Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Samt fékk Ríkisendurskoðun ábendingar úr ráðuneytinu hvernig skildi vinna skýrsluna.

,,Forsætisráðuneytið fagnar því að fram komi með skýrum hætti í skýrslu
Ríkisendurskoðunar um greiðslur ráðuneyta til starfsmanna
félagsvísindasviðs Háskóla Íslands að Ríkisendurskoðun hafi enga ástæðu
til þess að ætla að upplýsingum hafi vísvitandi verið leynt með svari
forsætisráðherra."

 Þess ber þó að geta að þegar fréttist af því að útektarbeiðnin hafi verið send Ríkisendurskoðun, þá sendi Forsætisráðuneytið Ríkisendurskoðun ábendingar um það, hvernig best væri að vinna úttekt þessa.  Hins vegar skal það þó koma fram, að Ríkisendurskoðun kvaðst ætla að hunsa ábendingar ráðuneytsins.  Hvort sem það hafi verið gert, eður ei.

Það eitt sér, hlýtur að benda til þess að, einhverja skömm hafi nú ráðuneytið vitað upp á sig.


mbl.is Forsætisráðuneyti bregst við skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er markmiðinu náð?

,,Í frumvarpi sem fylgdi breytingarlögunum sagði að starfsemi umboðsmanns skuldara væri ekki komin í „fullan rekstur“ og af þeim sökum gæti myndast biðtími frá því að umsókn um greiðsluaðlögun væri lögð inn þar til umsókn væri tekin fyrir og greiðslufrestur veittur. Því var gildistími ákvæðisins ákveðinn til 1. júlí 2011 og í frumvarpinu sagði jafnframt að reiknað væri með því að á þeim tímapunkti myndi biðtími eftir afgreiðslu umsókna hafa styst í það sem „eðlilegt [geti] talist“.

 Í ljósi þess að fyrir örfáum vikum birtust fréttir af því að, einungis ca. ein af hverjum hundrað umsóknum um greiðsluaðlöðun hafi náð í gegn á þann hátt að greiðsluaðlöðunin náðist í gegn, hlýtur það að teljast sanngjarnt að spyrja hvort markmið breytingartillögunnar hafi náðst fram.  

 Fljótt á litið er svarið við þeirri spurningu ,,nei".  

 Þegar frumvarpið varð að lögum á sínum tíma, þá var framkvæmdavaldinu, í þessu tilfelli velferðarráðherra,  falið það verkefni að koma efni þess í framkvæmd.  Að mestu leyti virðist þeirri framkvæmd ábótavant og verður það klúður að skrifast á ráðherrann og eflaust að einhverju leyti á Umboðsmann skuldara.  Ráðherrann og umboðsmaðurinn hljóta að talast við og það er alveg hægt að fullyrða það að þessi staða hafi verið ljós, nokkuð fyrir þinglok í vor.

 Þetta mál, bætist því bara við lista ókláraðra, vanbúinna og ,,gleymdra mála" Jóhönnustjórnarinnar.  Eða var kannski þessi dagsetning ákveðin af áeggjan AGS og því ómögulegt að hrófla nokkuð við henni?


mbl.is 420 umsóknir um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræðiráðgjöf Árna Páls að skila sér.

Eins og kom fram í fréttum fyrir nokkrum vikum, þá tókst með töngum að ná út úr velferðarráðherra, að Árni Páll Árnason núverandi viðskiptaráðherra hafi hér á árum áður aðstoðað Íbúðalánasjóð með lögfræðiráðgjöf fyrir milljónatugi. 

 Eitt af þeim álitaefnum sem Árni Páll var beðinn um að kanna, voru einmitt um þessi viðskipti og mun hann hafa talið þau lögmæt.  Mun Árni Páll hafa þótt fýsilegur kostur til verksins, vegna þekkingar hans eða hans lögfræðifyrirtækis á evrópska regluverkinu.  

 Sjálfsagt má deila um þekkingu Árna Páls á regluverkinu.  En hvað þetta mál varðar, þá virðist hún ekki vera neitt yfirþyrmandi yfirgripsmikil.

 En fáranleikinn mun þó væntanlega ná nýjum hæðum,  þegar hann sem bankamálaráðherra, fer að semja við bankana um endurgreiðslu þessarar ríkisaðstoðar, er hann taldi á sínum tíma lögmæta, er hann starfaði sem lögfræðingur.


mbl.is Ólögmæt ríkisaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Móðir jafnréttismála" dissar barnið sitt.

Það skiptir í rauninni engu máli, hvað fólk vandar sig við að flækja málið.  Það hlýtur bara að vera ein niðurstaða í boði og hún er sú, að lögformlegt ráðningarferli er æðra gagnvart lögum, en faglegt ráðningarferli.

Hið lögformlega ferli gerir ráð fyrir, að litið sé til menntunnar og fyrri starfa umsækjenda.  Svo ber þeirri stofnun er ræður í starfið að horfa til jafnréttislöggjafarinnar, sé svo að umsækendur séu af sitthvoru kyninu. 

Að því ferli loknu, stóðu  sá sem ráðinn var og sú sem kærði á grundvelli jafnréttislaga, nærri því jafnfætis, með tilliti til hins lögformlega ráðningarferlis.  Það hefði því verið Forsætisráðuneytinu frjálst að ráða hvorn sem væri, ef ekki væri í gildi jafnréttislöggjöf. 

En samkvæmt þeirri löggjöf og hlutfalli kynjana í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera, kom bindandi úrskurður kærunefndar jafnréttismála, þess efnis að ráðuneytið hafi brotið jafnréttislög.

Brotið hvorki minnkar né hverfur, þó í þetta hafi blandast faglegt mat á umsækjendum, þar sem slíkt mat er ekki lögbundið, heldur huglægt. 

Það má svo alveg taka umræðuna um það hvort núgildandi lög um ráðningar hjá hinu opinbera og jafnréttislöggjöfina beri að endurskoða.

 Það breytir því hins vegar ekki að jafnréttislöggjöfin var brotin í þessu máli og þras og þrætur, þar sem staðreyndum máls er snúið á hvolf, bætir stöðu „móður jafnréttismála á Íslandi“ ekki á nokkurn hátt.  Lögbrot er lögbrot, hvort sem fólki finnst það fáranlegt eða ekki.


mbl.is „Ég fer í skaðabótamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangur upphafstími úttektar!!

Það fór eins og mig grunaði, að ekki yrði úttekt þessi látin taka yfir kvótakerfið í heild sinni.  Ef að könnun sem þessi á að teljast marktæk og nothæf, þarf að setja upphafstímann á upphaf kvótakerfisins, ekki framsalsins.

Þegar lögin um framsalið voru sett árið 1990, var kvótakerfið búið að vera við lýði í sex ár.  Á þeim sex árum hafði aflahlutdeild útgerða dregist verulega saman. Svo mikið að nánast stefndi í fjöldagjaldþrot í greininni eða þá botnlausan fjáraustur úr  Byggðastofnun og fleiri sjóðum er þá voru við lýði til stuðnings atvinnulífinu og landsbyggðinni.

 Það hlýtur því að blasa við, vilji fólk fá heildarmyndina á málinu, að fara verði til upphafs kvótakerfisins og vega og meta hver þróunin hefði orðið, ef að t.d. lög um framsal aflaheimilda hefðu ekki verið sett á sínum tíma.


mbl.is Vill úttekt á áhrifum núverandi kvótakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr marklaus loforðalisti í smíðum hjá ríkisstjórn atvinnusköðunnar og fjárfælingar?!?!

Nánast fullseint í rassinn gripið, að ætla að bjarga einhverju nokkrum tímum, áður en frestur til þess að ákveða hvort nýgerðir kjarasamningar verði til eins árs eða þriggja ára.

 Sagan er nú ekki beint hagstæð Jóhönnustjórninni, þegar kemur að efndum loforða. Það er því afar hæpið að eitthvað skothelt liggi eftir þennan fund, nema það sem er áður þekkt, aumingjaskapur og verkleysi klætt í búning pólitískra hugsjóna.   Það er því varla við feitum bitum að búast úr hendi innanríkisráðherra.

Það fer hver að verða síðastur að koma hér einhverri verðmætasköpun í gang, svo það verði af einhverrri tekjuhlið að taka við gerð fjárlaga næsta árs.


Vegna samninga við opinbera starfsmenn er það orðið ljóst  að gjaldaliðurinn mun hækka verulega. Til að mæta slíku, þarf verulega tekjuaukningu eða niðurskurð með tilheyrandi uppsögnum og lífsgæðarýrnun.

Tekjuaukningin fæst hins vegar með því sem að Jóhönnustjórninni er gersamlega fyrirmunað að skilja eða hvað þá að koma í verk.  Að losa um kverkatak skatta á atvinnulífið og að hætta öllum fíflalegum fyrirþvælingi sem gerir ekkert annað en að skaða atvinnulífið enn frekar og fæla allt fjármagn frá landinu.

 Það er því ljóst að niðurskurðarhnífunum verður brugðið á loft , sem aldrei fyrr og jafnvel stóru sveðjurnar teknar fram einnig.

Þar sem niðurskurður vegna fjárlaga ársins í ár bitnaði fyrst og fremst á hinum smærri einingum velferðarþjónustunnar á landsbyggðinni, er líklegra en ekki, að megin niðurskurðurinn muni bitna á stærri einingunum í stærri kjörnum landsbyggðarinnar sem og á höfuðborgarsvæðinu, sem ætlað var að taka við þeirri þjónustu er skorin var af smærri einingunum.


mbl.is Funda um samgöngumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi könnun og ráðgefandi þjóðaratkvæði um samning, hafa nákvæmlega sama vægi!!

Þegar og ef að samninganefnd Íslands kemur með aðildarsamning að ESB, þá mun Aþingi alltaf eiga lokaorðið um framhalds málsins.   Sú þjóðaratkvæðagreiðsla er áformuð er um hugsanlegan samning verður ráðgefandi og hefur því ekkert lögformlegt gildi. Í rauninni hefði hún nákvæmlega sama gildi og sú skoðannakönnun, er viðhengd frétt fjallar um.   Það verður því Alþingi sem að mun ákveða hvort samningnum verði hafnað eða ekki.

Þegar aðildarumsóknin var til umræðu í þinginu þá hafnaði stjórnarmeirihlutinn fyrir atbeina Samfylkingarinnar að þjóðaratkvæðagreiðslan um hugsanlegan samning yrði bindandi.  Helstu rökin fyrir því voru: ,,Að það yrði nú alveg skelfilegt, ef að þjóðin samþykkti nú lélegan samning í bindandi þjóðaratkvæði“.    Það hlýtur nú að vera takmark samninganefndarinnar og stjórnvalda að landað verði nothæfum samningi fyrir þjóðina.

Ráðgefandi þjóðaratkvæði býður hins vegar upp á það að, álit þjóðarinnar kemur til með að hafa takmörkuð áhrif á pólitíska hagsmuni þeirra er um málið fara, því eins og áður sagði, þá verða örlög málsins samt sem áður í höndum þingsins.

 Nú kann einhver að segja að núverandi stjórnvöld væru nú ekki svo vitlaus að leggja samninginn fyrir þingið til samþykktar, segði ráðgjöf þjóðarinnar annað.   Sé ferill stjórnvalda skoðaður, þá sést nú glögglega að þau eru nógu vitlaus til þess að leggja samninginn fram.  Þau eru í rauninni nauðbeygð  til þess, svo loka megi málinu.  

 Nema auðvitað að samninganefndinni verði haldið úti þangað til þjóðin kýs með þeim samningum sem fyrir hana verða lagðir með litlum breytingum frá fyrri samningum.

Nú er ekki gott að segja hvernig skiptingin er í þinginu, með eða á móti aðild.   En hver sem hún er þá hljóta örlög málins að ráðast í þinginu, hvort sem þjóðin segi já eða nei í ráðgefandi þjóðaratkvæði.  Því að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þá er staða þingsins gagnvart málinu þessi:

 47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.

Hvernig sem ráðgjöf þjóðarinnar mun hljóða, þá er það nokkuð ljóst að þingmanna biði það val, að fylgja sinni sannfæringu og fara þar með eftir stjórnarskránni, eða að hlíta ráðgjöf þjóðarinnar og brjóta núgildandi stjórnarskrá.


mbl.is 57,3% segjast andvíg ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnusköðun, fjárfæling og kjarasamningar.

Aðilar vinnumarkaðsins eru ekki öfundsverðir að  þurfa núna eftir helgi að segja af eða á hvort þeir kjarasamningar sem skrifað var undir um daginn, skuli gilda  til næstu þriggja ára eða bara til febrúar nk.

Nánast allan þann tíma sem samningaviðræður aðila vinnumarkaðsins stóðu yfir, var það ljóst að óbreytt atvinnu og fjárfestingarástand , gætu engan vegin réttlætt þriggja ára samning.   

Það hefur því verið stjórnvöldum ljóst í hálft ár, hið minnsta, að hér þyrfti verulega að taka til hendinni og skapa hér aðstæður til fjárfestinga og atvinnusköpunnar.  Það hefur reyndar verið ljóst í rúm tvö ár að hér á landi hefur vantað ca. 20 þús störf + .  

Sé tala atvinnulausra tekin og við hana bætt aukning á umsóknum um skólavist, umfram eðlilegt meðaltal og fluttning fólks erlendis umfram það sem eðlilegt getur talist í eðlilegu árferði, fer talan í eitthvað yfir 20.000.

 Það er reyndar alveg rétt að stjórnvöld eiga ekki að beinlínis að standa að atvinnuuppbyggingu og fjárfestingum.  Á sama hátt er það einnig alveg rétt að stjórnvöld eiga ekki að leggja íþyngjandi skatta og önnur gjöld á atvinnulífið sem hamlar viðleitni þess, að standa að verðmætaaukningu og fjárfestingum í atvinnulífinu.

Þó svo að virkjun neðri hluta Þjórsár sé vissulega umdeild og ekki til standi að taka efnislega afstöðu til hennar sem slíkrar, þá má benda á að í það minnsta einn stjórnarþingmaður hefur gefið það út, að verði farið í þá virkjun, þá muni þessi sami þingmaður láta af stuðningi við ríkisstjórnina.    Það myndi þá væntanlega þýða að stjórnin væri fallin, enda hefur hún bara eins manns meirihluta í þinginu.  

Með það í huga, hlýtur hugurinn að reika til þess, hvort að fleiri hugsanleg verkefni sem gætu átt stóran hlut í því að koma atvinnulífinu í gang, sé haldið í gíslingu líkt og virkjun neðri hluta Þjórsár.

Einnig má geta þess að ýmislegt annað hefur verið í umræðunni , sem gæti skapað hér atvinnu.  

Fyrir nokkrum dögum var í fréttum að orkurverðlagning á bandvídd á Farice sæstrengnum, fældi hér frá aðila sem annars gætu vel hugsað sér að reisa hér á landi gagnaver. 

Fyrir einskæran aulahátt stjórnvalda, eða  þá ósamstöðu innan stjórnarflokkanna ,,gleymdist“ að leggja fram á vorþinginu frumvarp að lögum, sem heimiluðu útboð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.

Einnig hlýtur það að teljast undarlegt  í ljósi þess að siglingarleiðin um Norðurskautið gæti opnast fyrr en varir, að ekki sé meiri kraftur í þeirri vinnu að finna hér staði fyrir hentugar úmskipunnarhafnir til Ameríku og Evrópu, ásamt kynningu á því verkefni til þeirra aðila er nýta myndu sér slíkt.

 Við þetta bætist svo auðvitað kyrrstaðan á öllu á Suðurnesjum og í Þingeyjarsýlunum, sem að klárlega er í boði núverandi stjórnvalda, ásamt mörgu öðru sem ekki verður tiltekið í þessum pistli.

Frétt á Eyjunni um að málþóf stjórnarandstöðunnar í þinginu um kvótamálin hafi fryst það mál út  er einhver aumasta tilraun Samfylkingarmiðils til þess að slá ryki í augu almennings, svo ekki verði  eins ljóst almenningi algert getuleysi og aumingjaskapur stjórnvalda, til þess að skapa hér lífvænlegt umhverfi hér á landi.   Kvótamálin nutu ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna og hefðu því varla verið samþykkt í þinginu, þó ekki hafi verið viðhaft meint málþóf í þinginu vegna kvótans.

Eins og hverjum manni  ætti að vera ljóst þá eru nánast engar forsendur fyrir því að nýgerðir kjarasamningar verði látnir gilda í þrjú ár og væri það nánast ábyrgðarleysi af fulltrúum atvinnulífsins að negla samningana niður til svo langs tíma.

 Verði fallið frá þriggja ára gildistíma samningana, munu eflaust þær raddir og upphrópanir hljóma hvað hæst að öllu hér sé stefnt í óvissu og bull.  Slíkt er hins vegar eingöngu að finna í huga þeirra sem sjá  glasið alltaf hálf tómt. 

 Þeir sem sjá glasið hálf fullt, sjá hins vegar enn eitt tækifærið sem að stjórnvöldum byðist til þess að standa við eitthvað af þessum loforðum sínum, er gefin hafa verið og svikin jafnóðum, allt frá því að fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur tók til starfa þann 1. Feb. 2009.

Sé til þess hugsað hvaða vissa fellst í þriggja ára gildistíma, versus meintrar óvissu með því að falla frá slíku, þá er meinta óvissan skárri.

Eina vissan miðað við núverandi aðstæður er að, verðlag mun hækka, vextir hækka, atvinnuleysi aukast og vandi heimila og fyrirtækja aukast enn frekar.  Við þær aðstæður myndu svo tekjur ríkissjóðs dragast enn frekar saman, velferðarkerfið halda áfram að lognast útaf sem slíkt og fólksflótti frá landinu enn aukast.

Af tvennu illu, þá er því illskárri kosturinn að að falla frá þriggja  ára gildistöku kjarasamninga, í þeirri veiku von að sundurlyndisfjölskyldan í gamla fangelsinu við Lækjartorg, fari að sinna þeim verkum sem hún var kosin til.  Annars er það einboðið að hún fari frá völdum og hleypi að fólki, sem hefur þann dug í sér, sem að þarf til þess að skapa  lífvænlegar aðstæður hér á landi.


mbl.is Óvissa um fjárfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótaleikrit sett upp til að ,,gleyma" þessu?

 

 Það er nær öruggt að meiriihluti sé í þinginu fyrir því að ráðast í þessi útboð.  Gallinn við þann meirihluta er samt líklegast sá að annar stjórnarflokkurinn myndi ekki tilheyra þeim meirihluta.  Enda er andstaða Vg. við áform að þessu tagi þ.e. olíuvinnslu á Drekasvæðinu alkunn.  

Af þeim sökum hefur það þótt illskárri kostur að henda vanbúnum kvótafrumvörpum inn í þingið, í þverpólitískri ósátt, vitandi það að kvótafrumvörpin næðu aldrei í gegn að því gagni sem ætla má að hafi verið stefnt að í fyrstu.  

Þetta er því enn eitt dæmið um það að hin norræna velferðarstjórn, gerir allt sem hún mögulega getur til þess að hindra alla mögulega framþróun í landinu.  

 


mbl.is Olíuleitarútboði frestað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er stefna stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum??

Í umræðunni um kvótakerfið og breytingar á því, er sínkt og heilagt talað um að hinir og þessir hafi bara engan áhuga á því að breyta einu né neinu, heldur vilji bara að verði óbreytt áfram.

Það er vissulega alveg rétt að menn vilja ganga mislangt  í breytingum á kerfinu og hlýtur það að vera sanngjarnt að draga þá ályktun að stofnun sáttanefndarinnar um stjórn fiskveiða, hafi verið sett saman til þess að fá einhverja niðurstöðu sem flestir gætu sætt sig við.

Segja má að það að setja saman sáttanefndina, hafi skilað ákveðnum árangri í því að ná fram þeim breytingum á kvótakerfinu, sem  nokkuð víðtæk sátt væri um.  Sáttanefndin skilaði í það minnsta, af sér tillögum að breytingum sem að nær allir er sátu í sáttanefndinni skrifuðu upp á, að tveimur af sextán aðilum frátöldum, ef ég man rétt.   Meðal þeirra sem að skrifuðu undir voru fulltrúar allra þingflokkanna, líka stjórnarflokkanna.

Það virðist hins vegar hafa verið metnaðarmál stjórnarflokkanna að rjúfa þá sátt sem náðist og þeir sjálfur áttu þátt í. Í það minnsta var það næsta vers stjórnarflokkanna að skipa nefnd stjórnarþingmanna sem virðist hafa haft það verkefni að vinda ofan af þeirri sátt sem náðist í sáttanefndinni.

 Veturinn leið og ekkert bólaði á nýju frumvarpi, þó af og til væru gefnar út þær yfirlýsingar að nýtt frumvarp væri væntanlegt á næstu vikum eða dögum.   Svo rann út sá frestur sem gefinn til framlagningar þingmála og ekkert bólaði enn á frumvarpinu. 

Þær fréttir bárust þó úr gamla fangelsinu við Lækjartorg, mánuði eftir að fresturinn rann út, að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hafi lagt tvö ný frumvörp fyrir ríkisstjórnina.   Það frumvarp vöktu þó ekki meiri hrifningu hjá hinum stjórnarflokknum, að það fékk þá einkunn að það væri eins og simpasi hefði skrifað þau.  Fékk ráðherrann vikufrest til þess að afmá fingraför simpasans af frumvörpunum  og var lagði hann fram breytt frumvörp á ríkisstjórnarfundi viku síðar.

Eftir afgreiðslu úr ríkisstjórn fóru frumvörpin  fyrir stjórnarflokkanna, sem fyrir sitt leyti samþykktu framlagningu þeirra  í þinginu, þó svo að á þeim tímapunkt væru sex vikur liðnar síðan frestur til framlagningar mála í þinginu hafi runnið út. 

Í ljósi þess hversu seint kvótafrumvörpin voru lögð fram í þinginu, má ætla að í það minnsta innan stjórnarliðsins væri sátt um frumvörpin.  Enda voru bara örfáir dagar eftir af þinginu þegar frumvörpin komu loksins fram í þinginu.   Því var hins vegar ekki að heilsa og er alveg óhætt að segja að það hafi verið þverpólitískt ósætti um frumvörp ráðherra.

 Í ljós kom að þingflokkar stjórnarflokkanna höfðu af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hleypt frumvörpunum inn í þingið, þó svo að ekki væri einu sinni sátt um efni þeirra, þeirra í millum og eða innan  flokkanna.   Eflaust þarf að kalla til sagnfræðinga, til þess að benda á það, hvenær stjórnarfrumvarp hafi verið lagt fram á Alþingi, sem hefði ekki einu sinni meirihluta innan stjórnarflokkanna.

 Það er því ekki hlaupið að því að átta sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar eða stjórnarflokkanna sé í kvótamálinu, nema ef að vera skildi að sátt sé um það innan stjórnarflokkanna að hafa þessi mál í ósætti eitthvað áfram.  Ósættið virðast líka stjórnarflokkarnir telja kjörið til þess að berja á andstæðingum sínum í þinginu og utan þess og til þess að geta slegið pólitískar keilur með einhverjum innantómum frösum og fullyrðingum, sem enginn er skoðar málin gagrýnum augum getur tekið mark á. 

Það er því nokkuð ljóst, miðað við undirtektir stjórnarliða á kvótafrumvörpum Jón Bjarnasonar, að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vita varla sjálfir hvaða stefnu þeir hafa í sjávarútvegsmálum, aðra en fyrningarleiðina, sem engar efnahagslegar forsendur eru fyrir. 

Er  það virkilega svo að stjórnarflokkarnir geti ekki náð saman um neina aðra stefnu um stjórn fiskveiða, aðra en þá sem gengur nánast að greininni dauðri. 


mbl.is Snúið út úr afstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband