Leita í fréttum mbl.is

Smá Icesaveupprifjun.

Margir þeirra er börðust hvað harðast fyrir því að Svavarssamningurinn í Icesaedeilunni, yrði samþykktur og reyndar samningurinn hans Indriða líka, tala nú eins og öll þessi barátta andstæðinga samningana, hafi verið ys og þys út af engu.  Þrotabú Landsbankans dugi líklegast fyrir innistæðunum.

Það er vissulega rétt, að líklega getur þrotabúið borgað þessar innistæður.  En hver hefði þá borgað alla þessa vexti, sem voru á bæði Svavars og Indiðasamningunum?  Eða er fólk búið að gleyma þeim?  Er það kannski valkvæð gleymska?

Vextirnir af áðurnefndum samningum, hefði annar hvor þeirra orðið að lögum, voru upp á hundruðir milljarða og stór hluti þeirra, væri nú þegar greiddur, eða ca 100 milljónir, hvern einasta dag í ca. tvö ár.

Þá upphæð hefði þrotabú bankans aldrei borgað, enda vextir ekki meðal forgangskrafna í búið, líkt og innistæðurnar eru.  Vextirnir hefðu meira að segja, verið það aftarlega í kröfuröðinni, að nær öruggt er að sá kostnaður hefði fallið á skattgreiðendur dagsins í dag og á skattgreiðendur framtíðarinnar. 

Eitthvað hafa já - sinnar viljað láta að því liggja, að óleyst Icesavedeila, hafi valdið hér fjárfestingarfrosti og tafið atvinnuuppbyggingu í nokkur ár.  En það vita það allir sem það vilja vita, að svo er ekki. Fjárfælinguna og atvinnusköðunina, á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og meðhlauparar hennar, alveg skuldlaust.

Líklegast er að hinn einbeitti ásetningur Jóhönnustjórnarinnar og meðhlaupara hennar, að koma Íslandi inn í ESB, hvað sem það kostar, ástæða þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, lagði sig fram með þunga er raun var á, að fá þessa þjóðhættulega samninga samþykkta.  

Og það sem meira er, að ASÍ var beitt fyrir vagninn, reyndar án þess að spyrja félagsmenn, til þess að koma Icesaveklafanum á skattgreiðendur.  Skattgreiðendur, sem margir hverjir, teljast til skjólstæðinga ASÍ, sem gæta á hagsmuna þeirra. 

Fjárfestar hafa ekkert sett Icesavedeiluna fyrir sig og velflestir ekki minnst á hana einu orði.  Það sem stendur helst í þeim, er ríkisstjórn hér á landi sem berst með kjafti og klóm, gegn öllu sem kallast fjárfesting og atvinnusköpun.

Hins vegar hafa ófáir kommisarar ESB og aðrir er hafa eitthvað með það að gera fyrir hönd ESB,  að hleypa Íslandi inn í ESB, fari svo að Alþingi fyrir hönd þjóðarinna, samþykki inngöngu, allir sagt að óleyst Icesavedeila hindri inngöngu Íslands í ESB, þó allt annað væri frágengið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér væri skuldatryggingarálagið nálægt 6000 punktum og vextirnir fyrir lánunum til að borga hið óumbeðna lán væru að nálgast 80% eins og það er á Grikklandi nú.

Menn gleyma því þegar talað er um 5% morðvexti til "lánveitandans" hugumprúða, þá hefðum við þurft lán til að borga þá vexti og afborganir. Land með þá skuldsetningu sem þá blasti við byggi við sömu kjör og Grikkir í dag. 

Þetta gleymist oft þessum landsölumönnum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1624

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband