Leita í fréttum mbl.is

Borgarstjórnarflokkur Samfylkingar að fela spillingarslóð sinna flokksmanna í R-Lista-samstarfinu.

Síðuritari, las rétt í þessu, frétt á pressan.is, þar sem segir frá því að Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, sé farinn að bíða óþreyjufullur, eftir því að nýr borgarstjórnarmeirihluti, hleypi af stokkunum, þriggja manna rannsóknarnefnd á stjórnsýslu borgarinnar árin 2000- 2007. Skipun þessarar nefndar var ákveðin á fundi borgarráðs 6. maí sl., að tillögu Þorleifs.

Þorleifur segir mjög áríðandi að gengið verði sem fyrst í gerð skýrslunnar. Hann segir að milli áranna 2000 og 2007 hafi verktakar og auðmenn í raun haft völdin í borginni. Segir hann ítök þeirra hafa verið mjög mikil og að brýnt sé að ráðast í rannsóknarskýrsluna.

"Mér sýnist bara að kerfið sé farið að passa upp á sjálft sig, mig grunar að tefja eigi málið eins lengi og mögulega er hægt."

Samkvæmt tillögu Þorleifs á nefndin að starfa samkvæmt þeirri forskrift, sem feitletruð er hér að neðan: 

 

1 - Að kanna stjórnsýslu borgarinnar og aðkomu stjórnmálamanna að fjárhagslegum ákvörðunum á undanförnum árum með tilliti til þess hvort gætt hafi verið eðlilegrar hlutlægni og heiðarleika í þeim afskiptum.

2 - Að kanna hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og fyrirtækjasamsteypur hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu.

3 - Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafa beint eða óbeint haft áhrif á pólitískar ákvarðanir og stjórnsýslu borgarinnar.

4 -Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafi hagnast á tengslum við borgina og einstaka embættismenn eða borgarfulltrúa.

5 - Að kanna hvort einstakir embættismenn, borgarfulltrúar eða frambjóðendur til borgarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við borgina.

-  Að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á reglum, vinnubrögðum og skipulagi stjórnsýslu borgarinnar eða eftir atvikum að koma fram með ábendingar um breytingar á þeim lagaramma sem sveitarfélögin starfa eftir.  

 Sex ár af sjö, sem rannsóknin skal taka til, samkvæmt tillögu Þorleifs, var borgarstjóri R-Listans úr röðum Samfylkingar.  Fyrstu þrjú árin, sat þar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún steig upp úr borgarstjórastólnum veturinn 2003, til þess að gerast "forsætisráðherraefni" Samfylkingar, í þeim þingkosningum, sem þá voru í vændum og var þá náð í samfylkingarmanninn Þórólf Árnason, útfyrir borgarstjórnarflokk R-Listans.  Þórólfur hrökklaðist svo úr stól borgarstjóra, þegar þáttaka hans í "Olíusamráðinu" komst í hámæli og tók þá Steinunn Valdís Óskarsdóttir við embætti borgarstjóra og var í því embætti til vorsins 2006. Við þetta má svo bæta, að formaður skiplagsráðs borgarinnar, var Dagur B. Eggertsson, núverandi formaður Borgarráðs og oddviti Samfylkingar í borgarstjórn.

  Eins og stendur í skýrslunni, frá Rannsóknarnefnd Alþingis, þá hófust eftir að Björgólfsfeðgar náðu yfirráðum Landsbankanum og Ásgeir Friðgeirsson afþakkaði nýfengið þingsæti eftir þingkosningar 2003, til þess að gerast, talsmaður þeirra feðga, gríðarlegir peningaflutningar inná hinar mörgu "kennitölur" Samfylkingarinnar, samkvæmt orðum Sigurjóns Árnasonar, fyrrv. bankastjóra Landsbankans.  

 Á þeim tíma hófust einnig gríðarleg umsvif Björgólfsfeðga í kaupum á fasteignum í borginni, með niðurrif og nýbyggingu á lóðum, nýrifnu húsanna.  Umsvif sem aldrei hefðu þrifist, nema með "góðu" samstarfi við skipulagsyfirvöld borgarinnar. Borgarinnar sem að Samfylkingin var í forsvari fyrir.

 Segja má að toppnum í "velvild" Samfylkingarinnar, Björgólfsfeðgum til handa, hafi náð hámarki með Listaháskólanum á horni Frakkastígs og Laugarvegar ( sem reyndar varð góðu heilli ekki af)og úthlutun lóðar fyrir tónlistar og ráðstefnuhúss (Harpan), hótels og fleira á sömu lóð. Náði lóðin frá þeim stað sem Harpan rís núna og alveg að Tollhúsinu og Bæjarins Bestu. Var það fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga, sem ætlaði að reisa öll herlegheitin. En svo skemmtilega vill til að sá sem hannaði það stílbrot í miðborgarskipulagið, sem að Listaháskólinn hefði orðið, er núverandi formaður skipulagsráðs borgarinnar, fyrir Besta flokkinn.

 Halda ber einnig til haga þeim "Framsóknarfnyk" af umsvifum verktakafyrirtækisins Eyktar á tímabilinu, en Framsókn var einmitt, hluti af R-Listasamstarfinu á þessum tíma ásamt Vinstri grænum sem samþykktu þá væntanlega einnig áætlanir Björgólfana í þeirra umsvifum.

 Einnig er ekki hægt að ljúka skrifum þessum án þess að minnast á "Framsóknarfnykinn" af sölu mæla Orkuveitunnar, til Frumherja, fyrirtækis í eigu Finns Ingólfssonar.  Einnig ber að geta glórulausar fjárfestingarstefnu Orkuveitunnar og botnlausum lántökum í formannstíð Alfreðs Þorsteinssonar, allt samþykkt og ákveðið með vitund og vilja Samfylkingar og Vinstri grænna.

Er það því ekki nokkuð "skiljanlegt" af öllu ofanrituðu að núverandi borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingar, er ekki uppfullur af áhuga við að koma þessari rannsóknarnefnd á laggirnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Kristinn.

Takk fyrir góðan pistil. Þessi rannsóknarnefnd á R lista tímanum er alveg nauðsynleg - best að gera hana nógu oft að umræðuefni svo málið lendi ekki úti í horni hjá borgarstjórninni.

Þú gerir mjög góða úttekt á R lista tímanum - það er nauðsynlegt borgin er enn í sárum eftir R listann.

Við gleymum ekki R listanum Kristinn það er engin hætta á því.

Benedikta E, 26.7.2010 kl. 23:01

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sæl Benedikta og takk fyrir innlitið og innleggið.  Saga R-Listans í borginni þarf að vera til á prenti.  Svona skýrsla er ekkert verri í því efni, en margt annað. 

 Og vittu til.  Það er nýtt rugl í uppsiglingu með OR. Samkvæmt fréttum verður OR skipt upp um áramótin, líkt og Hitaveitu Suðurnesja, var skipt upp á sínum tíma.  Sem sagt, til verða OR-veitur og OR-Orka.  Verður sjálfsagt í upphafi, kynnt sem viðbröðg við slæmri stöðu OR, sem R-Listinn á drjúgan þátt í.  En vittu til, ekki mun líða á löngu, þar til gamlir útrásardraugar muni, herja á fyrirtækið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.7.2010 kl. 23:59

3 identicon

Kæri Kristinn,

held þú þurfir að kynna þér betur hið meinta "stílbrot" sem þú telur að nýbygging Listaháskóla verði við Laugaveg.

Ekki einasta er byggingin einstaklega vel hönnuð og löguð að umhverfi sínu eins og sést þegar rýnt er í teikningar og hönnun, heldur mun byggingin gjörbylta og bæta allt miðborgarlífið, breyta því úr því að vera ómenning og bjórsull daginn út og inn í aðeins meira spennandi miðborg, miðborg sem verður sótt í af fólki sem sækist eftir öðru og meira en ódýrasta bjórnum.

Umræðan um þessa byggingu hefur alla tíð verið á makalausum villugötum og litast af upphrópunum án innihalds eða innistæðu.

Að öðru leyti fínn pistill... svona af bloggi að vera

Ragnar (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1627

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband