Leita í fréttum mbl.is

Blekkingin heldur áfram.- Rannsókn strax !!!

Á meðfylgjandi skjali frá upplýsingarfulltrúa bankans sést, að þær aðgerðir sem bankinn hefur beinlínis farið í ótilneyddur", eru vel innan við helming af heildarupphæðinni, eða ca. 25 milljarðar.  Hæstaréttardómur um gengistryggð lán, dekkar svo ca. 35 milljarða.

Eins og gefur að skilja, þá hafði bankinn ekkert val vegna gengislánadómsins og þær niðurfellingar hans vegna því ekki ákvörðun bankans, heldur Hæstaréttar.

Það er reyndar með lífsins ólíkindum, að stjórnvöld og fjármálafyrirtæki, skuli leyfa sér það að taka gengislánin alltaf með sem niðurfærslur á lánum heimilana.  Samkvæmt þeirri tölu sem stjórnvöld og bankarnir hamra á, þá má eingöngu rekja ca. 20% af heildartölunni til beinna aðgerða bankana til leiðréttingar á lánum heimilana, hitt áttatíu prósentin, eru tilkomin vegna gengislánadóms Hæstaréttar og hefðu alltaf orðið hvort sem er, þó fjármálafyrirtækin hefðu hunsað, með öllu, kröfuna um niðurfellingu á lánum heimilana.

Einnig er það með ólíkindum að sá afsláttur sem bankinn segist hafa fengið er hann keypti þau af þrotabúi Gamla Landsbankans, er 32 milljörðum lægri, en tölur Fjármálaráðuneytisins.  Fjármálaráðuneytið segir rúmlega 78 milljarða, en bankinn aðeins 46 milljarða.

Það verður ljósara með hverri tilkynningu frá fjármálafyrirtækjum og stjórnvöldum, að nauðsynlegt er að fela óháðum aðila, t.d. Ríkisendurskoðun, að rannsaka einkavæðingu bankana, hina síðari. Þó ekki  væri nema til þess að  fá botn í allt þetta talnarugl og talnablekkingar sem tröllríða hér öllu hér, sem aldrei fyrr.


mbl.is Yfir 60 milljarðar í niðurfærslu lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju byrjarðu þá ekki strax á rannsókninni í stað þess að gaspra hér?

Nonni (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 21:11

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hættum að skipta við þessar mafíustofnanir!

Sigurður Haraldsson, 14.10.2011 kl. 21:54

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Rannsóknin fer í gang á næstu dögum.  Jóhanna er búin að samþykkja nefnd þar sem HH á þrjá fulltrúa, SFF tvo, Árni Páll einn og Jóhanna einn.  Vonandi verður fyrsti fundur í síðasta lagi á mánudag.

Marinó G. Njálsson, 14.10.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1623

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband