Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
9.6.2010 | 18:46
"Skrumskælt" Stjórnlagaþing eða björgun heimila og atvinnulífs?
Ég hef aðeins fylgst með umræðum á þinginu um Stjórnlagaþingið. Vissulega er þörf á því að breyta Stjórnarskránni og vissulega var það ein af kröfum "búsáhaldabyltingarinnar".
Segja má að krafan um Stjórnlagaþing hafi sprottið upp, vegna vantrausts á þingið, til þess að semja þjóðinni nýja Stjórnarskrá, þó svo að það stjórnarskrárbundið hlutverk þess.
Frumvarpið um Stjórnlagaþing, er einnig hjartans og reyndar algert forgangsmál, Forsætisráðherra. Mér finnst það samt frekar ólíklegt, að útgáfa Jóhönnu af frumvarpi til Stjórnlagaþings, sé eitthvað í ætt við meiningar þeirra, sem kröfðust Stjónlagaþings og lýðræðisumbóta í "búsáhaldabyltingunni.
Í ljósi þess að frumvarpið er "óskafrumvarp" Forsætisráðherra, er fjarvera ráðherra ríkisstjóranrinnar og stjórnarþingmann æpandi og þátttökuleysi þeirra í umræðum um frumvarpið, nær algjört. Og í raun vanvirðing við svona veigamikið mál, hversu fáir stjórnarþingmenn sjá sér fært um að taka þátt í umræðu um málið. Kannski er það nú bara svo að "kattasmölun" vegna frumvarpsins, sé lokið og afgreiðsla þess sé mikilvægari, en efni frumvarpsins og stjórnarþingmönnum finnist óþarfi að sýna málinu áhuga, hvað þá að tjá þingi og þjóð sína persónulegu skoðun og sýn á málið.
Í frumvarpi Forsætisráðherra um Stjórnlagaþing, er kveðið á um að kosnir verði 25-31 fulltrúi á "ráðgefandi" Stjórnlagaþing. Þar munu í raun allir kjörgengir menn, sem á því hafa áhuga vera í kjöri. Ráðgefandi Stjórnlagaþing, verður með öðrum orðum, nokkurs konar "málstofa" 25-31 fulltrúa, kjörna af þjóðinni. Ástæðan fyrir því að Stjórnlagaþingið verður ekki "bindandi" er sú að þá þyrfti til Stjórnarskrárbreytingu, eins og reyndar var gert í því frumvarpi sem lagt var fram fyrir kosningarnar vorið 2009, enda hefði þá verið hægt að kjósa um breytingarnar á tveimur þingum, með kosningum á milli. Sjálfstæðisflokkurinn, var þá andsnúinn frumvarpinu, enda fannst honum ekki nægjanlega, vel til vandað, enda Stjórnarskrárbreytingar, ekkert sem að menn "leysa með vinstri, með bundið fyrir augun". Sjálfstæðisflokkurinn bauð þá, til sáttar breytingu á grein 79, sem hefði gert alla stjórnarskrárbreytingar einfaldari og í raun gert kleift að núverandi frumvarp gæti verið um "bindandi", en ekki "ráðgefandi" Stjórnlagaþing. En það allt fór eins og það fór.
Á fyrsta starfstímabili Stjórnlagaþingsins er gert ráðfyrir einhvers konar þjóðfundum, víðsvegar um landið, líkt og var í Laugardagshöll síðast liðin vetur. Að þeim fundum loknum er svo gert ráð fyrir því að Stjórnlagaþingið setjist niður yfir niðurstöðu þessara "þjóðfunda" allra og sjóði saman drög að nýrri Stjórnarskrá, eða breytingum á þeirri "gömlu". Gert er ráð fyrir því í frumvarpi Forsætisráðherra, að allir þessir 25-31 fulltrúar Stjórnlagaþingsins, skili inn einróma niðurstöðu af vinnu sinni (hversu auðvelt sem að það kann nú að verða). Það er semsagt ekki gert ráð fyrir því að mismunandi sjónarmið og áherslur, rúmist í vinnu Stjórnlagaþingsins, sem að myndi leiða af sér, fleiri en eina mögulega útgáfu af nýrri Stjórnarskrá, sem Alþingi, tæki til efnislegrar meðferðar, heldur verður, bara ein niðurstaða, samþykkt einróma á Stjórnlagaþinginu í boði.
Í frumvarpi Forsætisráðherra um Stjórnlagaþing, er ekki gert ráð fyrir neinum reglum, um það hvernig frambjóðendur, til Stjórnlagaþingsins fjármagna sína kosningabaráttu og gætu því þess vegna, fjársterkir aðilar eða hagsmunasamtök, stutt(keypt) fulltrúa á Stjórnlagaþinginu, með fjármögnun auglýsinga.
Í frumvarpinu er eingöngu gert ráð fyrir því að Alþingi, falli efnislega um niðurstöðu Stjórnlagaþings, en gæti ef því sýndist svo, hafnað flestu eða öllu í niðurstöðu þess að breytt henni, þannig að hún yrði vart þekkjanleg.
Samkvæmt núgildandi Stjórnarskrá, er Alþingi, eini aðillinn sem sett getur þjóðinni og segja má því að Stjórnlagaþingið, sem talið er að kostað geti allt að 700 milljónum, verði nokkurs konar "málstofa" Alþingis og þingmönnum í rauninni fjölgað úr 63 í 88 til 94, tímabundið, þó þeir 63 sem á þingi sitja, hafi einir með lokaútgáfu af niðurstöðu Stjórnlagaþings að gera, eða taka ákvörðun varðandi niðurstöðu þess.
Á þessari upptalningu má sjá að frumvarp Forsætisráðherra, er líkast til nokkuð fjarri hugmyndum "búsáhaldabyltingarinnar" um lýðræðisúrbætur. Það er því varla ósanngjörn krafa, að málefnum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, verði fundin farsæl lausn, áður en dýrmætur tími þingsins, verður notaður til umræðu um "Málstofu Alþingis vegna Stjórnarskrárbreytinga".
Eins og Steingrímur J. Sigfússon segir, þa er engin eftirspurn eftir "málþófi og upplausn". En hitt er samt alveg klárt að það er meiri eftirspurn eftir aðgerðum þings og ríkisstjórnar, til lausnar á vanda heimilana og fyrirtækjana í landinu, sem í raun kæmu í veg fyrir upplausn í þjóðfélaginu.
Eftirspurnin eftir aðgerðum er slík, að ef að ekki verður farið í raunhæfar aðgerðir sem virka, þá mun verða rík eftirspurn, eftir nýjum stjórnvöldum, hjá þjóðinni.
Málþóf á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2010 | 09:25
Már morgunfúll, eða ekki hefð í "hinum alþjóðlega seðlabankastjóraheimi, að veita viðtöl fyrir kl 9 á morgnana?
Ég heyrði fyrst af þessum samningum í Morgunútvarpi Rásar2 áðan. Þar kom fram reynt hafi verið að fá Má Seðlabankastjóra í viðtal, vegna samningsins. Hann neitaði því, á þeim forsendum, að hann mætti ekki í fjölmiðlaviðtöl fyrir klukkan níu á morgnana.
Það minnti mig á önnur samskipti Más við blaðamann, sem reyndi að hringja í hann útaf einhverju, sem var þá í gangi. Blaðamaðurinn fékk þau svör, að það þekktist ekki í hinum "alþjóðlega seðlabankastjóraheimi", að menn gætu bara hringt sisvona í Seðlabankastjóra og spurt hann út í eitthvað sem væri í umræðunni.
Það minnti mig líka á, að í tölvupósti sínum, til Jóhönnu í ráðningarferlinu, þar sem hann talaði um, að gæti litið ílla út fyrir hann "alþjóðlega seðlabankastjóraheiminum, ef hann væri á"of lágum" launum, það liti ekki traustvekjandi út.
Gjaldeyrissamningur við Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2010 | 14:00
Skildi "botn" Steingríms, vera norður í Þistilfirði?
Hvaða "botn" vantar Steingrím J. Sigfússon? Er maðurinn það "tregur" að hann áttar sig ekki á því, að miðað við þær upplýsingar, sem liggja fyrir, um störf þessara manna, efni Skýrslunnar, andmælum þessra manna við þeim "sökum" sem á þá eru bornar í Skýrslunni og með vísun í íslensk lög, að þá er ekki ástæða, til að rannsaka, eða reka gegn þessum mönnum sakamál?
Eða er steingrímur að ýja að því að skoðun setts saksóknara, á málum þessara manna, sé ekki nógu vel unnin? Eða ýjar hann að einhverju, sem valdið gæti "vanhæfi" setts saksóknara, til þess að rannsaka málið?
Séu skoðuð nokkur atriði í störfum Björns L. Bergssonar, setts saksóknara, þá væri hugsanlegt, mat á "vanhæfi" hans, frekar í þá áttina að hann væri "of" tengdur núverandi stjórnarflokkum.
Björn er meðeigandi á Mandat lögmannsstöfu, en þekktasti lögmaður þeirrar stofu er Ástráður Haraldsson sem gegnt hefur ótal trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græna. Björn og Ástráður hafa verið samferða mestallan sinn starfsferil.
Björn var líka formaður þeirra kærunefndar jafnréttismála sem komast að þeirri niðurstöðu að nafni hans Bjarnason hefði brotið jafnréttislög þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson var skipaður dómari við Hæstarétt.
Árið 2005 vann Björn ásamt Sif Konráðsdóttur lögfræðiálit fyrir þáverandi stjórnarandstöðu, núverandi ríkisstjórnarflokka, um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins.
Verði svona "hálfkveðnar vísur", meginstef í umræðu leiðtoga stjórnarflokkana, ef að "sekir" menn að þeirra mati, sæta ekki rannsókn eða ákærum. Þá má spyrja á hvaða hátt ummæli þeirra verða, þegar sérstakur saksóknari, með sitt áttatíu manna rannsóknarteymi, fer að beita sér af hörku, ætli þá verði, reynt að "klína" tengslum rannsóknarmanna, á einhvern, sem fær "of væga" meðferð að mati stjórnvalda?
Svo má að sjálfsögðu spyrja sig, hvað Fjármálaráðherra, sem fulltrúi Framkvæmdavaldsins, hafi með það að tjá sig með þessum hætti, um störf Dómsvaldsins? Honum ætti að vera ljós aðskilnaður, Framkvæmda og Dómsvalds, samkvæmt Stjórnarskrá, eða hvað?
Ekki rannsókn að svo stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2010 | 13:19
113 Vælubíllinn
Forsætisráðherra og Forsætisráðuneytið, hafa haft rúman mánuð, til þess að gefa fullnægjandi svör, um það, hver gaf margumrætt loforð, um launakjör Seðlabankastjóra. Tímanum er hins vegar sóað í þrætur Forsætisráðherra, sem að hvaða sprúttsali sem er, gæti verið stoltur af.
Þrátt fyrir auknar og nýjar upplýsingar, sem benda til þess að einhver í Forsætisráðuneytinu, hafi "kippt" í einhverja spotta þegar kjör Seðlabankastjóra, voru ákveðin. Fram hefur komið að þegar Efnahags og skattanefnd, vann að nýjum Seðlabankalögum, að Kjararáð hafi talið það "réttast" að bankaráð Seðlabankans, tæki ákvörðun um önnur kjör, eins og t.d. eftirlaun og önnur atriði, sem falla ekki beint undir "eiginleg" mánaðarlaun Seðlabankastjóra. Fram kom í viðtali Helga Hjörvar,formanns Efnahags og skattanefndar, að frá Forsætisráðuneytinu hafi komið krafa eða "beiðni" um að við tillögu Kjararáðs, yrði bætt; "sem og önnur kjör". Á þeirri viðbót við tillögu Kjararáðs, byggði Lára V. Júlíusdóttir, tillögu sína um hækkun á launum Seðlabankastjóra, um 400 þús kr. Blygðunnarlaus afneitun Forsætisráðherra, á þætti eigin ráðuneytis á staðreyndum máls, sem reyndar hafa snúist upp í það, að Forsætisráðherra talar nú eins og ráðherra, hafi ekki hugmynd um hvað sínir undirmenn aðhafast eða hafa aðhafst í málinu. Engu líkara er, að tillaga þessi hafi dottið af himnum ofan í fang Láru V., eða þá að "the butler did it", hver sem þessi "butler" er nú.
Forsætisráðherra, tekur sér það "dómsvald" að ákveða, hverjir séu þess "verðir" að krefjast svara frá ráðherra og bendir í því sambandi að "fyrirspyrjandi", ætti nú bara að hafa sig hægan, vegna eigin styrkjamála, sem að "nota bene", eru upplýst að því leiti sem að lög í þessu landi krefjast og samþykkt af Ríkisendurskoðun.
Forsætisráðherra hefur einnig sáð illgresisfræjum á akur "Davíðshatara", með yfirlýsingum, um að birting Morgunblaðsins á gögnum, málinu tengdu, séu hluti af "einkaherferð" Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins að sér.
Björn Valur Gíslason, "Konninn" hans Steingríms J. (samanber Baldur og Konni), ryðst svo fram á umræðuvöllinn, og krefst svara í löngu upplýstu styrkjamáli Sjálfstæðisflokks gagnvart FL-group og Landsbankanum, til þess að slá enn frekar ryki í augu almennings, þ.e. að drepa málum á dreif, með óviðkomandi málflutningi.
Eftir situr, sama hversu milku ryki menn þyrla upp og hversu mörgum "drullukökum" og bendingum í allar áttir er beint, að ekki hefur enn borist skýrara svar, hver lofaði Má þessum launum, nema ef að vera skildi að "the butler did it" skildi vera "lokasvar Forsætisráðherra.
Eilífar sakbendingar á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2010 | 00:20
Þegar smjörklípa, verður að smjörfjalli.
Á fundi bankaráðs Seðlabankans, fyrir rúmum mánuði, ber Lára V. Júíusdóttir, samstarfs og vinkona Jóhönnu, til margra ára, fram tillögu um launahækkun til handa Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra og tilkynnir um leið að þetta sé til þess að uppfylla loforð sem gefið var í Forsætisráðuneytinu.
Í framhaldinu, birtir Mogginn fréttir af fundinum og tillögu Láru. Málið kemst að sjálfsögðu í frétttir, enda bar ráðningu Más upp á þann tíma, sem ný lög um það að laun embættismanna hjá ríkinu, skildu ekki vera hærri en laun forsætisraðherra.
Már Guðmundsson, er sóttur heim í Seðlabankann, þar sem fréttamaður Rúv ræðir við hann og er viðtalið sýnt í Kastljosi, sama kvöld. Þar talar Már um misskilning, enda myndu laun hans lækka, ef þessi 4oo þús kr., hækkun yrði ekki samþykkt, enda væri hann með ca 1570 þús kr. plús bílapeninga og lífeyrisréttindi. Már talaði reyndar eins og hann vissi ekki hvað hann hefði í laun, ( kannski borgað í evrum og kallinn ekki fylgst með genginu). Már tók einnig fram að hann hafi fært þá "miklu fórn" með því að yfirgefa gott djobb í Basel, til þess að taka að sér djobbið hér.
Svo bættist í umræðuna í Bloggheimum, bón Marðar Árnasonar, núverandi þingmann, eftir afsögn Steinunnar Valdísar, þar sem hann bað Má í lengstu lög að gera ekki Samfylkingunni það að þurfa að reka Láru V. og Björn Herbert, sem situr ásamt Láru fyrir Samfylkingu í bankaráðinu. Loka orð í "bloggi" Marðar má sjá hér að neðan:
"Svo máttu heldur ekki gera okkur í Samfylkingunni það að þurfa að fleygja fulltrúum okkar út úr stjórn Seðlabankans, þeim Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi og hinum kunna athafnamanni Birni Herberti Guðbjörnssyni. Nóg er nú samt með ýmislegt forystufé þessa dagana."
Jóhann var þráspurð í þinginu um málið, en þrætti fyrir allt eins og "sprúttsali". Í umræðu um fundarstjórn forseta, sem beðið var um í kjölfarið, þar sem að "þrætur" Jóhönnu voru gagnrýndar og endaði það með því, að Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar, segir Láru V. skulda Samfylkingunni, skýringu á þessu bulli sínu, að einhverju hafi verið lofað í Forsætisráðuneytinu. Var svo tillaga Láru dregin til baka, sjálfsagt í von um að málið gleymdist.
Líður svo og bíður og eftir tvo árangurslausa fundi í Efnahagsnefnd Alþingis, þar sem aðilar máls voru kallaðir fyrir og krafðir svara, bárust Mogganum tölvupóstar úr Forsætisráðuneytinu Þar sem launamál Más voru rædd og "fabúleringar" embættismanna á milli um, hvernig hægt væri að smeygja sér framhjá þessum nýju lögum um laun embættismanna ríkisins. Helgi Hjörvar formaður Efnahagsnefndar segir aðspurður, blaðamanni Moggans, að í störfum nefndarinnar þegar ný lög um Seðlabankann, hafi borist beiðni frá Forsætisneytinu, um lagabreytingu, sem gæti hækkað laun Más.
Í fyrirspurnartíma Alþingis þann 7. júni 2010, er Jóhanna spurð aftur um málið á grundvelli nýkominna upplýsinga. Þar tekur sig upp "sprúttsalasyndromið" á ný (þræturnar) og gekk Jóhanna það langt að frábiðja sér það að menn sem væru á gráu svæði, væru eitthvað að gagnrýna sín störf og síns ráðuneytis. Auk þess sem að ritstjóri Moggans var sakaður um "einkastríðsrekstur" gegn forsætisráðherra.
Jóhanna birtist svo í sínu þriðja Kastljósviðtali, síðan hún tók við forsæti í meirihlutastjorn vinstri manna. Þar talaði hún enn um það að menn á "gráu svæði" ættu bara ekkert með það að gagnrýna sín störf eða sitt ráðuneyti og yfirlýsingin um "einkastriðsrekstur" Moggaritstjórans var endurtekin. Jóhanna sagði svo að hún vissi bara ekkert hvað var rætt um í ráðningarferlinu í eigin ráðuneyti og þá varla hefur hún haft hugmynd um þau launakjör sem Má voru boðin þar.
Víða í "bloggheimum", reyna stuðningsmenn Samfylkingar og þimgmenn reyndar að kalla allt þetta mál bara "smjörklípu", sem að eflaust hefði verið rétt, ef að ráðningarferlið hefði bara verið útskýrt í upphafi og Jóhanna og hennar undirmenn, viðurkennt sína yfirsjón og eflaust verið fyrirgefið. En eilífar þrætur, yfirhylmingar og yfirklór forsætisráðherra, hafa breytt smjörklípunni í smjörfjall.
Pólitískt áhlaup á mig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2010 | 19:58
7. júní 2010 varla gleðidagur í sögu Samfylkingar.
Þegar í undanfara þingkosninga 2003, er Baugur og Samfylkingin, bundust tryggðarböndum (eins og Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður flokksins, viðurkennt að voru fyrir hendi), má segja að Davíðshatrið, hafi breyst úr því að vera "verulegt" yfir í "takmarkalaust". Eftir "staðfestingu tryggðarbandana, var ákveðið, að nú skildi forsætisráðherrastóllinn, tekinn af honum Davíð, svo hann hætti að ofsækja, þessa öndvegisfeðga, sem ráku þá Baug.
Eigi þóttu mannkostir, þáverandi formanns Samfylkingar slíkir (Össurar), að hann ætti eitthvað erindi eða samjöfnuð við Davíð. Var þá brugðið á það ráð, að sækja inn í Borgarstjórn þáverandi Borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu og var hún sett, til höfuðs Davíð, sem forsætisráðherraefni flokksins. Ekki varð þó Samfylkingunni, kápan úr því klæðinu, að fella Davíð, þrátt fyrir þungan og óvægin áróður gegn honum. En sú staðreynd breytti því samt ekki, að Baugur, fékk þó þá "aðstoð", sem ætlast var til með áðurnefndum tryggðarböndum, frá Samfylkingunni. Skýrasta dæmið því til stuðnings, er "Fjölmiðlafrumvarpið", sem Samfylkingin, barðist gegn með kjafti og klóm, alla leið til Bessastaða og linnti ekki látum, fyrr en forsetinn synjaði, nýsamþykktum Fjölmiðlalögum og vísaði þeim til þjóðarinnar. Samfylkingunni til mikillar gremju, fóru Fjölmiðlalögin, samt aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þau voru dregin til baka. Sé hugsað til þeirra orða Samfylkingarmanna, þegar það að draga lögin til baka, væri geræðisleg árás á lýðræðið, er athyglisvert að minnast áhuga Samfylkingarinnar eða öllu heldur áhugaleysi flokksins, gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave. Eins þótti Samfylkingunni, helst til miklu kostað við rannsókn og málarekstur Baugsmálsins.
Í aðdraganda bankahrunsins, þegar vitað var að þjóðin, var á leið til andskotans, þá gat ekki einu sinni þáverandi formaður Samfylkingarinnar, brotið odd af oflæti sínu, og látið af margra ári hatri og tekið orð, þáverandi Seðlabankastjóra, Davíðs Oddsonar af alvarleika og festu.
Síðast í morgun þann 7. júní 2010, þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þrætti eins og sprúttsali, fyrir þætti Forsætisráðuneytisins í launamálum núverandi Seðlabankastjóra, þrátt fyrir að samflokksmaður hennar Helgi Hjörvar, formaður Efnahagsnefndar Alþingis, hafi sagt að skipun um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, sem varða laun Seðlabankastjóra, gat hún ekki stillt sig um að hrauna yfir núverandi ritstjóra Moggans, Davíð Oddsson, fyrir það eitt að hafa flutt fréttir af "illalyktandi" ráðningarferli núverandi Seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar.
Sjöundi júní 2010, verður því seint talinn, gleðidagur í sögu Samfylkingarinnar.
Ekki tilefni til rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2010 | 09:58
Fórnarlamb femínískra skoðanna, eða?
Eflaust hafa einhver meiðandi ummæli fallið um Sóleyju Tómasdóttir í kosningabaráttunni, manna á milli , hvort sem það hafi verið í fjölmiðlum, eða bloggheimum og finnist henni að sínu mannorði vegið, þá er ekkert nema sjálfsagt að hún leiti réttar síns, eins og hún gaf í skyn að hún ætlaði að gera í viðtali við Morgunútvarp, Rásar 2.Enda algjör óþarfi að fólk leyfi því að líðast að á því sé brotið.
Það er og var vitað löngu áður en kosningabaráttan hófst að Soley væri umdeild fyrir "femínískar skoðanir" sínar, þó frekar megi búast við því að hún væri frekar umdeild, utan VG, en innan.
Í sama viðtali og ég vísaði í, hér að ofan, þá voru þær útstrikanir, sem hún fékk í borgarstjórnarkosningunum þann 29. maí sl. til umræðu og gaf Sóley þá helstu ástæðu fyrir þeim, eða öllu heldur, taldi þær vera vegna "femínískra" skoðanna sinna. Ekki ætla ég að "velta" mér upp úr því, hvort uppi sé innan raða VG, ágreiningur, um hversu "harða" stefnu, skuli reka, þar sem femínismi er annars vegar. En það er hins vegar óumdeilt, að kjör hennar í oddvitasætið, þótti mjög umdeilt innan raða VG, eða öllu heldur, þær aðferðir sem viðhafðar voru af stuðningsmönnum, hennar í kosningabaráttunni, fyrir kjörið og svo í "prófkjörinu", eða forvalinu, þar sem röð frambjóðenda var valin.
Þar var meðal annars talað um að Silja Bára Ómarsdóttir, kennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi hvatt nemendur sína til að kjósa Sóleyju í fyrsta sætið, hvort sem það hafi ráðið úrslitum, eða ekki. Einnig var talað um að Silja Bára, hafi á kjördag í forvalinu, keyrt um borgina með kjörgögn til þess að fólk, sem ekki mætti á kjörstað, gæti greitt Sóleyju atkvæði sitt. Þetta háttalag Silju Báru, þótti orka mjög tvimælis, þó svo að í ljós hafi komið að þau atkvæði sem aflað var með þessum hætti, hefðu ekki riðið baggamuninn. Það varð þó til þess að upp komu deilur um framkvæmd kosningarinnar, sem endaði með því að formaður kjörstjórnar Stefán Pálsson sagði af sér, auk þess sem einhverjar væringar voru á milli fylgismanna Sóleyjar og Þorleifs Gunnlaugssonar, sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu, en Þorleifur hafði verið oddviti flokksins í Borgarstjórn, eftir að Svandís Svararsdóttir, hvarf úr því sæti og settist í stól umhverfisráðherra.
Þó svo að sættir virðist hafa náðst, í það minnsta á yfirborðinu, milli Þorleifs og Sóleyjar, þá er ekki þar með sagt, að þær sættir, hafi eitthvað snert hjörtu allmennra flokksmanna, eða kjósenda flokksins. Enda þóttu vinnubrögð stuðningsmanna Sóleyjar í forvalinu vart lýðræðislegar, eða til fyrirmyndar. Einnig kann einhver áhrif að hafa haft á afstöðu kjósenda VG til Sóleyjar, að á Borgarstjórnarfundi, skömmu eftir "forvalshasarinn", sem að varaborgarfulltrúi Þorleifs sat, þá reyndi Sóley að "stjórna", því hvernig sá einstaklingur, greiddi atkvæði í Borgarstjórn.
Af þessari upptalningu, má alveg leiða að því líkum, að sá málflutningur, að Sóley hafi verið "fórnarlamb" femínískrar stefnu sinnar, sé kannski ekki nægur til að skýra þessar útstrikanir sem hún fékk í borgarstjórnarkosningunum. En hver dæmir bara fyrir sig.
p.s Ég vil biðja fólk, ef það sér sig knúið að tjá sig hér í ummælum, að halda sig við umræðuefnið og sleppa því, að kalla hlutaðeigandi ljótum nöfnum.
Kannar réttarstöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2010 | 12:23
Núna eða seinna?
Alveg óháð kostum og göllum, Hönnu Birnu og Bjarna, þá er hægt að setja stór spurningarmerki hvort að núna, sé tíminn fyrir formannsskipti.
Lög gera ekki ráð fyrir þingkosningum fyrr en eftir þrjú ár, hver sem svo raunin kann að verða. Spurning hvort það sé "hollt" fyrir flokkinn að hafa formanninn, utan þings allan þennan tíma. Formaðurinn yrði jú í Borgarstjórn, en líklegast í minnihluta.
Yrði kosið í haust eða næsta vor, þá gæti það verið viss áhætta fyrir flokkinn að vera nýbúinn að halda landsfund og skipta ekki um formann. Það má hins vegar líka, líta til þess, ef að fer sem allt lítur út fyrir að það fari, þ.e. að í uppsiglingu sé holskefla uppboða á heimilum fólks og gjaldþrot þúsundna fjölskylna í kjölfarið, ásamt ESB aðlögun og fleiri atriða, að stjórnarflokkarnir og formenn þeirra verði það "laskaðir", að formenn flokkana "ráði" vart úrslitum, heldur ástandið í þjóðfélaginu, fyrst og fremst. Auk þess er enginn "nýr" formaður í spilum stjórnarflokkana, sem gæti skipt þar sköpum.
Sé hins vegar kosið eftir 2-3 ár, þá gæti það verið sterkur leikur að "bíða" með formanninn, fram að landsfundi fyrir þær kosningar og vera þá með "nýjan og ferskan" formann í fararbroddi, verði staða Bjarna þess eðlis að flokkurinn skaðist á því að hann leiði kosningabaráttuna, sem formaður.
Þetta liti hins vegar allt öðruvísi út, væri flokkurinn í stjórn, þar sem þá væri möguleiki að "hórkera" þannig að formaðurinn yrði ráðherra og þar með með bein áhrif í landsmálunum.
Íhugar varaformannsframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2010 | 23:35
Bjarnfreðarson og starfsmaður á plani.
Eftir að hafa séð fréttir á RÚV og Kastljós í kjölfarið þar sem nýr meirihluti í Reykjavík, var áberandi á báðum stöðum, þá hafa ýmsar "pælingar" skotið rótum, í minn annars "ágæta" heila.
Í Kastljósinu sagð Jón Gnarr að hann hafi verið hræddur um að Samfylkingin hefði fengið paranojukast, hefði hann rætt við fulltrúa annara flokka, þrátt fyrir loforð í kosningabaráttunni um að gera slíkt. Með öðrum orðum, þá óttaðist Jón það, að ef hann myndi dirfast til að tala við aðra, þá sæi hann undir iljarnar á Samfylkingunni.
Líklegt er að Jón hafi einnig metið stöðuna sem svo, að hlypi Samfylkingin frá viðræðunum, þá hefði það skert mjög möguleika Besta flokksins að stjórna myndun meirihluta í borginni, þar sem honum finnst Sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa nógu líka stefnuskrá og markmið. Jón Gnarr er enginn asni og veit, að líklegra er ná saman við flokk, sem hefur innanborðs örvæntingarfullan oddvita, á "skilorði.
Vegna orða Jóns, má einnig leiða að því líkum, að samstarf allra borgarfulltrúana fimmtán, verði lítið sem ekkert við stjórn borgarinnar. Slíkt myndi ala á óöryggi innan Samfylkingarinnar, að vita til þess að Besti flokkurinn, gæti leitað þá stuðnings borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, með sín mál, væri andstaða við þau innan Samfylkingar. Einnig ætti Samfylkingin erfitt með að standa í skugga Sjálfstæðisflokksins í slíku samstarfi.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Þórhalls, sem var spyrill í Kastljósinu, um að fá svör við því hvað flokkarnir hyggðust gera á kjörtímabilinu, var fátt um svör. Reyndar var engu líkara að viðtalið við þá hefði verið tekið, daginn sem þeir byrjuðu að ræða saman, en ekki eftir 4-5 daga viðræður þeirra á milli. Eina sem að virtist vera á hreinu eftir allar þessar viðræður, var hver yrði Borgarstjóri og hver yrði Formaður Borgarráðs. Önnur mál voru "túlkuð", með orðunum "skoða" og "kanna" með einskis nýtum "bjánalegum" orðskrúð, umhverfis þessi tvö orð, ásamt "venjulegri" froðu úr munni Dags. Þar var ekki að finna eitt einasta orð um hvað þeir ætluðu að gera, vildu gera eða þyrftu að gera.
Ég hef svo þessa klukkutíma verið að fylgjast með viðbrögðum fólks við þessu Kastljós viðtali og tekið eftir því, að meðal Samfylkingarfólks, fær "spyrillinn" Þórhallur Gunnarsson, falleinkunn. Fyrir hvað get ég ekki skilið, enda reyndi Þórhallur að sækja svör, en ekki froðu, við sínum spurningum. Þórhalli var meira að segja, legið það á hálsi, að hafa gerst svo "djarfur" að þráspyrja þá kumpána, alvöru spurninga og enga þeirra um bandarísku seríuna "Wire" eða um ísbirni og tollahlið.
Reyndar fannst mér þetta viðtal ólíkt þeim "drottningarviðtölum" sem að fulltrúar stjórnarflokkanna hafa fengið í trekk í trekk í Kastljósinu. Einu alvöru viðtölin núorðið, eru þegar Helgi Seljan reynir að "hakka" í sig einhvern fulltrúa stjórnarandstöðunnar. Flest önnur pólitísk viðtöl Kastljósins, hafa meira líkst, vinaspjalli, heldur en heldur en viðtölum í fjölmiðli, sem að ber lagaleg skilda, til að sýna hlutleysi í fréttafluttningi og umfjöllun. Spyrja má hvort Þórhallur, hafi frekar viljað sjá sóma sinn í því að hætta sem ritstjóri Kastljósins, frekar en að mæta "kröfunni" um "roluleg og innihaldslaus" viðtöl?
Ætlar að vera skemmtilegur borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2010 | 18:49
Orkuveitan og Hellisheiðarvirkjun.
Ég las fyrr í dag, pistil eftir, Jónas Kristjánsson, fyrrv. ritstjóra DV. Þar hraunar hann yfir síðasta borgarstjórnarmeirihluta og þá sér í lagi Hönnu Birnu, fráfarandi borgarstjóra.
Helstu atriðin í skítkasti Jónasar, eru Hellisheiðarvirkjun og það sem hann kallar "Vesturlandsruglið", eða eitthvað í þá áttina.
Þessi "pistill" Jónasar, hljómar eins og hann hafi ekki verið með meðvitund, síðastliðin 10 -15 ár.
Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun, fyrsti áfangi, var boðin út 2003 eða 2004 og hófust framkvæmdir við hann, snemma árs 2005 eða síðla árs 2004. Ég vann sjálfur við fyrsta áfanga, frá sumri 2005 fram í nóv- des, sama ár, er þeim áfanga lauk.
Um það leyti sem að fyrsta áfanga var að ljúka, haustið eða snemmvetrar 2005, var annar áfangi boðinn út og svo skömmu síðar sá þriðji, ef ég man rétt. Allt þetta var ákveðið og skipulagt á meðan R-Listinn, fór með meirihlutann í stjórn Orkuveitunnar með Alfreð Þorsteinsson í formanns sætinu.
Framkvæmdum við 3. áfanga Hellisheiðarvirkjunnar lauk svo haustið 2009. Með öðrum orðum, þeir meirihlutar sem í borginni störfuðu kjörtímabilið 2006-2010, voru að klára þá verksamninga sem komnir voru í ferli, áður en kjörtímabilið hófst.
Hvað Vestulandsþáttinn varðar, get ég bara tjáð mig um þær framkvæmdir, sem voru á Kjalarnesi, Akranesi og í Borgarnesi. Þær framkvæmdir voru boðnar út árið 2007, ef ég man rétt, að loknum undirbúiningi, sem staðið hafði frá tíð fyrri minnihluta.
Hófust framkvæmdir á þessum þremur stöðum vorið 2008 og voru samkvæmt áætlun, fram að hruni. Eftir að hrunið dundi yfir var hins vegar hægt mjög á framkvæmdum og umfang verkefnana minnkað og verkkaupa, skömmtuð ákveðin upphæð, sem vinna mátti fyrir hvern mánuð. Ef ég man rétt, þá lýkur þessum framkvæmdum á þessu ári, eftir breytingar á kostnaðaráætlun og umfangi verkefnis.
Áður en Orkuveitan fór í áðurnefndar framkvæmdir, þá dundaði meirihluti stjórnar OR, undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar í skjóli R-listans, meðal annars við Línu-net verkefnið, risarækjueldi og byggingu "geimskipsins", í Hálsahverfinu í RVK, sem alla jafna gegnur undir heitinu "Höfuðstöðar OR og fór sú framkvæmd langt fram úr áætlun.
Á þessari upptalningu, má leiða að því líkum að OR hafi verið vel skuldsett í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða og ekki hefur það sem gerðist hér, bæði varðandi gengið og vextina, árið 2008 lækkað þær skuldbindingar, svo mikið er víst.
Þó að Hanna Birna og hinir sem skipuðu Borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins,séu dugnaðarforkar allir sem einn, þá leyfi ég mér að fullyrða, að þau hefðu aldrei afrekað að koma á öllum þeim hryllingi á OR, sem á fyrirtækinu dynur, á því kjörtímabili, sem nú er að líða.
Ekkert ákveðið varðandi hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar