Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
21.6.2010 | 19:18
David Cameron genginn í Heimssýn?
David Cameron talar um skaðabætur til Breta, vegna íslenska bankahrunsins. Það hlýtur að kalla á óháða rannsókn á tilurð hryðjuverkalaga Breta, með hugsanlega málsókn í huga. Slík málsókn, myndi eflaust kalla á opinberun á breska fjármálakerfinu, líkt og skýrslan hér, bauð uppá. Þar myndu leikar berast til skattaparadísa Breta á Ermasundseyjunum og í Karabíska hafinu. Það þarf ekki að dvelja lengi við það, til þess að sjá, að slík rannsókn myndi draga ýmislegt fram um breska fjármálakerfið, sem ekki þolir dagsins ljós.
Þessi yfirlýsing Camerons, hlýtur líka að drepa endanlega áhuga íslensku þjóðarinnar á inngöngu í ESB, þó svo búast megi við að Samfylkingin og hennar aðstoðarfólk í Bretavinnunni, leggi sig enn frekar fram um að gangast undir ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga.
Íslenska þjóðin ætti sjálfsagt núna að sameinast um að skrifa David Cameron þakkarbréf og þakka honum, þetta mikilvæga skref í því að hafa gert þjóðina, endanlega afhuga ESB-inngöngu.
Það verður samt að teljast líklegast að yfirlýsing Camerons verði til þess, að Spuna og blogglúðrasveit Samfylkingar, verði kallaðar út í neyðarkall og hefji spunann um allan "skaðann" og efnahagshrunið, sem kann að verða, ef við borgum ekki með bros á vör.
Þess ber þó að geta, að "efnahagshrunið" og "hörmungarástand" það sem að stórnvöld spáðu í kjölfar synjunar forsetans á lögum nr. 1/2010, hafa snúist upp í andstæður sínar, þrátt fyrir það að þjóðin hafi kosið gegn síðustu Icesavesamningum, þannig að ekki ættu endurteknar bölspár stjórnvalda, að bíta á þjóðinni, í andstöðu hennar gegn greiðsluvilja stjórnvalda, á ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga. Jafnvel þó svo að slíkt kostaði þjóðina ESB-aðild.
Beiti ESB í Icesave-deilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.6.2010 | 10:54
Bretavinnan að byrja á ný.
Gylfi Magnússon, "umboðslausi" efnahags og viðskiptaráðherrann, tekur hér "smá swing" í Bretavinnunni.
Ef að samningur um Icesave, verður undirritaður í þriðja sinn, með sama inntaki og hinir fyrri, þ.e. að það fylgi ríkisábyrgð, þessum ólögvörðu kröfum Breta og Hollendinga, þá er það einboðið, að forsetinn synji þeim lögum, sem af slíkum samningi spretta. Enda snerist þjóðaratkvæðagreiðslan, ekki um lánskjör eða þvíumlíkt, heldur snerist hún það, að þjóðin (skattgreiðendur) kusu um það hvort þeir vildu ábyrgjast, skuldir einkabanka í útlöndum.
Eftir synjun forsetans á Icesavelögunum frá 30. desember sl. (hér eftir lög nr.1/2010), þá neyddust stjórnvöld, til þess að leita til stjórnarandsöðunnar, um myndun samninganefndar, sem allir flokkar á þingi, kæmu að. Annars hefðu engar viðræður átt sér stað, fram að þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur hefði þá eingöngu verið rekin hér grimm og illvíg kosningabarátta, með og á móti lögum nr. 1/2010.
Samninganefndin hin nýja, fór svo út með sameiginlegt samningsmarkmið, sem hvað á um að þrotabú Gamla Landsbankans, yrði nýtt að því marki sem það dyggði til að greiða skuldbindingarnar, síðan tækju við nýjar viðræður stjórnvaldanna þriggja, um sameiginlega ábyrgð á því sem eftir stæði, ef að eitthvað yrði þá eftir.
Til að gera langa sögu stutta, þá var þessu samningsviðmiði, hafnað með því sama og lagt fram gagntilboð. Tilboð sem síðar fékk heitið "betra tilboð".
Þegar nær dró að þjóðaratkvæðagreiðslunni, fóru að berast þær raddir úr búðum stjórnarliða, að þjóðaratkvæðagreiðslan, væri marklaus skrípaleikur, enda lægi betra tilboð á borðinu. Eitthvað illa gekk þó að fá upplýst, hvað féllist í betra tilboðinu, svo þjóðin gæti tekið upplýsta ákvörðun, enda var þar vísað til trúnaðar á milli samningsaðila. Það verður þó að teljast hæpið, að vísa til trúnaðar á milli samningsaðila, þegar að þjóðaratkvæðagreiðslan vofði yfir þjóðinni. En trúnaðurinn, var vitanlega fyrst og fremst, settur á vegna þess að "betra tilboðið", var ekkert annað en lægri vextir, en áður hafði verið samið um og einhver vaxtalaus ár, en ríkisábyrgðin, sem lög nr. 1/2010 snerist um, var enn fyrir hendi.
Í undanfara þjóðaratkvæðagreiðslunnar, lagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra, um það hvað fælist í þessu "betra tilboði", enda varla hægt að halda þjóðinni óupplýstri, um hvað annað en lög nr. 1/2010, væri í boði. Samkvæmt þingsköpum hafa ráðherrar tíu virka daga, til þess að svara slíkum fyrirspurnum, en fyrirspurninni sem lögð var fram í marsbyrjun, var ekki búið að svara, þann 16. júní er þingið fór í sumarfrí. Það sjá það allir, sem kunna að lesa á dagatal, að töluvert meira en tíu dagar voru þá liðnir frá framlagningu fyrirspurnar Vigdísar. Það bendir þá væntanlega til þess að "sagan" um betra tilboðið, var ekki jafnsönn og af var látið.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fór svo fram, eins og alþjóð veit, og voru lög nr.1/2010 kolfelld, með 98,2 % atkvæða þeirra sem kusu. Síðan þá hefur ekkert frést af viðræðum, eða undirbúningi þeirra, enda viðsemjendur okkar, fyrir utan það að kosið hefur verið bæði í Bretlandi og Hollandi, ekki boðið annað en samning á grundvelli "betra tilboðsins", sem að er í raun bara gamli samningurinn sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með vaxtaafslætti og myndi slíkum samningi fylgja samskonar lög og lög nr. 1/2010, með þeirri smábreytingu að vaxtaprósentan væri lægri og einhver ár væru vaxtalaus.
Slíkum lögum bæri forseta vorum, að sjálfsögðu synja staðfestingar og vísa til þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem ekki býður þjóð sinni, betur en svo, að hún býður þjóð sinni upp á nánast sömu lög aftur og þjóðin hafnaði, er þá sjálf að grafa gröf sína, ekki þingið, forsetinn, eða þjóðin.
Óvíst hvort stjórnin lifi af aðra atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2010 | 18:30
Vilji fyrir þjóðstjórn, eða kattasmölun, vegna flokksráðsfundar Vg?
Ég tel vart ástæðu til þess að rjúka upp til handa og fóta, þó Össur tjái sig á þennan hátt. Síðustu daga þingsins, blésu kaldir vindar milli stjórnarflokkanna, eða milli Samfylkingar og órólegu deildar Vg.
Einn þingmaður Vg skrifaði sig, sem meðflytjandi á þingsályktunnartillögu Unnar Brár Konráðsdóttur, um að draga ESB-umsóknina til baka og þrir þingmenn Vg lýstu sig andvíga Stjórnarráðsfrumvarpi forsætisráðherra og mun andstaða þeirra þriggja eflaust fella frumvarpið, að öllu óbreyttu.
Reyndar hefur það verið þannig, þegar að meirihlutastjórnin, hefur orðið að minnihlutastjórn, vegna andstöðu órólegu deildar Vg, að leiðtogar stjórnarinnar, þá sér í lagi Jóhanna og Steingrímur J., leitað til stjórnarandstöðunnar um samstöðu, vegna þeirra mála sem órólega deildin, leggst gegn. Annars er hætt við því að stjórnarandstaðan, liggi undir ámæli um óábyrg og ólýðræðisleg vinnubrögð. Það hlýtur að vera einsdæmi í ríkjum þar sem það á að heita, að meirihlutastjórn sé við völd, að í stærstu málum og þá helst, helstu hugðarefnum forsætisráðherra, þurfi að leita til minnihlutans, svo málið hafi meirihluta í þinginu.
Reyndar er það svo að flest þau mál sem lúta að atvinnuuppbyggingu, hafa þingmeirihluta, en vera VG í ríkisstjórn, stöðvar eða tefur þau mál velflest, þar sem frumvörp, frá ríkisstjórninni, þurfa samþykki beggja þingflokka ríkisstjórnarflokkanna. Þau einu mál sem komast hávaðalaust frá ríkisstjórninni, inn á þingið, eru mál sem drepa alla atvinnuuppbyggingu, þ.e. skattahækkanir.
Það verður því að teljast líklegra að þessar þjóðstjórnarhugmyndir Össurar, séu bara "ákall" um viðeigandi stjórnmálaályktun, frá flokksráðsfundi Vg, sem verður um næstu helgi. Stjórnmálaályktun, sem lýsir ekki stefnu Vg, varðandi ESB, eða stjórnarráðsfrumvarpi Jóhönnu.
Össuri, varð nú svo mikið um þegar hann heyrði orðið "þjóðstjórn" síðast, að hann bauð Ögmundi Jónassyni í kaffi, til að ræða við hann um stjórnarmyndun, án þátttöku Sjálfstæðisflokks, þó svo að Össur hafi þá setið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og hafi þar með farið bak við samstarfsflokkinn og í rauninni, brugðist trúnaði hans.
Össur hlynntur þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 16:49
Endalaus þráhyggja forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, hefur ekkert með það að gera að setja nefnd Atla Gíslasonar fyrir. Nefndin er skipuð af löggjafarvaldinu, en ekki framkvæmdavaldinu. Nefnd Atla Gíslasonar, er ætlað samkvæmt skipunnarbréfi að rannsaka, hugsanlega vanrækslu ráðherra, sem gæti varðað við lög um ráðherraábyrgð og er innan fyrningarfrests, þess háttar mála, ásamt því að meta hvort að ástæða sé að senda til rannsóknar embættisfærslur, embættismanna þar sem hugsanlega, gætu hafa átt sér stað vanrækslubrot í starfi.
Væri þá ekki rétt, fyrst að einkavæðing rikisbankanna "hin fyrri" er svona mikið hjartans mál forsætisráðherra, að hefja rannsóknarferlið í lok 9. áratugarins, þegar nokkrum illa stöddum einkabönkum var afhentur Útvegsbanki Íslands með 800 milljóna "heimamundi" frá ríkistjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar? Það hlýtur að vera nauðsynlegt, sé forsætisráðherra alvara með því að rannsaka einkavæðingu, fyrri ára á ríkisbönkum.
Þess má einnig geta að Rikisendurskoðun, gaf söluferlinu "heilbrigðisvottorð". Efist fólk eitthvað um álit þeirrar stofnunnar, þá er sjálfsagt að starfsemi hennar sé rannsökuð, áratug aftur í tímann, enda þá varla bara þetta eina mál, sem orkar tvímælis í vinnu hennar.
Þessar ásakanir um sölu á "undirverði" risu hvað hæst, þegar bankarnir birtu "uppblásnar" afkomutölur sínar, sem að í skýrslu Rannsóknarnefndar, er sagt að hafi verið byggðar á fölskum forsendum.
Rætt var í upphafi um að sænskur banki eignaðist ráðandi hlut í Landsbankanum, en það máttu þáverandi stjórnarandstöðuflokkar (núverandi stjórnarflokkar) ekki heyra á minnst, að ríkisbankinn yrði seldur einhverjum útlendingum. Einnig var rætt um dreifða eignaraðild, án kjölfestufjárfestis, en sú leið var viðhöfð, er Íslandsbanki varð til, við sameiningu Útvegsbankans, Verslunnarbankans, Iðnaðarbakans og Alþýðubankans árið 1990 og þótti mistakast og voru jafnvel efasemdarraddir innan Samfylkingar að lögleiðing á dreifðri eignaraðild stæðist lög EES.
Það hefur margoft komið fram, hvernig þetta einkavæðingarferli var allt og allir mögulegir og ómögulegir aðilar rannsakað það. Það er einna helst að Spænski Rannsóknarrétturinn eða Vatíkanið, hefur ekki fengið málið til rannsóknar. Það er meira vitað um þetta áratugsgamla einkavæðingarferli, heldur en margt sem gerist í nútímanum hjá núverandi stjórnvöldum og nægir þar að nefna, nýjustu einkavæðingu bankana, eða þá hver í stjórnsýslunni, tekur sér það "bessaleyfi" að véla með lagabreytingar svo að hægt sé að hækka lögbundin laun Seðlabankastjóra.
Ef að forsætisráðherra, getur ekki hundskast til þess að hætta að lifa í fortíðinni og snúa sér að verkefnum framtíðar, þá er mál að linni og rétt að fólk sem treystir sér til þess að tryggja bjarta framtíð þjóðarinnar taki við keflinu.
Einkavæðing bankanna rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nú hefur Gylfi Magnússon efnahags og viðskiptaráðherra loks upplýst um kröfuhafa og eigeindur, nýeinkavæddu bankanna. Var nokkuð djúpt á þessu svari Gylfa, því eins og og þingsköp kveða á um, þá ber ráðherrum að svara skriflegum fyrirspurnum, ekki seinna en tíu virkum dögum, frá framlagningu fyrirspurnar. Gylfi tók sér hins vegar 40 daga til þess að svara þessari fyrirspurn.
Vera má að þetta mál sé allt flókið og erfitt yfirferðar, en það í rauninni, afsakar ekki alla þessa bið eftir svarinu. Það vill þannig til að ráðuneyti Gylfa er yfir bankamálum hér á landi og ætti því að hafa undir höndum upplýsingar um bankana, uppfærðar minnst vikulega.
Fram kemur í svari Gylfa að kröfuhafar eigi ekki Arion banka, heldur eigi ríkið 13% hlut og eignarhaldsfélagið Kaupskil ehf, sem er í 100% Kaupþings banka á svo 87%. Gera má ráð fyrir að svipað eigi við um Íslandsbanka, þ.e. að ríkið, eigi smáhlut og svo eitthvað eignarhaldsfélag í 100% eigu Glitnis banka eigi rest.
Þessar upplýsingar ríma engan vegin við það sem, haldið var fram við einkavæðingu bankana, þar sem sagt var að bankarnir væru færðir að stærstum hluta úr eigu ríkisins í eigu kröfuhafa. Þessar upplýsingar hljóta þá einnig að gera orð þeirra Jóhönnu og Steingríms J, er þau sögðust ekkert geta aðhafst vegna aðgerða ný-einkavæddu bankana, því að þeir væru komnir í eigu kröfuhafa. Nægir þar að nefna meðferð Arion banka á málefnum Haga og Samskipa.
Sé það svo eins og Gylfi Magnússon, efnahags og viðskiptaráðherra segir, að eignarhaldsfélög í 100% eigu "gömlu", föllnu bankanna, eigi stærstan hlut í bönkunum á móti ríkinu, þá má spyrja, hvort að við yfirtöku ríkisins á föllnu bönkunum á sínum tíma, hafa ekki falið það í sér að ríkið eignaðist þá og eigi þar með bæði Arion og Glitni banka.
28.000 kröfur frá 119 löndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2010 | 18:55
Stjórnlagaþing og ábyrgð þings, þjóðar og fjölmiðla til framtíðar.
Þegar þetta er skrifað, bendir flest til þess að frumvarp forsætisráðherra um stjórnlagaþing verði að lögum, eftir að sátt náðist um breytingartillögu sjálfstæðismanna. Breytingartillagan kveður á um að stað Forsætisnefndar Alþingis, verði skipuð sjö manna nefnd, sem allir flokkar á Alþingi skipa fulltrúa í, sem útbúi þúsundmanna þjóðfund í aðdraganda stjórnlagaþingsins. Nefnd þessi mun að öllum líkindum, vera skipuð löglærðum mönnum í stjórnsýslurétti og heimspekingi, einum eða fleiri.
Þegar fréttist af tillögu þessari, bar á gagnrýni hér í bloggheimum og annars staðar, vegna þess að með skipun þessarar sjö manna nefndar, þá væri Alþingi að hafa "pólitísk" áhrif á stjórnlagaþingið !!? Það hljómar hins vegar ákaflega fáranlega og ber vott um það, að hér í bloggheimum, finnist fólki, nóg að vita hvaðan tillögur koma til þess að geta gagnrýnt þær, án þess að kynna sér efni þeirra. Þó svo að það verði Alþingi sem skipi þessa sjö manna nefnd, þá verða afskipti Alþingis og stjórnvalda, af stjórnlagaþinginu eins pólitísk, eins og þau hefðu verið, eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu óbreyttu, að Forsætisnefnd Alþingis, tæki að sér hlutverk, þessarar sjö manna nefndar, hvað þá eins og gert var ráð fyrir í fyrstu útgáfu frumvarpsins, þar sem Forsætisráðuneytinu var ætlað það hlutverk, sem að sjö manna nefndinni ber að sinna.
Þrátt fyrir þessar breytingartillögur, sem ég tel vera mjög til bóta, þá vantar í frumvarpið, þá varnagla, sem girða fyrir það, að ýmis hagsmunasamtök, eða t.d. auðmenn, gætu "keypt" sér fulltrúa á Stjórnlagaþinginu, þar sem engin ákvæði um fjármál frambjóðenda til Stjórnlagaþins, er að finna í frumvarpinu. Samt má gera ráð fyrir því að sömu lög og gilda um fjármál frambjóðenda til Alþingis og sveitarstjórnarkosninga gildi, varðandi kosningar til Stjórnlagaþings.
Það hlýtur að vera öllum ljóst mikilvægi þess, að þeir fulltrúar sem stjórnlagaþingið sitja, endurspegli, eins vel og hægt er, þá þjóðfélagsgerð, sem hér er við lýði og starfi allir sem einn aðeins fyrir einn "hagsmunahóp", íslensku þjóðina, svo niðurstaða Stjórnlagaþingsins, gefi sem gleggsta mynd af vilja þjóðarinnar.
Þessar kosningar, til Stjórnlagaþings, verða því einar mikilvægustu kosningar íslensku þjóðarinnar, frá lýðveldisstofnun, ef ekki þær mikilvægustu og því mikilvægt að allir þeir sem í framboði verða, sitji við sama borð, þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Þar mun ábyrgð fjölmiðla verða mikil og sú pólitíska slagsíða, sem greina má í daglegri stjórnmálaumræðu, verður alls ekki liðin, ef að Stjórnlagaþingið á að búa yfir einhverjum trúverðugleika.
Að loknu Stjórnlagaþingi, mun svo á Alþingi liggja þung skylda að taka niðurstöðu Stjórnlagaþingsins til vandaðrar, efnislegrar umræðu og gefi sér til þeirrar umræðu allan þann tíma sem þarf. Eins mun þjóðin vart líða það að þingmenn leggist í pólitískar skotgrafir, þó ekki ríki sátt um niðurstöðu Stjórnlagaþingsins, heldur vinni að því að ná sem breiðastri sátt um þá nýju stjórnarskrá, sem íslenska þjóðin mun eignast um mitt ár 2013
Ræða kröfur til nefndarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 23:45
Stjórnlagaþing, örlítið "lýðræðisbætt".
Núna liggur það fyrir að þingflokkarnir á Alþingi hafa náð samkomulagi um framkvæmd Stjórnlagaþings, eftir að gerðar voru, að tillögu Sjálfstæðisflokksins örlitlar "betrumbætur" á frumvarpi Forsætisráðherra um Stjórnlagaþing.
Núna mun, áður en kosið verður til Stjórnlagaþings, haldinn þúsundmanna þjóðfundur, þar sem bæði framkvæmd stjórnlagaþingsins, verður rædd og farið yfir það sem þjóðfundurinn, telur að helst þurfi að breyta í Stjórnarskrá okkar Íslendinga. Í því frumvarpi forsætisráðherra, var hins vegar gengið´út frá, því að Forsætisnefnd Alþingis, leggði fyrir stjórnlagaþingið, tillögur um það hvað helst þyrfti að breyta í Stjórnarskránni, þó svo að stjórnlagaþinginu, hefði í sjálfu sér verið frjálst að leggja til fleiri breytingar en Forsætisnefnd, hefði bent á. þessi tillaga, þó lítil sé, gefur stjórnlagaþinginu, mun meira lýðræðislegt vægi og mun gefa stjórnlaga þinginu, mun gleggri sýn á vilja þjóðarinnar, varðandi þessar breytingar á Stjórnarská Íslendinga.
Þrátt fyrir þessar breytingar, þá gæti samt hugsast, að niðurstaða stjórnlagaþingsins, hafi einn stóran galla og reyndar líka aðra galla sem ég nefni ekki að sinni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að stjórnlagaþingið, skili einni einróma niðurstöðu. Það hljómar í rauninni fáranlega, að málum skuli eiga að vera þannig háttað, þar sem enginn veit, hverjir komi til með að sitja þetta stjórnlagaþing og enginn veit þá heldur hve margsleitur sá hópur manna sem þingið sitja verður. Í þessu tilfelli, hefði átt að gera ráð fyrir því, að fleiri en ein tillaga að stjórnarskrárbreytingu kæmi fyrir þingið, þar sem í 25- 31 manns hóp, gætu leynst nokkrar, jafn réttháar, mismunandi skoðanir, varðandi breytingar á Stjórnarskrá. Það væri því mun lýðræðislegra að leyfa fleiri en einni tillögu að koma frá Stjórnlagaþinginu. Ástæðan fyrir því að það fylgir því stór galli að eingöngu er ætlast þess að stjórnlagaþingið, skili aðeins einni niðurstöðu, er einnig sú, að eina skylda Alþingis gagnvart henni, er að ræða tillöguna, efnislega, breyta henni að hluta, samþykkja hana óbreytta, eða hafna henni alfarið. Það væri því ljósi þess að "nýja" stjórnarskráin, geti fengið margvísleg örlög í meðförum Alþingis, að fleiri en ein tillaga frá stjórnlagaþinginu, fái náð fyrir efnislegri meðferð Alþingis. Sá valkostur þyrfti því með öðrum orðum, að vera fyrir hendi, að stjórnlagaþingið, gæti skilað, bæði meiri og minnihlutaniðurstöðu..
Það slær því soldið skökku við, að á "facebooksíðunni" minni, eru nokkrir fylgismenn ríkisstjórnarinnar, að fordæma frekju Sjálfstæðisflokksins, að hafa dirfst það að leggja fram sáttarhönd með þessari breytingartillögu, sem þokaði þó frumvarpinu örlítið í lýðræðisátt.
Stefnt að þinglokum á þriðjudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2010 | 21:54
Forsætisráðherra að þverbrjóta þingsköp?
Eins og allir ættu að vita þá synjaði forsetinn lögum 1/2010 staðfestingar í janúarbyrjun og vísaði þeim til þjóðarinnar. Nokkrum dögum síðar var Alþingi kallað saman, til þess að setja lög um þá þjóðaratkvæðagreiðslu, sem síðan varð þann 6. mars sl.
Fólk man sjálfsagt líka að viðsemjendur okkar í Icesavedeilunni, kröfðust þess að, ef að frekari viðræður um samninginn ættu að fara fram, þá yrði stjórnarandstaðan að hafa einnig aðkomu að málinu. Fóru þá í hönd viðræður, milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem luku með því að þessir aðilar komu sér saman um ákveðin samningsmarkmið. Samningsmarkmið, sem gengu út á það að fyrst yrðu allar mögulegar kröfur úr þrotabúi Landsbankans nýttar upp í Icesavekröfuna og síðan myndu þjóðirnar þrjar semja um það sem eftir stæði, ef að sú yrði staðan, nýtingu krafnana.
Með samningsmarkmið þetta hélt svo ný samninganefnd út til fundar við viðsemjendur okkar. Til að gera langa sögu stutta, höfnuðu viðsemjendur okkar þessu tilboði okkar og komu með gagntilboð, sem að sögur segja að sé svipað, samningnum sem forsetinn synjaði staðfestingar, það eina sem væri öðru vísi var að vextir voru lægri og eitt eða tvö ár samningstímans voru vaxtalaus.
Með þetta gagntilboð kom svo samninganefndin heim til skrafs og ráðagerða, en staldraði stutt við og hélt aftur til fundar við viðsemjendur okkar. Þegar hér er komið við sögu þá eru ca. tvær vikur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Í þessari seinni dvöl samninganefndarinnar, fór að bera á því að samstarfsfýsi stjórnarvalda við stjórnarandstöðuna, fór þverrandi og varð það erfiðara og erfiðara fyrir stjórnarandstöðuna, að fá upplýsingar um gang viðræðnana. Samt bárust af og til fréttir að utan, að samninganefnd okkar og samninganefnd viðsemjenda okkar hefðu sent hvor annari tölvupósta og hringt nokkur samtöl, annars væri bara ekkert að gerast og í rauninni hefði saminganefnd okkar getað setið hér heima og sent sína tölvupósta þaðan. En því var samt ekki að skipta, því að nú fór í gang sá "spuni" um að þjóðaratkvæðagreiðslan væri marklaus skrípaleikur, því betra tilboð, lægi á borðinu og var samninganenfdinni haldið úti London við tölvupóstaskrif, til þess að afla "spunanum" stuðnings. Folk man svo það að forsætisráðherra, hvatti landsmenn, undir rós, að sitja bara heima og díssa þjóðaratkvæðagreiðsluna, því að það skipti engu hvernig hún færi, því það væri betra tilboð á borðinu. Það var reyndar ein af lygum Jóhönnu, þegar hún sagði að atkvæðagreiðslan, skipti engu, því hefði svo ólíklega farið að "jáin" við lög 1/2010, hefðu orðið fleiri en "nei-in", þá hefðu lög 1/2010 öðlast gildi, og sá hörmulegi samningur sem að þeim fylgdi.
Í fyrstu viku marsmánuðar, sendi Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar í RVK skriflega fyrirspurn til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, þar sem að hún spurði hvað fælist í þessu "betra tilboði". Nú kveða þingsköp svo um að ráðherrum beri að skila svörum við skriflegum fyrirspurnum, ekki síðar en tíu virkum dögum, eftir framlagningu þeirra. Í dag er 11. júni og ekkert svar við fyrirspurninni borist, þó að það sé nú farið að slá í 100 daga síðan fyrirspurnin var lögð fram.
það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að slíkt slugs og sleifarlag, við að svara einfaldri fyrirspurn um mál sem skiptir þjóð og þing, svona miklu máli, er hrein og klár móðgun, bæði við Alþingi Íslendinga og íslensku þjóðina og forsætisráðherra til ævarandi skammar, eins og reyndar flest sem úr þeim ranni rennur núorðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2010 | 13:00
Síðustu andartök Alþingis fyrir sumarleyfi.
Hér á árum áður, þótti það ljóður á störfum þingsins, hversu seint mál frá ríkisstjórn kæmu inn í þingið.
Til þess að bregðast við því, var þingsköpum breytt árið 2007 og vorþing lengt um tvær vikur. Núna þremur árum eftir þessa breytingu er eins og þessi breyting hafi ekki orðið, því að varla líður sá dagur, sem að frumvörp frá ríkisstjórninni, er troðið inn með svokölluðum "afbrigðum".
Það vekur líka athygli mína að flest þessara mála koma frá forsætisráðherra eða fjármálaráðherra. Það hljómar kannski furðulega í ljósi þess að þessir tveir ráðherrar eru þeir einu af þeim tólf sem sitja í ríkisstjórn, sem reynt er að spinna upp sögur um að þeir sitji dag hvern við vinnu sína 16-18 tíma á dag. Þessir ráðherrar eru líka þeir einu í stjórninni, ýjað að því að það sé "of mikið " á þeirra herðum. Á blaðamannafundi með erlendum blaðamönnum í undanfara þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave, talaði fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, eins að öll heimsins verkefni hvíldu á hans herðum og kæmi vart auga á þann Íslending, sem sinnt gætu þessu starfi betur en hann. Gekk hann meira að segja svo langt að láta það hafa eftir sér, að ef að þessir erlendu blaðamenn gætu bent á einhvern "hæfari" í djobbið, þá væri það vel þegið.
Nú er það svo að flest þau mála ríkisstjórnarinnar, sem "svindlað" er inn á þingið með "afbrigðum", eru veigamikil mál, sem þurfa góða og málefnalega umræðu og gagnrýna umfjöllun í nefndum þingsins. Þessi mál flest hafa lengi legið á borðum ríkisstjónarinnar og mörg hver mætt andstöðu í stjórnarflokkunum, þá helst í þingflokki Vinstri grænna. Nægir þar að nefna frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta, sem að mætir það mikilli andstöðu í þingflokki Vg að sé gengið út frá því að stjórnarandstaðan sé öll andvíg málinu, þá eru eingöngu 29 þingmenn af 63 fylgjandi og 34 á móti. það er því ótrúlegt að forsætisráðherra, skuli velja sér þennan tíma, til þess að "smygla" frumvarpinu inn í þingið og þar með tefja afgreiðslu annara og brýnni mála.
Nú er það svo að hér situr meirihlutastjórn að völdum, stjórn sem ætti með góðu móti að geta afgreitt sín mál í gegnum þingið, væri um það samstaða innan stjórnarflokkana. Svo virðist reyndar ekki vera og til þess að hylja þá staðreynd, þá er það spunnið ofan í þjóðina að stjórnarandstaðan, þ.e. minnihluti þingmanna, sé að tefja framgang mála á Alþingi.
Nýlegar fréttir, benda til að mæting á nefndarfundi í þinginu, sé mun betri hjá þingmönnum stjórnarandstöðu, heldur en hjá stjórnarþingmönnum. Það segir okkur það, að það séu í raun stjórnarandstöðuþingmenn sem hafi hvað mesta yfirlegu yfir þeim þingmálum sem nefndunum berast. Einnig má ganga út frá því, samkvæmt fréttinni um mætingar þingmanna á nefndarfundi þingsins að fjarvera stjórnarþingmanna á nefndarfundum, valdi því að ekki sé hægt að afgreiða mál úr nefndum þingsins, þar sem ekki nógu margir stjórnarþingmenn eru mættir á fundinn, til þess að afgreiðsla nefndarinnar, verði stjórnarflokkunum að skapi.
Það hlýtur að teljast eindæmi að í lýðræðisríki, þar sem ríkir meirihlutastjórn að hún leiti ásjár stjórnarandstöðunnar, til þess að fá mál sín í gegnum þingið. Það er einnig fáranlegt, að þegar stjórnarflokkarnir, geta ekki náð samstöðu innan sinna raða, að það sé leitað til annarra flokka, sem hafa allt aðra hugmyndafræði, en stjórnarflokkarnir, til þess að leysa stjórnarflokka úr "snöru málefnaágreinings", annars sé þeim legið á hálsi að"tefja" störf þingsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2010 | 15:56
Enn kastar "SteingrímsKonninn" grjóti.
Það er alkunna að Björn Valur Gíslason, er málsvari Steingríms J. ef að kasta þarf skít í menn og málefni, á þann hátt sem Hæstvirtum Fjármálaráðherra, er ekki sæmandi. Er talað um í því sambandi, að þegar Steingrímur, fái sér Pepsi, þá ropi Björn Valur. Þykir oft á tíðum sem Steingrímur, stundi "búktal" í gegnum Björn Val og er þannig tilkomið heitið "SteingrímsKonninn" þegar Björn Valur, er annars vegar og er þá vísað til þeirra félaga Baldurs og Konna.
Í upphafi þingfundar, þá kvað Björn Valur, sér hljóðs um störf þingsins. Eins og háttur er og í raun drengskaparsamkomulag, um að vara menn við, ætli þeir að beina til þeirra spurningar. Eftir því fór Björn Valur, þegar hann spurði í annað sinn á þremur dögum, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins um margumrædda styrki, frá FL-Group og Landsbankanum. Mál sem Björn Valur, veit alveg, hvernig í liggur og veit hverjar lyktir þess voru og gerði engar athugasemdir við þær, svo vitað sé, þegar þær lyktir voru ákveðnar. Engu að síður, taldi Björn Valur, tíma þingsins, best varið í það að fara enn og aftur í þennan leiðangur, heldur en að stefna að því, sem að ætti að vera takmark allra þeirra 63ja þingmanna sem á Alþingi sitja, að ljúka störfum Alþingis, nú fyrir sumarfrí, svo einhver sómi sé af.
Bjarni Benediktsson svaraði þingmanninum á þann hátt, að enn væru þingmenn Vinstri grænna að naga gamalt bein í von um að finndist á því kjöt, málið væri löngu upplýst, og færi í þeim farvegi sem ákveðinn var. Bjarni spurði ennfremur þingmanninn, hvort honum þætti samstarfið við Samfylkinguna, þar sem sá flokkur, hafi einnig þegið styrki frá útrásarfyrirtækjum, án þess að hafa endurgreitt þá, þó þeir hafi ekki verið jafn háir og styrkir til Sjálfstæðisflokksins. Er samt rétt að geta þess, að þegar málið með Fl-Gróup og Landsbankastyrkina, kom upp þá var Sjalfstæðisflokknum, legið það á hálsi að hafa verið að nýta sér það, að brátt tækju gildi lög um fjármál stjórnmálaflokka, sem bönnuðu slíka styrki, þótti fáum að gera við það athugasemdir, að síðasta árið sem gömlu lögin voru í gildi, þá fimmfaldaði Samfylkingin styrkjasöfun sína. Árið 2005, þáði Samfylkingin ca. 9 milljónir í styrki en árið, áður en ný lög tóku gildi 2006, þáði Samfylkingin ca. 45 milljónir í styrki.
Vissulega ber þó að geta þess að undirrituðum finnst allir þessir styrkir of háir, en vil ég þó benda á að þeir þá þáðu, voru bara að nýta sér þær lagalegu heimildir, sem þá giltu, hvað sem "siðferðisviðmið" ársins 2010, segja um þá. Þetta var einfaldlega sá herkostnaður sem fylgdi "geðveikinni" sem hér var í gangi fyrir hrun.
Þegar hér var komið við sögu, kvað sér hljóðs, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar og talaði líkt og hún væri "haldin reiði þess sakbitna". Kastaði fram ásökunum um að haldið væri fram að Samfylkingin, hefði eitthvað að fela, þó að ekki einu sinni hafi verið ýjað að slíku. Engu líkara, er því að, það hafi nægt að segja orðin "Samfylking" og "styrkir" í sömu setningu, til þess að "kveikja" augnabliks æði, Þórunnar.
Björn Valur kvaddi sér þá aftur hljóðs, en tók þó fram, að hann hafi ekki fylgt því drengskaparsamkomulagi að vara menn við, hyggðust þeir, beina spurningum til þingmanna, undir liðnum "störf þingsins. Tók Björn ennfremur fram að hann ætlaðist ekki til að þingmaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, svaraði sér strax. Enda mun það varla hafa verið ætlunin hjá Birni að fá skýr svör við því sem hann spurði svo í þannig ásakandi tóni að hann óskaði sér að hann hefði rétt fyrir sér.
Spurningin snerist um kröfu stjórnarandstöðunnar um að fá álit ensku lögfræðiskrifstofunnar Mischon de Reya í Icesavedeilunni í desember 2009. Álit sem að sér (Birni) hafi þótt, engu máli skipta í afgreiðslu á malinu í des sl. Þótti Birni reikningurinn fyrir þetta einskis nýta "álit" stofunnar, vera fulhár og dylgjaði hann Sigurði um einhver tengsl og fjárhagslega hagsmuni, af þessari vinnu stofunnar fyrir Alþingi. Þetta gerði Björn, þrátt fyrir að hafi mátt vita, að alþingismenn hafa ekkert með samninga, við þá álitsgjafa sem nefndir þingsins leita til heldur er það á hendi Skrifstofu Alþingis. Björn Valur skautaði hins vegar yfir þá staðreynd, að hluta fyrra álits frá þessari lögfræðistofu, var af stjórnvöldum, stungið undir stól, þar sem efni þess hluta, var ekki í anda málstað stjórnvalda, þó svo að þau hefðu varið málstað þjóðarinnar.
Flestum þingmönnum, sem að hlýddu á dylgjur Björns og tjáðu sig um málið, þóttu þær að sjálfsögðu ekki Alþingi Íslendinga bjóðandi og kröfðust þess að Forseti Alþingis, veitti honum vítur, fyrir ummæli sín. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Björns, sem sat á forsetastóli, þegar drullukast Björns stóð yfir, hafði hins vegar ekki "pung" í sér að sýna röggsemi og áminna þingmanninn, fyrir þessar fordæmislausu dylgjur.
Það vekur athygli, þegar litið er til þess, hvenær Björn Valur, bar í fyrra skipti fram þessa fyrirspurn til Bjarna, þá höfðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, krafist þess enn og aftur að fá svör frá forsætisráðherra, hver í Forsætisráðuneytinu, gaf Má Guðmundsyni loforð um önnur laun, en lögum samkvæmt gilda, eða eiga að gilda um laun hans og hver í ráðuneytinu, beitti sér fyrir því að lögunum var breytt. Forsætisráðherra hefur hins vegar alla tíð þrætt fyrir sinn þátt í málinu og í rauninni sagt, að hún geti ekkert haft með það að segja hverju sé lofað í ráðuneyti sínu, eða framkvæmt þar almennt. Forsætisráðherra, tók svo til þeirra ráða, þegar rök hennar voru engin og hún í raun komin upp við vegg í vörn vegna málsins, að taka sér það "dómaravald" að dæma til um hverjir, væru þess verðugir að spyrja hana í fyrirspurnartíma þingsins. (er hægt nálgast þá sögu alla í fyrri bloggum mínum hér)
Það vekur hins vegar athygli að til varnar forsætisráðherra í máli Seðlabankastjóra, spretti ekki fram þingmaður flokks Forsætisráðherra, heldur sá þingmaður samstarfsflokksins, sem að seint mun þykja, heiðarleg vinnubrögð í starfi og leik, einhverju máli skipta.
Þorir virkilega enginn þingmaður í flokki Forsætisráðherra að koma honum til varnar í máli sem er tapað, eða telja þeir þingmenn ekki þörf að verja formann sinn, sem löngu er fallinn á tíma í sínu starfi?
Þurfti að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar