Leita í fréttum mbl.is

Marklausi prófessorinn.

Í bloggi sínu á dv.is tekur Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor og fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður fyrir kjörsókn í þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið hafa fram hér á landi, í gegnum tíðina.  Samantektin og samanburðurinn er eflaust fróðlegur, þeim sem gaman hafa af því að stúdera tölur og gera á þeim samanburð.

Hins vegar afhjúpar Þorvaldur, í pólitísku hagsmunaskyni, enn og aftur valkvæða vanþekkingu sína á íslenskri stjórnskipan, með fullyrðingu sinni um marklaust þjóðaratkvæði, þegar kosið var um Icesave í fyrra skiptið.   Eins og sést í textanum hér að neðan:

"Loks þarf að bæta við listann þjóðaratkvæðagreiðslum um tvo Icesave-samninga við Bretland og Holland. Hin fyrri, 2010, var í reyndinni marklaus, þar eð samningurinn, sem málið snerist um, var ekki lengur til umræðu. Kjörsókn í þessum tveim Icesave-atkvæðagreiðslum var 63% 2010 og 75% 2011."

Hvaða vitleysa er þetta í Þorvaldi??? Auðvitað var fyrra þjóðaratkvæðið vegna Icesave ekki marklaust.  Enda var sá samningur sem kosið var um enn í gildi, þar sem Alþingi hafði ekki afturkallað samþykkt sína á honum.  Ef að það hafi þá verið mögulegt.

 Hins vegar voru menn farnir að búa sig undir ósigurinn í þjóðaratkvæðinu og ræða möguleikan á öðrum samningi.  Hefði samningurinn verið samþykktur í fyrra þjóðaratkvæðinu, þá hefði sá samningur staðið. 

  Ég hafði nú ekki svo frjótt ímyndunarafl, að ég hefði getað ímyndað mér það, að nokkurri manneskju skyldi detta í hug að endurtaka, ósvífin og fordæmalaus ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um sama þjóðaratkvæði.  

 

 Þjóðaratkvæðið sem hann hamast þessar vikurnar við að fá fólk til að taka þátt í, er hins vegar marklaust og í rauninni ekkert annað en skoðannakönnun, þar sem niðurstaða atkvæðagreiðslunar skilar ekki efnislegum lyktum málsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband