Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Beint lýðræði og Mikki refur.

"Evrópumálið er eins og stjórnarskrármálið að því leyti, að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi þurfa ekki og eiga helzt ekki að koma nálægt því nema til að staðfesta ákvörðun þjóðarinnar. Þjóðin er sjálf fullfær um að leiða bæði málin til lykta án milligöngu flokkanna. Stjórnmálaflokkarnir eru allir klofnir í afstöðu sinni til ESB-aðildar. Þjóðaratkvæðagreiðslur henta vel í málum, sem flokkarnir eiga erfitt með að gera upp við sig. Flokkarnir verðu kröftum sínum betur, ef þeir einbeittu sér málum, þar sem meiri árangurs er að vænta af starfi þeirra."
(Þorvaldur Gylfason)

Við lestur á texta eins og þessum hér að ofan, koma manni fyrst í hug orð Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi.  En á einum stað í leikritinu segir hann: "þetta er nú mesta vitleysa sem ég hef nokkurn tímann heyrt".

Í fyrstu tveimur setningunum  tekst Þorvaldi að snúa öllu gersamlega á hvolf.  ,,Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi eða þeir einstaklingar sem sitja á þingi fyrir flokkanna, eru löggjafarvald þjóðarinnar. Þjóðin er ekki löggjafarvald þingsins. Það er því þingið sem setur lögin, en ekki þjóðin.  Þjóðin getur hins vegar, eins og málum er nú háttað, skorað á forsetann að vísa nýsamþykktum lögum til þjóðarinnar. Verði hann við því, þá annað hvort synjar þjóðin þessum lögum um samþykki  eða staðfestir þau.

Í næstu tveimur setningum veður Þorvaldur sama reykinn. Fari svo að fulltrúar þjóðarinnar á löggjafarþinginu, nái ekki saman um tiltekið mál, þá verður það tiltekna mál ekki að lögum.  Í það minnsta ekki á því kjörtímabili sem stendur yfir.  Nema auðvitað að nógu margir fulltrúar þjóðarinnar á löggjafarþinginu, skipti um skoðun í tilteknu máli og meirihluti verði fyrir því í þinginu.

Í síðustu setningunni, þá hlýtur Þorvaldur þó hann tali um flokkanna, að vera að tala til forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur.  Enda er leitun að annarri ríkisstjórn lýðveldisins, sem kastað hefur inn í þingið, jafn mörgum stórum málum inn í þingið í algerum ágreiningi. Líkt og ríkisstjórn Jóhönnu hefur gert.
 Ofstopi og stífni  forsætisráðherra  og meðhlaupara hans, hefur svo valdið því, að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um slíkt, þá hafa þau mál sem þó einhver sátt er um í þinginu ekki fengist rædd og eða afgreidd, á meðan ágreiningurinn er jafnaður eða hinu umdeilda máli fundinn farvegur sem sátt er um í þinginu.

Beint lýðræði snýst ekki um eða á ekki að snúast um, að löggjafanum séu skammtaðar lagasetningar frá þjóðinni  til staðfestingar.  Heldur á það að snúast um að þjóðin fái í ríkari mæli að taka afstöðu til þeirra laga sem löggjafinn samþykkir á kjörtímabilinu, synja þeim eða samþykkja.


Af frændsemi og tilviljunum.

Nú reynir á hvort sé meira virði.  Norræn samvinna og frændsemi eða ESB-aðild. Enda nær öruggt að kjör þau sem Írar fengu hjá Svíum og Dönum, skýrist að stórum hluta af því að þessar þjóðir allar eru í ESB.

Hins vegar má alveg benda á að stórum hluta þessara lána, eða lána frá AGS, hefur verið skilað aftur, þar sem engin þörf var fyrir þau, þegar uppi var staðið.

Kannski er það bara tilviljun að sú upphæð sem skilað hefur verið, er ekki svo fjarri þeirri upphæð sem við værum búin að greiða í vexti af Icesave, samkvæmt Svavarssamningnum.  

Hver veit? 


mbl.is Norðurlöndin bjóða Íslandi lakari kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Þór Saari, sjálfum sér samkvæmur.

Það væri nú heldur betur til eftirbreytni að þegar þing kemur til starfa að nýju eftir kjördæmaviku, að Þór Saari kveddi sér hljóðs í upphafi þingfundar.  Hljóðið myndi hann nýta til þess að biðja starfsfélaga sína á Alþingi og launagreiðendur sína (þjóðina) afsökunar á því að hafa með saknæmum hætti, dregið Alþingi niður í forarpitt pólitísks ofstopa síns.
 
Enda hafa engir  eða í það minnsta fáir alþingsimenn, jafn oft  krafið þá sem misstíga sig,  um afsökunarbeiðni og iðrun gjörða sinna en  einmitt Þór Saari. 

mbl.is Þór Saari dæmdur fyrir meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær þjóðin það sem hún ,,kýs" þann 20. október?

Yðar er einlægur er, eins og eflaust nokkuð margir aðrir í þónokkrum vanda varðandi það hvernig svara skuli fyrstu spurningunni í svokölluðu þjóðaratkvæði, alias skoðannakönnun, þann 20. okt næstkomandi. 

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar í nýrri stjórnarskrá?

Já eða nei.

Ef svarið er já.  Hvað liggur að baki því svari?  Er sá er svo kýs, sammála öllu í drögunum, 10%, 50% eða einhverju þar á milli?

 

Nú hefur undirritaður orðið þess var, að fólk hafi verið hvatt til þess að segja já við þessari spurningu,  til þess að fá þessar tillögur til umræðu í þinginu. Jafnvel þó svo að fólk geti bara sætt sig við lítinn hluta þeirra.  Er þá verið að ,,narra" fólk til þess að kjósa með einhverju sem það er í rauninni á móti?  Ef það er á móti einhverjum hluta þessara tillagna?

Get ég t.d. kosið með auðlindaákvæði í stjórnarskrá, ef að sá böggull fylgir því skammrifi, að einnig verið í því ákvæði, kveðið á um fullt gjald fyrir nýtingu auðlinda?  Þar sem ég aðhyllist frekar að það gjald sem taka skuli fyrir nýtingu auðlinda, sé miklu frekar bundið vilja löggjafans hverju sinni, fremur en stjórnarskrárákvæði, sem mun erfiðara er að breyta en lögum um auðlindagjald, ef aðstæður breytast við nýtingu auðlinda.  

Á hvaða hátt á Alþingi að geta nýtt sér leiðsögn þessarar könnunar sem lögð er fyrir þjóðina þann 20. okt nk. ?

Koma þingmenn til þess að vita,  í hvaða tillögum af þessum tillögum öllum, öðrum en þeim fimm sem fólk fær að ,,kjósa" sérstaklega um, ríkir samhljómur meðal þjóðarinnar?   Ef já.  Verða þá bara þær tillögur í nýrri stjórnarskrá, sem þingið veit að ríkir samhljómur um á meðal þjóðarinnar og öðrum tillögum hent?

Eða á já við spurningunni að verða til þess, að allar þessar tillögur verði í nýrri stjórnarskrá,  óbréyttar með öllu, lítið breyttar eða breytt eftir því sem tími vinnst til og meirihluti verður til við í þinginu?

Ef svarið er nei.  Verða þessar tillögur þá ekki lagðar fyrir þingið?  Eða bara þær tillögur sem stjórnarmeirihlutinn treystir sér að ná í gegn fyrir kosningar í vor?  Eða þá bara sá hluti tillagnanna sem honum er að skapi, þröngvað í gegnum þingið á síðustu andartökum þess fyrir kosningar?

Verða spurningarnar fimm sem að auki eru lagðar fram í þessari könnun,um auðlindirnar, þjóðkirkjuna, persónukjör, jöfnun atkvæða og beint lýðræði, afgreiddar í þinginu í beinu samræmi við niðurstöðu könnunarinnar?  Eða mun pólitískur meirihluti í þinginu ráða lyktum þeirra?

Að lokum má svo bæta við: Hvaða áhrif mun þátttaka þjóðarinnar í þessari könnun hafa á efnislega meðferð þingsins á þessum tillögum?  Mun stjórnarmerihlutinn leggja jafn mikla áherslu á framlagningu þessarra tillagna, verði þátttakan dræm og hann myndi gera yrði þátttakan góð eða yfir meðallagi?

 


« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband