Leita í fréttum mbl.is

Að tilstuðlan Jóhönnu, reyndi formaður bankaráðs að hrifsa til sín ákvörðunarvald Kjararáðs.

„Lögmaður Seðlabanka Íslands, Karl Ólafur Karlsson hæstaréttarlögmaður, gerði þá kröfu að bankinn yrði sýknaður af öllum kröfum Más og hann dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Hann ítrekaði ennfremur það sjónarmið að Seðlabankinn gæti ekki verið aðili málsins enda snerist það um ákvörðun Kjararáðs sem bankinn hefði ekki forræði á.“

Auðvitað er þetta rétt hjá Karli að bankinn sem slíkur hefur ekki forræði á ákvörðunum Kjararáðs.  Enda þarf hann hlýta þeim líkt og aðrar ríkisstofnanir.

Það skýtur því soldið skökku við, að skömmu eftir að laun Más höfðu verið lækkuð, þá lagði Lára V. Júlíusdóttir formaður bankaráðs Seðlabankans, fram tillögu sem hún sagði komna úr Forsætisráðuneytinu, þess efnis að laun Más skyldu vera óbreytt, þrátt fyrir ákvörðun Kjararáðs.

Það er erfitt að ímynda sér annað en að Lára V. Júlíusdóttir, sem hafði verið samverkakona Jóhönnu í pólitík í áraraðir, hafi sagt satt og rétt frá því hvaðan tillagan var komin.  Í það minnsta er harla erfitt að ímynda sér ástæður fyrir því, afhverju Lára ætti að ljúga um hvaðan tillagan kom.

Eftir að fréttir bárust af tillögunni sem ollu töluverðum skjálfta í þinginu og víðar, var eins og tillagan hefði gufað upp eða hún dregin til baka.

Minnisstæð eru þó líka orð Más sjálfs í viðtali sem Kastljós tók við hann, þegar öll þessi læti stóðu yfir. Þar sagðist hafa tekið þetta starf að sér á þeim kjörum sem honum voru boðin við ráðningu. Laun sem væru langt undir launum í ,,Seðlabankastjóraheiminum". Það yki ekki á virðingu hans í Seðlabankastjóraheiminum, að þau væru svo skert með hætti sem gert var, með ákvörðun Kjararáðs.  Hann yrði því að halda umsömdum launum, virðingar sinnar vegna innan "Seðlabankastjóraheimsins".

Það er því alveg sama hvernig þetta mál Más við Seðlabankann fer.  Alltaf mun sú spurning eftir standa, hvort samið hafi verið við Má um launakjör hans með það fyrir augum, að sniðganga ákvörðun Kjararáðs, úrskurðaði það kjör hans lægri en samið var um í upphafi?

Ég hygg að settar hafi verið saman rannsóknarnefndir af minna tilefni en þessu. 


mbl.is Tekist á um launakjör Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver var aðalfyrirsögn okkar "óháða" RUV um þetta mál?

"Laun Más lækkuðu um 40%"

Grímur (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband