Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur rétttrúnaður skapar pólitísk fingraför.

Fyrir ekki svo löngu sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fréttum RÚV, að vinnu við rammaáætlun væri ekki lokið.   Það er ekki alls kostar rétt hjá ráðherranum.  Enda lauk vinnu faghóps sem skipaður var til þess að gera nýja rammaáætlun störfum sínum, fyrir mörgum mánuðum síðan.

Hins vegar var ekki sátt um niðurstöðuna og var í kjölfarið þáverandi iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur og Svandísi umhverfisráðherra, falið að vinna svo úr áætluninni, að um hana yrði sátt í stjórnarflokkunum.  Síðan hafa  pólitískt reipitog og hrossakaup stjórnarflokkanna um ásættanlega niðurstöðu, þar sem 10 ára vinna faghópsins verður að lúta í lægra haldi, að einhverjum hluta til fyrir pólitískum rétttrúnaði stjórnarliða.

 Í upphafi var farið í þessa vinnu, til þess að fá faglega mynd á þá virkjunarkosti, sem í boði væru. Óháð pólitískum skoðunum valdhafa hverju sinni. Var um það víðtæk sátt í þinginu að svo yrði.

Það er því varla nokkrar ýkjur, að þegar fagleg álit mega sín lítils gegn pólitískum réttrúnaði einhverra, þá séu pólitísk fingraför löðrandi um málið allt.  


mbl.is Deila um pólitísk fingraför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband