Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Undragleraugu Stefáns Ólafssonar.

Líklegasta ástæða þess að árangur stjórnvalda í baráttunni við skuldavanda heimilanna er ekki betri en svo, að notast verði við gleraugu Stefáns Ólafssonar, til þess að greina hann, er sú að í kjölfar svokallaðra aðgerða stjórnvalda, sem kostuðu jú  allar einhverja fjármuni, voru neysluskattar þ.e. skattar á tóbak, áfengi og eldsneyti, svo eitthvað sé nefnt.

 Sú skattahækkun hækkaði verðlag, sem hækkaði svo vístölu lánanna og gerðu stöðu þeirra sem "hjálpað" var lítið skárri en  hún var áður.

Yfirgnæfandi líkur eru þó á því að þessar aðgerðir hefðu virkað í mun betur en reyndin varð, ef að stjórnvöld hefðu áttað sig á því að auknum útgjöldum ríkissjóðs þarf að mæta með aukinni verðmætasköpun og atvinnu. En ekki með gramsi í vösum skattgreiðenda.

Reyndar merkilegt að undragleraugu Stefáns skuli ekki nema þá einföldu og alkunnu staðreynd.


Baráttan um "já-ið".

Þessa daganna hamast hópur manna, líkt og enginn sé morgundagurinn,við það að fá sem flesta til að segja já við tillögum stjórnlagaráðs. Alveg óháð því hvort fólk sé sammála tillögunum sem slíkum.  Í held eða bara litlum hluta þeirra.

Þrátt  fyrir það að fólk sé beðið um að greiða tillögunum atkvæði sitt, þó ekki sé það sammála þeim öllum eða þess vegna bara hluta þeirra, þá er  það krafa ýmissa að Alþingi láti sér ekki detta það í hug að breyta neinu efnislega í tillögunum.  Fari svo að „já-in“ verði fleiri en „nei-in“.

 Jafnvel þó vitað sé að reynt sé með ýmsum bolabrögðum að þvinga fram  „jáið“ án „raunverulegs samþykkis“ þess er það veitir.  Enda forsendur þess eingöngu byggðar á samþykki hluta tillagnanna.

 Frösum  eins og: "Viltu að LÍÚ eignist allan fiskinn í sjónum?" , er gjarnan haldið að fólki sem þráast við að segja já við tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni.

 Það vill auðvitað enginn maður, að LÍÚ eða einhver annar en þjóðin eigi fiskinn í sjónum.  Enda almennur "þjóðarskilningur" að hann sé í þjóðareign.  Enda er það svo að fulltrúar þjóðarinnar, sem hún kýs sér á löggjafarþing  þjóðarinnar, setja lög um nýtingu og umgengni þeirrar auðlindar.

En þá kemur þessi fordæmalausa og ósanna fullyrðing: "Ef að þjóðin samþykkir ekki tillögur stjórnlagaráðs, þá falla gæði lands og sjávar í fárra hendur."

Auðvitað á enginn að gjalda einhverju samþykki sitt nema hann sé því sammála, efnislega í nánast öllum atriðum.  Að öðrum kosti hlýtur hið eina rökrétta svar að vera „nei“ svo atkvæði þess sem kýs lýsi raunverulegum vilja hans.

Hvort að hinum almenna kjósenda finnist drögin almennt betri en núgildandi stjórnarskrá, ætti heldur ekki að skipta lykilmáli.  Heldur hvort að hinum almenna kjósenda finnist tillögurnar ásættanlegur arftaki núgildandi stjórnarskrár.   Enda eiga kosningar um einstaka málefni ekki að snúast um hvort það sé betra en það sem fyrir er, heldur hvort mögulegar lyktir þess séu ásættanlegar að mati þess sem greiðir atkvæði sitt.

 Það getur því varla kallast málefnalegt og því síður lýðræðislegt,  að berjast með þeim hætti fyrir samþykkinu og lýst er hér að ofan.  Eða þá að útkoma kosninganna geti talist lýðræðisleg, verði samþykkt tillagnanna fengin með þeim óheiðarlega hætti og lýst er hér að ofan.

Hins vegar er örvænting stjórnarliða og meðhlaupara þeirra eðlileg. Sökum þess hversu illa hefur verið á málum haldið af Jóhönnustjórninni, liggja í rauninni engar tillögur að nýrri stjórnarskrá eða breytingum á henni, sem hægt yrði með góðu móti að fara í og afgreiða fyrir vorið,  aðrar en tillögur stjórnlagaráðs.

Yrði þeim tillögum kastað út í hafsauga, þá væru stjórnarflokkarnir í slæmum málum, vegna þess að loforðið um nýja eða breytta stjórnarskrá, myndi "gufa upp" á lokaspretti kjörtímabilsins.

Stjórnarflokkarnir, viðhengi þeirra og meðhlauparar, gætu hins vegar engum öðrum en sjálfum sér kennt um þær ófarir. Enda hafa þeir aðilar slegið hendinni á móti hverslags málamiðlunum eða efnislegri umræðu um þær tillögur að breyttri stjórnarskra, er nú þegar liggja fyrir, með eða án tillagna stjórnlagaráðs.


"Hálfsannleikur" Seðlabankans kallar á stjórnsýsluúttekt.

"Skuldir þjóðabúsins eru mun meiri en áður hefur verið haldið fram af Seðlabankanum og öll áform um afnám gjaldeyrishaftanna verða ótrúverðug uns heilstætt mat hefur verið gert á skuldastöðunni." 

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði í viðtali við Morgunblaðið að:

,,Undirliggjandi hrein staða er hrein staða þegar búið er að leggja mat á hreina skuld sem stafar af uppgjöri fjármálafyrirtækja í slitameðferð, leggja þá stærð við það sem á þeim tíma er flokkað sem hrein staða án fjármálafyrirtækja í slitameðferð og draga frá skuld Actavis." 

 Í riti Seðlabankans, Hvað skuldar þjóðin, er ekki tekið tillit til þessarar ,,undirliggjandi hreinu stöðu", þó svo að Arnór hafi einnig sagt, að auðvitað hafi alltaf staðið til að fara þá leið sem farin hefur verið og varpar í raun réttu ljósi á skuldastöðuna. Í því samhengi hlýtur því að mega spyrja: "Afhverju var þess ekki getið í "ritinu" um skuldir þjóðarinnar, á sínum tíma?"

Ef að mig misminnir ekki þá kom ritið út á sama tíma og þriðji og síðasti Icesavesamningurinn var til umræðu í þinginu.Alveg burtséð frá því hvort að samþykkja hefði samninginn eða ekki, þá hlýtur ritið eða sú staða sem þar birtist  hafa verið lögð til grundvallar því, að óhætt væri að samþykkja hann.

 

 

Í ljósi þess hlýtur að mega spyrja, hvað vakti fyrir Seðlabankanum er hann undanskildi þessa "undirliggjandi stöðu" frá þeim tölum er hann birti í ritinu? 

Eins hljóta þessar meintu falsanir Seðlabankans á stöðunni, að kalla á athugun á því, hvort að í öðrum gögnum Seðlabankans undanfarin misseri, sé ekki að finna áþekkt misræmi eða falsanir á þeim raunveruleika sem þjóðin í raun býr við.  Er staða heimila og fyrirtækja í landinu í raun jafn sönn og Seðlabankinn hefur haldið fram?  

Getur verið að trúverðugleiki Seðlabankans standi fyrst og fremst með því, hversu raunverulega mynd stjórnvöld, vilji á hverjum tíma að sé birt af ástandinu?

Að öllu þessu sögðu, hljóta að koma fram spurningar, eins og:  "Hvað veldur því að ekki er enn farin í gang stjórnsýsluúttekt á Seðlabankanum og FME, líkt og Alþingi samþykkti að fara í, þegar niðurstaða "Atlanefndarinnar"  er innihélt slíka tillögu, var samþykkt 63-0?


mbl.is Skuldum 90% meira en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman af því...

Það er gaman af því, að ungu mennirnir sem sungu af innlifun og sannfæringu saman "það er bara einn flokkur ....Samfylking...", hafi fundið "bjarta framtíð".  En án Samfylkingar...

 http://www.youtube.com/watch?v=qrtb7Ewuzdk

En kannski er Samfylkingin ekki svo langt undan hjá þeim félögum.  Þó svo að Guðmundur Steingríms hafi skroppið yfir í Framsókn, þá var það nú meira svona eins og að hann hafi nú helst bara boðið sig fram þar, til þess að eiga von um þingsæti.  Enda yfirgaf hann Framsókn, þegar hann komst að því að það væri bara ,,ein Samfylking" og hún ekki í Framsókn.
 
 Reyndar fóru þær sögur af ungum jafnaðarmönnum í Norðvesturkjördæmi, að þeir hafi verið það ánægðir með Guðmund, að þeir hafi skráð sig í Framsókn, bara til þess eins að tryggja honum brautargengi þar.  En það er önnur saga... 

Róbert sá sæng sína útbreidda í Suðurkjördæmi. Enda lítil von um betra sæti en síðast í prófkjöri Samfylkingar í kjördæminu.  Vonin um þingsæti, væri þó snöggtum minni.  Enda Samfylkingin svikið nánast allt sem lofað var vorið 2009 og algert fylgishrun nánast óumflyjanlegt og ekkert þingsæti í boði fyrir piltinn.

 Hann reyndi þó að sýna smá kokhreysti í óraunhæfu bjartsýniskasti og tilkynna framboð í Reykjavík og hugsanlegt forystuhlutverk í Samfylkingunni.   En líklega hefur það þó bara verið vegna þess að hann hefur haft kjark til þess að horfa framan í fólkið sem hann sveik, fyrir tæpum fjórum árum.  En hefur sjálfsagt komist að því, að eftirspurning sér hafi verið minni en engin, hjá samfylkingarfólki í Reykjavík.

Svo er það bara spurning hvort það verði nógu mikil ,,Samfylking" fyrir þá félaga í Bjartri framtíð. Því ekkert hægt að segja að það sé björt framtíð í Samfylkingunni.  Þó eflaust sé það líklegra en ekki að hjörtu þessara sveina, muni slá með þeim flokki, þó fram þeir fari undir annarri kennitölu. 

 

 


Leynisamningar og rammaáætlun.

„Álfheiður Ingadóttir sagði að þegjandi samkomulag ríkti um að ríkisfyrirtæki héldu að sér höndum í virkjanamálum, á meðan rammaáætlun hefði ekki verið afgreidd á Alþingi.“ 

".......á meðan Alþingi fjallar um rammaáætlun, þá skal ríkja hér algert verkstopp í orkugerianum“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

Það liggur því í augum uppi að svokallað ,,samráð“ stjórnarflokkanna um rammáætlun, er í rauninni ekkert annað en hluti þess leynilega þegjandi samkomulag stjórnarflokkanna um verkstopp í orkugeiranum.

Það er nærri því eitt og hálft ár, síðan vinna við rammaáætlun lauk. Og var niðurstaðan afhent Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Katrínu Júlíusdóttur, þann 6. júlí 2011. Hálfu ári síðar mælti Svandís svo fyrir þingsálykunartillögu í þinginu um hana.

Ekki náðist þó, sökum pólitískra hrossakaupa og innbyrðisdeilna innan og í millum stjórnarflokkanna, að koma þingsályktunartillögunni í aðra umræðu  og afgreiðslu, þó enn hafi þrír mánuðir verið til stefnu fram að þinglokum og brann því tillagan inni.

Núna nýverið flutti Svandís tillöguna aftur í þinginu og þrátt fyrir allan þennan tíma, sem liðinn er síðan rammáætluninni var skilað inn, þá er enn verið að "ræða" hana. Eða öllu heldur að svæfa af pólitískum ástæðum. Meðfram því sem faglegri vinnu byggðri á rannsóknum er fórnað í nafni pólitísks rétttrúnaðar.

Hvernig má það vera, að faglegri vinnu sem þverpólitísk samstaða er að fara í, er sýnd slík óvirðing og dónaskapur, að pólitískur rétttrúnaður er æðri faglegri niðurstöðu, sem tíu ára vinna liggur að baki við?

Svarið  liggur  í augum uppi. Svokallað ,,samráð“ stjórnarflokkanna um rammáætlun, er í rauninni ekkert annað en hluti þess leynilega þegjandi samkomulag stjórnarflokkanna um verkstopp í orkugeiranum.


mbl.is Leynisamkomulag stjórnarflokkanna ólíðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villtustu draumar manna um beint lýðræði.

,,Þó að þjóðaratkvæðið sé ráðgefandi, þá er það í raun bindandi, því það yrði ekki boðlegt að þingmenn gengju gegn þjóðarvilja", segir Þorvaldur Gylfason.

Hvað meinar hann með því? Að svokallaður þjóðarvilji, felli t.d. 48 gr. núgildandi stjórnarskrá úr gildi? Að þingmenn sem rjúfi ekki drengskaparheit sitt við núgildandi stjórnarskrá, séu fífl eða kjánar?

Fylgi flokka í kosningum fer fyrst og fremst eftir því, alla jafna, hvernig þingmönnum flokkanna tekst að fylgja 48. gr. á því kjörtímabili sem er að renna sitt skeið. Enda fengu þeir kosningu í upphafi kjörtímabilsins út á þá sannfæringu sína, sem þeir kynntu þjóðinni.
Fari flokkar út af sporinu, þ.e. framkvæmi annað en þeir sögðu sína sannafæringu, þá er þeim refsað í næstu kosningum. Oftast nær.

Villtustu draumar  manna um beint lýðræði, gera í raun elsta löggjafarþing veraldar óþarft. Nóg væri að halda þjóðfund einu sinni á ári eða sjaldnar sem valið yrði á með sömu aðferð og á þjóðfundinn haustið 2010. Þjóðin gæti svo kosið í þjóðaratkvæði um helstu áherslur þjóðfundarins í þjóðaratkvæðagreiðslu og forsetinn svo kvittað undir.

Þjóðin gæti svo að loknu auglýsinga og umsóknarferli kosið sér framkvæmdastjórn (ríkisstjórn) til þess að framkvæma þjóðarviljann.

Eflaust myndi það spara einhver útgjöld við að halda úti Alþingi og stofnunum þess.  En ekki er þó víst að sá sparnaður yrði bara ,,gróði“.  Enda óvíst hvað slíkt stjórnskipan kostaði þjóðina í reynd. Hvort lagasetning almennt yrði betri,  hvort meiri sátt væri með lagasetningarnar  eða hvort t.d.  útgjöld vegna lagasetninga eða öllu heldur vegna afleiðinga þeirra yrðu lægri o.s.f.v. ........


Yrði mikilvægustu undanþágunni hnekkt með dómi?

Síðar í umræðunni var Björn síðan spurður að því hver samningsmarkmið Íslands ættu að vera í sjávarútvegsmálum í aðildarviðræðunum við ESB að mati Björns og svaraði hann því til að halda yrði óskertum yfirráðum yfir auðlindum sjávar við Ísland.

„Ótakmörkuð yfirráð yfir fiskistofnunum og auðlindum sjávar sem lúta okkar stjórn varðandi nýtingu og ráðstöfun en ekki annarra. Engin þjóð með svo mikilvæga auðlind myndi gefa hana frá sér,“ sagði hann.

Sé þetta samningsviðmið óhaggað, þá eru nánast engar líkur á því að samningar náist. Í besta falli tímabundin undanþága er tryggði markmiðið.

Hins vegar gæti það skeð  að þær fiskveiðiþjóðir sem nú eru í ESB og ættu hvað erfiðast með að sætta sig við undanþáguna, gætu reynt fengið henni hnekkt með dómi.  Enda lög og reglur sambandsins  æðri einstaka aðildarsamningum þjóða að sambandinu. Þá yrðu í einni andrá hin ótakmörkuðu yfirráð okkar á fiskimiðum okkar,komin í hendur ESB.    


mbl.is ESB ekki fyrirstaða samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðannamyndandi hugtakabrenglun ,,fréttastofu allra landsmanna".

Það er með ólíkindum hvernig ,,fréttastofa allra landsmanna" RÚV, breytir hugtökum til þess að þjóna málstað þeirra sem hún í raun og veru þjónar.

Ótal skattahækkanir stjórnvalda eru oft og iðulega kallaðar SKATTBREYTINGAR, en ekki SKATTAHÆKKANIR. Sér það einhver fyrir sér að verðhækkun á landbúnaðarafurðum sé kölluð VERÐBREYTING á landbúnaðarafurðum?

Þegar Icesavedeilan stóð sem hæst, þá var talað um ICESAVESKULD ÞJÓÐARINNAR. En ekki icesaveskuld þrotabús bankans. Svokölluð Icesaveskuld var á þeim tímapunkti þrotabúsins og verður það, þangað til dómstólar ákveða annað.

Það er því engu líkara en að "fréttastofa allra landsmanna", hafi með þessari hugtakabrenglun, meðvitað eða ómeðvitað, verið að kveða upp þann dóm að landsmönnum væri það fyrir bestu að kjósa með Icesavesamningunum. Enda skuldi  þeir þessa fjármuni, en ekki þrotabúið.

„Fréttastofa allra landsmanna“ heldur svo úti stjórnmálaskýringaþættinum Speglinum.  Þar  koma talsmenn og meðhlauparar stjórnvalda úr fræðimannasamfélaginu, jafnvel oftar fram en umsjónarmenn þáttarins.


Viðkvæmni fjármálaráðherra.

„Í umfjöllun um boðaðar skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu í Morgunblaðinu í dag segir Katrín, að  hvorki atvinnulífið né heimilin hafi verið skattpínd í tíð þessarar ríkisstjórnar.“

Það þarf ekki að leggjast í mikla rannsóknarvinnu, til þess að sjá að þessi ummæli fjármálaráðherra eru kolröng.  Hvort sem að fólk kjósi að kalla það píningu eður ei, þá er það alveg ljóst að skattahækkanir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa hindrað vöxt heimilanna og fyrirtækjanna út úr kreppunni.

Samkvæmt gögnum frá Rikisskattstjóra, þá hefur skattbyrði á alla tekjuhópa aukist, frá hruni.  Sjálfsagt pínir slíkt ekki alla tekjuhópa, en hlýtur þó koma verst niður á þeim sem minnstar  og meðaltekjur hafa þó svo að hlutfallsleg aukning skattbyrði sé sínu minni hjá þeim hópum en hjá þeim sem háar tekjur hafa.  Enda átti hluti þess hóps í vandræðum með að ná endum saman, áður en til aukningar á skattbyrði kom.  Hærri skattar á vörur og þjónustu hafa svo hækkað verðlag í landinu. Hærra verðlag á nauðsynjum leiðir til þess að æ stærri hluti minnkandi ráðstöfunartekna fara í kaup á nauðsynjum.

Hækkandi verðlag leiðir einnig  á endanum til hækkunar vísitölum lána heimilana.  En skattahækkanir ríkisstjórnarinnar, einar sér, hafa hækkað höfuðstól lána heimilanna í landinu um milljarðatugi.  

Auknar álögur á fyrirtækin í landinu hafa svo dregið úr umsvifum þeirra og arðbærni í rekstri þeirra. Auk þess sem hækkandi verðlag vegna skattahækkanna, eykur á kostnað fyrirtækja við kaup á aðföngum og þjónustu.  Þessi þróun leiðir  til þess að fyrirtækin hafa æ minna bolmagn til fjárfestinga, sem aukið gæti verðmætasköpun og atvinnu í landinu.  Að lokum bitnar svo slíkt á heimilunum í landinu, þar sem bolmagn fyrirtækjana til launahækkanna og sköpunnar nýrra starfa dregst verulega saman.  Tekjur heimilanna verða jú til við vinnu hjá fyrirtækjunum í landinu.

Til þess að halda sér aðeins á jákvæðu nótunum, ber þó að þakka fyrir það, að ein skattkerfisbreyting af hundrað og eitthvað hefur þó skilað jákvæðum árangri.  Það er hærra endurgreiðsluhlutfall opinberra gjalda í kvikmyndagerð.  Enda hefur sú aðgerð stóraukið umsvif í greininni og um leið tekjur ríkissjóðs.  Það er því alveg með góðu móti hægt að segja að það eina sem sem stjórnvöld hafa gert rétt í skattamálum, sýni það svart á hvítu, að í öllu öðru er skattastefna stjórnvalda kolröng.  

Það er kannski á þeirri staðreynd, sem viðkvæmni fjármálaráðherra byggir á. Það er ef að skattbyrðin á atvinnulífið, yrði tröppuð niður þannig  að það gæti aukið umsvif sín jafnt og þétt og stuðlað að aukinni verðmætasköpun og atvinnuþátttöku, þá yrði það lýðnum ljóst að sú ríkisstjorn sem ráðherrann hefur tilheyrt á þessu kjörtímabili, hefur vaðið í villu og svíma, varðandi uppbyggingu á grunnstoðum þjóðfélagsins á kjörtímabilinu. 

Niðurstaðan hlýtur því alltaf að vera sú, hvort sem að lifað sé á hagsældar eða krepputímum, að skattkerfi sem dregur úr umsvifum atvinnulífsins og lækkar ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu, er og verður alltaf ,,píning", hvernig sem á það er litið.   Enda aukin umsvif, ætíð betur til þess fallinn að auka tekjur ríkissjóðs og almenna velsæld í landinu, heldur en aðþrengjandi skattahækkanir.  


mbl.is Viðkvæmt að hætta við skattahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marklausi prófessorinn.

Í bloggi sínu á dv.is tekur Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor og fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður fyrir kjörsókn í þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið hafa fram hér á landi, í gegnum tíðina.  Samantektin og samanburðurinn er eflaust fróðlegur, þeim sem gaman hafa af því að stúdera tölur og gera á þeim samanburð.

Hins vegar afhjúpar Þorvaldur, í pólitísku hagsmunaskyni, enn og aftur valkvæða vanþekkingu sína á íslenskri stjórnskipan, með fullyrðingu sinni um marklaust þjóðaratkvæði, þegar kosið var um Icesave í fyrra skiptið.   Eins og sést í textanum hér að neðan:

"Loks þarf að bæta við listann þjóðaratkvæðagreiðslum um tvo Icesave-samninga við Bretland og Holland. Hin fyrri, 2010, var í reyndinni marklaus, þar eð samningurinn, sem málið snerist um, var ekki lengur til umræðu. Kjörsókn í þessum tveim Icesave-atkvæðagreiðslum var 63% 2010 og 75% 2011."

Hvaða vitleysa er þetta í Þorvaldi??? Auðvitað var fyrra þjóðaratkvæðið vegna Icesave ekki marklaust.  Enda var sá samningur sem kosið var um enn í gildi, þar sem Alþingi hafði ekki afturkallað samþykkt sína á honum.  Ef að það hafi þá verið mögulegt.

 Hins vegar voru menn farnir að búa sig undir ósigurinn í þjóðaratkvæðinu og ræða möguleikan á öðrum samningi.  Hefði samningurinn verið samþykktur í fyrra þjóðaratkvæðinu, þá hefði sá samningur staðið. 

  Ég hafði nú ekki svo frjótt ímyndunarafl, að ég hefði getað ímyndað mér það, að nokkurri manneskju skyldi detta í hug að endurtaka, ósvífin og fordæmalaus ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um sama þjóðaratkvæði.  

 

 Þjóðaratkvæðið sem hann hamast þessar vikurnar við að fá fólk til að taka þátt í, er hins vegar marklaust og í rauninni ekkert annað en skoðannakönnun, þar sem niðurstaða atkvæðagreiðslunar skilar ekki efnislegum lyktum málsins. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband