18.12.2010 | 15:10
Gegnsæisdrottninginn orðin að öfugmæladrottningu.
Á þeim tíma sem Jóhanna Sigurðardóttir var stjórnarandstöðuþingmaður, frá kosningum 1995 og þangað til að hún varð félagsmálaráðherra í Þingvallastjórninni, voru fáir ef ekki enginn þingmaður, jafn ötulir og hún við flutning á frumvörpum og þingsályktunnartillögum, er tryggja áttu gegsæi í stjórnsýslu. Árlega þessi tólf ár hennar í stjórnarandstöðu, komu frá henni mál á þingið, er tryggja áttu opna og gegnsæja stjórnsýslu.
Eftir að hun varð svo félagsmálaráðherra í Viðeyjarstjórninni vorið 2007, hurfu hins vegar þessi mál Jóhönnu af dagskrá þingsins.
Loksins svo þegar margir töldu að nærri sextán ára spá Jóhönnu, um að hennar tími kæmi, hefði ræst og henni falið að mynda ríkisstjórn, þá voru stóru orðin ekki spöruð, öðru nær.
Ríkisstjórnin ætlaði ekki bara að slá skjaldborg um heimilin í landinu, heldur áttu allar athafnir stjórnvalda að vera gegnsæjar og allt að vera upp á borðum. Auk þess hafa ,,gegnsæis og allt uppi á borðum" frösum, óspart verið tranað fram í tyllidagaræðum forsætisráðherra.
Hins vegar ber svo við, í tíð þessarar gegnsæju ríkisstjórnar, hafa svör ráðherra við skriflegum fyrirspurnum, dregist fram úr hófi, slag í slag og heyrir það til undantekninga, ef ráðherra svarar skriflegri fyrirspurn innan tímamarka, eða í námunda við tímamörk.
Í þessu máli sem fréttin, er hengd er við þetta blogg tekur til,er engin undantekning á því hversu seint og illa svör úr ráðuneytum berast og heldur engin undantekning, að loksins þegar svarið berst, þá er það alls ekki fullnægjandi.
Einnig hefur það verið svo að þegar upp koma upplýsingar um mál sem óþægileg reynast stjórnvöldum, þá hefur forsætisráðherra verið staðinn að því slag í slag að þræta fyrir þau mál, eins og ótýndur sprúttsali. Nægir þar að nefna launamál seðlabankastjóra.
Í ljósi þess að eftir nærri tveggja ára setu Jóhönnu í stól forsætisráðherra, bólar lítið sem ekkert að svokallaðri skjaldborg og allar yfirlýsingar um opna og gegnsæja stjórnsýslu, hafa í raun aukið á allt pukur og leynd Jóhönnustjórnarinnar, er alveg óhætt að krýna Jóhönnu sem öfugmæladrottningu og festa nafnbótina ,,öfugmælastjórnin" við ríkisstjórnina, fremur en að klæmast á heitinu ,,norræna velferðarstjórnin" mikið lengur.
![]() |
Sakar forsætisráðherra um að leyna upplýsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2010 | 12:57
Líklegast eru fréttir af væntanlegu andláti Jóhönnustjórnar ýktar.
Þrátt fyrir aðventuuppreísn þremmingana í Vg., þá eru í rauninni, litlar líkur á því að stjórnin falli. Þremenningarnir munu eftir sem áður verja ríkisstjórnina vantrausti. Reyndar er það svo að enn yrðu eftir 32 þingmenn af 63, þó svo að þremenningarnir greiddu atkvæði með vantrausti á stjórnina.
Í veigamiklum málum sem að hin svokallaða órólega deild Vinstri grænna er á móti stefnu stjórnvalda, hefur aldrei farið svo að órólega deildin, sé fullmönnuð á þingi þegar atkvæði eru greidd um málin. Þegar atkvæði voru greidd um Icesave fyrir tæpu ári, var t.d. Atli Gíslason í einu af sínum tiltektarleyfum frá þingstörfum. Auk þess hafa hinir órólegu, gætt þess að mótatkvæði úr þeirra röðum við þau mál stjórnarinnar er þau ,,segjast" vera á móti, séu ekki það mörg að málin falli í atkvæðagreiðslu í þinginu.
Til dæmis í Icesaveatkvæðagreiðslunni fyrir ári, náðu þau órólegu að smeygja sér undan því að fella Icesavesamninginn, með því að tvö þeirra greiddu atkvæði með samningum, með þeim orðum að þau myndu greiða atkvæði með tillögu um þjóðaratkvæði, er borin var upp í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Hinir tveir þeirra fjögurra órólegu, greiddu hins vegar atkvæði gegn samningnum og gegn tillögunni um þjóðaratkvæði.
Reyndar hvatti Ögmundur, sem þá var í ,,nei-liðinu" forsetann til þess að vísa málinu til þjóðarinnar. Hlýtur það að vera einsdæmi í þingsögunni, að þingmaður ,,biðji" forsetann að taka ákvörðun í máli, sem sjálfur á að taka ákvörðun á og hefði alveg sjálfur getað komið kring, hefði hinn meðlimur ,,nei-liðsins" ekki greitt atkvæði gegn þjóðaratkvæðinu líkt og Ögmundur gerði einnig.
Slíkt hefði hins vegar getað fellt stjórnina og því það ekki í boði, að þau öll fjögur greiddu atkvæði á sama hátt, nema þá með samningum og gegn þjóðaratkvæði. Þá hefði hins vegar grasrót Vg. ekki fengið sinn reglulega ,,andófsleikþátt".
Það er því alveg ljóst að þetta svokallaða andóf þeirra órólegu í Vg. mun líklegast ekki breyta miklu þannig séð. Eina breytingin sem kann að verða, gæti þó verið að hinir svokölluðu álitsgjafar, gætu haft örlítið meira að gera við að ,,spá í spilin".
Hins vegar mun það engu skipta, hvernig kapallinn verður lagður. Reglum kapalsins verður bara breytt, eða þá svindlað í honum til þess eins að lengja líf óhæfrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
![]() |
Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2010 | 23:39
Flokksræðið falið, með ,,samráðsleiktjöldunum".
Í Kastljósinu vísaði Steingrímur því á bug, að hann hefði haft upp einhverja flokksræðis eða foringjaræðistilburði í fjárlagavinnunni. Líklegast hefðu aldrei jafnmargir ,,samráðshópar" verið myndaðir og málin sjaldnast rædd eins mikið í þaula og nú við þessi fjárlög og fjárlögin í fyrra.
Það má vel vera, að meira hafi verið talað og fundað, en áður í undirbúningi þess að fjárlögin voru lögð fram. En í þessu máli líkt öllum þeim sem stjórnarflokkarnir hafa kallað eftir og/eða sagst vera í samráði við einhverja vegna, þá fer nú oftast nær svo, að fyrirfram ákveðin stefna stjórnvalda, verður ofan á.
Enda eru ,,samráðstilburðir" Norrænu velferðarstjórnarinnar, meira til þess gerðir að drepa málum á dreif, frekar en að ná sátt í málum. ,,Samráðtilburðirnir eiga í rauninni frekar heima í íslenskum leikbókmenntum, fremur en í íslenskri stjórnmálasögu. Þvílíkir vilja oft leikrænir tilburðir Skjaldborgarflokksins verða.
Nú um stundir er samráðið þvílíkt innan raða Vinstri grænna, að senda verður Steingrímssnatann Árna Sigurðsson á fundi í fjárlaganefnd Alþingis, i stað Ásmundar Daða Einarssonar, svo svokallaður ,,stjórnarmeirihluti" í nefndinni, skili af sér í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar.
En svo er það líka spurningin, hvort Steingrímur sýti þetta uppþot þremenningana? Það er jú þannig, að flokkur sem gengur jafn gróflega, gegn sínum stefnumálum og loforðum og Vg. þarf virkilega á því að halda að einhverjir taki það að sér að vera með uppþot innan flokksins, þegar líklegt þykir að grasrót flokksins, sé ósátt við kúvendingu forystunnar í einhverju af stefnumálum flokksins.
![]() |
Visst áfall segir Steingrímur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2010 | 19:10
Samþykkt á Icesave....
gæti verið hægt að túlka, samþykkt Íslendinga á þann hátt að þeir viðurkenni að hafa, brotið svokallaða jafnræðisreglu á EES svæðinu.
Þegar dómstólaleiðin hefur verið rædd, þá hafa menn í sjálfu sér, ekki mikið deilt um það, að óheimilt sé að vera með ríkisábyrgð á innistæðutrygginasjóðum. Menn hafa hins vegar talið, að með setningu neyðarlagana, sem tryggðu allar íslenskar innistæður í íslenskum upp í topp, við hrun bankana. Brotið er sagt felast í því að fólk sem átti fé á Icesavereikningum, hefði átt að njóta sömu ábyrgðar og íslensk stjórnvöld einnig átt að tryggja þær innistæður upp í topp.
Sú upphæð sem að Bretar og Hollendingar ákváðu án samráðs við einn eða neinn að borga vegna Icesave, tryggði bara innistæður upp að ákveðnu marki. Þeir sem áttu hærri innistæður en sú upphæð nam, tapaði því sem umfram var þá upphæð er Bretar og Hollendingar tryggðu.
Það hlýtur því að vera nokkið borðleggjandi, þegar stjórnvöld (Íslendingar) samþykkja ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga, vegna Icesave, þá viðurkenni þau í raun að hafa brotið jafnræðisregluna. Það gæti þá kallað á málsóknir frá þeim aðilum, er ekki fengu Icesaveinnistæður sínar upp í topp. Líkur með sigri þeirra hljóta að aukast, með þeirri viðurkenningu á ,,meintu" lögbroti er ég minnist á hér að ofan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2010 | 18:22
Icesave var afgreitt í sátt 6. mars sl........
og var afgreitt á þann hátt að yfir 90% þeirra sem ekki hlýddu heimsetukvaðningu Jóhönnu og mættu á kjörstað, höfnuðu því að íslenskir skattgreiðendur, ábyrgðust skuldir einkabanka. Sú staða hefur ekkert breyst, jafnvel þó nýr samningur á gamla grunninum liggi fyrir. Nýji samningurinn er nefnilega að stórum hluta, eins efnislega og sá gamli. Þetta er í raun gamli samningurinn, með breyttum vaxtakjörum.
Líklegast fer það nú svo að stjórnarandstaðan og líklegast einhverjir þeirra órólegu í Vg. greiði atkvæði gegn samningnum, þó vissulega verði ,,passað" upp á það, að of margir órólegir greiði atkvæði gegn samningunum, því þá er einboðið að Alþingi felli þá.
Það er því spurning, hvort að það verði komin óregla á skrifborð Atla Gíslasonar og hann fari í leyfi frá þinginu, til þess eins að taka til á skrifborðinu, fljótlega upp úr áramótum. Nokkuð ljóst verður þó að telja, að verði þingflokkur Vg. ekki búinn að kjósa einhvern í staðinn í fjárlaganefnd, fyrir Ásmund Daða sem þar situr nú, þá gæti Ásmundur ,, þurft" að skrópa á fundi nefndarinnar og senda í sinn stað, einhvern Steingrímshollan á fundinn, sem Icesave verður afgreitt úr nefndinni. Að öðrum kosti, verður ekki mögulegt að afgreiða málið út úr nefndinni á þann hátt, sem er þeim Steingrími og Jóhönnu þóknanlegur.
Það er samt alveg borðleggjandi, að fái þjóðin ekki að segja síðasta orðið, varðandi þennan samning, þá mun aldrei nást um hann sátt. Hvorki á Alþingi, eða meðal þjóðarinnar.
![]() |
Icesave verði afgreitt í sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2010 | 19:53
Varamenn og órólega deildin.
Í þingflokki Vg. er flokkur manna og kvenna, er kallast órólega deildin. Hafa menn sagt að hópur sá sé nokkurs konar samviska grasrótar flokksins. Í mörgum veigamiklum málum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, er órólega deildin á öndverðum meiði við ríkisstjórnina, þó svo að Vg. sé annar stjórnarflokkurinn.
Hins vegar er það þó svo, að þó að atkvæði þeirra órólegu, nægi til að fella þau stjórnarfrumvörp, sem hún leggst gegn, þá hefur slíkt ekki gerst, ennþá í það minnsta. Vanalega eru stjórnarfrumvörpum tryggð næg atkvæði, með hótunum um stjórnarslit, eða eitthvað þaðan af verra.
Önnur nokkuð algeng aðferð til þess að framgöngu stjórnarfrumvarpa, er að einhver meðlimur órólegu deildarinnar, tekur sér tveggja vikna frí frá þingstörfum, í það minnsta og sendir varamann sinn á vettvang. Varamann sem kýs á annan hátt, en sá þingmaður sem fór í frí.
Afbrigði af þessari aðferð, var notuð á fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi. Í ljósi andstöðu Ásmundar Daða Einarssonar órólegs þingmanns Vg., var ljóst að sæti hann fundinn, þá myndi ekki nást að afgreiða frumvarpið úr fjárlaganefnd. Það varð líka svo að Ásmundur sat ekki fundinn, heldur sat hann í fjarveru Ásmundar, Árni Sigurðsson meðgeltandi Steingríms J. til þess að tryggja afgreiðslu frumvarpsins úr nefndinni. Alla er það ljóst, að ekki hefði þýtt að senda ,,hæfustu" manneskjuna, Lilju Mósesdóttur, á fundinn í stað Ásmundar, því eflaust hefði hún í ljósi þess að hún er enn ósátt við fjárlagafrumvarpið, greitt atkvæði gegn afgreiðslu þess úr nefndinni og málið sæti þá eflaust fast þar inni ennþá.
Hver sem ástæða forfalla Ásmundar kann að vera, þá hlýtur það nú að vera svo, að fund sem þennan reyna menn allt sem þeir geta til að mæta á, sér í lagi ef að til stendur að afgreiða mál úr nefnd á þann hátt, sem að menn telja sig ekki geta sætt sig við.
En svona er þetta bara. Órólegu deildinni leyfist að gelta á meðan mál eru í umræðunni, svona rétt til þess að friða grasrótina. Órólegu deildinni ber hins vegar að haga atkvæðum sínum á ,,réttan" hátt, eða senda inn varamann sinn, svo stjórnarfrumvörp nái fram að ganga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2010 | 18:56
Gekkst Steingrímur þá í persónulega ábyrgð vegna Icesave?
Í fyrirspurnatíma í þinginu í dag, sagði Jóhanna að það hefði bara verið fyrir það, hversu öflugur Steingrímur var í viðræðum við Ags, að ekki hefði allt farið hér á hliðina, eins og hún og Steingrímur spáðu hér svo eftirminnilega, þegar forsetinn synjaði Icesave.
Nú var það svo, að synjun forseta og þjóðar á Icesave átti að hafa þær afleiðingar að öll ,,aðstoð" AGS til handa Íslendingum yrði fryst, uns Íslendingar fallist á kröfur Breta og Hollendinga í málinu.
Á Þeim tíma sem að Steingrímur, var að argast í þeim AGS-liðum, þá var þjóðaratkvæðið um garð gengið. Þjóðaratkvæði, sem hafnaði með öllu að fallast kröfur Breta og Hollendinga, um greiðsluskyldu íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum einkabanka.
Þá hlýtur það að liggja í augum uppi, að úr því að Steingrímur gat ,,grenjað" út fyrirgreiðslu hjá AGS, þá hafa Hollendingar og Bretar fallið frá þessum skilyrðislausu kröfu sinni um ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum, íslensks einkabanka, eða þá að Steingrímur hafi gengist í persónulega ábyrgð fyrir öllu gumsinum.
Varla verður alla vega ekki trúað upp á hinn lýðræðiselskandi Steingrím Jóhann Sigfússon, að hann hafi lofað ábyrgð skattgreiðenda á skuldum einkabanka, aðeins örfáum vikum, eftir að 98% þeirra sem ekki hlýddu heimsetukvaðningu forsætisráðherra, höfnuðu slíkri ábyrgð með öllu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2010 | 18:15
Hvað skýrir þá níu mánaðatöf á frágangi, nærri kláraðs samnings?
Jóhanna sagð á þinginu í morgun, að þetta svokallaða ,,betra tilboð" sem lá á borðinu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars, hafi verið nánast eins og nýgerður Icesavesamningur. Þetta leyfir hún sér að segja, þrátt fyrir að ekki sé búið að reikna út þetta ,,betra tilboð".
Reyndar var þetta ,,betra tilboð", það æðislegt, að fólk þyrfti ekkert að ómaka sig við það að mæta á kjörstað og taka þátt í þeim marklausa skrípaleik, sem þjóðaratkvæðið væri að hennar mati. ,,Betra tilboðið stæði, hvort sem lög nr. 1/2010 yrðu felld eða ekki í þjóðaratkvæðinu.
En gott og vel. Það hefur legið fyrir síðan Svavar Gestsson, nennti ekki að hanga erlendis á einhverjum samningafundum, um jafn ,,ómerkilegt" og Icesave, að ríkisstjórnin hefur viljað leysa deiluna, helst í gær.
Það lítur í því samhengi fáranlega út, að tekið hafi heila níu mánuði, til þess að ganga frá nærri kláruðum samningi. Reyndar voru kosningar í vor bæði í Bretlandi og Hollandi, en þær hefðu samt ekki átt að tefja málið nema um örfáar vikur, ekki níu mánuði.
Reyndar lét Lárus Blöndal, samningamaður hafa það eftir sér, á blaðamannafundinum er nýju samningarnir voru kynntir, að þessi samningur hefði í rauninni verið klár í september. Hins vegar þótti það vart þorandi að bera hann á borð þjóðarinnar, vegna þeirrar ólgu sem þá var í þjóðfélaginu.
Það mál í september, sem olli ólgu í þjóðfélaginu, var landsdómsmálið. Hasarinn vegna skuldavanda heimilana hófst ekki fyrr en í október.
Þá hlýtur að vera sanngjarnt að spyrja: Var þá allt í einu mikilvægara að ákæra Geir H. Haarde fyrir landsdómi og hugsanlega Árna Matt, heldur en að leysa Icesavemálið? Mál sem stjórnarliðar, hafa nánast ekki getað sofið vegna síðastliðið eitt og hálft ár. Eða er það kannski svo að samanburðurinn á nýja samningnum og þeim gamla, sem Steingrímur J. lagði pólitíska æru sína að veði fyrir, hefði gert ákæruatriðin á hendur þeim Geir og Árna, hlægileg?
![]() |
Áttum kost á Icesave-samningi í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2010 | 21:14
Rúv með puttann á púlsinum, eins og ávallt. :-)
Klukkan níu í morgun, átti að hefjast fundur í fjárlaganefnd Alþingis, þar sem til stóð að afgreiða fjárlagafrumvarpið til þriðju og síðustu umræðu. Vegna deilna innan þingflokks Vinstri grænna, þá frestaðist fundurinn til hálf 8 í kvöld. Tíminn í dag var hins vegar notaður í kattasmölun og eflaust ,,dash" af hótunum um stjórnarslit, ef að þeir órólegu í Vg. styddu ekki frumvarpið.
Í hádegisfréttum RÚV ræddi fréttamaðurinn Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir við formann fjárlaganefndar sem sagði að seinkun umræðna um frumvarpið stafaði af því að ráðuneyti ætti að sameina og útreikninga skorti. Fréttamaðurinn lét sér þennan kattarþvott nægja.
Í ljósi þess að allt þetta ár, ef ekki lengur hefur staðið til að sameina ráðuneyti og því meiri líkur en minni að flest það sem þeim æfingum viðkemur, sé búið að reikna eins og hægt er, fyrir löngu. Enda vart við því að búast að tillaga um sameiningar komi án undangengina útreikninga á hagkvæmni sameingingar.
Í kvöldfréttunum var svo talað um að einhverjar deilur væru um frumvarpið og helst lagt út frá þeim óþægindum er þær sköpuðu. Ekki hafði þingfréttaritarinn Jóhanna Vigdís, rænu á því að kalla til sín í spjall, fulltrúa þeirra hópa er deila innan ríkisstjórnarflokkana vegna fjárlagafrumvarpsins, til þess að leyfa þeim að skýra þjóðinni frá sjónarmiðum sínum og um hvað í rauninni deilan snýst.
Þrátt fyrir það að fjárlagafrumvarpið er það stærsta frumvarp, sem fyrir hvert þing kemur og að nú hafi í rauninni gerst sá fátíði atburður, að erfiðleikum er bundið að ganga frá málinu í nefnd til þriðju umræðu, vegna innbyrðisdeilna stjórnarliða, þá var þingfréttamat fréttastofu sjónvarps eftir daginn í fáranlegt.
Aðalþingfrétt RÚV og þingumræðuefni í Kastljósi snerist um tillögu til þingsályktunar um breytingu á klukkunni. Var næsta óskiljanlegt rifrildi um málið í Kastljósi milli Vilhjálms Egilssonar, forstjóra Samtaka atvinnulífsins, og Roberts Marshalls, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið.
Af þessu má sjá að fréttastofa allra landsmanna, Fréttastofa Rúv er með puttann á púlsinum, nú sem endra nær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2010 | 18:43
Steingrímur, lýðræðið og þjóðin.
Það hlýtur að vera svo að Steingrímur J. hefur skipt um skoðun, vegna þjóðaratkvæðagreiðslna. Því að:
,,Þrátt fyrir þingræðisskipulag okkar og þrátt fyrir mikilvægi þessarar stofnunar hér sem mér þykir vænt um og hef eytt miklum tíma á hennar vegum, stórum hluta ævi minnar, á ég í engum vandræðum með að þjóðin taki til sín og ákveði með lýðræðislegum hætti í almennum atkvæðagreiðslum mikilvæg mál eða að þjóðin taki í sínar eigin hendur að semja sér stjórnarskrá. Það er ekki í neinni mótsögn við þingræðis- og fulltrúalýðræðisfyrirkomulagið sem við búum við. Það er ekki þannig að lýðræðið megi bara vera virkt á fjögurra ára fresti, að það sé eitthvað að því að það sé virkt alla daga. Það er ósk fólksins í dag.
- Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra 8. apríl 2009 um þjóðaratkvæðagreiðslur
Steingrímur vill hins vegar forðast það eins og heitan eldinn að þjóðin fái aftur að eiga síðasta orðið varðandi Icesavesamning. Í fyrra skiptið, þá taldi hann meðal annars að samningurinn væri of flókinn, til þess að þjóðin fattaði hann.
Steingrímur reyndi hins vegar ekkert til þess þá að skýra samninginn fyrir þjóðinni, heldur þuldi upp einhverja bölbænaþulu með Jóhönnu og fleirum úr Bretavinnunni, um það er gerast myndi ef þjóðin segði ,,nei" við samningnum.
Kannski að Steingrímur hafi bara ekki sjálfur skilið samninginn? Hver veit?
Hvað núverandi samning, hvort hann sé flókinn eður ei, þá á slíkt ekki að koma í veg fyrir að þjóðin kjósi um hann.
Steingrímur og hans fólk, verða þá bara að sannfæra þjóðina um ágæti hans ef að eitthvað er. Andstæðingar samningsins, gera svo sitt til að sannfæra þjóðina um að hafna samningnum.
Þetta er víst gangur lýðræðisins, ef málum er vísað til þjóðarinnar, hvort sem það sé gert af þinginu eða forseta.
![]() |
Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar