Leita í fréttum mbl.is

Afhverju í veröldinni.....

...stóð þá Steingrímur ekki á því, að skrifað yrði frumvarp upp úr niðurstöðu sáttanefndarinnar?  Í stað þess að hann hefði beitt sér af viti í málinu, þá hefur afgreiðsla nýrra laga um stjórn fiskveiða tafist að minnsta kosti um eitt ár, síðan svokölluð sáttanefnd, komst að niðurstöðu í málinu.

Tafir sem stafa fyrst og fremst af sundurlyndi stjórnarflokkanna.  Flokka sem lágu yfir málinu í átta mánuði og þvældu því fram og til baka, með alls kyns breytingum og öðru bulli.  

Útúr þessu öllu kom frumvarp, sem allir er komu að samningu á, segja meingallað, nema einn Jón Bjarnasón sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Þó að frumvarpið hafi síðastliðið vor verið kallað stjórnarfrumvarp, þá naut það ekki einu sinni nægs stuðnings innan stjórnarflokkana.

Það má í rauninni krefjast þess, að þeir stjórnarþingmenn er komu að ritun frumvarpsins, ættu að þakka stjórnarandstöðunni, fyrir allt málþófið sem varð við framlagningu málsins á síðasta vorþingi.  Án málþófsins, sætum við væntanlega í þeirri súpu, að vera með nýsamþykkt, meingölluð lög um stjórn fiskveiða og uppsiglingu væri að breyta þeim lögum, aðeins nokkrum mánuðum eftir að þau voru samþykkt.

Fólk getur gargað upp í Hádegismóa, á LÍÚ, á stjórnarandstöðuna og á  fleiri og sakað þá aðila um það hversu illa gengur að semja ný lög um stjórn fiskveiða.  Það breytir því hins vegar ekki að töfina á afgreiðslu málsins, eiga ríkisstjórnarflokkarnir skuldlaust.  Fulltrúar þeirra í sáttanefndinni, samþykktu fyrir hönd stjórnvalda tillögu sáttanefndarinnar. 

Það eru því fyrst og fremst almennt sundurlyndi stjórnarflokkana, smákónga og smádrottningarembingur  innan stjórnarflokkana, sem valda þessum flótta stjórnarflokkana frá þeim tillögum er þeir sjálfir samþykktu á sínum tíma.

 

 


mbl.is Lítið mál að klára sjávarútvegsmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1625

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband