Leita í fréttum mbl.is

"Móðir jafnréttismála" dissar barnið sitt.

Það skiptir í rauninni engu máli, hvað fólk vandar sig við að flækja málið.  Það hlýtur bara að vera ein niðurstaða í boði og hún er sú, að lögformlegt ráðningarferli er æðra gagnvart lögum, en faglegt ráðningarferli.

Hið lögformlega ferli gerir ráð fyrir, að litið sé til menntunnar og fyrri starfa umsækjenda.  Svo ber þeirri stofnun er ræður í starfið að horfa til jafnréttislöggjafarinnar, sé svo að umsækendur séu af sitthvoru kyninu. 

Að því ferli loknu, stóðu  sá sem ráðinn var og sú sem kærði á grundvelli jafnréttislaga, nærri því jafnfætis, með tilliti til hins lögformlega ráðningarferlis.  Það hefði því verið Forsætisráðuneytinu frjálst að ráða hvorn sem væri, ef ekki væri í gildi jafnréttislöggjöf. 

En samkvæmt þeirri löggjöf og hlutfalli kynjana í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera, kom bindandi úrskurður kærunefndar jafnréttismála, þess efnis að ráðuneytið hafi brotið jafnréttislög.

Brotið hvorki minnkar né hverfur, þó í þetta hafi blandast faglegt mat á umsækjendum, þar sem slíkt mat er ekki lögbundið, heldur huglægt. 

Það má svo alveg taka umræðuna um það hvort núgildandi lög um ráðningar hjá hinu opinbera og jafnréttislöggjöfina beri að endurskoða.

 Það breytir því hins vegar ekki að jafnréttislöggjöfin var brotin í þessu máli og þras og þrætur, þar sem staðreyndum máls er snúið á hvolf, bætir stöðu „móður jafnréttismála á Íslandi“ ekki á nokkurn hátt.  Lögbrot er lögbrot, hvort sem fólki finnst það fáranlegt eða ekki.


mbl.is „Ég fer í skaðabótamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband