Leita í fréttum mbl.is

Viðkvæmni fjármálaráðherra.

„Í umfjöllun um boðaðar skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu í Morgunblaðinu í dag segir Katrín, að  hvorki atvinnulífið né heimilin hafi verið skattpínd í tíð þessarar ríkisstjórnar.“

Það þarf ekki að leggjast í mikla rannsóknarvinnu, til þess að sjá að þessi ummæli fjármálaráðherra eru kolröng.  Hvort sem að fólk kjósi að kalla það píningu eður ei, þá er það alveg ljóst að skattahækkanir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa hindrað vöxt heimilanna og fyrirtækjanna út úr kreppunni.

Samkvæmt gögnum frá Rikisskattstjóra, þá hefur skattbyrði á alla tekjuhópa aukist, frá hruni.  Sjálfsagt pínir slíkt ekki alla tekjuhópa, en hlýtur þó koma verst niður á þeim sem minnstar  og meðaltekjur hafa þó svo að hlutfallsleg aukning skattbyrði sé sínu minni hjá þeim hópum en hjá þeim sem háar tekjur hafa.  Enda átti hluti þess hóps í vandræðum með að ná endum saman, áður en til aukningar á skattbyrði kom.  Hærri skattar á vörur og þjónustu hafa svo hækkað verðlag í landinu. Hærra verðlag á nauðsynjum leiðir til þess að æ stærri hluti minnkandi ráðstöfunartekna fara í kaup á nauðsynjum.

Hækkandi verðlag leiðir einnig  á endanum til hækkunar vísitölum lána heimilana.  En skattahækkanir ríkisstjórnarinnar, einar sér, hafa hækkað höfuðstól lána heimilanna í landinu um milljarðatugi.  

Auknar álögur á fyrirtækin í landinu hafa svo dregið úr umsvifum þeirra og arðbærni í rekstri þeirra. Auk þess sem hækkandi verðlag vegna skattahækkanna, eykur á kostnað fyrirtækja við kaup á aðföngum og þjónustu.  Þessi þróun leiðir  til þess að fyrirtækin hafa æ minna bolmagn til fjárfestinga, sem aukið gæti verðmætasköpun og atvinnu í landinu.  Að lokum bitnar svo slíkt á heimilunum í landinu, þar sem bolmagn fyrirtækjana til launahækkanna og sköpunnar nýrra starfa dregst verulega saman.  Tekjur heimilanna verða jú til við vinnu hjá fyrirtækjunum í landinu.

Til þess að halda sér aðeins á jákvæðu nótunum, ber þó að þakka fyrir það, að ein skattkerfisbreyting af hundrað og eitthvað hefur þó skilað jákvæðum árangri.  Það er hærra endurgreiðsluhlutfall opinberra gjalda í kvikmyndagerð.  Enda hefur sú aðgerð stóraukið umsvif í greininni og um leið tekjur ríkissjóðs.  Það er því alveg með góðu móti hægt að segja að það eina sem sem stjórnvöld hafa gert rétt í skattamálum, sýni það svart á hvítu, að í öllu öðru er skattastefna stjórnvalda kolröng.  

Það er kannski á þeirri staðreynd, sem viðkvæmni fjármálaráðherra byggir á. Það er ef að skattbyrðin á atvinnulífið, yrði tröppuð niður þannig  að það gæti aukið umsvif sín jafnt og þétt og stuðlað að aukinni verðmætasköpun og atvinnuþátttöku, þá yrði það lýðnum ljóst að sú ríkisstjorn sem ráðherrann hefur tilheyrt á þessu kjörtímabili, hefur vaðið í villu og svíma, varðandi uppbyggingu á grunnstoðum þjóðfélagsins á kjörtímabilinu. 

Niðurstaðan hlýtur því alltaf að vera sú, hvort sem að lifað sé á hagsældar eða krepputímum, að skattkerfi sem dregur úr umsvifum atvinnulífsins og lækkar ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu, er og verður alltaf ,,píning", hvernig sem á það er litið.   Enda aukin umsvif, ætíð betur til þess fallinn að auka tekjur ríkissjóðs og almenna velsæld í landinu, heldur en aðþrengjandi skattahækkanir.  


mbl.is Viðkvæmt að hætta við skattahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Vonandi hefur þetta ekki stigið henni til höfuðs að verða Fjármálaráðherra. Þessi yfirlýsing hennar lofar ekki góðu!!!!!Hneykslaður

Eyjólfur G Svavarsson, 6.10.2012 kl. 16:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei svo sannarlega ekki. Þetta sýnir fremur vanhægni frekar en hitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1647

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband