesið þessa stjórnarskrá er hún undirritaði drengskap sinn að. Í það minnsta, ætti sá einstaklingur, er les og skilur núgildandi stjórnarskrá, að átta sig á því, það er Alþingi sem er stjórnarskrár og löggjafinn, en ekki einhverjir verktakahópar sem stjórnvöld ráða til þess að skrifa tillögur að nýrri stjórnarskrá eða að nýjum lögum.
Einnig ætti Jóhanna að vita að þjóðaratkvæðagreiðsla, um tillögur stjórnlagaráðs, er með öllu marklaus og í rauninni ekkert annað en rándýr skrípaleikur.
Í 48.gr. núgildandi stjórnarskrá stendur: ,,Alþingismenn eru eingöngu bundnir eigin sannfæringu, en ekki boðum kjósenda sinna." Þetta þýðir m.ö.o. að þjóðaratkvæðið sem slíkt, hefur jafnmikið vægi og gildi og hver önnur Gallup-könnun og er í rauninni marklaust.
Einhverjir muna eflaust orð Jóhönnu vegna þjóðaratkvæðis um Icesave II. Það þjóðaratkvæði, kallaði hún marklausan skrípaleik, enda lægi nýr og betri samningur á borðinu. Sá samningur var nú ekki tilbúnari en það, að það liðu átta mánuðir, þangað til hann var undirritaður. Þeim samningi, Icesave III, felldi þjóðin einnig í þjóðaratkvæði, eins og flestir ættu að muna.
En hvað sem því líður, þá fær Jóhanna loksins marklausa skrípaleikinn sinn.
Enn rætt um stjórnlagaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2011 | 17:17
Íhugar Ögmundur afsögn?
Í tilefni af ráðningu Páls Magnussonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkissins, er rætt við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, á visir.is. Eftir honum þar er meðal annars haft:
,,Hann segir að sér finnist mikil áhöld um að þeir einstaklingar sem áttu beina aðkomu að ákvörðunum um bankakerfið í aðdraganda hrunsins veljist til ábyrgðarstarfa fyrir hönd hins opinbera á því sviði. "
Það hlýtur þá einnig að vera spurning, hvort menn með slíka fortíð ættu að vera ráðherrar. Ögmundur hlýtur því þessa stundina að íhuga það að segja af sér sem ráðherra.
Nema auðvitað að hann hafi verið, siðustu tíu árini fyrir hrun, ,,óvirkur" stjórnarformaður stærsta lífeyrissjóðs landsins, Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2011 | 19:29
Hin hliðin á málþófi -röng forgangsröðun.
Málþóf hefur þekkst á Alþingi, svo lengi sem undirritaður man. Málþófi er gjarnan beitt af stjórnarandstöðu hvers tíma, til þess að annað hvort fá málinu frestað um óákveðinn tíma, eða fá efni þess breytt.
Undirritaður man reyndar ekki hver staða t.d. heimilana og atvinnulífsins var, á þeim tímum er málþóf var stundað, hér áður fyrr. Undirritaður þorir þó, að fullyrða að hún hafi verið töluvert betri en hún hefur verið frá hruni.
Á síðasta vorþingi, þá var báðum kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar hent inn á þingið, örfáum dögum fyrir þingið og ætlast til þess að þau yrðu samþykkt, nánast án umræðu, enda lítill tími til umræðna, það sem eftir lifði þingsins.
Fyrst og fremst vegna þess hversu illa ígrunduð þessi mál voru, þó stjórnarflokarnir hafi tekið sér átta mánuði, eftir að sáttanefndin lauk störfum, til þess að skrifa frumvörpin, upphófst málþóf og stjórnarandstaðan sökuð um að tefja afgreiðslu annarra mála með því að leyfa ekki meingölluðu málinu að fljóta í gegn.
Miðað við yfirlýsingar flestra er komu að gerð stóra kvótafrumvarpsins, um meingallað frumvarp, þá má jafnvel fagna þessu málþófi. Enda liggur það í augum uppi, að hefði málið flotið í gegnum þingið sl. vor, þá stæðu nú fyrir dyrum, veigamiklar breytingar á nýsamþykktum lögum um stjórn fiskveiða.
Hverju löggjafarþingi lýkur með svokölluðu septemberþingi, septemberstubb. Á því þingi er ætlast til þess að þau mál er ekki náðist að afgreiða, áður en Alþingi fór í sumarfrí. Á lista síðasta septemberþings, voru ótal mál er ekki náðu í gegn sl. vor, sem þverpólitísk sátt var um.
Í stað þess að afgreiða þau mál er sátt var um, var farið í að ræða mál, sem öruggt var að lítil sátt var um í þinginu, stjórnarráðsfrumvarp Jóhönnu. Eins og við var að búast, upphófst þá málþóf og stjórnarandstöðunni enn og aftur sökuð um það, að halda öðrum málum í gíslingu með málþófinu.
Það var hins vegar vitað, áður en þessi ofangreind tvö mál, voru lögð fram, að töluvert ósætti væri um þau, og illmögulegt að afgreiða þau, á þeim stutta tíma sem var í boði til þess að afgreiða þau fyrir þinglok. (Reyndar tókst að afgreiða Stjórnarráðsfrumvarpið, en það var vegna breytingartillögu frá stjórnarandstöðuþingmönnum). Einnig voru þessi bæði mál þess eðlis, að þau máttu vel bíða þess, að heimilum og atvinnulífi væri komið á réttan kjöl.
Það er því allt eins ábyrgð stjórnvalda, er hafa dagskrárvaldið á Alþingi, að stór og umdeild mál, sem öruggt er að endi í málþófi séu lögð fram, í tímahraki, er alveg á pari við ábyrgð þeirra er halda málþófinu uppi. Enda er það nær öruggt að ríkisstjórn með ranga forgangsröðun og illa ígrundaðan málatilbúnað, fær málþóf reglulega í andlitið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2011 | 21:10
Geta stjórnvöld ekki ráðið fólk í embætti skammlaust????
Það heyrir nær til undantekninga, ef að einhver ráðning Jóhönnustjórnarinnar í hin og þessi embætti, vekur ekki hörð viðbrögð í samfélaginu.
Fyrst mætti telja ráðningu Más Guðmundssonar í starf seðlabankastjóra. Helstu viðbrögðin voru þó ekki vegna ráðningar Más, heldur vegna þess leynisamnings, um launakjör sín, sem hann virðist hafa gert við forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Í það minnsta, var fulltrúi Jóhönnu í stjórn Seðlabankans, Lára V. Júíusdóttir, sem með tilögu, runna undan rifjum Jóhönnu, um að hækka laun Más um 400 þús kr. umfram það kveðið var á um í opinberu útgáfunni um ráðningasamnings Más.
Ráðning framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs gekki ekki vandalaust fyrir sig, svo ekki meira sé sagt. Meirihluti stjórnar, hafði komið sér saman um að ráða einn umsækjandan, er stjórnarmeirihlutinn taldi hæfastan í starfið. Sú ákvörðun hafði hins vegar þann annmarka, að sá sem var fyrir valinu, var ekki sá umsækjandi, er þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason ætlaði að koma í starfið. Var málið því þæft og þvælt og endanum ákveðið að auglýsa stöðuna aftur. Hins vegar var Árni Páll þá farinn yfir í Efnahags og viðskiptaráðuneytið og kom ekki að ráðningu þess er ráðinn var að lokum.
Annað ráðningaferli sem Árni Páll klúðraði og það á svipuðum tíma og hann klúðraði ferlinu í Íbúðalánasjóði, var ráðning Umboðsmanns skuldara. Sá sem Árni Páll réð, þótti hafa það svarta fortíð í viðskiptum, að slík fortíð væri allt annað en æskileg, fyrir mann í þeirri stöðu. Eftir mikil blaðaskrif og harðorðar umræður í þjóðfélaginu, gefst Árni Páll upp. Hann hringir í þann sem hann réð, í þann mund er hann var að máta stólinn sinn í nýju starfi og segir honum að hann geti ekki varið ráðningu hans ,,pólitískt". Hörkklaðist kandidat ráðherrans úr starfi, áður en fyrsta degi í nýju starfi lauk.
Í einu ráðningarferlinu voru jafnréttislögin brotin. Það var þegar ráðinn var skrifstofustjóri í Forsætisráðuneytið. Það þótti kannski fyrst og fremst fréttnæmt, þar sem ráðuneytið, braut þau jafnréttislog, sem nú verandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, samdi frumvarp að og kom því í gengum þingið. Þar þrætti forsætisráðherra fyrir það að hafa brotið lög, þó svo að ráðningin væri á hennar ábyrgð. Enda hafi ráðningin verið svo ,,fagleg" og byggð á huglægu mati mannauðsfræðings. Fagmennska er hins vegar einskis nýt, ef hún brýtur lög.
Að lokum má svo nefna hina óskiljanlegu ráðningu í starf forstjóra Bankasýslunar. Þar var að öllum líkindum farið á svig við lögformlegt ráðningarferli og huglægt mat, enn eina ferðina, látið vera lögum æðra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2011 | 19:30
Jóhönnustjórnin og helförin að heimilunum í landinu.
Í hvert sinn sem umræðan um skuldavanda heimilana í landinu fer fram, hreytir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, ónotum í bankana og segir þá draga lappirnar.
En þegar umræðan berst í þær áttir að ekki hafi verið afskrifað eins og afskriftarými bankana gefur tilefni til, þá segir Jóhanna að það hafi nú verið afskrifað hellingur, eða 150 milljarðar. Tekur Jóhanna, líkt og bankarnir, með í þá tölu, tap bankana vegna gengislánadóms Hæstaréttar, sem er rúmlega hundrað milljarðir.
Þeir milljarðir, er féllu til vegna gengislánadómsins, eru þó ekki vegna aðgerða bankana eða ríkisstjórnarinnar, heldur vegna dóms Hæstaréttar.
Ef skoðað er hlutfall húsnæðislána, eftir fjármálastofnunum, þá er Íbúðalánasjóður með 70 % þeirra. Lífeyrissjóðirnir 10% og aðrar fjármálastofnanir með 20%.
Hins vegar náði gengislánadómurinn, eingöngu til annarra fjármálastofnana en Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðana.
Það segir okkur það, að megnið af meintum ,,afskriftum", koma frá þeim stofnunum, er buðu gengistryggð íbúðalán á sínum tíma. Það gerðu lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður hins vegar ekki.
Reyndar hafði ríkisstjórnin örlög heimilana í hendi sér, áður en þau einkavæddu banka og færðu þá kröfuhöfum þeirra.
Stjórnvöld brugðust hins vegar þjóð sinni, með því að selja kröfuhöfum bankana húsnæðislánasöfnin með miklum afslætti, án þess að hafa lækkað virði þeirra, áður en sú mikla eignatilfærsla fór fram. Stjórnvöld létu sér einnig í léttu rúmi liggja, þó þau hefðu undir höndum, lögfræðiálit um ólögmæti gengislána og seldu þau lánasöfn, sem ,,lögleg" lán, með miklum afslætti.
Hirðuleysi og vanræksla stjórnvalda lýsir sér best með því, að hefði gengislánadómurinn farið á versta veg, fyrir bankana þ.e. vextir lánana látnir standa, en gengistryggingin klippt burt líkt og kvað upp, þá hefðu stjórnvöld þurft að leggja bönkunum til fjármagn úr Ríkissjóði.
Það hefðu þau eingöngu þurft að gera, vegna þess að nýju bankarnir fengu gengislánasöfnin, sem ,,lögleg" lán, þrátt fyrir lögfræðiálitið um ólögmæti þeirra. Í stað þess tóku stjórnvöld þá ákvörðun, eflaust eftir þrýsting frá kröfuhöfum bankana, að heita kröfuhöfunum því, að færu gengislánin líkt og lögfræðiálitið benti til, þá myndi íslenska ríkið (skattgreiðendur) greiða kröfuhöfunum ,,tapið".
Reyndar hefur þetta litla sem gert hefur verið fyrir heimilin í landinu, afar litlu skilað. Þau heimili er fóru 110 % leiðina er hún stóð fyrst til boða, eru flest komin með sín lán upp í 130% eða meira og sum hver að fara aftur 110% leiðina.
Þessi 110% leið virðist því hafa verið vanhugsuð, frá upphafi, hafi staðið til að hjálpa heimilunum í landinu með þeirri leið. Nær hefði líklegast að færa lánin niður í það hlutfall sem þau voru í upphafi af heildarverði eignar.
Jóhanna Sigurðardóttir heldur því fram að ríkisstjórnin hafi nú lagt helling af mörkum. Meðal annars niðurgreitt vexti af húsnæðislánum, um marga milljarða.
Galli er hins vegar á þeirri gjöf Njarðar. Enda eru þessar niðurgreiðslur fjármagnaðar með skattahækkunum, er fara beint út í verðlagið og hækkar þar með lánskjaravísitöluna og höfuðstól lána þar með. Þannig að fólk er í raun að borga til baka ,,vaxtaafslátt" þann sem ríkisstjórnin býður. Bæði með hækkandi vöruverði, vegna áðurnefnda skattahækkana og hækkun lánskjaravísitölu.
Það er því varla ofsögum sagt, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, já þeirrar Jóhönnu er á hjartað sem slær með heimilunum í landinu, klappi heimilunum blíðlega á kollinn með annarri hendinni, en kýli þau köld í gólfið með hinni.
Sé hægt að segja að bankarnir dragi lappirnar við leiðréttingu skulda heimilana, þá er alveg hiklaust hægt að segja að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dregur ekki bara lappirnar í því máli sem og öðrum, heldur dregur hún heimilin í landinu á ansaeyrunum líka.
Ríkið þarf að borga fyrir frekari afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2011 | 21:36
Ferð án fyrirheits.
Hver einasti aðili, sem fer í samningaviðræður við annan aðila, setur sér markmið um það, hvað hann sættir sig við að fá útúr samningunum.
Jóhönnustjórnin með Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, í broddi fylkingar, veit hins vegar ekkert hvað hún vill fá út úr viðræðum við ESB. Stjórnin veit ekkert hvernig aðildarsamning hún vill gera. Hverning samning hún vill leggja fyrir þjóðina í ráðgefandi þjóðaratkvæði, sem reyndar er bara dýrari týpan af skoðanakönnun.
Enda verður ákvörðunin um aðild eða ekki tekin á Alþingi og hvergi annars staðar. Þar munu þingmenn, virði þeir stjórnarskrána, greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu, en ekki sannfæringu þjóðarinnar.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur formlega verið í þeirri vegferð er kallast aðildarviðræður í þrjá mánuði og veit ekki enn hvert hún ætlar. Hví skildi vera svo? Hefur sundurlyndisliðinu í gamla fangelsinu við Lækjartorg, ekki tekist að koma sér saman um þessi samningsmarkmið? Eða eru þau eins og allt annað hjá Jóhönnu stjórninni sveipað leyndarhjúpi?
Hvað sem öðru líður þá er Jóhönnustjórnin í ferð án fyrirheits. Slíkar ferðir enda oftar en ekki, óásættanlegum áfangastað.
Liggja samningsmarkmiðin ekki fyrir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2011 | 21:27
Á sama tíma að ári og vanrækslusyndir stjórnvalda.
Auk þessa verkefnis sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er falið að vinna, hefur Jóhanna kallað saman Reiknimeistarahópinn, sem var mikið í umræðunni fyrir ári síðan.
Hópnum er í rauninni falið það sama nú og fyrir ári síðan. Núna er það bara kallað ,,eitthvað annað".
Hvað hefur breyst á þessu ári, annað en að lán heimilana hafa hækkað meira. Stærstan hluta þeirrar hækkunar má rekja til, ólæknandi skattahækkunaráráttu stjórnvalda, er lekur beint út í verðlagið og hækkar þær vísitölur er lánin reiknast út fra.
Það skiptir hins vegar engu máli, hversu marga hópa Jóhanna skipar. Stærstan hluta af vandræðum heimilana, má rekja til vanrækslu stjórnvalda á tveimur þáttum.
Í fyrsta lagi vanræktu stjórnvöld skyldur sínar gagnvart heimilunum og reyndar þjóðinni allri, með því að láta svigrúmið ekki ganga til heimilana, áður en þau einkavæddu bankana á ný. Heldur afhentu nýjum eigendum bankana, lánasöfnin með fyrir mun lægra verð, en virði þeirra var (aföll) og þar með veiðileyfi á skuldara, heimilin í landinu m.a.
Og í öðru lagi, seldu nýjum eigendum bankana gengislánasöfnin, sem lögleg lán, þrátt fyrir að hafa undir höndum lögfræðiálit, er benti til ólögmætis þeirra.
Hagfræðistofnun skoðar verðtrygginguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2011 | 20:43
Hvað ef.........
...þjóðin hafnar tillögum Stjórnlagaráðs, í þjóðaratkvæði, sem er í rauninni ekkert annað en rándýr skoðanakönnun? Eða þá að kosningaþátttakan verður á pari við kosningaþátttökuna í stjórnlagaþingskosningunum ?
Ætli það hafi nokkuð að segja? Enda alþingismenn, eingöngu bundnir eigin sannfæringu sinni, en ekki reglum kjósenda sinna.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2011 | 22:29
Nærmynd af Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hjarta Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur ætíð slegið með heimilunum í landinu. Það aftraði henni þó ekkert í viðleitni þeirri að veita lífeyrissjóðum og nýjum eigendum bankana skotleyfi á heimilin og fyrirtækin í landinu.
Linnulausar árásir hennar á atvinnulífið, sér í lagi undirstöðuatvinnuvegina, með hótunum og formælingum og einbeittum ásetningi til þess að skapa ágreining, sem í rauninni leiðir ekkert annað af sér en vantrú fjárfesta á því að fjárfesta í íslensku atvinnulífi.
Ríkisstjórn sú er Jóhanna veitir nú forstöðu, skattleggur allt sem hreyfist, sem gerir heimilunum enn erfiðara að standa í skilum með lánin sín. Bæði vegna þess að tekjur heimilana minnka vegna allra þessara skattahækkana og vegna þess að skattahækkanir á atvinnulífið, renna flestar út í verðlagið og valda aukinni verðbólgu, sem hækka skuldir heimilana milljarða tugi ef ekki milljaraða hundruðir.
Að lokum má svo geta þess að jafnréttismálin hafa ætíð verið Jóhönnu Sigurðardóttur hugleikin. Svo hugleikin að þegar hún var félagsmálaráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009, stóð hún fyrir því að ný jafnréttislöggjöf var samin og samþykkt á Alþingi. Það var svo hins vegar forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir, sem braut þessi sömu jafnréttislög, er ráðinn var nýr skrifstofustjóri í Forsætisráðuneytið.
Bankarnir skili hagnaði til samfélagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2011 | 10:22
Málþóf borgar sig............ stundum.
Þó svo að stjórnarliiðum á Alþingi, á hverjum tíma, sé meinilla við málþóf,er alveg hægt að halda því fram að á þessu kjörtímabili, hafi málþóf og aðrar baráttuaðferðir stjórnarandstöðu og nokkurra villikatta úr Vg. borgað sig.
Fyrst má til taka Icesavemálið. Það er alveg ljóst, að hefði Svavarssamningurinn farið hægt og hljótt í gegnum þingið, þá hefðu hundruðir milljarða fallið á ríkissjóð. Þrotabú Landsbankans gamla, hefði ekki bætt það, nema að litlu leyti, við bestu mögulegu aðstæður, enda vextir mjög aftarlega í kröfuröðinni. Barátta stjórnarandstöðunnar og einstaka villikatta Vg. í málinu, skilaði því að lokum í þjóðaratkvæðagreiðslu tvisvar, þar sem ríkisstjórnin fékk í bæði skiptin háðulega útreið.
Annað mál má svo til taka, svokallað ,,Stóra kvótafrumvarp". Eftir árs vinnu sáttanefndar um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, þá tók það ríkisstjórnina ásamt völdum stjórnarþingmönnum heila átta mánuði að berja saman frumvarp um stjórn fiskveiða.
Þeir ráðherrar er höfðu beina aðkomu að málinu voru þau, Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, auk þess sem að Guðbjartur Hannesson, þá nýorðinn velferðarráðherra kom að málinu, þó ætla megi að aðkoma hans að málinu, hafi fyrst og fremst verið vegna þess að hann fór fyrir sáttanefndinni svokölluðu.
Auk ráðherranna komu svo nokkrir stjórnarþingmenn að gerð frumvarpsins. Frá Samfylkingu komu þau Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar og Róbert Marshall, en frá Vg. komu þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, Björn Valur Gíslason og Atli Gíslason, áður en hann sagði skilið við þingflokk Vg.
Frumvarpið var svo samþykkt af öllum ráðherrum í ríkisstjórn, auk þess sem báðir stjórnarflokkarnir samþykktu málið fyrir sitt leyti og leyfðu framlagningu þess á síðustu dögum síðasta vorþings.
Þrátt fyrir að strax hafi komið hörð gagnrýni á frumvarpið, úr öllum áttum, elfdust stjórnarliðar, við hverja gagnrýni á frumvarpiðí viðleitni sinni við að troða málinu í gegnum þingið, fyrir lok vorþingsins. Enda voru það bara, að sögn stjórnarliða, vondu kallarnir í LÍÚ og leiguþý þeirra sem andmæltu frumvarpinu.
Hófst þá enn og aftur málþóf og barátta stjórnarandstöðunnar í þinginu fyrir því að hindra framgöngu, vanbúins og vanhugsaðs máls í þinginu, sem stjórnarflokkarnir ætluðu troða í gegn, án þess að það virðist að hugsa um afleiðingar þess, ef að frumvarpið yrði að lögum. Þó stukku einstaka stjórnarliðar og í það minnsta einn ráðherra á vagninn með stjórnarandstöðunni og andmæltu frumvarpinu sl. vor.
Fór svo á endanum að málið var sett á ís og Sjávarútvegs og lanbúnaðarnefnd falið að safna enn frekari umsögnum um frumvarpið í sumar.
Nú þegar allar umsagnir um frumvarpið hafa komið í hús, hafa allir þeir er komu að gerð frumvarpsins, að Jóni Bjarnasyni undanskildum, afneitað frumvarpinu og vilja ekki kannast við að hafa komið að gerð þess. Segja þessir aðilar frumvarpið meingallað og varla brúklegt til þess sem því var ætlað.
Það hlýtur því að vera nokkuð borðliggjandi að ofantaldir stjórnarþingmenn og ráðherrar verða að svara því, hvað breyttist svona mikið í sumar, að mál sem var lífsins nauðsyn að troða í gegnum þingið sl. vor, nánast án umræðu, sé orðið meingallað og vart nothæft núna þegar Alþingi kemur saman að nýju á haustþingi? Var ekki talað við einn einasta umsagnaraðila á þessum átta mánuðum sem allur þessi fjöldi ráðherra og stjórnarþingmanna vann að gerð frumvarpsins? Eða var ekkert á þá hlustað? Eða þrífst kannski ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðruvísi en að hafa öll mál í ágreiningi, svo hægt sé að benda á óvini hinnar norrænu velferðar, sem ríkisstjórnin, með röngu, kennir sig við?
En hvað sem þessu öllu líður, þá hlýtur stjórnarmeirihlutinn og ríkisstjórnin að vera stjórnarandstöðunni, ævarandi þakklát, fyrir að hafa haft vit fyrir sér í þessum málum og hægt á og stöðvað framgöngu þeirra í þinginu, með málþófi og öðrum baráttuaðferðum. Annað væri bara dónaskapur.
Óvissa um gallað stjórnarfrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar