Þessi tilraun Elíasar Jóns, aðstoðarmanns menntamálaráðherra, til þess að setja umræðuna í þann farveg sem ríkisstjórninni, er "þóknanleg", flokkast, óæskileg vinnubrögð í þeim tilgangi einum að slá ryki í augu fólks.
Það má vera lýðnum ljóst, að Elías, tók ekki upp á þessu hjá sjálfum sér og þetta er varla eina tilvikið, sem að slíkt hefur verið reynt áður. Elías, sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra, gerir svona hluti, eingöngu með samþykki og vilja menntamálaráðherra, nema þá að fyrrum húsbóndi hans, Steingrímur J., fjármálaráðherra, hafi sett honum fyrir verkefnið.
Hver sem ástæðan er þá starfar Elías á ábyrgð menntamálaráðherra og öll hans orð í umræðu um opinber mál, við blaðamenn, hvort sem þau eru "on eða off the record", nánast hægt að túlka sem ráðherrans sjálfs.
Á þessu ári eru tvö atvik opinber, um meint "solo" aðstoðarmanna ráðherra, bæði vegna Icesavemálsins. Hið fyrra var, er aðstoðarmaður utanríkisráðherra, fór við annan mann í Bandaríska Sendiráðið, skömmu eftir að forsetinn hafði synjað Icesavelögunum staðfestingar. Sú heimsókn átti að fara leynt, enda var erindið vægast sagt vafasamt, samkvæmt þeim skýslum úr Bandarísku stjórnsýlunni, sem láku út og komu þar upp um heimsóknina.
Hitt tilfellið var, þegar aðstoðarmaður forsætisráðherra, "hraunaði" yfir Evu Jolie í blaðagrein. Eva hafði þá að mati aðstoðarmannsins og þá forsætisráðherra líka, unnið sér það eitt til sakar að skrifa greinar sem birtust í erlendum blöðum og studdu málstað íslensku þjóðarinnar í Icesavedeilunni. Málstaður sá er allt annar en íslensk stjórnvöld halda á lofti og því þurfti aðstoðarmaðurinn að "fórna" sér í drullugallann fyrir forsætisráðherra.
Ekki veit ég hver örlög Elíasar, verða í starfi aðstoðarmanns menntamálaráðherra, enda hans "bommerta" það nýskeð. Hitt veit ég, að ef að hin atvikin tvö, hefðu ekki verið með vitund og vilja og jafnvel að áeggjan hinna ráðherrana, þá hefðu þeim aðstoðarmönnum, tafarlaust verið vikið frá störfum með skömm.
![]() |
Ekkert óeðlilegt við tölvupóst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2010 | 17:32
Verður þá undið ofan af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sl. haust?
Þetta nýjasta "move" ríkisstjórnarinnar, væri góðra gjalda vert, hefði það bara komið fyrir ca. ári. Hefði það bara komið í kjölfar sölu OR á þriðjungshlut sínum HS-Orku, til Magma, en ekki þegar Magma hefur eignast HS-Orku alla.
Hvað mun rannsóknin svo leiða í ljós? Rannsóknin mun eflaust leiða það í ljós, að fulltrúar Magma, fóru vorið 2009, á fund Iðnaðarráðherra, sem þá var Össur Skarphéðinsson. Á þeim fundi hafa fulltrúar Magma líklega lýst þeim áformum sínum að kaupa þriðjungshlut OR í HS-Orku. Samkvæmt sem síðuritara skilst, þá er stjórnvöldum samkvæmt lögum, skylt að skýra fyrir þeim, sem til þeirra leita, hvaða lög eru í gildi, er snúa að því efni sem leitað er með til stjórnvaldahverju sinni.
Gott og vel. Þá kemur fyrsta spurningin. Var Utanríkisráðuneytið rétt "stjórnvald"? Svarið við því, hlýtur að vera "nei", því að málaflokkurinn heyrir undir Efnahags og viðskiptaráðuneytið og hefðu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins átt að vísa fulltrúm Magma þangað. Hins vegar hefur það sýnt sig að ráðherrar Samfylkingar, eru vanir því að halda efnahags og viðskiptaráðherra, fyrir utan sinn málaflokk. Um slíkt má alla vega lesa í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.
Hvað sem gerst hefði, ef Magma hefði verið vísað í Efnahags og viðskiptaráðuneytið, er ekki gott að segja. Það hefði hins vegar borið vott um vandaða stjórnsýsluhætti, að vísa erindum manna til þess ráðuneytis, er málið varðar.
Rannsóknin, mun svo síðar leiða í ljós (verði öllum steinum velt), að haldinn var neyðarfundur í þingfundi Vinstri grænna, þar sem fundarefnið var það, að stöðvuð væri með öllum tiltækum ráðum, áform Magma um að eignast HS-Orku alla. Fram hefur komið að Ríkissjóður hefur ekki og hafði ekki þá bolmagn til þess að kaupa upp samninga Magma hér á landi. Þá kom það eitt til greina, að lögum um erlenda fjárfestingu yrði breytt. Slíkum lagabreytingum eða lagasetningum var hins vegar hafnað af ráðherrum Samfylkingar. Rannsóknarnefndin mun þá væntanlega þurfa að spyrja ráðherra Samfylkingarinnar, afhverju þeir voru andvígir lagasetningum? Eins þarf þá nefndin að spyrja ráðherra Vinstri grænna, afhverju þeir tóku þessa ákvörðun Samfylkingar góða og gilda? Að öðrum kosti mun þessi rannsóknarnefnd stjórnvalda, ekki sinna skyldum sínum af einurð og heiðarleika í þágu þjóðarinnar.
Eins ætlar ríkisstjórnin að láta gera lögfræðilega úttekt á svokölluðum "skúffufyrirtækisgjörningi" Magma, aftur. Nefnd Efnahags og viðskiptaráðherra, lét gera lögfræðilegt álit á þeim gjörningi og því stjórnvöld búin að verða sér út um slíkt álit. Annað álit er jú alveg hægt að verða sér útum og þá með öðrum lögfræðingum, er unnu fyrir nefndina. Slíkt álit, mun samt ekki fela í sér lokaúrskurð um lögmæti gjörningsins. Verði "nýja" lögfræðiálitið gegn "skúffufyrirtækisgjörningnum", þá gæti Magma hnekkt þeim úrskurði með dómi. Líklegt væri að Magma færi þessa leið og ynni Magma málið, þá myndi samningurinn ekki bara standa, heldur er allt eins líklegt að Magma gæti sótt sér bætur til Ríkissjóðs, vegna afskipta stjórnvalda, af "löglegum" samningi.
Að þessu ofansögðu, mun það því verða niðurstaða rannsóknarnefndarinnar, eða þá dómstóla í framhaldinu, að lagaramminn um viðskipti líkt og viðskipti þau er Magma stendur í hér, er ekki nógu sterkur. Þá verður ekki í boði fyrir stjórnvöld, að benda á aðrar ríkisstjórnir sem farnar eru frá völdum og þau lög er þær settu. Þá mun það eina vera í boði að skýra það út fyrir þjóðinni, afhverju ríkisstjórnin lyfti ekki litlafingri í þeirri viðleitni að breyta lögum á þann hátt, að Magma yrði ekki kleift að eignast HS-Orku alla.
![]() |
Vill vinda ofan af Magma máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2010 | 15:21
Engar undanþágur = auðlindaafsal.
Stefan Füle, stækkunarstjórni ESB, staðfestir með þessari yfirlýsingu sinni, það sem andstæðingar aðildar, hafa löngum haldið fram. Að engar varanlegar undanþágur, frá þessum svokallaða "ESB-pakka", sem Samfylkingunni og örfáum flokksmönnum annarra flokka, fýsir svo að skoða.
Þá verða einu undanþágurnar, sem í boði verða, til fárra ára og verða kallaðar til "aðlöðunnar"
Til aðlöðunar á hverju? Auðlindaafsali? Hvernig aðlaðast íslenska þjóðin "auðlindaafsali"? Með lögum, sem banna slíkt? Nei, það verður ekki í boði, því ef að lög ESB, ganga gegn þeim íslensku lögum sem í gildi verða, þá eru ESB-lögin, rétthærri.
Væri t.d. Ísland í ESB núna, þá hefði Magma-málið, ekki farið í gegnum, þessa nefnd um erlenda fjárfestingu, sem úrskurðaði Magma-viðskiptin lögleg. Sá úrskurður hefði komið frá Brussel og stjórnvöld aldrei í ferlinu, getað stöðvað það.
Eins mun ESB-aðild þýða það, að mál, lík Magma-málinu, munu koma upp í sjávarútvegi, auk þess, sem að þær orkuauðlindir sem eftir verða, gætu einnig orðið undir.
Vel má vera, að evrópskar útgerðir fái ekki "beinar" veiðiheimildir í íslenskri lögsögu, en það breytir því ekki að þeim mun verða kleift að veiða hér, með því að kaupa sér íslensk útgerðarfyrirtæki og þar með aðgang að veiðiheimildum. Sú undanþága, sem er í EES-samningnum, varðandi það að útlendingar, megi ekki eiga meira en 49% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, með óbeinum hætti, yrði felld út, við aðild að ESB og evrópsk sjávarútvegsfyrirtæki, gætu þess vegna keypt upp megnið af þeim íslensku. Þá færi úr landi sú vinna sem unnin er í fiskvinnslufyrirtækjum víðsvegar um landið, auk þess sem að íslenskir sjómenn, myndu ekki veiða fiskinn, heldur sjómenn evrópsku útgerðana, sem að veiða myndu fiskinn hér, en landa honum á heimamarkaði. Við þetta hyrfu úr Ríkissjóði tugir ef ekki hundruðir skatttekna, sem ríkissjóður fær núna af þessari atvinnugrein, auk þess sem að það fólk missir vinnuna við þetta, mun væntanlega enda á atvinnuleysisskrá.
Aðildarumsóknin er því einhver grófasta tímaskekkja, sem sést hefur í íslenskri stjórnmálasögu og eru þær "tímaskekkjur", eflaust margar ef vel er að gáð. Nær væri stjórnvöldum að draga umsóknina til baka og annað hvort nota, þá upphæð sem ætluð var í viðræðurnar, til þess að efla utanríkisviðskipti þjóðarinnar á annan hátt en í gegnum ESB, eða hreinlega draga verulega saman seglin í fjáraustri til Utanríksráðuneytisins.
Sé þetta virkilega framtíðarsýn Samfylkingarinar, sem ein flokka hefur sagst hlynnt aðild, þá á Samfylkingin ekkert erindi í landsstjórnina, á meðan flokkurinn vinnur að því leynt og ljóst að koma fjöreggjum þjóðarinnar í erlenda eigu. Á grundvelli þess verða þá einnig Vinstri grænir að líta alvarlega í eigin barm og hugleiða, hvort flokkurinn vilji vera "hækjan" sem studdi auðlindaafsalið.
![]() |
Engar varanlegar undanþágur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2010 | 12:33
Fjölmiðlar, þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna og Magma-málið.
Í maí síðastliðnn var undirritaður sá samningur milli Geysir Green Energy ( hér eftir GGE) og Magma Energy Sweden (hér eftir MAS). Þá tóku þingmenn Vinstri grænna, smásnúning á málinu, Lilja Mósesdóttir á Facebooksíðu sinni og svo Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna í viðtali við fréttamann RÚV, þar sem hann svarar ásökunum þeim, sem Lilja setur fram á Facebooksíðu sinni.
Hér að neðan birtist fyrst "innleggið" af Facebooksíðu, Lilju og síðan orð Árna í viðtalinu, við fréttamann RÚV:
"Ármann Jakobsson réttlætir Magma-klúðrið með því að Icesave-skrípaleikurinn hafi tafið góð mál. Ég kannast ekki við þá töf. Þingflokkurinn ræddi málefni Magma við ráðherra sína á fundum í sumar og haust. Þingflokkurinn samþykkti að fela fjármálaráðherra að finna leið til að tryggja að hlutur Geysis Green í HS orku færi í almannaeigu. Þingflokkurinn vissi ekki betur en að sú vinna væri í gangi."
Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir að Samfylkingin hafi síðastliðið haust stoppað bráðabirgðalög um söluna á HS Orku. Segir Árni að það sé lítilmótlegt af flokkssystur sinni að ráðast að formanni flokksins vegna þess að kanadíska fyrirtækið Magma Energy hafi eignast HS orku. Ráðherrar VG hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja innlend yfirráð yfir orkufyrirtækinu.
Þarna kemur skýrt fram hjá tveimur þingmönnum Vg að málið var tekið upp á þingflokksfundi Vinstri grænna, um það leiti sem að, nefnd erlenda fjárfestingu, komst að því í fyrra skiptið, að MAS uppfyllti öll skilyrði um að vera fyrirtæki á evrópska efnahagssvæðinu, þegar MAS hafði keypt þriðjungshlut OR í HS-Orku.
Verður að telja það nær 100% öruggt að málið hafi því þá verið tekið upp í ríkisstjórn og rætt, á einhvern hátt. Líklegast hefði minnsta fyrirhöfnin verið fyrir ríkið að kaupa sig inn í samning OR og MAS og síðan samning GGE og MAS. Fjármunir til slíks lágu hins vegar ekki á lausu, enda Ríkissjóður tómur og því þá, í rauninni, lagasetningin ein eftir. Lagasetning hefði þá líklega verið í formi "bráðabrigðalaga" sem stöðvað hefði frekari viðskipti MAS, hér á landi, á meðan lögum um erlenda eignaraðild í orkufyrirtækjum yrði breytt, t.d. þannig að erlendur aðili, gæti ekki átt meira en 49% í íslensku orkufyrirtæki, svipað og er með sjávarútvegsfyrirtækin og Íslendingar fengu "undanþágu" fyrir er EES-samningurinn var gerður á sínum tíma. Reyndar hefði slík lagabreyting kallað á undanþágu, frá EES-samningnum, sem að varla hefði þótt í takt við ESB-umsóknina og eflaust sett umsóknina í uppnám og líklegast slegið hana út af borðum í Brussel. Það kann að skýra andstöðu Samfylkingarinnar fyrir þessum lagabreytingum sem þurft hefði að gera.
Það er samt ekki að sjá, að sé ESBumsókninni haldið fyrir utan þetta, að undanþágan hefði verið auðfengin, enda er Noregur með lög um að erlendir aðilar, hvort sem þeir komi af EES-svæðinu eða annars staðar frá, megi aðeins eiga 30% í norskum orkufyrirtækjum. Það er því til fordæmi á EES-svæðinu fyrir slíkum lögum og því hefði vel verið hægt að sækja slíka undanþágu, ef að vilji hefði verið fyrir hendi.
Þá komum við að þætti þeirra Vg-liða sem hafa haft hvað hæst í þessu máli. Bæði Ögmundur og Svandís, sátu í ríkisstjórn, er þessi mál voru rædd, síðasta haust. Ögmundur hætt ekki í ríkisstjórn, fyrr en rúmum mánuði, eftir að þetta mál kom upp síðsumars í fyrra. En Svandís hefur setið í ríkisstjórninni, frá stofnun hennar, 10. maí til dagsins í dag. Svo eru það þær Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir, ásamt Atla Gíslasyni, sem eru í þingflokki Vinstri grænna. Þó svo að síðuritari, sitji ekki þingflokksfundi Vinstri grænna og mun væntanlega aldrei gera, þá ályktar síðuritari svo að á þingflokksfundunum, seú rædd þau mál, sem ríkisstjórnin hyggst setja á "oddinn", þau nýju lög sem hún hyggst setja og breytingar á þeim lögum, sem þegar eru í gildi, en þurfa í ljósi breyttra aðstæðna, breytinga við. Ofangreindum þingmönnum Vg, hlýtur því, ef að hugur hefði fylgt máli, verið farið að lengja eftir lögum, eða lagabreytingum, vegna viðskipta MAS. Þögn þessara þingmanna fram í maí á þessu ári, þegar samningsgerð vegna viðskipta MAS og GGE lauk, er því með öllu óskiljanleg.
Það verður líka að segja að hlutur fjölmiðla í þeirri viðleitni sinni að fjalla um málið allt, frá öllum hliðum, er vægast sagt rýr og margar spurningar, látnar liggja milli hluta.
Spurningar til Ögmunds og Svandísar: Hver voru ykkar viðbrögð við ríkisstjórnarborðið er Samfylkingin hafnaði lagasetningu, vegna málsins? Afhverju þögðuð þið yfir þeirri staðreynd að Samfylkingin hafnaði lagasetningu?
Þingmennina sem utan ríkisstjórnar hafa verið allan tímann, mætti spyrja: Fannst ykkur það líklegt, eftir að hafa ekkert heyrt af málinu í ríkisstjórn, mánuðum saman, að ríkisstjórnin, væri að gera eitthvað "raunhæft" í málinu? Afhverju fylgduð þið "málinu" ekki fastar eftir, á meðan hægt var að koma fyrir, viðskipti GGE og MAS, með lagasetningu og/eða lagabreytingu?
Á meðan þessar spurningar liggja óspurðar og þar með svörin fyrir þeim ekki ljós, þá eru það ekki bara þingflokkur Vinstri grænna og ráðherrar flokksins, sem að uppskera falleinkunn, fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar, heldur eru fjölmiðlarnir allir sem einn einng handhafar þessarar falleinkunnar, fyrir það að upplýsa ekki þjóðina, um málið frá öllum hliðum.
![]() |
Telur söluna á HS Orku ólöglega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þessum fyrsta Kastljós þætti, eftir sumarfrí, kom ekki á óvart að "Magma-málið" var þar á dagskrá.
Það kom líka ekki á óvart, að bæði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna og Mörður Árnason, gerðu meira úr viðskiptum sem orðin voru staðreynd, áður en flokkar þeirra, komu að þeirri ríkisstjórn, er nú er við völd.
Með þeim, Katrínu og Merði, sat svo Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum. Vera Ólafar í þættinum, var að mínu mati "óþörf", enda Sjálfstæðisflokkurinn, ekki við völd, þegar stærstu ákvarðanir gagnvart Magma, hafa verið teknar, þær ákvarðanir sem verulega skipta máli.
Þegar núverandi ríkisstjórn settist að völdum, þá hafði ríkið árið 2007, selt GGE 15% hlut sinn í HS-Orku og Magma keypt þann hlut, ef ég man þetta rétt.
Síðan seldi OR, þriðjungshlut sinn í HS-Orku til Magma. Þá var eignarhlutur Magma í HS-Orku kominn í tæp 46%. Á þeim tíma var einnig hlutur GGE í HS-Orku kominn í 52%.
Þegar Magma átti orðið 46% hlut í HS-Orku og ljóst varð að fyrirtækið ætlaði sér einnig 52% hlut GGE í HS-Orku, var Vinstri grænum nóg boðið, eða hluta þingflokksins og var boðað til neyðarfundar í þingflokknum. Á þeim fundi var ályktað gegn þessum áformum Magma og formanni flokksins, falið að stuðla að því í ríkisstjórninni, að sett yrðu lög til þess að koma í veg fyrir það að Magma, eignaðist HS-Orku alla. Um þá "atburðarás" hefur Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vg, vitnað um í viðtali við fréttamann RÚV. Þar sagði Árni, í stuttu máli, að formaður flokksins hefði tekið málið upp í ríkisstjórn, en ekki fengið nægar undirtektir samstarfsflokksins, Samfylkingar, til þess að farið yrði í lagasetningar þær er þurft hefðu til þess að stöðva kaup Magma á þessum 52% hlut GGE í HS-Orku. Undir þennan vitnisburð Árna, hafa svo fleiri þingmenn Vg, eins og Lilja Mósesdóttir tekið undir.
Það sem feitletrað er hér að ofan, er í rauninni, það sem helst skiptir máli. Það er að tryggja það með einhverjum ráðum að Magma eignaðist ekki meirihluta í HS-Orku. Það fannst einnig þingflokki VG sl. sumar. Annars hefði formanni flokksins varla verið falið það verkefni, á vettvangi ríkisstjórnar, að koma í veg fyrir áform Magma. Möguleikarnir utan lagasetningar, voru kaup ríkisins á þessum hlutum, en í ljósi þess að Ríkissjóður er tómur, þá kom sú leið aldrei til greina og því bara lagabreytingarleiðin eftir.
Frammistaða þeirra þriggja í Kastljósi kvöldsins, var svo sem bara á pari við það sem við var að búast. En í ljósi þess hverjir eiga RÚV (þjóðin), þá hlýtur falleinkunn vera það eina sem fellur í skaut, þess kastljóssstarfsmanns, er var í hlutverki spyrils í kvöld. Spyrillinn (Helgi Seljan), lét hjá líða að spyrja þeirra spurninga, sem í rauninni skipta máli í dag. Þar á ég við spurningar, eins og: Var málið rætt í ríkisstjórn með þeim hætti, sem lýst er hér að ofan, sl. sumar eða haust? Ef svo var gert, hver var ástæða þess að ekki var aðhafst frekar? Afhverju fylgdu ráðherrar VG, málinu ekki harðar eftir í ríkisstjórn? Ef ekki var hægt þá að setja lög eða breyta lögum um erlent eignarhald orkufyrirtækja, hver var þá ástæðan fyrir því?
![]() |
Rannsókn á einkavæðingu hugsanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2010 | 16:54
En voru "nöfnin" Verne-Holding og Björgólfur Thor í stjórnarsáttmálanum?
Í Eyjubloggi sínu, gerir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, lítið úr því sem hann kallar upphrópanir og upphlaup, þeirra þingmanna Vg, er segjast ekki styðja ríkisstjórnina áfram, verði Magma-málið, látið hafa "sinn gang", þ.e ekkert aðhafst í því.
Mörður lítur svo á að þetta séu bara "stöðluð" viðbrögð röðum Vinstri grænna, sem ekki ber að taka alvarlega. Þessar raddir þagni með tímanu.
Mörður "klikkir svo út", með því að segja að "nafnið" Magma sé ekki í stjórnarsáttmálanum og því sé þetta bara bull og vitleysa í þingmönnum Vg.
Síðuritari man nú ekki til þess að "nöfnin" Verne-Holding og Björgólfur Thor, hafi heldur sloppið inn í stjórnarsáttmálann. Síðuritara, er samt í fersku minni, það að Samfylkingin, kom í gegnum þingið sl. vetur "sérlögum" í þágu Verne-Holding, vegna gagnaversins í Reykjanesbæ. Sérlögin voru sett, vegna þess að Fjármálaráðuneytið, hafði tekið sér full langan tíma, að mati Samfylkingarinnar, til þess að "stúdera" lög um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga. Var því þessum "sérlögum", sem sagt er að séu samhljóma þeim "ívilnanalögum" þvælt í gegnum þingið.
Nauðsyn "sérlagana", hefur kannski fyrst og fremst, endurspeglast í því að viðskiptafélagi Björgólfs í þessu Verne-Holdingdæmi heitir Vilhjálmur Þorsteinsson. Vilhjálmur er auk þess að vera varaþingmaður Samfylkingar í Reykjavík, formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkunýtingu.
En sjálfsagt þurfa ekki "höfðingjar" eins og Björgólfur Thor og Vilhjálmur Þorsteinsson, að vera nafngreindir í stjórnarsáttmála, til þess að "liðkað" sé um fyrir þeim, með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.
![]() |
Þingflokkur VG á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2010 | 15:46
Á meðan engin tekur "öndunarvélina úr sambandi er engin hætta, nema þá fyrir þjóðina.
Enn eina ferðina stendur "hugsjónamaðurinn" úr Þistilfirðinum, frammi fyrir því að "þurfa" að bakka með háleitar hugsjónir sínar, til þess eins að framlengja líf "dauðvona" ríkisstjórnar. Eins stefnir flest í það að Vinstri grænir, þurfi að færa til bókar, enn einn kostnaðaraukann, við þennan svokallaða "ásættanlega kostnað" við stjórnarsamstarfið sitt með Samfylkingunni.
Allt frá árinu 2007, hafa hinar ýmsu stofanir, eða deildir (sellur) innan Vg, samið og birt ályktanir, gegn því ferli, sem að nú hefur veitt okkur þetta svokallaða Magma-mál.
þegar þeim lögum, sem sagt er að heimili "Magma-dílinn", var breytt á Alþingi, þá höfðu þingmenn Vg, þá í stjórnarandstöðu og þar með talið Steingrímur sjálfur, uppi staðlaðar "efasemdir" um þá breytingu á lögunum, sem þá var til efnislegrar meðferðar á Alþingi. Flokkurinn lét það hins vegar, hjá líða að taka afstöðu til málsins, er til atkvæðagreiðslu kom og sátu allir þingmenn hjá við atkvæðagreiðsluna.
Eins og fólk kannski man, þá var ástæða, eða öllu heldur afsökun stjórnvalda, við því að aðhafast lítið sem ekkert er OR seldi sinn hlut í HS-Orku, var sú að þessi viðskipti hefðu farið fram í anda þeirra laga sem Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur, hafi á sínum tíma komið í gegnum þingið. Vel má vera að svo hafi verið.
En það breytir því samt ekki, að sú staðreynd að Magma er við það að eignast HS-orku á meðan Samfylkingin og Vg eru við völd og með þann þingmeirihluta, sem til þarf til þess að breyta lögum á þann hátt, að áform Magma verði ekki að veruleika.
Eftir neyðarfund í Stjórnarráðinu í dag, vegna málsins sagði Steingrímur:
"Ég tel að þessu hafi miðað vel. Þetta er margþætt mál, þannig að við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið. Lagaumhverfið hér á sviði orkumála og hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almannahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun, eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum. Við ætlum engan afslátt að veita af því. Við ætlum að reyna að lenda þessu máli, sem og öðrum, þannig að við tryggjum forræði okkar sjálfra í þessum mikilvæga málaflokki og almannahagsmuni," segir Steingrímur.
Síðuritari hefði með "glöðu" geði skrifað undir þessi orð Steingríms, hefði hann látið hafa þetta eftir sér, fyrir tæpu ári, er kaup Magma á hlut OR í HS-Orku voru í hámæli. Núna tæpu ári eftir þau viðskipti , eru þessi ummæli Steingríms, að öllum líkindum, því miður of seint á ferð og verður að líta þá staðreynd, þeim augum, að Vg hafi, ekki bara brugðist eigin stefnu í málinu, heldur brugðist, þjóðinni, í þeirri hagsmunagæslu fyrir þjóðina, sem flokkurinn var kosinn til þess að gegna.
Síðuritari, hefur áður skrifað um neyðarfundinn í þingflokki VG, þar sem Steingrími var falið að vinna að endurskoðun, þess lagaumhverfis, sem þetta Magma-mál varðar. Sá fundur var bara fyrir tæpu ári og því að öllum líkindum of seint að grípa nú til varna í málinu, nema með því að eiga yfir höfði sér milljarða skaðabótakröfu, sem að nota bene, þarf að færa sönnur á. Hinn kostur Vg í málinu, er hins vegar að láta þetta mál yfir sig ganga, eins og önnur þau mál, sem Samfylkingin hefur sett á oddinn í óþökk óbreyttra flokksmanna VG (grasrótarinnar).
Taki einhver þessa "öndunarvél" ríkisstjórnarinnar úr sambandi, þá mætti vel líkja þeim "gjörningi við "líknarmorð". Nú er síðuritari, ekki endilega fylgjandi "líknarmorðum", en síðuritari lítur samt svo á að það "líknarmorð", sem veitt gæti þjóðinni "líkn" frá því skelfingarástandi sem núverandi stjórnvöld, eru á góðri leið með að koma þjóðinni í, með ófyrirsjánlegum afleiðingum, sé ekki bara "leyfilegt", heldur "lífsnauðsynlegt".
![]() |
Samstarfið ekki í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2010 | 15:46
Ríkisstjórnin í öndunarvél.
Ef skoðuð eru ummæli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna í sjónvarpsfréttum RÚV í gær og svo ummæli Þuríðar Bachman, þingmanns Vinstri grænna á Eyjunni í dag, þá er vart annað hægt en að "undrast" á yfirlýsingum Katrínar, í frétt þeirri er "blogg" þetta hangir við. Yfirlýsingar Katrínar, hljóma eins og yfirlýsingar annarar ríkisstjórnar, en þeirrar sem nú er við völd.
Eins má leiða að því líkum, að þingmennirnir, Ögmundur Jónasson, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason, séu sammála þeim Guðfríði Lilju og Þuríði og jafnvel líka Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Séu ummæli þeirra þriggja, Guðfríðar Lilju, Katrínar og Þuríðar skoðuð, þá er það alveg ljóst að ríkisstjórninnni, er nú um stundir haldið lifandi með hjálp "öndunarvélar". Ríkisstjórninni má því líkja við sjúkling sem haldið er lifandi í öndunnarvél og á enga möguleika á lífi án "öndunarvélarinnar", nema til komi áhættusöm og kostnaðarsöm aðgerð, sem tryggir þó ekki lífslíkur "sjúklingsins".
Þar á ég við þá aðgerð að rifta Magmasamningnum, þá væntanlega með nýjum lögum, ef núgildandi lög megna ekki að fella samninginn úr gildi. Komi til slíkrar aðgerðar, þá er nokkuð ljóst, að Magma muni þá fara í skaðabótamál við íslenska ríkið, sem kostað gæti Ríkissjóð milljarða tugi, ef ekki hundruðir. Auk þess má alveg gefa sér það, að sökum taktleysis stjórnarflokkana í þeim málum flestum sem eru á döfinni, nú um stundir, þá gerði aðgerðin lítið annað en að framlengja líf "dauðvona" ríkisstjórnar, fram að næsta deilumáli.
Það er samt alls ekki svo að, þó Vinstri grænir ákveði að sprengja ríkisstjórnina vegna Magmamálsins að flokkurinn, firri sig með því ábyrgð á málinu. Flokkurinn á alveg sína ábyrgð skuldlaust með setu sinni í þeirri ríkisstjórn, er hafði tök á því að breyta lögum um erlenda fjárfestingu, síðastliðið haust er kaup Magma á hlut OR í HS-Orku, voru kunngjörð. Einnig sem Vinstri grænir, myndu með því að fella ríkisstjórnina, að öllum líkindum, festa samning Magma og GGE í sessi.
Það má því segja, að trúverðugleiki og sá "hreinleiki", sem Vinstri grænir, kunna að hafa búið yfir við bankahrunið hér á landi haustið 2008, hafi gjörsamlega yfirgefið flokkinn á þessu rúma ári sem flokkurinn hefur starfað með Samfylkingu í ríkisstjórn.
Þegar viðskipti OR og Magma, voru um garð gengin, þá var haldinn neyðarfundur í þingflokki Vinstri grænna. Á þeim fundi var formanni flokksins, Steingrími J. Sigfússyni,falið það verkefni að sjá til þess að sett yrðu bráðabrigðalög sem bönnuðu þessi kaup Magma á hlut OR og/eða sett yrðu lög sem takmörkuðu erlent eignarhald í íslenskum orkufyrirtækjum, líkt og gildir með íslensku sjávarútvegsfyrirtækin.
Slík lagasetning, hefði þó þýtt það að, sækja hefði þurft um undanþágu frá EES-samningnum. Er það alveg ljóst að slík undanþáguumsókn, hefði sett ESBumsókn Samfylkingarinnar í algjört uppnám og því alveg ljós ástæðan fyrir því að Samfylkingin, vildi ekki ganga í takt með þingflokki samstarfsflokksins í ríkisstjórn í þessu máli.
Það er alveg ljóst í dag, miðað við hvernig þessi mál standa, að ekki hefur viðleitni Steingríms, við því að hlýða beiðni eigin þingflokks, skilað miklu á grundvelli ríkisstjórarinnar. Samt er ekki hægt að saka Steingrím einan um það, að hafa ekki fylgt málinu "nægjanlega" eftir. Á þeim tíma sem Steingímur á að hafa rætt ályktun þingflokks Vg, voru tveir af áður upptöldum andstæðingum samningsins, einnig í stjórninni. Ögmundur hætti ekki í ríkisstjórninni, fyrr en rúmlega mánuði eftir að, Steingrímur á að hafa lagt ályktun þingflokksins fram, auk þess sem Svandís var þá og er enn í ríkisstjórninni.
Það er því alveg ljóst að ákvörðunin um að setja annars "dauðvona" ríkisstjórn í "öndunarvél", var í raun tekin af þingflokki Vinstri grænna síðastliðið haust. Ætla má að þingflokkurinn hafi "ákveðið" að trúa því, þó svo að áætlun Magma um að eignast HS-Orku alla, hafi verið ljós, er öndunarvélin var tengd, að málið myndi "gufa upp" og hverfa af yrfirborði jarðar.
Vinstri grænir, hafa því flekkað annar nokkuð "hreint mannorð" eigin flokks óafmáanlegum auri, með þátttöku sinni í "norrænu velferðarstjórninni", með Samfylkingunni, hvort sem "öndunarvélin" fær að vera í gangi eitthvað lengur eða ekki.
![]() |
Draugasögur um afarkosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2010 | 21:54
Borgarstjórnarflokkur Samfylkingar að fela spillingarslóð sinna flokksmanna í R-Lista-samstarfinu.
Síðuritari, las rétt í þessu, frétt á pressan.is, þar sem segir frá því að Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, sé farinn að bíða óþreyjufullur, eftir því að nýr borgarstjórnarmeirihluti, hleypi af stokkunum, þriggja manna rannsóknarnefnd á stjórnsýslu borgarinnar árin 2000- 2007. Skipun þessarar nefndar var ákveðin á fundi borgarráðs 6. maí sl., að tillögu Þorleifs.
Þorleifur segir mjög áríðandi að gengið verði sem fyrst í gerð skýrslunnar. Hann segir að milli áranna 2000 og 2007 hafi verktakar og auðmenn í raun haft völdin í borginni. Segir hann ítök þeirra hafa verið mjög mikil og að brýnt sé að ráðast í rannsóknarskýrsluna.
"Mér sýnist bara að kerfið sé farið að passa upp á sjálft sig, mig grunar að tefja eigi málið eins lengi og mögulega er hægt."
Samkvæmt tillögu Þorleifs á nefndin að starfa samkvæmt þeirri forskrift, sem feitletruð er hér að neðan:
1 - Að kanna stjórnsýslu borgarinnar og aðkomu stjórnmálamanna að fjárhagslegum ákvörðunum á undanförnum árum með tilliti til þess hvort gætt hafi verið eðlilegrar hlutlægni og heiðarleika í þeim afskiptum.
2 - Að kanna hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og fyrirtækjasamsteypur hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu.
3 - Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafa beint eða óbeint haft áhrif á pólitískar ákvarðanir og stjórnsýslu borgarinnar.
4 -Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafi hagnast á tengslum við borgina og einstaka embættismenn eða borgarfulltrúa.
5 - Að kanna hvort einstakir embættismenn, borgarfulltrúar eða frambjóðendur til borgarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við borgina.
- Að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á reglum, vinnubrögðum og skipulagi stjórnsýslu borgarinnar eða eftir atvikum að koma fram með ábendingar um breytingar á þeim lagaramma sem sveitarfélögin starfa eftir.
Sex ár af sjö, sem rannsóknin skal taka til, samkvæmt tillögu Þorleifs, var borgarstjóri R-Listans úr röðum Samfylkingar. Fyrstu þrjú árin, sat þar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún steig upp úr borgarstjórastólnum veturinn 2003, til þess að gerast "forsætisráðherraefni" Samfylkingar, í þeim þingkosningum, sem þá voru í vændum og var þá náð í samfylkingarmanninn Þórólf Árnason, útfyrir borgarstjórnarflokk R-Listans. Þórólfur hrökklaðist svo úr stól borgarstjóra, þegar þáttaka hans í "Olíusamráðinu" komst í hámæli og tók þá Steinunn Valdís Óskarsdóttir við embætti borgarstjóra og var í því embætti til vorsins 2006. Við þetta má svo bæta, að formaður skiplagsráðs borgarinnar, var Dagur B. Eggertsson, núverandi formaður Borgarráðs og oddviti Samfylkingar í borgarstjórn.
Eins og stendur í skýrslunni, frá Rannsóknarnefnd Alþingis, þá hófust eftir að Björgólfsfeðgar náðu yfirráðum Landsbankanum og Ásgeir Friðgeirsson afþakkaði nýfengið þingsæti eftir þingkosningar 2003, til þess að gerast, talsmaður þeirra feðga, gríðarlegir peningaflutningar inná hinar mörgu "kennitölur" Samfylkingarinnar, samkvæmt orðum Sigurjóns Árnasonar, fyrrv. bankastjóra Landsbankans.
Á þeim tíma hófust einnig gríðarleg umsvif Björgólfsfeðga í kaupum á fasteignum í borginni, með niðurrif og nýbyggingu á lóðum, nýrifnu húsanna. Umsvif sem aldrei hefðu þrifist, nema með "góðu" samstarfi við skipulagsyfirvöld borgarinnar. Borgarinnar sem að Samfylkingin var í forsvari fyrir.
Segja má að toppnum í "velvild" Samfylkingarinnar, Björgólfsfeðgum til handa, hafi náð hámarki með Listaháskólanum á horni Frakkastígs og Laugarvegar ( sem reyndar varð góðu heilli ekki af)og úthlutun lóðar fyrir tónlistar og ráðstefnuhúss (Harpan), hótels og fleira á sömu lóð. Náði lóðin frá þeim stað sem Harpan rís núna og alveg að Tollhúsinu og Bæjarins Bestu. Var það fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga, sem ætlaði að reisa öll herlegheitin. En svo skemmtilega vill til að sá sem hannaði það stílbrot í miðborgarskipulagið, sem að Listaháskólinn hefði orðið, er núverandi formaður skipulagsráðs borgarinnar, fyrir Besta flokkinn.
Halda ber einnig til haga þeim "Framsóknarfnyk" af umsvifum verktakafyrirtækisins Eyktar á tímabilinu, en Framsókn var einmitt, hluti af R-Listasamstarfinu á þessum tíma ásamt Vinstri grænum sem samþykktu þá væntanlega einnig áætlanir Björgólfana í þeirra umsvifum.
Einnig er ekki hægt að ljúka skrifum þessum án þess að minnast á "Framsóknarfnykinn" af sölu mæla Orkuveitunnar, til Frumherja, fyrirtækis í eigu Finns Ingólfssonar. Einnig ber að geta glórulausar fjárfestingarstefnu Orkuveitunnar og botnlausum lántökum í formannstíð Alfreðs Þorsteinssonar, allt samþykkt og ákveðið með vitund og vilja Samfylkingar og Vinstri grænna.
Er það því ekki nokkuð "skiljanlegt" af öllu ofanrituðu að núverandi borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingar, er ekki uppfullur af áhuga við að koma þessari rannsóknarnefnd á laggirnar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2010 | 18:45
Magmamálið, Icesavedeilan og ESB-umsóknin.
Allt frá því að aðildarumsókn Íslands að ESB var lögð fram, hafa stjórnvöld, af og til, talað um að umsóknin og Icesavedeilan séu tveir óskildir hlutir. Mönnum er að sjálfsögðu frjálst að halda slíku fram, en hafa ber þó í huga, að sé slíku haldið fram, þá neita menn sér sýn á samhengi hlutana.
Tilurð Icesavereikningana má rekja til þess, að hér voru teknar upp tilskipanir ESB um reikninga af því tagi, sem Icesavereíkningarnir eru (voru), í gegnum EES-samninginn. Íslenskir bankamenn, eigendur og stjórnendur, Landsbankans "fallna", hafa lesið þessa tilskipun og jafnvel séð í henni einhverjar "glufur" sem hægt væri að nýta sér. Reikningarnir voru í það minnsta stofnaðir í Hollandi og Englandi, með vitund og samþykki stjórnvalda þeirra landa. Starfssemi Landsbankans í kringum þessa reikninga í þessum löndum, var einnig samkvæmt lögum og regluverki ESB.
Lausn deilunnar, á þann hátt sem öðrum en starfsmönnum "Bretavinnunnar" þóknast, er hins vegar á þann hátt, að ábyrgðin á því að Icesavereikningarnir fóru þann veg er þeir fóru, mun falla að mestu á regluverk ESB, eða þann hluta þess sem fjallar um fjármálastofnanir.
Eins og fólk veit, þá hefur bankakerfið í ESBlöndunum verið brothætt, frá bankahruninu, haustið 2008, þó svo að kannski hafi ekki komið verulegar sprungur í það, fyrr en hrunið varð í Grikklandi og fréttir bárust af yfirvofandi samskonar hruni í öðrum ESBlöndum. Réttlát og sanngjörn lausn Icesavedeilunnar, fyrir okkur Íslendinga, myndi því stórauka vandræði fjármálakerfis ESB. Við slíkar aðstæður, væri vart aðildarsamningur í boði. Ef aðildarviðræður enda án þess að samningur liggi á borðinu, þá er betra heima setið því sá tími og þeir fjármunir sem fara í viðræðurnar, verða bara tapaður peningur og tími, sem að hægt væri að nýta í eitthvað uppbyggilegt hér á landi.
Hvað Magmamálið varðar, þá snýst deilan fyrst og fremst um túlkun á þeim kafla laga um erlenda fjárfestingu, sem að snýr að fjárfestingu fyrirtækja frá EESlöndum í íslenskum orkufyrirtækjum. Líklegt er að skúffuna í Svíþjóð, sé hægt að túlka sem löglegt fyrirtæki á EESsvæðinu, þó að eingöngu sé um skúffu á sænskri lögfræðistofu að ræða. Sú staðreynd að eingöngu sé um skúffu að ræða, er alls ekki ný, þó að íslenskur bloggari búsettur í Svíþjóð, hafi afhjúpað þá staðreynd nýlega. Slíkt hefur verið vitað frá upphafi máls, er OR seldi Magma Energy Sweden A.B, sinn hlut í HS-Orku.
Þegar OR seldi sinn hlut í HS-Orku, var haldinn "neyðarfundur" í þingflokki Vinstri grænna. Niðurstaða þess fundar var sú, að formanni flokksins Steingrími J. Sigfússyni, var falið að koma því á í ríkisstjórn, að annað hvort yrðu sett bráðabrigðalög á sölu OR, eða þá að unnið yrði að lagabreytingu, sem að takmarkaði eignarhlut erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum. Báðum þessum tillögum, var hins vegar, hafnað hið snarasta af Samfylkingunni. Hvor leiðin sem farin hefði verið, hefði kallað á það, að sækja hefði þurft um undanþágu frá EES-samningnum í miðju ESBumsóknarferli. Það þarf engan Evrópufræðing, til þess að sjá það, að umsóknir um undanþágur frá EESsamningnum, frá Íslendingum í miðju umsóknarferli að ESBaðild, yrði alls ekki til þess að liðka um fyrir aðildarumsókninni, frekar en sanngjörn og réttlát lausn Icesavedeilunnar, fyrir Íslendinga.
Það er því alveg ljóst að þó svo að ESBumsóknin, sé nógu umdeild ein sér, þá eru hin tvö deilumálin, sem valdið hafa hvað mestum deilum í þjóðfélaginu, undanfarið ár, eða öllu heldur lausn þeirra í anda þjóðarvilja, jafntengd ESBumsókninni og dagur og nótt tengjast órjúfanlegum böndum.
Bloggar | Breytt 25.7.2010 kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2018
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar