Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
27.9.2012 | 21:46
Forsætisráðherra fólksins kveður.
Fólk treystir því að hún sé að vinna að hag almennings á Íslandi og ég held að það sé vanmetið hvað það er gríðarlega mikils virði að hafa haft slíkan forsætisráðherra.
Í stjórnarandstöðu talað Jóhanna gjarnan fyrir afnámi á verðtryggingu lána. Eins þótti henni ríkið taka fullmikið til sín af verði hvers bensínlítra og krafðist þess að ríkið léti af þeirri stefnu sinni að halda uppi bensín verði með sköttum á eldsneyti.
Eins þótti henni lítið til þess koma, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hækkaði lánshlutfall Íbúðalánasjóðs upp í 90%. Enda hafði ,,helvítis íhaldið komið í veg fyrir að lánshlutfallið yrði hækkað enn frekar.
Fólkið í landinu gæti ekki meir......
En svo birti til hjá þjáðri þjóð. Jóhanna varð félagsmálaráðherra.
Jóhanna sat í sérstökum ráðherrahópi um ríkisfjármál. Í aðdraganda hrunsins, hafði í hópnum verið um það rætt að Íbúðalánasjóður, héldi að sér höndum og drægi frekar úr lánveitingum, en yki þær. Bankarnir væru hættir að lána til húsnæðiskaupa og fasteignamarkaðurinn var að líða út af. Með þau skilaboð fór Jóhanna upp í félagsmálaráðuneyti og útbjó reglugerð, sem heimilaði Íbúðalánasjóði að hækka lánslutfallið upp í 100%. Átti sú reglugerð að taka gildi 1. Júlí 2008, sem hún og gerði.
Sú ákvörðun hleypti jú einhverju lífi í fasteignamarkaðinn. Enda jukust lánveitingar Íbúðalánasjóðs um nærri 60% síðustu þrjá mánuðina fyrir hrun, miðað við síðustu þrjá mánuði þar á undan.
Samkvæmt tölum Íbúðalánasjóðs, þá er sá hópur sem nú á í hvað mestum vandræðum með lán frá sjóðnum, einmitt þeir sem tóku lán árið 2008, þegar Íbúðalánasjóður lánaði einn til húsnæðiskaupa. Ætla má að stærstur hluti þess hóps, hafi tekið sín lán frá 1.júli og fram að hruni. Þegar að ráðherrann hefði mátt og í rauninni átt að vita í hvað stefndi í ljósi þess að hann sat í ráðherranefndinni um ríkisfjármál.
Og svo birti enn til...............
Jóhanna varð forsætisráðherra og fer nú fyrir ríkisstjórn þeirri sem á Íslandsmet í skattheimtu, hvort sem það sé á einstaklinga eða fyrirtæki. Skattar sem vega mikið þegar kemur útreikningi á vísitölu lána, eins og á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa hækkað gríðarlega. Höfuðstólar lána hafa hækkað svo milljörðum skiptir í stjórnartíð Jóhönnu, bara vegna skattahækkunarstefnu stjórnar Jóhönnu. Jafnvel þó að farið hafi verið í yfir sextíu úrræði til lausnar á skuldavanda heimilana, að sögn Jóhönnu.
Ríkisstjórn Jóhönnu sveik svo gefin loforð um hækkun persónuafsláttar, þannig að skattbyrði þeirra sem minnst mega sín og eiga sjálfsagt í mestum vandræðum vegna lána hefur aukist. Eldsneytisverð aldrei verið hærra í Íslandssögunni og aldrei hafa fleiri einstaklingar verið í alvarlegum vanskilum, en einmitt í stjórnartíð Jóhönnu.
Að ofansögðu má glöggt sjá, að þjóðin hlýtur að standa í mikilli þakkarskuld við Jóhönnu. Enda hefur hún ætíð hugsað fyrst og fremst hugsað um hag þess og ekkert annað í orðum sínum og gjörðum...
Flokkurinn þarf að ræða framtíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2012 | 18:19
Guðmóðir jafnréttismála kveður sviðið.
Í stjórnarandstöðu var Jóhanna einhver harðast talsmaður jafnréttis á Íslandi og lét öllum illum látum ef jafnréttislögin voru brotin. Hún krafðist jafnan afsagnar þess er þau braut. Enda ráðherra vart vært í embætti sínu með lögbrot á bakinu.
Einnig fannst henni það frekar klént að niðurskurður Kærunefndar jafnréttismála, væri bara ráðgefandi en ekki bindandi. Enda hefur ráðgefandi niðurstaða, litlar sem engar afleiðingar í för með sér. Til þess að gera slíka niðurstöðu bindandi þurfti að reka dómsmál og án þess að reka slíkt mál, voru vonir þess er brotið var á, um bætur harla litlar.
Jóhanna réðst því í þá vinnu, hún varð félagsmálaráðherra 2007, að breyta jafnréttislöggjöfinni á þann hátt t.d. að niðurstöður Kærunefndarinnar yrðu bindandi og þeim ekki hægt að hnekkja nema með dómsmáli. Við niðurstöðu kærunefndarinnar yrði þá sá brotlegi að greiða þeim er brotið væri á lágmarksbætur. Ella fá niðurstöðunni hnekkt fyrir dómstólum og eiga þá jafnvel á hættu að vera dæmdur til þess að greiða enn hærri bætur, fallist dómstólinn ekki á það að hnekkja niðurstöðunni.
Var góður og mikill rómur gerður af lögum Jóhönnu og var henni hampað sem Guðmóður jafnréttismála á Íslandi. Það fór nú samt svo, að sem forsætisráðherra, var Jóhanna fyrst til þess að brjóta eigin lög. Það breytir þeirri staðreynd í engu, þó svo að um svokallað ,,faglegt ráðningarferli hafi verið að ræða, er brotið var framið.
Í dag nokkrum klukkustundum áður en hún tilkynnti um brotthvarf sitt úr stjórnmálum, talaði hún svo fyrir breytingum á jafnréttislöggjöfinni. Enda telur hún það sjálfsagt fáum það fært að fara að þeirri löggjöf, fyrst hún gat það ekki sjálf.
Breytingarnar eiga helst að ganga út á það, að hæfnisnefnd við ráðningar, sem hefur í rauninni ekkert lögformlegt gildi, heldur er ætlað að gera huglægt mat á hæfni umsækjenda og Kærunefnd jafnréttismála, samræmi vinnubrögð sín og viðmið.
Slík lagabreytinga er þó með öllu óþörf. Nóg ætti að vera að setja hæfnisnefndum framtíðarinnar þau skilyrði í skipunarbréfi til þeirra, að fara að þeim lögum er varðar ráðningar forstöðumanna hjá hinu opinbera. Hvort sem um er að ræða, lögformlegt hæfnismat á umsækjendum eða jafnréttislögin. Til þess þarf engar lagabreytingar. Aðeins að skrifa skipunarbréfið.
Nema auðvitað að til standi að lögfesta huglægt mat á umsækjendum, þar sem geðþóttaákvarðanir hæfnisnefndarinnar og /eða ráðherrans, geti ráðið úrslitum og verið jafnvel æðri jafnréttislöggjöfinni.
Hvað ætli stjórnarandstæðingurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði sagt um slíka löggjöf?
Jóhanna ætlar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2012 | 21:37
Áttu fjárlög 2001 að dekka allan kostnað við kerfið um aldur og ævi?
Það er eitt sem undirritaður er að velta fyrir sér. Ákveðið er um aldamótin að kaupa kerfi sem þetta og byrja á því að leita tilboða í kerfi sem komið gæti til greina.
Til þess að geta farið af stað árið 2001, var leitað heimildar í fjárlögum fyrir árið 2001, 160 milljónum. Sú tala var sett fram, áður en farið í að leita tilboða og hefur verið sá kostnaður sem áætlaður hafi verið við útboðsferlið það árið.
Eins og flestir ættu að vita, þá eiga fjárlög bara við það ár sem þau eru kennd við, þ.e. fjárheimildir til einhverra verkefna, gilda bara fyrir tiltekið ár. Taki verkefnið lengri tíma eða frestast, þá þarf aftur að leita heimilda í fjárlögum næsta árs fyrir verkefnið og svo koll af kolli.
Hefur kostnaður við kerfið verið nánast alltaf innan fjárheimilda, þau ár sem liðin eru. Í það minnsta sá kostnaður sem fellur beint á Fjársýsluna að standa undir. Sá hluti sem stofnanirnar sjálfar hafa þurft að standa undir, u.þ.b. þriðjungur eða svo , hlýtur svo að vera innan þeirra heimilda sem stofnanirnar hafa samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum hvers árs.
Ætla mætti því, af umræðunni um 25faldan kostnað við hafi menn haldið að, uppsetningu myndi ljúka árið 2001 og ekki myndi kosta krónu að láta kerfið rúlla innan ríkisbatterýsins um ókomin ár.
Svo má alveg deila um, hvort gallarnir við kerfið séu of margir of stórir of margir frændur komið að ferlinu o.s.f.v.. En hafa verður þó í huga, að ekki hefur enn tekist að hanna forrit (kerfi) sem fellur að þörfum allra notenda í einu og öllu. Umfang hnökrana hlýtur að vera í réttu hlutfalli við, stærð og margbreytileik þess er kerfið notar.
Gallar á kerfinu hafa verið lagfærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2012 | 22:07
Sumt breytist aldrei.
Það er eins og við manninn mælt. Forseti vor talar um aukinn ferðamannastraum hingað til lands, næstu árin. Stuðningsmenn og meðhlauparar ríkisstjórnarinnar, finna orðum forsetans flest til foráttu. Landið sé of lítið. Ferðamannastaðir í niðurníðslu o.s.f.v.
Þessu fólki væri kannski nær því að fagna því, að einhver ljái máls á annarri framtíðarsýn í málaflokknum en fleiri dansatriðum lopapeysuklæddra einstaklinga við goshveri og jökla, eða breytingar á nafni landsins í eitthvað söluvænna nafn.
En þetta fólk þarf ekkert að óttast það að hér birtist fólk í hundruð þúsundavís, talandi tungum og spreðandi gjaldeyri í allar átti sem bætist svo í gjaldeyrisforða þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin vinnur nú að því hörðum höndum, í gegnum skattkerfið, að hefta komu erlendra ferðamanna hingað.
Tvær milljónir ferðamanna til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2012 | 21:37
Að tilstuðlan Jóhönnu, reyndi formaður bankaráðs að hrifsa til sín ákvörðunarvald Kjararáðs.
Lögmaður Seðlabanka Íslands, Karl Ólafur Karlsson hæstaréttarlögmaður, gerði þá kröfu að bankinn yrði sýknaður af öllum kröfum Más og hann dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Hann ítrekaði ennfremur það sjónarmið að Seðlabankinn gæti ekki verið aðili málsins enda snerist það um ákvörðun Kjararáðs sem bankinn hefði ekki forræði á.
Auðvitað er þetta rétt hjá Karli að bankinn sem slíkur hefur ekki forræði á ákvörðunum Kjararáðs. Enda þarf hann hlýta þeim líkt og aðrar ríkisstofnanir.
Það skýtur því soldið skökku við, að skömmu eftir að laun Más höfðu verið lækkuð, þá lagði Lára V. Júlíusdóttir formaður bankaráðs Seðlabankans, fram tillögu sem hún sagði komna úr Forsætisráðuneytinu, þess efnis að laun Más skyldu vera óbreytt, þrátt fyrir ákvörðun Kjararáðs.
Það er erfitt að ímynda sér annað en að Lára V. Júlíusdóttir, sem hafði verið samverkakona Jóhönnu í pólitík í áraraðir, hafi sagt satt og rétt frá því hvaðan tillagan var komin. Í það minnsta er harla erfitt að ímynda sér ástæður fyrir því, afhverju Lára ætti að ljúga um hvaðan tillagan kom.
Eftir að fréttir bárust af tillögunni sem ollu töluverðum skjálfta í þinginu og víðar, var eins og tillagan hefði gufað upp eða hún dregin til baka.
Minnisstæð eru þó líka orð Más sjálfs í viðtali sem Kastljós tók við hann, þegar öll þessi læti stóðu yfir. Þar sagðist hafa tekið þetta starf að sér á þeim kjörum sem honum voru boðin við ráðningu. Laun sem væru langt undir launum í ,,Seðlabankastjóraheiminum". Það yki ekki á virðingu hans í Seðlabankastjóraheiminum, að þau væru svo skert með hætti sem gert var, með ákvörðun Kjararáðs. Hann yrði því að halda umsömdum launum, virðingar sinnar vegna innan "Seðlabankastjóraheimsins".
Það er því alveg sama hvernig þetta mál Más við Seðlabankann fer. Alltaf mun sú spurning eftir standa, hvort samið hafi verið við Má um launakjör hans með það fyrir augum, að sniðganga ákvörðun Kjararáðs, úrskurðaði það kjör hans lægri en samið var um í upphafi?
Ég hygg að settar hafi verið saman rannsóknarnefndir af minna tilefni en þessu.
Tekist á um launakjör Más | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2012 | 00:11
Pólitískur rétttrúnaður skapar pólitísk fingraför.
Fyrir ekki svo löngu sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum RÚV, að vinnu við rammaáætlun væri ekki lokið. Það er ekki alls kostar rétt hjá ráðherranum. Enda lauk vinnu faghóps sem skipaður var til þess að gera nýja rammaáætlun störfum sínum, fyrir mörgum mánuðum síðan.
Hins vegar var ekki sátt um niðurstöðuna og var í kjölfarið þáverandi iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur og Svandísi umhverfisráðherra, falið að vinna svo úr áætluninni, að um hana yrði sátt í stjórnarflokkunum. Síðan hafa pólitískt reipitog og hrossakaup stjórnarflokkanna um ásættanlega niðurstöðu, þar sem 10 ára vinna faghópsins verður að lúta í lægra haldi, að einhverjum hluta til fyrir pólitískum rétttrúnaði stjórnarliða.
Í upphafi var farið í þessa vinnu, til þess að fá faglega mynd á þá virkjunarkosti, sem í boði væru. Óháð pólitískum skoðunum valdhafa hverju sinni. Var um það víðtæk sátt í þinginu að svo yrði.
Það er því varla nokkrar ýkjur, að þegar fagleg álit mega sín lítils gegn pólitískum réttrúnaði einhverra, þá séu pólitísk fingraför löðrandi um málið allt.
Deila um pólitísk fingraför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2012 | 17:26
Sovétættað auðlindarákvæði stjórnlagaráðs.
Það er alveg hægt að fallast á það, að auðlindir, aðrar en þær sem eru einkaeign skuli vera þjóðareign. Enda er slíkt fyrirkomulag í rauninni í gangi nú þegar. Hins vegar er texti tengur auðlindaákvæðinu í tillögum stjórnlagaþings um þjóðareign á auðlindum með öllu ósættanlegur: ,,..að enginn megi nýta auðlind í þjóðareign, nema gegn fullu gjaldi.. . Samkvæmt skýringum tveggja stjórnlagaráðsfulltrúa, Gisla Tryggvasonar og Þorvaldar Gylfasonar á þeim hluta ákvæðisins, sé átt við að í ,,hinu fulla gjaldi felist það, að ríkið geri upp allan hagnað og arð af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Fáist það ákvæði samþykkt og verði sett í stjórnarskrá.
Það hlýtur hver og einn sem það vill sjá, sjá það að það að svipta atvinnuveg, sem er hvort sem fólki líkar það betur eða verr, einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, öllum möguleikum og hvata til aukinna fjárfestinga í greininni sem og að leita leiða til þess auka hagkvæmni greinarinnar enn frekar. Með slíku fyrirkomulagi væri í raun verið að ríkisvæða og þjóðnýta auðlindanýtingu þjóðarinnar, svona líkt og gert var í Sovét á tímum kommúnistastjórnarinnar þar.
Þó svo að ekki sé nú sérstakt auðlindaákvæði í núgildandi stjórnarskrá, þá er farið með sjávarauðlindina, líkt og slíkt ákvæði væri fyrir hendi. Ákvæði um þjóðareign myndi engu breyta um það, að það væri löggjafinn hverju sinni, sem ákveddi á hvaða hátt sú auðlind yrði nýtt.
Af þeim sökum væri það alveg sjálfsagt að bæta auðlindarákvæðinu í stjórnarskrá lýðveldisins, ef Sovétættaðum hluta þess yrði sleppt.
Ríkið/þjóðin á að sjálfsögðu að njóta þess, ef að nýting auðlinda í þjóðareign gengur vel og slíkt skili arði. En þá atvinnugrein á að skattleggja, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, á sanngjarnan og hófsaman hátt. Þannig að möguleiki og hvati til fjárfestinga og hagræðingar, sem auka arðsemi greinarinnar verði fyrir hendi. Auk þess sem að fjármunir ávaxtast mun betur í hagkerfinu, en í ríkissjóði. Enda mun ríkissjóður, njóta góðs af þeim ávexti, þegar fjármunirnir hafa unnið sitt verk í hagkerfinu.
Það er með lífsins ólíkindum, að Íslandi árið 2012, skuli nokkrum manni, hvað þá hópi 25 einstaklinga hafi dottið það í hug að lauma slíku Sovétættuðu ákvæði inn í tillögur að nýjum stjórnskipunnarlögum. Ákvæði sem í rauninni þjóðnýtir einn helsta undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar og drepur alla möguleika hans til vaxtar og aukinnar arðsemi, sem skilar sér að lokum í þjóðarbúið.
Öllum tilraunum til þess að endurtaka þá skelfilegu tilraun í stjórnarskrá Íslands,sem stofnun og tilvist Sovétríkjana var á síðustu öld, ætti hver hugsandi ættjarðarelskandi Íslendingur að hafna með öllu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2012 | 13:57
Að staldra við og spyrja sjálfan sig.
Í tillögu þess efnis um að aðildarviðræðum verði hætt eða þær settar til hliðar, fellst það einnig að kostir og gallar aðildar verði skoðaðir á víðtækan hátt og umræða fari um þá út í samfélaginu. Að þeirri vinnu lokinni, skuli efnt til þjóðaratkvæðis um það hvort halda skuli ferlinu áfram eða ekki.
Helstu rök aðildarsinna fyrir inngöngu eru þau, að eftir eða við inngöngu, getum við hafið aðlögun að ERM2 í þeim tilgangi að geta tekið upp evru sem gjaldmiðil hér og að við yrðum þá í skjóli þess gjaldmiðils. Gott og vel. Hefur farið hér fram umræða og/eða athugun á því, hvernig atvinnulífinu gengi að aðlaga sig slíkum breytingum. Eru líkur á því að atvinnustigið hér myndi aukast við þær breytingar eða eru meiri líkur en minni á því að slík aðlögun myndi auka það hressilega við kostnað atvinnulífsins að fjöldauppsagnir yrðu óumflýjanlegar?
Önnur rök aðildarsinna, nánast jafnoft nefnd, eru þau að hér sé svo mikil spilling í embættismannakerfinu og pólitíkinni og hana verði ekki hægt að uppræta, nema með aðild að ESB. Nú er það svo, að nær öruggt er að spilling innan ESB, sé litlu eða engu minni en hún er hér á landi. Hins vegar hafa íslenskir kjósendur það vopn í hendi sér, að geta refsað, í almennum kosningum þeim stjórnmálamönnum og flokkum, sem spillingu stunda eða láta hana viðgangast. Slíka möguleika hefðum við ekki, frekar en aðrir kjósendur ESB-ríkja hafa gegn spillingu innan ESB. Þar sem pólitísk hrossakaup og kvóti milli aðildarríkja, ræður því öðru fremur hverjir veljast til embætta, heldur en einhvers konar ráðningaferli, eins og þó er reynt að viðhafa hér á landi. Með misjöfnum árangri reyndar.
Eins hafa kostir gallar þess að framselja ákvörðunarvald okkar til Brussel í veigamiklum málum, líkt og stjórn fiskveiða eða orkunýtingu, lítið sem ekkert verið ræddir. Hins vegar hefur verið bent á möguleikan á einhvers konar undanþágum tímabundið sem tryggt gætu slík yfirráð. Skilaboðin frá Brussel eru hins vegar þau, að engar þessara undanþága geti varað um alla eilífð. Enda sé eingöngu um tímabundnar undanþágur að ræða.
Aðildarviðræður og að ekki sé talað um aðildina sjálfa, er það stórt mál, að sýna verður því þá virðingu að skoða verði kosti og galla aðildar, með hliðsjón af regluverki ESB, áður en haldið er áfram á þessari vegferð.
Þjóðin þarf engan samning til þess að vega og meta, hvort hegsmunum Íslands sé betur borgið, innan eða utan ESB, frekar en að Samfylkingin hefur ekki haft neinn samning til þess að styðjast við, undanfarin áratug eða svo, sem að hún hefur talið hagsmunum Íslands betur borgið innan ESB.
Að leggja af stað í þessa vegferð án allrar umræðu um kosti og galla aðildar, áður en lagt er upp í leiðangur sem þennan, býður einnig upp á þann slæma kost, að þegar að því kemur að berjast þurfi fyrir aðildarsamningi, þá muni umræðan fyrst og fremst snúast um hvaða tímabundnu undanþágur séu í boði, fremur en áhrif aðildar á íslenskt samfélag í heildarsamhenginu.
Mikil einföldun að ESB-aðild snúist um evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2012 | 22:04
Að álykta annað en er....
Á fundi í Valhöll í gærkvöldi, mættust þeir Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingar og Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefur sá fundur eflaust verið um margt góður, en undirritaður átti ekki heimangengt og komst því ekki á fundinn, til þess að verða vitni að því.
Hins vegar reiknar yðar einlægur með því að evrópumálin og evrukrísan hafi verið þar ásamt mörgu öðru til umræðu.
Reyndar er ljóst miðað við það sem ég sá á einni bloggsíðu hér á Moggablogginu að evrukrísan hið minnsta var til umræðu. Spurning úr þeirri umræðu og svarið við henni, er einmitt það sem þetta blogg snýst um og að mínu mati, heiftarleg rangtúlkun á svarinu. Þar sem svarið var í raun túlkað sem möguleg kúvending á stefnu Sjálfstæðisflokksins til ESB-aðildar.
En hér að neðan kemur spurningin:
"Aðspurður hvort Illugi "st[yddi] myndun sambandsríkis ESB" sagði hann JÁ, "það verður að gera til að vernda evruna." Ennfremur mætti hún ekki verða illa úti vegna áhrifa á Ísland (þ.e. ef evran hrynur)."
Hafi spurningin verið svona og svarið einnig, þá segir það í rauninni ekkert um afstöðu Illuga eða Sjálfstæðisflokksins til aðildar að ESB. Ekkert í svarinu gefur tilefni til þess að stefnan sé önnur en síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins markaði, þ.e. að íslenskum hagsmunum sé betur borgið, án aðildar að ESB.
Hins vegar lýsir svarið þeirri skoðun Illuga, að til þess að evrusamstarfið eigi sér einhverja lífsvon, þá þurfi svokallað sambandsríki ESB að koma til.
Það hljóta flestir að átta sig á því, óháð því hvort þeir séu fylgjandi aðild að ESB eða ekki, að hrun evrusvæðisins kæmi sér illa fyrir Ísland með útflutningsgreinarnar í huga.
Reyndar hefur krísan á evrusvæðinu nú þegar, skapað vandræði hjá saltfisks og skreiðarframleiðendum, sem selja afurðir sínar til Suður Evrópu, þar sem evrukrísan hefur komið hvað harðast niður á evrusvæðinu.
Hins vegar þarf fjörugt ímyndunarafl eða skáldagáfu til þess að túlka svarið við spurningunni hér að ofan sem einhverja kúvendingu í afstöðu til aðildar að ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2012 | 21:14
Karl Th. tekur ,,Albaníu" á Baldur Guðlaugs.
Karl Th Birgisson: Hitti Lalla Johns á götu áðan. Þeir eru að senda hann austur, en hann náði að selja skuldabréfin sín í tæka tíð. Sagðist aldrei klikka á því.
Tilvitnunin fengin að láni á Facebook- vegg Illuga Jökuls.
Í ljósi fyrri starfa og gjörða Karls Th. þá er þessi status hans alveg á pari við hann sjálfan.
En að Illugi láti leiða sig út í það að hafa þetta eftir, sæmir vart manni sem gefur sig út fyrir að hafa umboð æðra Alþingi til þess að semja þjóðinn ný stjórnskipunarlög.
Alveg óháð því hvaða stöðu Baldur gengdi, þá varðaði brot hans bara tveggja ára fangelsi. Það þýðir skv. lögum og verklagi hjá Fangelsismálastofnun, að haldi fangi almennt reglur í afplánunni, þá eigi hann kost á því að sækja um að afplána hluta dómsins á Vernd, að því gefnu að viðkomandi, hafi vinnu til að ganga að eða nám til að stunda á meðan hann býr á Vernd.
Þegar menn vilja meina Baldri að fara þá leið, eru menn að persónugera mannréttindi. En þá má líka halda því fram, að þeir sömu, viti vart hvað mannréttindi eru. Því ekki fara mannréttindi í manngreiningarálit.
Hins vegar telji menn að lögbrot hafi átt sér stað, við sölu þessara ríkisskuldabréfa, þá ættu menn að leita að sök hjá einhverjum þeirra sem vann að þeim lögum er hertu á gjaldeyrishöftunum.
Enda hlýtur hver meðalgreindur einstaklingur og þaðan af greindari, að sjá að varla gat Baldur vitað hvað væri í vændum, nema einhver sem um það hafði vitneskju hefði sagt honum það.
Hvort að Baldur teljist enn innherji í stjórnsýslunni, tveimur árum eftir að hann lætur af störfum þar og eftir að hafa fengið dóm fyrir brot í starfi þar, tel ég fremur hæpið.
Hins vegar tel ég að hafi upplýsingum verið lekið til Baldur, hvort sem að hann hafi sóst eftir því eða ekki, þá er brot þess sem það gerði, engu minna en það er Baldur hlaut dóm fyrir.
En á meðan að engar sönnur eru færðar á það, að leki hafi átt sér stað, varðandi setningu laganna um hert gjaldeyrishöft, er enginn sekur varðandi þessa sölu á bréfunum. Jafnvel þó hann heiti Baldur Guðlaugsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar