Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin í öndunarvél.

Ef skoðuð eru ummæli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna í sjónvarpsfréttum RÚV í gær og svo ummæli Þuríðar Bachman, þingmanns Vinstri grænna á Eyjunni í dag, þá er vart annað hægt en að "undrast" á yfirlýsingum Katrínar, í frétt þeirri er "blogg" þetta hangir við.  Yfirlýsingar Katrínar, hljóma eins og yfirlýsingar annarar ríkisstjórnar, en þeirrar sem nú er við völd.

 Eins má leiða að því líkum, að þingmennirnir, Ögmundur Jónasson, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason, séu sammála þeim Guðfríði Lilju og Þuríði og jafnvel líka Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.

Séu ummæli þeirra þriggja, Guðfríðar Lilju, Katrínar og Þuríðar skoðuð, þá er það alveg ljóst að ríkisstjórninnni, er nú um stundir haldið lifandi með hjálp "öndunarvélar".  Ríkisstjórninni má því líkja við sjúkling sem haldið er lifandi í öndunnarvél og á enga möguleika á lífi án "öndunarvélarinnar", nema til komi áhættusöm og kostnaðarsöm aðgerð, sem tryggir þó ekki lífslíkur "sjúklingsins". 

Þar á ég við þá aðgerð að rifta Magmasamningnum, þá væntanlega með nýjum lögum, ef núgildandi lög megna ekki að fella samninginn úr gildi.  Komi til slíkrar aðgerðar, þá er nokkuð ljóst, að Magma muni þá fara í skaðabótamál við íslenska ríkið, sem kostað gæti Ríkissjóð milljarða tugi, ef ekki hundruðir.  Auk þess má alveg gefa sér það, að sökum taktleysis stjórnarflokkana í þeim málum flestum sem eru á döfinni, nú um stundir, þá gerði aðgerðin lítið annað en að framlengja líf "dauðvona" ríkisstjórnar, fram að næsta deilumáli.

 Það er samt alls ekki svo að, þó Vinstri grænir ákveði að sprengja ríkisstjórnina vegna Magmamálsins að flokkurinn, firri sig með því ábyrgð á málinu.  Flokkurinn á alveg sína ábyrgð skuldlaust með setu sinni í þeirri ríkisstjórn, er hafði tök á því að breyta lögum um erlenda fjárfestingu, síðastliðið haust er kaup Magma á hlut OR í HS-Orku, voru kunngjörð. Einnig sem Vinstri grænir, myndu með því að fella ríkisstjórnina, að öllum líkindum, festa samning Magma og GGE í sessi. 

Það má því segja, að trúverðugleiki og sá "hreinleiki", sem Vinstri grænir, kunna að hafa búið yfir við bankahrunið hér á landi haustið 2008, hafi gjörsamlega yfirgefið flokkinn á þessu rúma ári sem flokkurinn hefur starfað með Samfylkingu í ríkisstjórn.  

 Þegar viðskipti OR og Magma, voru um garð gengin, þá var haldinn neyðarfundur í þingflokki Vinstri grænna. Á þeim fundi var formanni flokksins, Steingrími J. Sigfússyni,falið það verkefni að sjá til þess að sett yrðu bráðabrigðalög sem bönnuðu þessi kaup Magma á hlut OR og/eða sett yrðu lög sem takmörkuðu erlent eignarhald í íslenskum orkufyrirtækjum, líkt og gildir með íslensku sjávarútvegsfyrirtækin.

 Slík lagasetning, hefði þó þýtt það að, sækja hefði þurft um undanþágu frá EES-samningnum. Er það alveg ljóst að slík undanþáguumsókn, hefði sett ESBumsókn Samfylkingarinnar í algjört uppnám og því alveg ljós ástæðan fyrir því að Samfylkingin, vildi ekki ganga í takt með þingflokki samstarfsflokksins í ríkisstjórn í þessu máli.

Það er alveg ljóst í dag, miðað við hvernig þessi mál standa, að ekki hefur viðleitni Steingríms, við því að hlýða beiðni eigin þingflokks, skilað miklu á grundvelli ríkisstjórarinnar.  Samt er ekki hægt að saka Steingrím einan um það, að hafa ekki fylgt málinu "nægjanlega" eftir.  Á þeim tíma sem Steingímur á að hafa rætt ályktun þingflokks Vg, voru tveir af áður upptöldum andstæðingum samningsins, einnig í stjórninni.  Ögmundur hætti ekki í ríkisstjórninni, fyrr en rúmlega mánuði eftir að, Steingrímur á að hafa lagt ályktun þingflokksins fram, auk þess sem Svandís var þá og er enn í ríkisstjórninni.

 Það er því alveg ljóst að ákvörðunin um að setja annars "dauðvona" ríkisstjórn í "öndunarvél", var í raun tekin af þingflokki Vinstri grænna síðastliðið haust.  Ætla má að þingflokkurinn hafi "ákveðið" að trúa því, þó svo að áætlun Magma um að eignast HS-Orku alla, hafi verið ljós, er öndunarvélin var tengd, að málið myndi "gufa upp" og hverfa af yrfirborði jarðar.  

 Vinstri grænir, hafa því flekkað annar nokkuð "hreint mannorð" eigin flokks óafmáanlegum auri, með þátttöku sinni í "norrænu velferðarstjórninni", með Samfylkingunni, hvort sem "öndunarvélin" fær að vera í gangi eitthvað lengur eða ekki.


mbl.is Draugasögur um afarkosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Vg eru óútreiknanlegir..Það eru í raun tveir ólíkir flokkar í "Velferðarstjórninni"

Í dag líkar mér hvorugur..Góð færsla.

Kv. Silla

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.7.2010 kl. 16:03

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Takk fyrir innlitið, Silla og hlý orð í garð "færslunnar".  Reyndar eru "andlit" VG og í rauninni Samfylkingarinnar það mörg, að erfitt er að henda reiður á, hversu margir flokkar eru í stjórn.  Báðir þessir flokkar hafa sín "ríkisstjórnar-andlit", sem alla jafna eru sýnd á opinberum vettvangi. 

 Svo hafa þessir flokkar báðir, svokölluð "grasrótar-andlit", sem sýnd eru grasrótum flokkana. Þau "andlit" eru allajafna, gersamlega ólík "ríkisstórnar-andlitunum".

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.7.2010 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband