Leita í fréttum mbl.is

Engar undanþágur = auðlindaafsal.

Stefan Füle, stækkunarstjórni ESB, staðfestir með þessari yfirlýsingu sinni, það sem andstæðingar aðildar, hafa löngum haldið fram.  Að engar varanlegar undanþágur, frá þessum svokallaða "ESB-pakka", sem Samfylkingunni og örfáum flokksmönnum annarra flokka, fýsir svo að skoða.

Þá verða einu undanþágurnar, sem í boði verða, til fárra ára og verða kallaðar til "aðlöðunnar"

Til aðlöðunar á hverju?  Auðlindaafsali? Hvernig aðlaðast íslenska þjóðin "auðlindaafsali"?  Með lögum, sem banna slíkt?  Nei, það verður ekki í boði, því ef að lög ESB, ganga gegn þeim íslensku lögum sem í gildi verða, þá eru ESB-lögin, rétthærri.  

 Væri t.d. Ísland í ESB núna, þá hefði Magma-málið, ekki farið í gegnum, þessa nefnd um erlenda fjárfestingu, sem úrskurðaði Magma-viðskiptin lögleg.  Sá úrskurður hefði komið frá Brussel og stjórnvöld aldrei í ferlinu, getað stöðvað það.  

Eins mun ESB-aðild þýða það, að mál, lík Magma-málinu, munu koma upp í sjávarútvegi, auk þess, sem að þær orkuauðlindir sem eftir verða, gætu einnig orðið undir.

 Vel má vera, að evrópskar útgerðir fái ekki "beinar" veiðiheimildir í íslenskri lögsögu, en það breytir því ekki að þeim mun verða kleift að veiða hér, með því að kaupa sér íslensk útgerðarfyrirtæki og þar með aðgang að veiðiheimildum.  Sú undanþága, sem er í EES-samningnum, varðandi það að útlendingar, megi ekki eiga meira en 49% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, með óbeinum hætti, yrði felld út, við aðild að ESB og evrópsk sjávarútvegsfyrirtæki, gætu þess vegna keypt upp megnið af þeim íslensku.   Þá færi úr landi sú vinna sem unnin er í fiskvinnslufyrirtækjum víðsvegar um landið, auk þess sem að íslenskir sjómenn, myndu ekki veiða fiskinn, heldur sjómenn evrópsku útgerðana, sem að veiða myndu fiskinn hér, en landa honum á heimamarkaði.  Við þetta hyrfu úr Ríkissjóði tugir ef ekki hundruðir skatttekna, sem ríkissjóður fær núna af þessari atvinnugrein, auk þess sem að það fólk missir vinnuna við þetta, mun væntanlega enda á atvinnuleysisskrá. 

 Aðildarumsóknin er því einhver grófasta tímaskekkja, sem sést hefur í íslenskri stjórnmálasögu og eru þær "tímaskekkjur", eflaust margar ef vel er að gáð.  Nær væri stjórnvöldum að draga umsóknina til baka og annað hvort nota, þá upphæð sem ætluð var í viðræðurnar, til þess að efla utanríkisviðskipti þjóðarinnar á annan hátt en í gegnum ESB, eða hreinlega draga verulega saman seglin í fjáraustri til Utanríksráðuneytisins.

 Sé þetta virkilega framtíðarsýn Samfylkingarinar, sem ein flokka hefur sagst hlynnt aðild, þá á Samfylkingin ekkert erindi í landsstjórnina, á meðan flokkurinn vinnur að því leynt og ljóst að koma fjöreggjum þjóðarinnar í erlenda eigu.   Á grundvelli þess verða þá einnig Vinstri grænir að líta alvarlega í eigin barm og hugleiða, hvort flokkurinn vilji vera "hækjan" sem studdi auðlindaafsalið.

 


mbl.is Engar varanlegar undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ein spurning sem er kannski góð fyrir samninganefndina; Ef við þurfum undanþágu frá hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu CFP...í hverju ætti hún að vera fólgin?

Atli Hermannsson., 27.7.2010 kl. 16:48

2 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Hann er ekki að tala um ESB pakka. Þegar Svíar og Finnar sömdu um sinn "pakka" var búin til ný skilgreining innan landbúnaðarstefnunnar um harðbýl svæði svo dæmi séu tekin.

Þannig þurftu hvorki Svíþjóð né Finnland neina undanþágu enda var hún ekki í boði.

Yfirleitt er talað um sérlausnir en ekki undanþágur.

Þessu þarf samninganefndin að gera sér grein fyrir og treysti ég henni alveg til þess.

Guðjón Eiríksson, 28.7.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband