Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Fékk Steingrímur J. sér Pepsí?

Það er gjarnan sagt, þegar skipstjórinn syngjandi frá Ólafsfirði, Björn Valur Gíslason, ryðst fram á ritvöllinn að nú hafi Steingrímur J. fengið sér Pepsísopa og að Björn væri að taka fyrir hann ,,ropann".

 Í fljótu bragði þá lykta þessi skrif Björns af slíku.  Það má reyndar vel vera að það sé afrek út af fyrir sig að þvæla þessu máli í gegnum þingið, enda önnur eins hrákasmíð ekki sést þar innan dyra í áraraðir.  

 Þetta mál hefur verið, síðan sáttanefndin lauk störfum, í meðförum stjórnarflokkanna, þar sem vílað hefur verið og dílað með málið.

Þingflokkar stjórnarflokkanna, sé þeim alvara með að bæta þingstörfin, hljóta nú í sumar að fara yfir það hvernig þeir geti bætt sín vinnubrögð.  Enda hleyptu þeir þessum frumvörpum inn í þingið á síðustu metrunum í bullandi ágreining, sín á milli og innbyrðis, þegar önnur mál hefðu eflaust mátt með ósekju fá meiri tíma og athygli þingheims.  

Slík vinnubrögð hljóta að teljast vítaverð, nema auðvitað hafi verið, eins og oft áður ætlast til þess, að stjórnarandstaðan myndi draga sundraðan stjórnarmeirihlutann að landi eina ferðina enn.  

En þá hefði eflaust þurft að vinna þetta mál öðruvísi, en á lokuðum sellufundum stjórnarþingmanna, þar sem togast var á um málið með hrossakaupum og fleiru sem tilheyrði því, sem þessi flokkar kalla gjarnan á tylliögum Gamla Ísland.

 Ekki ætla ég að leggja neinn dóm á störf formanns sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar þingsins. En það hlýtur samt að skjóta skökku við að Björn Valur skuli sjá sig knúinn til þess að hrósa formanninum fyrir gott starf, þegar hann sjálfur treystir sér ekki til að skrifa undir nefndarálit, frá formanninum.

  En þetta hrós Björns Vals, má kannski líka alveg túlka sem skot á fyrrverandi formann nefndarinnar Atla Gíslason, sem eins og kunnugt er, yfirgaf þingflokk Vg ásamt Ásmundi Einari og Lilju Mós. 

 Það er í það minnsta alveg með ólíkindum, að á öllum þessum tíma sem liðinn er síðan, vinna hófst við þessi frumvörp, að ekki hafi tekist betur til. Það er jú þannig, alla vega á pappírunum, meirihlutastjórn hér við völd og ef að innan þess hóps er mynda meirihlutann, hefði verið sátt um málið.

 En stjórnarflokkarnir virðast bara sjá sér einhvern hag í því að hafa þessi mál í eilífum ágreiningi, þó svo að það væri ekki til neins annars en að draga athyglina, frá öllu hinu klúðrinu og spillingarfeninu sem núverandi stjórnarflokkar, eru búnir að sökkva sér í. 


mbl.is „Sagan samofin kvótakerfinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldlaust klúður!!

Hvað sem fólk kann að hrópa upp um sægreifa, kvótakónga og óeðlilega hagsmunagæslu stjórnmálaflokka á Alþingi, þá breytir það í engu að stjórnarflokkarnir eiga það alveg skuldlaust, það klúður sem fylgir þessum málum tveimur.  Litla og stóra kvótafrumvarpinu.

 Eftir að sáttanefndin skilaði niðurstöðu, þá tók við 8 mánuða reipitog og hrossakaup stjórnarflokkanna um þessi mál á fundum nefndar skipaðri stjórnarþingmönnum.  Varla er hægt að ganga út frá því að þessi nefnd stjórnarflokkanna hafi komist að einhverri niðurstöðu annarri, en að vera ósammála.

Það var í rauninni vítavert af stjórnarmeirihlutanum, að þvínga þessi mál inn í þingið með afbrigðum, einum og hálfum mánuði, eftir að frestur til framlagningar mála rann út í þinginu.  

Það hlýtur að vera sanngjarnt að velta því fyrir sér, hvað þingflokkum stjórnarflokkanna gekk til, með því að leyfa framlagningu þessara mála, bæði í ljósi þess á hvaða tíma það var leyft og svo að sjálfsögðu vegna þess að ekki einu sinni var sátt um málin meðal stjórnarflokkanna og því alveg ljóst, að þessi tvö stjórnarfrumvörp um stjórn fiskveiða höfðu ekki meirihluta á bakvið sig í þinginu.

 Síðustu klukkutímum þingsins hefði örugglega verið betur varið í að ræða eitthvað annað sem sátt væri um og myndi gagnast fólkinu hér í landinu, kæmist það til framkvæmda.  

 Það vekur líka athygli mína, að þrátt fyrir að varla hefur mátt ræða kvótann öðruvísi undanfarin misseri, nema orðið ,,þjóðaratkvæði" komi þar fyrir í umræðunni.  Samt er ekki gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í báðum þessum málum.

 Með öðrum orðum, þjóðinni var ekkert ætluð aðkoma að þessum málum.  Nema kannski að til hafi staðið að senda forsetanum frumvörpin, eftir að þau hafi verið samþykkt í þinginu, til synjunar en ekki staðfestingar, eins tíðkast hefur hingað til. 


mbl.is „Litla kvótafrumvarpið“ samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborgarleikflokkurinn toppar sig stöðugt í bullinu.

Eftir að hafa sett saman starfshóp hagmunaaðila í greininni og fulltrúa þingflokkanna sem vann að málinu í eitt ár rúmt og skilaði nánast, samhljóða niðurstöðu, með örfáum fyrirvörum, þá tóku stjórnarflokkarnir við að togast á um málið, víla og díla í nærri níu mánuði um málið.  

Árangurinn af því var svo einhver frumvarpsómymd, sem sem sýnd var stjórnarflokkunum í byrjun maí.  Ónefndur Samfyklkingarþingmaður sagði þá simpasa hafa skrifað hafa skrifað frumvarpið.

 Frumvarpið þá að einhverju leyti bætt og lagt aftur fyrir stjórnarflokkanna, sem gáfu grænt ljós á framlagningu frumvarpsins í þinginu.  Á endanum var svo frumvarp þetta, sem jafnan kallast  Litla Frumvarpið og það frumvarp er kallast Stóra Frumvarpið, lögð fram í þinginu ca. 6 vikum eftir þann tíma, er þingsköp kveða á framlagningu mála.  Málunum var því hleypt inn á afbrigðum.

 Það skal alveg taka með í reikninginn að stjórn fiskveiða er nú ekkert smámál.  En eftir allan þennan tíma við vinnslu frumvarpanna og allt reipitogið og hrossakaupin, þá hefði maður haldið að í það minnsta stjórnarflokkarnir gengju í takt í málinu.

 Hins vegar virðist það vera svo að um málið er akkurat engin sátt meðal stjórnarflokkanna og jafnvel innbyrðis deilur innan þeirra um málið.  

 Það er nú varla við því að búast að svona sundurlyndur hópur komi sér saman um nokkurn skapaðan hlut og varla við því að búast að eitthvað lagist hér á landi, fyrr en þetta fólk fer frá og hleypir að fólki sem getur unnið saman að því að koma landinu aftur á réttan kjöl.  


mbl.is Stjórnarþingmenn ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1610

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband