Leita í fréttum mbl.is

7. júní 2010 varla gleðidagur í sögu Samfylkingar.

Þegar í undanfara þingkosninga 2003, er Baugur og Samfylkingin, bundust tryggðarböndum (eins og Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður flokksins, viðurkennt að voru fyrir hendi), má segja að Davíðshatrið, hafi breyst úr því að vera "verulegt" yfir í "takmarkalaust". Eftir "staðfestingu tryggðarbandana, var ákveðið, að nú skildi forsætisráðherrastóllinn, tekinn af honum Davíð, svo hann hætti að ofsækja, þessa öndvegisfeðga, sem ráku þá Baug.

Eigi þóttu mannkostir, þáverandi formanns Samfylkingar slíkir (Össurar), að hann ætti eitthvað erindi eða samjöfnuð við Davíð.  Var þá brugðið á það ráð, að sækja inn í Borgarstjórn þáverandi Borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu og var hún sett, til höfuðs Davíð, sem forsætisráðherraefni flokksins.  Ekki varð þó Samfylkingunni, kápan úr því klæðinu, að fella Davíð, þrátt fyrir þungan og óvægin áróður gegn honum.  En sú staðreynd breytti því samt ekki, að Baugur, fékk þó þá "aðstoð", sem ætlast var til með áðurnefndum tryggðarböndum, frá Samfylkingunni.  Skýrasta dæmið því til stuðnings, er "Fjölmiðlafrumvarpið", sem Samfylkingin, barðist gegn með kjafti og klóm, alla leið til Bessastaða og linnti ekki látum, fyrr en forsetinn synjaði, nýsamþykktum Fjölmiðlalögum og vísaði þeim til þjóðarinnar. Samfylkingunni til mikillar gremju, fóru Fjölmiðlalögin, samt aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þau voru dregin til baka.  Sé hugsað til þeirra orða Samfylkingarmanna, þegar það að draga lögin til baka, væri geræðisleg árás á lýðræðið, er athyglisvert að minnast áhuga Samfylkingarinnar eða öllu heldur áhugaleysi flokksins, gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave.  Eins þótti Samfylkingunni, helst til miklu kostað við rannsókn og málarekstur Baugsmálsins. 

 Í aðdraganda bankahrunsins, þegar vitað var að þjóðin, var á leið til andskotans, þá gat ekki einu sinni þáverandi formaður Samfylkingarinnar, brotið odd af oflæti sínu, og látið af margra ári hatri og tekið orð, þáverandi Seðlabankastjóra, Davíðs Oddsonar af alvarleika og festu.

 Síðast í morgun þann 7. júní 2010, þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þrætti eins og sprúttsali, fyrir þætti Forsætisráðuneytisins í launamálum núverandi Seðlabankastjóra, þrátt fyrir að samflokksmaður hennar Helgi Hjörvar, formaður Efnahagsnefndar Alþingis, hafi sagt að skipun um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, sem varða laun Seðlabankastjóra, gat hún ekki stillt sig um að hrauna yfir núverandi ritstjóra Moggans, Davíð Oddsson,  fyrir það eitt að hafa flutt fréttir af "illalyktandi" ráðningarferli núverandi Seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar.

 Sjöundi júní 2010, verður því seint talinn, gleðidagur í sögu  Samfylkingarinnar.


mbl.is Ekki tilefni til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÍSLAND ER BÆLI SPILLINGAR- Á BORÐ VIÐ VERSTU BANANALÍÐVELDI HEIMSINS.

ea

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.6.2010 kl. 21:21

2 identicon

Þessi sorgardagur hefur lítið með Samfylkingu að gera heldur ALLA landsmenn.  Það er sárt að sjá gerendur hrunsins og þá sem voru valdir að skaða landsins, sleppa við rannsóknir og ákærur.  Það ekki bara við Seðlabankastjórnina heldur alla sem sleppa.  Hvort sem um er að ræða Davíð Oddsson, Jón Ásgeir, Bjöggana  eða aðra.  Það sýnir okkur bara svart á hvítu að við búum í bananalýðveldi og ekkert breytist hér.  Því miður fyrir  þig og mig og okkur öll.

MargretJ (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1620

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband